Alþýðublaðið - 14.02.1985, Qupperneq 2
2
Fimmtudagur 14. febrúar 1985
'RITSTJORNARGREIN'
Súpan á undan aðalréttinum?
Komið hefur í Ijós að hið rýra plagg sem ríkis-
stjórnin sendi frá sér á dögunum og vildi kalla
efnahagsúrræði, en var Ktið annað en almenn-
ar vangaveltur um allt og ekkert, var aðeins
undanfari þess sem koma skal; lafþunn súpan
á undan aðalréttinum. í sjónvarpinu á þriðju-
dagskvöld birtist forsætisráðherra glaðbeittur
með leyniskjöl upp á vasann; 25 atriði af ýms-
um toga, tímasett upp ádag — framkvæmda-
áætlun ríkisstjórnarinnar. Að visu er plagg
Steingríms aðeins hans eigið hugarfóstur, því
enginn annar hefur fengið að berja það augum.
Albert Guðmundsson fjármálaráðherra, sem
sat við hlið Steingríms í sjónvarpssal þetta
sama kvöld, vissi ekkert um tilvist þessarar
áætlunargerðar Steingríms og fékk ekkert um
hana að vita, fremur en alþjóð.
Fjármálaráðherravarhins vegarí þeirri sælu
trú að efnahagsúrræðin sem hann og Stein-
grímur kynntu í síðustu viku, ættu að þýða eitt-
hvað. Hann fyrtist við, þegar blaðamenn
spuróu hann í nefndum sjónvarpsþætti, hvort
þessi svoköliuðu úrræði væru ekki neyðarlega
rýr ( roðinu eftir langa meðgöngu á stjórnar-
heimilinu. Albert kvað það ósatt vera. í úrræð-
unum væri að finna fjöldann allan af markmið-
um. Og víst er það satt hjá fjármálaráðherra að
ríkisstjórnin hefur nú sem fyrr sett sér ýmis
markmið. Sannleikurinn er hins vegar sá að
fæst þessara markmiða hafa náóst fram. Ekk-
ert hefur orðið úr loforðum. Raunverulegar
framkvæmdir hafa gleymst.
Svo er þaö hitt, að þótt stjórnarflokkarnir geti
í einhverjum atriðum komið sér saman um al-
menn markmið, þá er togstreitan milli þeirra
slik, að engin leið er að ná málum á skrið. Það
er ekkert vandamál fyrir ríkisstjórnir að lýsa því
yfir að það beri að draga úr viðskiptahalla,
stefna beri að því að fyllafjárlagagatið, það eigi
að reynaaðdragaúrerlendum skuldum, það sé
brýnt að ná til skattsvikara og að eitthvað verði
að gera í húsnæðismálunum. Þegar nánar er
spurt um aðferðir og leiðir að þessum mark-
miðum, þá verður lítið um svör. Ósamlyndið á
stjórnarheimilinu er t. a. m. augljóst á sviöi
húsnæðismálanna. Alþýðuflokksmenn hafa
lagt til að stóreignamenn verði sérstaklega
skattlagðir og það fjármagn sem þannig fæst
verði fært til húsnæðislánakerfisins. Þetta
tóku síðan framsóknarmenn undir. En Sjálf-
stæðisflokkurinn sagði þvert nei. Kemur ekki
til greina. Málinu var stungið undir stól hjá rík-
isstjórninni.
Alþýðuflokksmenn hafa bent á fleiri leiðir
sem fara má til að leysa vandamál húsbyggj-
endaog íbúðarkaupenda. Þaðervitanlegaeng-
in lausn fyrir fólk, þótt fjármagn sé flutt af ein-
um stað áannan innan húsnæðislánakerfisins
eins og ríkisstjórnin leggur til. Þannig er að-
eins verið að veltavandamálum einsyfiráann-
an. Alþýðuflokkurinn hefur hins vegar lagt til
að skattleggja megi bankana og nota hagnað
Seðlabankans til húsnæðismálanna. Sömu-
ieiðis hefur Alþýðuflokkurinn sagt að ekki
gangi að verðtryggja lán í landinu á sama tíma
og launin eru fryst. Þettaviðhorf tóku bæði for-
sætisráðherra og fjármálaráðherra undir í
sjónvarpinu á þriðjudag og lofuðu bót og betr-
un. Fróðlegt verður að fylgjast með efndum.
