Alþýðublaðið - 08.02.1985, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.02.1985, Blaðsíða 1
alþýðu blaöið *i Föstudagur8. febrúar 1985 27. tbl. 66. árg • • „Oll erum yið kratar“ Á annað hundrað manns á stofnfundi Málfundafélags félagshyggjufólks - Nokkuð á annað hundrað manns mættu á stofnfund Málfundafélags félagshyggjufólks, sem fram fór á Hótel Borg miðvikudagskvöldið. Stofnfundurinn bar yfirskriftina „Ríkt land, lág laun, hvert fara pen- ingarnir?“. Á fundinum höfðu framsögu Birgir Björn Sigurjónsson, hag- fræðingur hjá BHM, Jón Sæmund- ur Sigurjónsson, deildarstjóri í heil- brigðisráðuneytinu og Birgir Árna- son, hagfræðingur á Þjóðhags- stofnun. Auk þeirra tóku til máls Hörður Bergmann, Gísli Gunnars- son, Árni Daníelsson Svanur Krist- jánsson, og fleiri. Fundarstjóri var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borg- arfulltrúi Kvennaframboðsins. Grunntónninn á fundinum var sá Framh. á bls. 3 Innflutningurinn 1984 jókst um 14,5%: Milljarða „hækkun í hafi“ Vöruinnflutningur til landsins 1984 varð 13% meiri en árið áður, en 14,5% meiri ef ekki er tekið tillit til skipa, flugvéla og innflutnings til stóriðju, stórvirkjana og til flug- stöðvarbyggingar. Alls voru fluttar inn til landsins vörur fyrir um 26,7 milljarða króna (fob), en þegar hins vegar ekki er tekið tillit til kostnað- ar, sem til fellur þar til vara er af- fermd hér á landi, nam innflutn- ingsverðmætið um 23,9 milljörð- um. Mismunurinn, sem er rúmlega 2,8 milljarðar króna, felst einkum og sér í lagi í flutningsgjaldi skipa- félaganna og vátryggingargjaldi tryggingafélaganna, auk þess sem umboðslaun koma að einhverju leyti inn í dæmið. Útflutningsverð- mætið var á árinu rúmlega 23,7 fnilijarðar króna. Það reyndist mið- að við meðalbreytingu á verði er- lends gjaldeyris um 9% meira á föstu gengi en árið áður, að þvi er fram kemur í frétt frá Hagstofu ís- lands. Þar af jókst útflutningur sjá- varafurða um 7%, útflutningur á áli dróst saman um 4%, en verðmæti annarrar útfluttrar vöru jókst um rösklega 9%, á föstu gengi. í desembermánuði einum saman nam mismunurinn á verðmæti innJ fluttrar vöru við innkaup erlendis og eftir flutninga, tryggingar og annan kostnað þar til varan kemur til landsins alls 306 milljónum króna. Voru fluttar út vörur fyrir um 2.825 millj. kr. fob. en inn voru fluttar vörur fyrir 3.278 millj. kr. cif. Vöruskiptajöfnuðurinn, reikn- aður á þennan hátt, var því óhag- stæður um 453 millj. kr. Sé inn- flutningurinn hins vegar reiknaður á fobrverði, eins og gert er í íslensk- um þjóðhagsreikningum og þjóð- hagsspám, var vöruskiptajöfnuður- inn í desember óhagstæður um 147 millj. kr. í námi. Hinsvegar mun það taka skólakerfið nokkur ár að ná sér aft- ur.“ Að lokum sagði Þórir að þetta væri kjaradeila á milli kennara og ríkissjóðs og yrði að leysast sem slík, og það sem fyrst ef ekki á að hljótast stórslys af. Þórir Ólafsson, skólameistari: Óttast af- leiðingarnar í áhrifamiklum sjónvarpsþætti í fyrrakvöld, þriðjudagskvöld, þai sem fjallað var um matvælavanda- málið í heiminum svo og heilsufars- mál, kom margt fróðlegt fram. Skyldu t. a. m. allir hafa áttað sig á því, að matvælaforðabúr jarðar er nægilegt til að brauðfæða alla heimsbyggðina? Með sanngjarnri skiptingu fæðunnar milli norðurs og suðurs, þá ættu allir jarðarbúar að hafa nóg. En þrátt fyrir það þá hanga fleiri hundruð milljónir manna á horriminni og látast úr hungri eða sjúkdómum sem orsak- ast af næringarleysi. Meðan iðnriki heimsins eiga við vandamál að stríða sökum offramleiðslu á til- teknum vörutegundum, þá vantar tilfinnanlega sams konar varning annars staðar á hnettinum. Svipuð misskipting lífsgæða kom fram, þegar horft var til heilsugæsiumála í heiminum. Með tiltölulega ódýrum hætti, svo sem með fyrirbyggjandi aðgerðum, bólusetningu og þess háttar, þá væri unnt að lækka til mikilla muna dánartíðni í vanþróuðu ríkjunum. Þessi sjónvarpsþáttur var vel gerður og þar var á skilmerkilegan hátt gerð grein fyrir stöðu þessara mála og jafnframt varpað ljósi á þá Hlutur ísl. idnaðarvara minnkar Sé borin saman niarkaðshlut- deild innlendrar framleiðslu í fjór- um iðngreinum, kaffibrennslu, hreinlætisvörum, málningarvörum