Alþýðublaðið - 14.02.1985, Side 4
alþýöu-
blaöiö
Fimmtudagur 14. febrúar 1985
Úlgefandi: ’Jlart h.f.
Sljórnmálarilsljóri og ábm.: Guðmundur Árni Slefánsson.
Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson.
Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir.
Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir.
Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð.
Simi:81866.
Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12.
Askriftarsíminn
er 81866
Arni Gunnarsson á fundi í Firðinum um álarœkt og fiskirækt almennt
„Mikil framtíð
í fiskirækt
hér á landi“
Árni Giiniiarsson l'yrrverandi al-
þingismaður var frumtnælandi á
fundi Alþýrtuflokksfélags Hafnar-
fjarrtar, sem fram fór í Firrtintnn sl.
mánudagskvöld. Fjallurti Árni þar
um fiskeldi og fiskiræktarmál mert
sérstakri áherslti á álarækt, en fyrir
sköminu stofnarti Árni fyrirtæki
ásamt fleirum sem liyggst liasla sér
völl á svirti álaræktar hérlendis.
í upphafi máls sins rifjaöi Árni
Gunnarsson í nokkrum orðum upp
sögu fiskiræktar hér á landi og
minntist frumkvöðlanna í þeim
efnum og það tregðulögmál kerfis-
ins, sem þeir hefðu þurft að fást við.
„Lengst af var ekkert fjármagn fá-
anlegt til framkvæmdanna á sviði
fiskeldis og skilningsleysi ráða-
manna allsráðandiþ sagði Árni.
„Til var sérstakur sjóður, fiskirækt-
arsjóður, en hann var ævinlega
tómur.“
Árni Gunnarsson sagði að liann
hefði ásamt l'leiri þingmönnum Al-
þýðuflokksins látið fiskiræktarmál
til sin taka á þingi fyrir nokkrum ár-
um, en undirtektir þá verið daufar.
Á þessu hefði nú orðið nokkur
breyting, þótt enn vantaði mikið á
að nægilegur skilningur væri fyrir
hendi hjá ráðamönnum.
„Minn draumur, vissulega djarl-
ur draumur, var að hægt væri að
rækta sjávarfiska hér við landþ
sagði Árni. Hann benti þó á, að um
ræktun sjávarfiska væru skiptar
skoðanir.
í ræðu sinni fór Árni nokkrum
orðum um reynslu Norðmanna af
fiskirækt og benti á þá staðreynd,
að á síðasta ári hefðu Norðmenn
framleitt jafnmikið af laxfiski i
fiskiræktunarstöðvum sínum og
þeir hefðu veitt af þorski á sama
tímabiii.
Álarækt
Þvi næst vék Árni Gunnarsson
að álarækt sérstaklega. Greindi
hann frá þvi að hann ásamt Ragnari
Halldórssyni, Rolf Johansen, Jóni
Ingvarssyni og Ólafi Stephensen
hefðu stofnað til fyrirtækis, sem
stefndi að ræktun áls hér á landi og
útflutningi. Sagði Árni álarækt
henta íslenskum aðstæðum vel al'
ýmsum orsökum. Hér mætti nýta
jarðvarma, hitaveituvatnið, til
ræktunar, en állinn yxi mjög hratt
við ákveðið hitastig, kjörhita, og
hægt væri að ná álseiðum upp í 400
grömm, seljanlega stærð, á 12—18
mánuðum. Þáætiállinn fiskúrgang
og mretti fóðra hann með slíku fæði
í allt að 60%. Fóðrið væri því ódýrt.
Árni sagði álarækt stundaða
víða, en aðferðirnar vreru mismun-
andi. Sums staðar, s. s. í Japan væri
náttúran að mestu látin sjá um hlut-
ina, þar væru álarnir í skurðum og
sólin vermdi vatnið. Annars staðar
væri frárennslisvatn frá verksmiðj-
um notað, en sá galli fylgdi'í þeim
tilvikum, að vatnið væri súrefnis-
snautt og það gæti verið kostnaðar-
samt að súrefnisbæta það. Árni
taldi vandamál af þeim toga varla
koma til hérlendis. Nota mætti
hitaveituvatnið til að verma fersk-
vatn, sem væri ríkt af súrefni.
Ekki er talið mögulegt að állinn
kleki hér á landi og er reiknað með
því að flutt verði inn álseiði, eða
gleráll eins og seiðin eru nefnd. Er
það hráefni ódýrt. Hið nýstofnaða
félag um álaræktina hefur fengið
leyfi til reksturs og ræktunar, en
ennþá stendur þó á leyfisveitingu
hvað varðar innflutning á glerál.
Hann mun verða fluttur inn frá
Bristolflóa í Bretlandi.
Árni Gunnarsson taldi Reykja-
nesskagann heppilegastan fyrir
staðsetningu álaræktunarstöðvar
og sennilegt yrði að þar til gerð ein-
angrunarstöð, sem sett yrði upp i
sóttvarnarskyni, myndi rísa í Kefla-
vík.
„Við hyggjumst fara hægt af stað
í upphafi og láta reynsluna ráða
ferðinniþ sagði Árni. „Markaðs-
málin horfa vel við. Markaðskönn-
un hefur leitt í Ijós að markaðurinn
í Evrópu er upp á 30—40 þúsund
tonn og eftirspurn er ekki fullnægt.
Verð fyrir afurðirnar er sömuleiðis
gott“
Árni sagði miklu máli skipta
hvernig að markaðssetningu yrði
staðið og á hvern hátt afurðin yrði
send úr landi. Þar kæmi ýnrislegt til
greina, s. s. eins og að flytja hann
lifandi utan eða drepa álinn með
raflosti og yfirborðskæla hann sió-
an fyrir útflutning.