í annan stað hafa alþýðuflokksmenn lagt til
að á meðan vísitalan mælir stórhækkaða
greiðslubyrði af lánum, en launin sitja föst, þá
beri að færa þann mismun sem þar liggur aftur
fyrir lánin og lengja þau sem því nemur. Með
öðrum orðum að greiðslubyrði fólks aukist
ekki umfram kaupmátt í iandinu. Þettaviðhorf
jafnaðarmanna tóku þeir einnig undir, Albert
og Steingrímur í sjónvarpinu í fyrrakvöld. Hvort
eitthvað verði gert af hálfu ríkisstjórnarinnar í
þeim efnum, á svo eftir að koma í Ijós.
Aðalatriði málsins er það, að núverandi ríkis-
stjórn hefur lofað hinu og þessu, sagt hitt og
þetta, lýst háleitum markmiðum hér og þar, en
þegar til kastanna kemur hefur allt veriö við
það sama; vandamálin látin hrannast upp.
i —GÁS.
Kristín
ur orðið, mjög óskynsamlega og uð
það geli haft alvarlegar afleiðingar
fyrir Alþýðuflokkinn, út á við og
inn á við, að enibœtti fratn-
k vœmdastjóra A Iþýðitflokksins
sku/i verða lagt niður með þeim
hœtti sem það er gert.
Ég er einnig þeirrar skoðunar, að
hér sé um að rœða aðför af hendi
flokksformannsins gagnvart mér
persónulega, sem jafnframt beinist
gegn kvennasamtökum flokksins,
sem ég er formaður fyrir og er i
órofa samhengi við þá átreið og
vantraust, sem við alþýðuflokks-
konur urðum fyrir á síðasta flokks-
þingi, er kosið var til flokksstjórn-
ar. Ég harma það sem gerst hefur og
vísa allri ábyrgð á því á hendur
þeim, sem að þessari ákvörðun
standa.
Ég er þeirrar skoðunar, að fram-
kvœmdastjórnin hafihérog nú vik-
ið mér að ósekju fyrirvaralaust úr
starfi. Fari svo, að leitað verði eftir
upplýsingum frá mér um það sem
gerst hefur, áskil ég mér því allan
rétt til að veita þær og birta þá þessa
bókun, ef til kenntr.
Kristín Guðmundsdóttir.
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna
starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum.
• Deildarstjóri mælastöðvar í innlagnadeild Raf-
magnsveitu Reykjavíkur. Rafmagns-tæknifræði eða
verkfræðimenntun áskilin.
• Rafmagnseftirlitsmaður í innlagnadeild Rafmagns-
veitu Reykjavíkur. Iðnfræðingsmenntun áskilin.
Upplýsingar veitir starfsmannastjóri R. R. í síma
686222.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum um-
sóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 föstu-
daginn 22. febrúar 1985.
Örorkubœtur 1
44,4% hærri ellilífeyri en konurnar
og mismunurinn því nokkuð meiri
en frá var sagt í gær.
Þessar upplýsingar komu sem
fyrr segir fram í svari fjármálaráð-
herra við fyrirspurn Jóhönnu Sig-
urðardóttur um lífeyrisgreiðslur úr
Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.
Fyrirspurnin var flutt í tengslum við
beiðni þingmanna Alþýðuflokks og
Bandalags jafnaðarmanna um
skýrslu frá fjármálaráðherra um
heildarendurskoðun lífeyrismála,
þar sem Jóhanna er fyrsti flutnings-
maður.
í greinargerð með þeirri beiðni
kemur meðal annars fram að
stjórnskipaðar nefndir hafi nú
starfað að því að semja tillögur um
nýskipan lífeyrismála í rúmlega 8
ár. Þótt áfangar hafi náðst þá sé
ekki fyrirsjáanlegt samfellt lífeyris-
kerfi fyrir alla landsmenn. í ljósi
ítarlegra athugana og því hversu líf-
eyrisnefnd hefur starfað þykir
flutningsmönnum tímabært að
fjármálaráðherra flytji skýrslu um
störf nefndarinnar, svo og um
hvaða áform séu uppi um nýskipan
lífeyrismála hér á landi. Ekki síst í
ljósi þess að i hvert sinn sem tillögur
og frumvörp um þessi mál eru flutt
þá er vísað til þessarar endurskoð-
unar nefndanna og þvi aldrei tíma-
bært að gera nokkuð fyrr en að
þessu starfi loknu.
llar
myndu allár upplýsingar um
ástandið í þessum málum safnast
saman á' einn stað og því gætu
stjórnrríalamennirnir fengið stöð-
una einsog hún er í dag og séð hver
vandinn er. „í framhaldi af því von-
umst við svo til að stjórnmála-
mennirnir grípi til einhverra úr-
ræða, sem leysa muni vandann“
Búist er við örtröð eftir helgina?
