Alþýðublaðið - 29.12.1990, Side 9

Alþýðublaðið - 29.12.1990, Side 9
Laugardagur 29. desember 1990 9 Janúar VASKURINN í GILDI: Lög um virð- isaukaskatt tóku gildi um áramótin og kemur hann í stað söluskatts. Við þessa breytingu lækkaði verð á ýmsum matvælum þar sem þau eru með ígildi 14% virðisaukaskatts. Ennfremur lækkaði verð á bensíni og einnig varð lítils háttar lækkun á verði áfengis og tóbaks. ÍSLANDSBANKI OPNAÐUR: í byrjun mánaðarins var íslandsbanki opnaður eftir langa umræðu um nauðsyn þess að fækka bönkum og hagræða í bankakerfinu. Alþýðu- bankinn, Iðnaðarbankinn og Versl- unarbankinn keyptu Útvegsbank- ann og síðan var þessum fjórum bönkum slegið saman í einn er ber heitið íslandsbanki. Fyrsti formaður bankaráðs hins nýja banka er Ás- mundur Stefánsson en bankastjórar þeir Valur Valsson, Tryggvi Pálsson og Björn Björnsson. Eftir standa þá ríkisbankarnir tveir, Búnaðarbanki og Landsbanki, sem og Samvinnu- bankinn, en rætt er um að Lands- bankinn kaupi hann. SVIPTINGAR Á STÖÐ 2: Verslun- arbankinn keypti ríflega 60% hlut í Stöð 2 á gamlársdag eftir að Jón Ótt- ar Ragnarsson og meðeigendur hans höfðu árangurslaus reynt að fá ríkisábyrgð fyrir erlendu láni upp á 400 milljónir króna. Óvissa ríkir um framhald málsins og stöðu þre- menninganna sem stofnuðu Stöð 2, en gerður var ráðningarsamningur við þá til þriggja ára. ALUMAX HEFUR ÁHUGA: Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og full- trúar Landsvirkjunar áttu viðræður við fulltrúa bandaríska álfyrirtækis- ins Alumax fyrri hluta mánaðarins. Þar var rætt um hugsanlega þátt- töku Alumax í áliðnaði hér á landi. Svo er að sjá sem Alumax-menn hafi nokkurn áhuga á að koma inn í samstarf Atlantal-hópsins svo- nefnda. OFSAROK OG FLÓÐ: Aðfaranótt 9. þessa mánaðar varð víða mikið tjón af völdum veðurofsa og flóða. Þeir staðir sem urðu verst úti voru Stokkseyri, Eyrarbakki, Grindavík og Sandgerði. EKKI PRÓFKJÖR: Undirbúningur er hafinn fyrir sveitarstjórnarkosn- ingarnar í vor. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur ákveðið að ekki skuli fara fram prófkjör um val fram- bjóðenda á lista flokksins í Reykja- vík. Á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðis- félaganna var tillaga um prófkjör felld með 136 atkvæðum gegn 90. NÝR SJÓNVARPSSTJÓRI: Nýir aðilar hafa komið inn í Stöð 2 sem eigendur meirihluta hlutafjár. Þeir stærstu eru Haraldur Haraldsson, Jóhann J. Ólafsson og Jón Ólafsson. Þá hefur Þorvarður Elíasson skóla- stjóri verið ráðinn sjónvarpsstjóri frá næstu mánaðamótum. GRUNDARKJÖR FÆRIR ÚT KVÍ- ARNAR: Jens Ólafsson, kaupmað- ur í Grundarkjöri, er stöðugt að færa út kvíarnar. Hann á nú fjórar mat- vöruverslanir, tvær í Reykjavík, eina í Kópavogi og eina í Hafnarfirði. Nú hefur hann keypt Kjötmiðstöðina í Garðabæ til viðbótar. Febrúar ÞJÓÐARSÁTT: Nýir kjarasamning- ar aðila vinnumarkaðarins, ríkis- stjórnarinnar og Stéttarsambands bænda voru undirritaður nú í byrj- un mánaðarins. Gildistími samning- anna er fram í miðjan september 1991. Endurmat samninganna fer fram í nóvember. Laun hækka á samningstímanum