Alþýðublaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 20. febrúar 1985 — RITSTJÓRNARGREIN . ..................... Hinn vitlausi flokkur Er þingmaðurinn dr. Gunnar G. Schram i vit- lausum flokki? Þannig spyr Bjarni Pálsson, fyrrverandi skólastjóri að Núpi. Bjarni skrifar kjallaragrein í DV og tekur þar til umfjöllunar tvær blaðagreinar þingmannsins. Bjarni vitnar f eina af greinum dr. Gunnars um vanda húsbyggjenda. Þar segir þingmaöur- inn: „Eftir að verðtrygging launa var afnumin í júní 1983, en henni haldið á húsnæðislánum, hefur greióslubyrði húsbyggjenda aukist svo verulega aö f algert óefni er komið“. Sfðar í grein Gunnars segir: „Þessi þróun hefur leitt til þess að mikill fjöldi ungs fólks er að kikna undan hinni gífurlegu greiðslubyrði og stendurframmi fyrirþví að missaeignirsín- ar á nauðungaruppboði". Þettasegir Bjarni Pálsson að sé harður dómur um stjórnarstefnuna. Spurningin er: Á þing- maðurinn sjálfur nokkra sök? Ef hann væri ein- lægur hefðu þessar tilvitnuðu greinar trúlega hafist á þessa leió: „Eftirað ég og félagar minir í þingflokkum stjórnarinnar afnámum verö- tryggingu launa í júní 1983, en héidum henni á húsnæðislánum..o. s. frv. Og að mati Bjarna hefði síðari greinin getað byrjað eitthvað á þessa leíð: „Þessar aðgerðir okkar félaga hafa leitt til þess að mikill fjöldi ungs fólks er að kíkna undan hinni glfurlegu greiðslubyrói ...“ o. s. frv. Um þetta tvöfalda siðgæði dr. Gunnars segir Bjarni Pálsson: „Nei takk. Þingmaðurinn vill vera stikkfrí og reynir aö læða þvf að fólki að þarna hafi verið um einhvers konar óumflýjan- lega þróun að ræða. Framkvæmd markvissrar og ómannúðlegrar stefnu kallar hann þróunl! Að lokum telur dr. Gunnar að það sé sanngirn- is- og réttlætismál að leysa vanda þeirra þús- unda húsbyggjenda sem hann sjálfur átti sinn þátt í að skapa þeim. Skilji nú hver sem betur má“. Auk þess vill dr. Gunnar gera róttækar skipu- lagsbreytingar á iandbúnaðarmálum, hverfa frá útflutningsbótum, niðurgreiðslum og jarð- ræktarstyrkjum. Hann imprar meira að segja á því að gera fjárhagslega endurskipulagningu á sjávarútvegi. Um þetta segir Bjarni Pálsson: „Skoðum nú málin í Ijósi reynslunnar. Hvern- ig hyggst þingmaóurinn koma þessum breyt- ingum í kring? Og nú kemur svolftið skrýtið í Ijós, sem hvorki ég né aðrir sem skrif hans lesa getum áttað okkur á. Fjárlög voru nefnilega af- greidd fyrir um það bil tveim mánuðum og þá virðist hafa verið eitthvert sambandsleysí milli handleggs og heila. Þá samþykkti þingmaður- inn að ieggja á launamenn 1.700 milljóna króna tekjuskatt til þess m. a. að greiða um 1.300 millj. kr. í útflutningsbætur, niðurgreiðslur og jarðræktarstyrki. Er manninum sjálfrátt?“. Mergurinn málsins er sá, að sögn Bjarna Pálssonar, að fólk féll f þá ófyrirgefanlegu gildru að treysta þingmanninum og hans sam- starfsliói á sínum tíma. Doktorinn fyllti nefni- iega flokk þess fólks sem hratt húsbyggjend- um fram af bjargbrúninni fyrir hálfu öðru ári. Nú, segir Bjarni, er hann orðinn hræddur við af- leiðingarnar, kannski styttist í kosningarog þá er eins gott að hafa allt á hreinu. Allt bendir til þess, samkvæmt síöustu skoðanakönnunum, að skuldararnir muni fá sparkið. Lokaorö