Alþýðublaðið - 14.02.1985, Qupperneq 3
Fimmtudagur 14. febrúar 1985
3
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar óskar eftir tilboð-
um í að framleiða pg afhenda greinibrunna fyrir Hita-
veitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu
vorri Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík gegn kr. 3.000,- skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 19.
febrúar nk. kl. 14. e. h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800
Hádegisjass á Loftleiðum
Við íslendingar höfunr alltaf ver-
ið söngelsk þjóð eins og merkja má
af þeim fjölda fólks sem er í kórum
um allt land og sækir söngskemmt-
anir.
Ljtið hefur samt borið á því að
fram á sjónarsviðið hafi komið
söngflokkar, sem leggja fyrir sig
Iéttari sönglist eingöngu, hvað þá
jasstónlist. Margt kenrur til í þeim
efnúm, tímaleysi þeirra sem hæfi-
leika hafa, skortur á tækifærum til
þess að koma fram opinberlega og
margt fleira.
Það útheimtir mikla vinnu og
samvinnuanda að koma saman
góðum fimm manna söngflokki, og
er ekki alltaf erindi sem erfiði í
þeim efnum. En einn slíkur flokkur
virðist hafa yfirstigið vandamálin
og kemur nú fram á sjónarsviðið í
fyrsta sinn um helgina. Þetta eru 3
stúlkur og 2 piltar, sem nefna sig
SEDRÓ FIMM. Nafngrftin er svo-
iítið sérstök, en hún er samsetning
úr fyrstu stöfum nafna meðli-
manna, Sigurbjörg, Elfa, Dagbjört,
Ragnar og Ómar.
Þrjú þeirra eru í kirkjukórum,
einn er starfandi hljóðfæraleikari
og tvær af dömunum eru í söng-
námi. Annar piltanna kemur fram í
uppfærslu á Carmen í óperunni um
þessar mundir, svo söngmenntunin
er í góðu lagi.
Lagavalið er takmarkað ennþá,
enda liggur margra vikna vinna á
bak við hverja útsetningu þar til
hún er talin boðleg til flutnings.
Það sem fyrir Iiggur eru útsetningar
ættaðar frá Sergio Mendes, Man-
hattan Transfer og Pointer Sisters,
og fleira er í deiglunni.
SEDRÓ FIMM koma fram í há-
degisjassi í Blómasal Hótels Loft-
Jafnréttisráð:
Kynferði ekki rök
fyrir lágum launum
Jafnréttisráð samþykkti eftirfar-
andi samhljóða á fundi sínum þann
11. febrúar 1985:
„Kjarasamningur háskóla-
menntaðra ríkisstarfsmanna er nú
til umfjöllunar hjá Kjaradómi.
í greinargerð fjármálaráðherra
fyrir dóminum eru m. a. þau rök
notuð til að réttlæta lægri laun há-
skólamenntaðra ríkisstarfsmanna
að konur eru hlutfallslega fleiri í
þeim hópi, en í því úrtaki sem notað
Amnesty:
Pyntingar er
hægt að stöðva!
— 5.—9. febrúar 1980: Lækna-
ráð ríkisins í Brasilíu sakar yfir-
mann læknisfræðistofnunarinnar í
Sao Paolo, dr. Shibata, um að gefa
út tvö fölsk vottorð þess efnis að
einn fangi hafi svipt sig lífi og um
að annar hafi ekki verið pyntaður.
Dr. Shibata var tekinn af læknaskrá
í október sama ár.
— 13. febrúar 1981: José Arregui
Izaquirre, þrítugur Baski, deyr í
einangrunarvarðhaldi lögreglunnar
í Madrid á Spáni. Líkskoðun leiðir
í Ijós að hann hafi verið illa pyntað-
ur. Við réttarhöld þann 29. nóv.
1983 eru tveir lögregluforingjar
sýknaðir af því að vera valdir að
dauða hans.
— 5. febrúar 1982: Neil Aggett,
leiða sunnudaginn 17. febrúar.
Undirleik hjá þeim annast Kvintett
Friðriks Theódórssonar þannig, að
hér gefst tækifæri til þess að heyra
10 manna flokk flytja mjög
skemmtilega tónlist við allra hæfi.