um 9,5% í áföng- um. Ákvæði eru um sérstakar lág- launabætur og greiddar verða 10 þúsund krónur í sérstaka desember- uppbót. Skipuð hefur verið launa- nefnd til að fylgjast með þróun kaupmáttar. Ríkisstjórnin sam- þykkti margvíslegar ráðstafanir til að greiða fyrir samningunum. Má þar nefna ráðstafanir til að koma í veg fyrir hækkun á búvörum, lækk- un framfærsluvísitölu, endurbætur á félagslegu húsnæði, samræmingu á skattlagningu fyrirtækja og koma á fót aflamiðlun. Gert er ráð fyrir að með þessum samningum takist að koma verðbólgunni niður í 6—9% á árinu og þar með lækkun nafn- vaxta. DEILT UM NÝTT RÁÐUNEYTI: Stjórnarfrumvarp um stofnun um- hverfisráðuneytis er nú til umfjöll- unar á Alþingi og hefur raunar verið samþykkt frá neðri deild. Talsverðar umræður urðu um frumvarpið þeg- ar það kom til fyrstu umræðu í efri deild. Karvel Pálmason sagði að það væri til of mikils mælst að hann styddi frumvarp um stofnun um- hverfisráðuneytis án verkefna. PÝÐINGARVILLUR: Stjórn Félags kvikmyndagerðarmanna sam- þykkti harðorða ályktun um þýð- endur og textun kvikmynda. Þar segir meðal annars: ;,Það lætur nærri að þriðja hver mynd sem sýnd er á íslandi búi yfir alvarlegum þýð- ingarvillum en þegar verst lætur geta heilu atriðin og stundum sjálft inntak myndanna farið fyrir ofan garð og neðan." Þó er tekið fram að það heyri til undantekninga að óvandaðar þýðingar sjáist í Ríkis- sjónvarpinu. ALUMAX í HÓPINN: Forstjóri Al- umax hefur tilkynnt íslenskum stjórnvöldum að fyrirtækið hafi ákveðið að gerast aðili að Atlan- tal-hópnum en þar voru fyrir hol- lenska fyrirtækið Hoogovens Alum- inium og sænska fyrirtækið Gráng- es. Hópurinn vinnur nú að undir- búningi að því að reisa 200 þúsund tonna álver hérlendis. HAVEL í HEIMSÓKN: Forseti Tékkóslóvakíu, Václav Havel, kom hingað í stutta heimsókn í boði Þjóðleikhússins á leið sinni til Bandaríkjanna. Hann var viðstadd- ur frumsýningu Þjóðleikhússins á leikriti sínu, Endurbyggingunni, og er það í fyrsta sinn sem hann sér það á fjölunum. KÍNVERJAR BUÐU BEST: Opnuð hafa verið tilboð í útboð Landsvirkj- unar í þrjá verkhluta véla- og raf- búnaðar vegna stækkunar Búrfells- virkjunar. í Ijós kom að tilboð CMEC í Kína var langlægst, eða 598 millj- ónir króna. Næst kom ABB í Svíþjóð með 980 milljóna tilboð. Mars BLÁA LÓNIÐ FLUTT: Grindavík- urbær hefur uppi áætlun um að flytja Bláa lónið til og reisa jafnvel 200 herbergja heilsuhótel við lónið á nýja staðnum. VATN TIL USA: Þóroddur Sigurðs- son vatnsveitustjóri er nú staddur í Bandaríkjunum þeirra erinda að huga að markaðsmöguleikum fyrir íslenskt neysluvatn. Vatnsveita Reykjavíkur hefur tekið höndum saman við Vífilfell og Hagkaup um að selja neysluvatn vestur um haf. Vatnsveitan hefur þegar borað sér- staka holu vegna þessa sem gefur af sér um 100 þúsund lítra á ári. OPIÐ HJÁ KRÖTUM: Fulltrúaráð Alþýðuflokksins í Reykjavík hefur ákveðið að standa fyrir opnu próf- kjöri fyrir borgarstjórnarkosning- arnar. Leggur flokkurinn nú áherslu á að fá einstaklinga og hópa til sam- starfs um framboð. ÁLVER í EYJAFIRÐI?: