Alþýðublaðið - 29.12.1990, Page 13

Alþýðublaðið - 29.12.1990, Page 13
Laugardagur 29. desember 1990 13 Framundan er .nýtt ár, bundið vonum og óskum. Hvað mun það bera í skauti? Stjörnuspekingur Alþýdublaðsins hefur rýnt inn í nánustu framtíd, og leidir okkur í sannleikann um hvers er aö vænta á komandi ári, 1991. HRÚTURINN 1. mars — 20. apríl 1991 verður ár breytinganna. Fas þitt mun breytast á flestum sviðum — og yfirleitt á betri veg. Rómantíkin endurnýjast, og það mun einnig koma öðr- um hliðum lífs þíns að gagni. Langtímaáætlanir þínar í sam- bandi við vinnuna byr'a nú að skila árangri. Gott sumarfrí leiðir til mikilvægrar vináttu. Afkoma þín verður ögn verri en í ár. NAUTIÐ 1. apríl — 21. maí Nýja árið hefst á uppsveiflu. Síðan þróast hlutir jafnara en á viðunandi hátt. Tímabundin vonbrigði í ástalífinu taka þó hamingjusamlega stefnu. Vinnan er óvenju ögrandi, en misstu ekki af tækifærinu. Sumafríið verður endurfundir við gamlar slóðir. Fjárhagur þinn er í lagi, en meiri háttar áhættur verðurðu að forðast. TVÍBURARNIR 2. maí — 21. júní Nú verðurðu að taka til hend- inni og hrinda áætlunum í framkvæmd, sem lengi hefur staðið til. Kærleikurinn verður þó að fá að hafa sinn gang. Þar vinnur tíminn með þér. Þér gengur vel í vinnunni en þú verður að sýna úthald. Sumar- fríið verður dásamlegt svo það er ástæða til að fara að leggja fyrir. Fjármál þín verða að mestu í lagi. KRABBINN. 2. júní — 22. júlí Það verða vissir erfiðleikar í upphafi árs, en þú getur hlakk- að til ársins ef þú lítur til þess í heild. Skilyrði í ástalífi eru hag- stæð og það verður leikið á nýjum og óþekktum nótum. Líklega hefur þú of háleitar hugmyndir um vinnuna, þann- ig að þú munt verða fyrir tölu- verðum vonbrigðum að öllu óbreyttu. En tíminn mun leiða í ljós að tækifærin eru fram undan. Sumarfríið verður allt öðru vísi en þú átt von á. Fjár- hagur þinn verður í blóma. UÓNIÐ 3. júlí — 23. ágúst Vonir þínar rætast ein af ann- arri á árinu. Fá vandamál og blómstrandi mannlíf einkenna líf þitt fram undan — meira að segja rómantíkin bankar að dyrum. Vinnan verður nokk- urn veginn á þeim nótum sem þú hefur hugsað þér. En þú verður að grípa ákveðið tæki- færi miklu fyrr en þú hyggur. Þá mun flest heppnast. Sumar- fríinu eyðir þú að þekktum og kærum stað. Afkoma þín verð- ur ekki jafngóð 1991 og hún er í ár. MEYJAN 3. ágúst — 22. sept. Nú er um að gera að grípa tækifærin sem þú hélst að gæf- ust ekki á nýju ári. Ástalífið blómstrar ekki síst á síðasta ársfjórðungi. Mikils verður krafist af þér í vinnunni, og þú bregst ekki. Fjárhagurinn verður í góðu lagi, svo er ströngu eftirliti með útgjöidum fyrir að þakka. SPORÐDRE KINN 4. okt. — 23. nóv. Dásamlegt ár er fram undan. Glæstir tímar og þeir erfiðleik- ar sem verða á vegi þínum styrkja þig. Unaðsfundir á sumri munu gleðja óskaplega. í lok árs mun árangur erfiðis þíns í vinnunni koma i Ijós. Óvænt sumarfrí verður upphaf að öðru og meira og stofnar til nýs kunningsskapar. Afkoma þín verður svipuð og á fyrra ári. BOGMAÐURINN 4. nóv. — 21. des. Líf þitt mun verða að mestu leyti á sömu brautum á næsta ári og 1990. Hamingja fylgir þér á tilfinningasviði og engin kollstökk. Fremur tíðindalítið í vinnunni, en í svipuðum dúr og þú hafðir hugsað þér. Sum- arfrísins muntu lengi minnast, því að þá verður gaman. Af- koma þín verður stöðugt betri á árinu. VOGIN 3. sept. — 23. okt. Þú ert ekki sáttur við lífið og tilveruna í upphafi árs, en brátt mun rofa til og þér mun farnast vel. Þú verður fyrir töluverð- um vonbrigðum á tilfinninga- sviðinu, en annað og betra tek- ur við. í vinnunni skaltu hafa frumkvæði að yfirveguðu máli. Þá muntu komast áfram. Sumarfríið verður að vera á lágum nótum peningalega, en það verður eitthvað það dá- samlegasta sem þú hefur átt. Aö öðru leyti verður afkoma þín fremur knöpp, en þér tekst að sigla skútunni út árið á hag- sýninni. STEINGEITIN 2. des. — 20. jan. Tilbreytingaríkt ár — er það ekki það sem þú kýst? Og bjart- ara framundan í ástalífinu. Vertu ekki of bráður að skipta um vinnu — tækifærin koma síðar á árinu. Þú ákveður sum- arfríið seint en þér dettur nokkuð stórkostlegt í hug. Fjárhagurinn verður í lagi, ekki síst vegna þess að þú fell- ur frá fáránlegri hugmynd. VATNSBERINN 1. jan. — 18. febr. Margt gerist jákvætt á árinu, enda verður það í þínum huga í betra lagi. Ekki síst fellur þú fyrir þeirri/þeim heittelsk- uðu/heittelskaða og láttu það ekki ganga þér úr greipum. Þú verður að leggja þig verulega fram í vinnunni, en þú hefur líka reiknað með því. Sumarfrí- ið verður algjör afslöppun, og þér tekst að safna kröftum. Af- koman verður sveiflukennd, en nokkru betri en á fyrra ári. FISKARNIR 19. feb. — 20. mars Uppfinningasemi fiskanna hjálpar þér að aðlagast breytt- um aðstæðum á árinu. Erfið- ieikar gera vart við sig á kær- leiksheimilinu, en þér tekst að leysa úr þeim á skynsamlegan hátt. Árangur í vinnunni lætur ekki á sér standa, þökk sé því að þú leggur þig fram og ekki sakar smáheppni. Þú færð góða hugmynd í sumarfríinu sem þú hrindir síðar í fram- kvæmd. Fjárhagur þinn verð- ur nokkuð knappur.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.