og sælgæti, kemur í Ijós að staða innlendu framleiðslunnar gagnvart innfluttum vörum fer hríðversn- andi. Árið 1978 vár hlutur innlendrar kaffibrennslu 92,6% af markaðin- um, en hefur hrapað niður í 75,5% af heildarneyslunni á þriðja árs- fjórðungi 1984. Árið 1983 var hlut- fallið 76,6%. Árið 1978 var markaðshlutdeild innlendra hreinlætisvara 72,3% en er komin niður jí 63,3% árið 1983 og á þriðja ársfjórðungi 1984 er hún 56,6%. Sömu sögu er að segja um inn- lendar málningarvörur. Árið 1978 var sala innlendrar framleiðslu 65,6% af heiidarsölunni í landinu en er komin niður í 57,5% árið 1983. Á þriðja ársfjórðungi 1984 var hlutfall innlendu framleiðsl- unnar 55,7%. Sælgætishlutfallið er hinsvegar íslenskum framleiðendum í hag, því árið 1980 er hlutfall innlendu fram- leiðslunnar 44,1% og hefur það hækkað í 49,5% árið 1983. Á þriðja ársfjórðungi 1984 hefur það hins- vegar hrapað í 35,5%. Þessar tölur eru fengnar úr fréttabréfi íslenskra iðnrekenda en það er Hagstofa íslands og FÍI sem kannar á hverjum ársfjórðungi markaðshlutdeild þessara iðn- greina. Aukafjárveitingar 1983: Þriðjungs Fjárlög fyrir 1983, á fyrsta ári núverandi ríkisstjórnar, hljóðuóu upp á 17,2 milljarða króna. Þegar fram liðu stundir hlóðust aukafjár- veitingarnar upp og urðu við upp- gjör alls 3,8 milljarðarog jukust því ríkisútgjöldin alls um nær þriðjung frá því sem ríkisstjórnin markaði sér upphaflega. Rúmlega helmingur þessara aukafjárveitinga fóru i málaflokka menntamálaráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins (27,2% og hækkun 26,7%). Að öðru ieyti má sjá í fylgi- riti með ríkisreikningi þessa árs að nær 70% af aukafjárveitingunum fóru til 10 aðskilinna málaflokka. 454 milljónir kr. fóru aukalega í byggðalínurnar, 791 milljón til Tryggingastofnunarinnar, um 270 milljónir til Landsvirkjunar, 250 milljónir í ýmis lán ríkissjóðs, tæplega 240 milljónir til Vegagerð- ar ríkisins, um 193 milljónir i niður- greiðslur á vöruverði, 135 milljónir Framh. á bls. 3 „Það er einfalt mál. Komi til uppsagna kennaranna 1. mars, þá verður skólinn að loka og öll kennsla á framhaldsskólastigi dett- ur niður,“ sagði Þórir Ólafsson, skólastjóri Fjölbrautaskólans á Akranesi, þegar við höfðum sam- bandvið hann í gærltil að grennsíast fyrir um hvaða áhrif það hefði ef kennarar legðu niður vinnu 1. mars, einsog þeir hafa hótað, fái þeir ekki leiðréttingu á sínum málum. Þórir sagði að þetta væri sérstak- lega bagalegt núna, því að í haust hefði kennsla dottið niður í einn mánuð, og væri nú verið að vinna upp kennslutapið frá því í haust. „Við erum ennþá 10 dögum á eftir áætlun, og ekkert má út af bera til að við drögumst ekki aftur úr. Það er ekkert svigrúm til“ Hann sagði að það væri auð- heyrilegt á fólki, að mikill hiti væri í því. Þetta er mikið rætt meðal kennara, en allir kennararnir við Fjölbrautaskólann á Akranesi hafa sagt upp. Þá sagðist Þórir einnig hafa orð- ið var við miklar áhyggjur hjá nem- endum. Sagði hann að það væri greinilegt að nemendur væru farnir að líta á skólastarfið alvarlegri aug- um en þeir gerðu áður. Nemendur hafa ályktað um þessar uppsagnir og einnig hefur stjórn nemendafé- lagsins mætt á fundi með skólayfir- völdum og rætt þessi mál þar. „Það er greinilegt á málflutningi þeirra að nemendur eru mjög uggandi um framvinduna" Þýðir þetta að nemendur missi úr heilt ár? „Nei, en þar sem er annakerfi einsog hjá okkur, missa þeir úr heila önn og tefjast því um hálft ár staðreynd, að svo lítið þarf í raun að gera til að kveða niður hungurvof- una í heiminum. Það þarf vilja. Pólitískan vilja. 1 þættinum var hins vegar ekkert komið inn á þá staðreynd að með niðurskurði á fjárframlagi til víg- búnaðarmála, þá myndi verulegt fjármagn sparast sem unnt væri að nýta til að gera veröldina lífvæn- legri fyrir jarðarbúa. En umræddur sjónvarpsþáttur sýndi það svart á hvitu að það er misskipting hinna veraldlegu gæða, óréttlætið, sem kallar fram eymd- ina og örbirgðina, en ekki það að Móðir jörð gefi ekki nægilegt af sér. Sú staðreynd ein er umhugs- unarverð. Misskiptingin heldur lífi í hunguryofunni

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.