HEILBRICÐISEFTIRLIT
REYKI AVl K U RSVÆÐIS
^ Heilbrigðisfulltrúi
Staða heilbrigðísfulltrúa við Heilbrigðiseftirlit Reykja-
víkursvæðis er laus til umsöknar. Staðan veitist frá 1.
mars 1985. Lauh samkvæmt kjarasamningi Starfs-
mannafélags Reykjavíkurborgar. Um menntun, réttindi
og skyldur fer samkvæmt reglugerð nr. 150/1983 ásamt
síðari breytingum.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskölaprófi í heil-
brigöiseftirliti eða hafa sambærilega menntun.
Umsóknir ásamt gögnum um menntun og fyrri störf
skulu hafa borist formanni svæðisnefndar Reykjavíkur-
svæðis (borgarlækninum I Reykjavík) fyrir 25. febrúar
nk., en hann ásamt framkvæmdastjóra heilbrigðiseftir-
lits veitir nánari upplýsingar.
Borgarlæknirinn
i Reykjavik.
var til samanburðar um kjör há-
skólamanna á almennum vinnu-
markaði í könnun Hagstofu ís-
lands.
Jafnréttisráð telur fráleitt að
nota kynferði sem rök fyrir lágum
launum, enda ber samkvæmt 2. gr.
laga nr. 78/1976 um jafnrétti
kvenna og karla að greiða jöfn laun
fyrir jafnverðmæt og sambærileg
störf án tillits til kynferðis. Það er
þvi brot á jafnréttislögum ef kyn-
ferði er látið hafa áhrif á laun“
sem var hvítur starfsmaður verka-
lýðsfélags blökkumanna, finnst
hengdur í klefa sínum í aðalstöðv-
um lögreglunnar í Jóhannesarborg
í Suður—Afríku samkvæmt
heimildum öryggislögreglunnar
þar. Aggett hafði sagst hafa verið
pyntaður, og styður framburður
annarra fanga sem fram kom við
rannsókn málsins þær staðhæfing-
ar.
— Spánn og Suður—Afríka eru í
hópi að minnsta kosti 98 ríkja þar
sem pyntingar hafa verið stundaðar
af stjórnvöldum eða látnar við-
gangast á síðustu árum. Nú stendur
yfir alþjóðlegt átak Amnesty
International gegn pyntingum und-
ir kjörorðinu Pyntingar er hægt að
stöðva!
SERSTOKLAIM
VEGNA
GREIÐSLUERFIÐLEIKA
Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að settur
verði á stofn nýr lánaflokkur með það markmið,
að veita húsbyggjendum og íbúðarkaupendum lán
vegna greiðsluerfiðleika.
í framhaldi af þvi er Húsnæðisstofnun rfkisins
að láta útbúa sérstök umsóknareyðublöð, sem verða tii
afhendingar frá og með 19. febrúar 1985
f stofnuninni og verða þá jafnframt póstlögð til
lánastofnana og sveitarstjórnarskrifstofa
til afhendingar þar.
Umsóknir skuiu hafa boríst tyrír 1. júní 1985.
Þeir einir eru lánshæfir sem fengið hafa lán
úr Byggingarsjóði rfkisins á tfmabilinu
frá l.janúar 1980 til 31. desember 1984 til að byggja
eða kaupa íbúð f fyrsta sinn. Tímamörkskulu miðuð
við lánveitingu en ekki hvenær lán er hafið.
RÁÐGJAFAÞJÓNUSTA
Jafnhliða stofnun þessa lánaflokks hefur verið
ákveðið, að setja á fót ráðgjafaþjónustu við þá
húsbyggjendur og íbúðarkaupendur, sem eiga í
greiðsluerfiðleikum, og mun hún hefja störf
19. febrúar næstkomandi.
Sfmaþjónusta þessarar ráðgjafaþjónustu verður
f sfma 28500 á milli kl. 8.00 og 10.00 f.h. alla virka daga.
Að öðru leyti vfsast til fréttatilkynningar Húsnæðis-
stofnunarinnar, sem send hefur verið fjölmiðlum.
Húsnæðisstofnun ríkisins