„Já, ef dæma á af þeim við-
brögðum, sem þegar hafa orðið, en
hér hefur síminn ekki þagnað alla
vikuna, má búast við að fjöldi
manns muni leita til okkar eftir
helgina"
Norræna félagið kynn-
ir lýðháskólanám
arinnar fylgir hér með en kynningin
er öllum opin og þátttaka ókeypis.
Lýðháskólar
kynntir
Laugardaginn 16. febrúar efnir
Reykjavíkurdeild Norræna félags-
ins til kynningar á lýðháskólum á
Norðurlöndum.
Kynningin fer fram í Norræna
húsinu og hefst kl. 15:00. Fjallað
verður um námsbrautir og námstil-
högun og sagt frá námskostnaöi og
styrkmöguleikum. Sérstaklega
verður rætt um námsmat og tengsl-
in við framhaldsskólakerfið ís-
lenska.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill.
Síminn
FELAGSSTARF
ALÞÝÐUFLOKKSINS
Alþýðuflokksfélag
Reykjavíkur
Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur verð-
ur haldinn fimmtudaginn 14. febrúar 1985 kl. 20.30
( Félagsmiðstöð Jafnaðarmanna, Hverfisgötu
8—10.
Fundarefni: Venjulega aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Jú. Grétar kvað það rétt vera og
það yrði eitt af hlutverkum Ráð-
gjafaþjónustunnar. Sagði hann að
Húsnæðisstofnun eða ráðuneyti
myndi ganga í það að tala við bank-
ana fyrir fólkið og semja við kröfu-
hafana. Þó sagði hann að ekki væri
enn búið að tala við bankana, en að
það yrði gert. „Þetta er ekkert sem
gengur greiðlega fyrir sig en við
munum gera okkar besta til að
greiða úr vanda hvers og eins.“
Þá sagði Grétar að þessi ráð-
gjafaþjónusta væri ekki eingöngu
hugsuð fyrir þá sem eiga nú þegar í
greiðsluvandræðum, hún væri ekki
síður ætluð þeim, sem væru að
huga að íbúðarkaupum um þessar
mundir.
Einnig sagði hann að niðurstöð-
ur úr vinnu Ráðgjafaþjónustunnar
gætu orðið ráðgefandi fyrir stjórn-
málamenn um hvernig hægt væri
að taka á vandanum, því hjá þeim
Lýðháskólahreyfingin á Norður-
löndum er öflug fræðslu- og félags-
málahreyfing, sem stendur á göml-
um merg. Lýðháskólar í þessum
löndum eru fjölmargir og bjóða
upp á fjölbreytt nám á öllum svið-
um. Auk hefðbundins alhliða bók-
náms bjóða lýðháskólarnir marg-
víslegar aðrar námsbrautir t. d. á
sviði handmennta, listiðnaðar,
tungumálanáms, fjölmiðlunar-
náms auk lengri og skemmri nám-
skeiða um tiltekin efni. Þá eru
meðal lýðháskólanna ýmsir sér-
hæfðir skólar s. s. fyrir hreyfihaml-
aða og heyrnarskerta svo dæmi séu
nefnd.
Lýðháskólar eru ætlaðir öllu
fólki 18 ára og eldri og engar sér-
stakar kröfur eru gerðar til undir-
búningsmenntunar.
Á hverju ári fara allmargir ís-
lendingar til náms í lýðháskólum á
Norðurlöndum og öðlast fyrir
milligöngu Norræna félagsins fjár-
styrk til námsins. Reykjavíkurdeild
Norræna félagsins hefur ákveðið
að efna til kynningar á lýðháskóla-
námi á Norðurlöndum í samvinnu
við skrifstofu Norræna félagsins.
Kynningin fer fram í Norræna hús-
inu n. k. laugardag, 16. febrúar og
hefst kl. 15:00. Dagsdkrá kynning-
Sendum okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda
samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins
mins og föður okkar
Sigurgeirs Kristjánssonar
Mýrargötu 10
með minningargjöfum og blómum.
Sérstakar þakkir færum við Slippfélaginu hf., og
starfsfólki þess. Og þökkum öllum þeim fjölda sem
vottuðu minningu hans virðingu með nærveru sinni
við jarðaför hans 8. febrúar sl.
Guð blessi ykkur öll.
Pernilla M. Olsen og börn.