Nú er Eyja- fjarðarsvæðið talið standa einna sterkast að vígi hvað varðar staðar- val fyrir nýja álverksmiðju. Iðnaðar- ráðherra segir hins vegar að stað- setningin sé aukamál. Aðalmálið sé að íslendingar nái samningum um álver. í MÁL VIÐ BANKAEFTIRLITIÐ: Einn af viðskiptavinum Ávöxtunar hf. hyggst fara í mál við Bankaeftirlit Seðlabankans vegna aðgerðarleysis þess mánuðum saman þegar nánast allir töldu maðk í mysu Ávöxtunar. Þessi umræddi maður átti 2,5 millj- ónir inni hjá Ávöxtun þegar starf- semi fyrirtækisins var hætt. KJARVAL YFIR MILLJÓN: Á mál- verkauppboði Klausturhóla var Kjarvalsmálverkið Vífilfell selt á 1,1 milljón króna. Rífandi sala var á uppboðinu og fóru tvö önnur verk eftir Kjarval á háu verði. Annað á 950.000 og hitt á 840.000 krónur. Ein mynd eftir Erró var á uppboðinu og var hún slegin á 850.000 krónur. ÁLVERSYFIRLÝSING UNDIRRIT- UÐ: Fulltrúar Atlantal-hópsins og Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra hafa undirritað sameiginlega yfir- lýsingu varðandi ásetning um bygg- ingu nýs álvers hérlendis. Stefnt er að því að reisa álver með 200.000 tonna framleiðslugetu á ári og að það geti hafið rekstur á árinu 1994. HAFNFIRÐINGAR VILJA ÁU VER: Hafnfirðingar una illa um- ræðu um að væntanlegt álver komi til með að rísa við Eyjafjörð. Hefur bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam- þykkt ályktun þess efnis að besti valkostur fyrir nýtt álver sé í Straumsvík. NÝR VETTVANGUR: Nýtt borgar- málafélag hefur verið stofnað sem hyggst bjóða fram við borgarstjórn- arkosningarnar í samvinnu við Al- þýðuflokkinn og einstaklinga og samtök úr ýmsum flokksáttum. Er ætlunin að efna til prófkjörs undir heitinu Nýr vettvangur. Meðal þeirra sem talið er að muni gefa kost á sér við prófkjörið eru Bjarni P. Magnússon, Ólína Þorvarðardóttir, Kristín Á. Olafsdóttir og Hrafn Jök- ulsson. FISKÚTFLUTNINGUR: Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur veitt nokkrum fyrirtækjum tímabundið leyfi til að flytja út létt- saltaðan fisk. Hér er um að ræða fyrirtæki sem áður fluttu út ferskan flattan fisk, en sjávarútvegsráðu- neytið bannaði þann útflutning. Ráðherrann kvaðst vera að leysa bráðan vanda sem skapaðist við bann sjávarútvegsráðherra og sagði að hagsmunum SÍF væri ekki stefnt í voða þótt einhverjir áðrir fengju að flytja út saltfisk. JARÐSKJÁLFTI: Þann 19. þessa mánaðar gekk jarðskjálftahrina yfir Suðvesturland og mældust kippirn- ir upp í 5,0 á Richterkvarða. Litlar sem engar skemmdir urðu af völd- um skjálftans. STÓRTAP FLUGLEIÐA: Á aðal- fundi Flugleiða kom fram að tap af rekstri félagsins í fyrra nam 375 milljónum króna. Fluttir voru sam- tals 733 þúsund farþegar og hafði þeim fækkað um 106 þúsund frá ár- inu áður. Sigurður Helgason var endurkjörinn stjórnarformaður fé- lagsins. REUTER TIL ALÞÝÐUBLAÐS- INS: Nú hefur Alþýðublaðið gert samninga við bresku fréttastofuna Reuter um daglega fréttaþjónustu. Reuter sendir fréttir allan sólar- hringinn og hefur á að skipa 650 fréttamönnum í um 100 þjóðlönd- um.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.