Mikið talað — minna gert
Að lokum sagði Árni Gunnars-
son á umræddum fundi í Hafnar-
firði, að það væri mikil framtíð í
fiskirækt hér á landi, ef vel yrði
staðið að verki. Stjórnmálamenn
hefðu sumir hverjir talað mikið um
þessi mál en verið seinir til verka,
þegar til hefði átt að taka. Árni taldi
brýnt að ríkisvaldið styddi og
styrkti tilraunir til fiskeldis á ýmsan
hátt, en virkaði ekki aðeins sem
þröskuldur i vegi fyrir framförum á
þessu sviði. Vitanlega yrðum við að
standa með viti að þessari uppbygg-
ingu, t. a. m. varðandi sóttvarnir, en
á hinn bóginn mætti tregðan ekki
verða slík að tilraunir í þessa veru
væru kæfðar í fæðingu. Hið opin-
bera ætti að skipuleggja þessa upp-
byggingu og styðja í verki, búa til
ramma, og vera hvati fyrir einstakl-
inga og félög til að ráðast í þessa
„huggulegu stóriðju" i matvæla-
framleiðslu sem fiskirækt væri.
í kjölfar þessa inngangserindis
Árna, sem hér hefur verið rakið
Iauslega, spunnust Iíflegar umræð-
ur og fjöldi fyrirspurna fylgdi, sem
framsögumaður, Árni Gunnars-
son, svaraði.
Lýstu fundarmenn ántegju sinni
með fróðlegan og upplýsandi fund
um þessa framtiðaratvinnugrein
hérlendis.
MOLAR
Gangstéttamálarar
Graffiti-skreytingar, eða veggja-
krot, einsog sumir vilja kalla það,
eru vel þekkt fyrirbæri hvar sem
er i heiminum. Þykir mörgum
óprýði að því en aðrir sjá veggina
sem eina frjálsa miðilinn til að út-
breiða list, sem hvergi fær inni.
Getur Graffiti verið allt frá klúr-
yröum á almenningssalernum, til
viðamikilla listaverka, sem gleðja
auga vegfarenda. En nú er ný teg-
und skreytilistar að ryðja sér
rúms, það eru svokölluð gang-
stéttamálverk. Listamenn setjast
á hækjur sínar með pensla og lit
og fá útrás fyrir sköpunargáfu
sína á gangstéttum. Nú er bara að
bíða og sjá hvort þessi stefna berst
hingað, hvort einn góðan veður-
dag megi búast við því að vegfar-
endur troði á svipuðu öskri og
listamaðurinn á myndinni er að
leggja síðustu hönd á.
•
Húsmóðurstarfið metið
sem starfsreynsla
Nú hefur verið samþykkt af bæj-
arstjórn Akureyrar að húsmóður-
starfið verði metið sem starfs-
reynsla og nýtist umsækjendum
til starfsaldurshækkunar hjá
Akureyrarbæ. Var þetta sam-
þykkt með 9 atkvæðum gegn engu
en tveir karlar sátu hjá. Þó flestir
væru samþykkir þessu gekk þetta
þó ekki átakalaust fyrir sig.
Ágreiningur varð um hvort fara
ætti að tillögum kjaranefndar
óbreyttum, sem lagðar höfðu ver-
ið fyrir bæjarráð, en verið breytt
þar á ýmsa lund, eða hvort fara
ætti að tillögu bæjarráðs. I brejar-
ráði höfðu verið haldnir fjórir
fundir um málið áður en tókst að
berja saman tillögu. En það tókst
sem sagt að lokum og var hún sem
fyrr segir samþykkt og geta nú
húsmæður vel við unað því bæj-
arstjórnin lítur Ioksins á bleiu-
þvott og matseld sem störf.
•
Vídeó-hrollurinn
Molar sögðu frá því fyrir
skemmstu að Norðmenn væru nú
um þessar mundir uppteknir í her-
ferð gegn klámi og ekki siður virð-
ast þeir en við íslendingar farnir
að huga að þeim ófögnuði sem
boðið er upp á í mörgum vídeó-
spólum — sem sé hinu mikla of-
beldi. Vídeó-ið ryður sér til rúms
á hverju heimili, um 270 þúsund
tæki áætluð á hina 4,1 milljón
íbúa. Þár sem vídeósýningar eru
til einkanota þá þurfa þær ekki
blessun kvikmyndaeftirlits og þvi
fer sem fer.
Fljótlega eftir að núverandi
stjórn tók við 1981 var samþykkt
breyting á lögum sem bannaði
sýningar á grófu ofbeldi, að við-
lögðum refsingum, sem nú er far-
ið að reyna á. Hins vegar standa
yfirvöld frammi fyrir óhemju
flóði af myndum, óljósri ábyrgð á
dreifingu myndanna og lögreglan
er mannekla til þessara starfa.
Hjá almenningi vex óttinn stöð-
ugt við sálræn áhrif þessara
mynda, ekki síst á börnin og
stjórnvöld hafa haft í undirbún-
ingi nýjar aðgerðir. Meðal annars
er lagt til að ákveðin miðstöð
verði sett á fót sem allar myndir
þurfa að fara í gegn, þar sem
greinilega er skráð nafn innflytj-
enda/framleiðenda, svo og að
gerð verði ítarleg skrá yfir sömu
aðila og auk þess alla leigjendur
mynda. Reiknað er með því að
þessar tillögur komi til afgreiðslu
Stórþingsins í vor.