BjarnaPálssonarsegjaí raun allt það sem segja þarf: „Ef dr. Gunnar G. Schram hefur tekið pólitískum sinnaskiptum frá því um sfð- ustu áramót þá á hann ekki lengur heima f Sjálfstæðisflokknum“. Og síðar: „Það er þvf einlæg von mín að þíngmaðurinn sjáí að sér, lagi sambandið milli hugarog handarog sam- einist þeirri fjöldahreyfingu sem fylkir sér nú að baki formanns Alþýðuflokksins. Þar gefst honum tækifæri til þess að leggja sitt af mörk- um til að efla viðgang jafnaðarmanna. Á þeim vettvangi getur hann stuðiað aó betra og rétt- látara þjóðfélagi á ísiandi og hvergi annars staðar“. FÞG. Miklar 1 orrustuflugvélar að gerðinni F-15 Eagle, í stað 12 F-4E Phantom, sem nú eru þar. Nú er verið að byggja níu Styrkt flugskýli á Keflavíkurflugvelli og verður þeim Iokið fyrir komu F-15 vélanna. Einnig er áætlað að byggja styrkta stjórnstöð á Keflavíkurflug- velli, til að stjórna bæði kafbáta- hernaði og loftvörnum ásamt björgunarsveitum. Er hér um að ræða gluggalausa byggingu, sem að mestu Ieyti er ofanjarðar. A Keflavíkurflugvelli er gert ráð fyrir ýmsum öðrum byggingar- framkvæmdum á vegum hersins, sem allar tengjast því að styrkja stöðina fyrir Ioftvarnir. Þá er ógetið flughafnarinnar, sem þegar er hafin framkvæmd á. Að lokum er fyrirhugað að end- urnýja þær tvær ratsjárstöðvar, sem staðsettar eru hér, á Stokksnesi og Miðnesheiði og setja upp tvær nýj- ar ratsjárstöðvar, aðra á Vestfjörð- um og hina á Norðausturlandi, fáist heimild íslenskra stjórnvalda til þess. Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir, ef ratsjárstöðvarnar eru undanskildar, er um 11 millj- arðir íslenskra króna. Alþýðublaðið mun greina nánar frá skýrslu Gunnars Gunnarssonar á næstunni. FÉLAGSSTARF ALÞÝÐUFLOKKSINS Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur var haldinn fimmtudaginn 14. febrúar sl. í Félagsmið- stöð jafnaðarmanna v/Hverfisgötu/ Ingólfsstræti. Á fundinum var kosin ný stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur. í henni eru eftirtaldir: Formaður: Vilhelm Júlíusson, Ásta Benediktsdóttir, Fríða Hjálmarsdóttir, Anna Kristbjörnsdóttir, Kristin Arnalds, Tómas Waage, Magnús Marísson, Árni Stefánsson, og Halldór Jóns- son. Spilakvöld í Firðinum Spilin verða tekin fram hjá Alþýðuflokknum í Hafnarfirði næstkomandi fimmtudag, 21. febrúar kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu við Strandgötu. Spiluð verður hefðbundin félagsvist. Sigurvegarar fá vegleg verðlaun. Einnig er þetta síðasta umferð í þriggja kvölda keppni. Fyrir hæstaskorsamanlagt verðasvo veitt heildarverð- laun. Allirvelkomnir í spennandi og skemmtilegaspila- mennsku. Nefndin. Alþýðuflokksfólk — Kópavogi Árshátíð Alþýðuflokksfélaganna í Kópavogi verð- ur haldin laugardaginn 23. febrúar nk. í Félags- heimili Kópavogs. Salurinn opnaður kl. 19. og er miðaverð kr. 700 aðeins. Heiðursgestur hátíðarinnar verður Gréta Aðalsteinsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi í Mos- fellssveit, en veislustjóri Árni Gunnarsson. Dans — glaumur — gleði — til kl. 3. Miöapantanir hjá Grétu (44071), Hrafni (43936) og Hauði (41394). Mætum öll — létt í lund. Nefndin. Þorsteinn 1 milljónir) greiða um það bil helm- ing eignarskatta einstaklinga, að hæstu 2% framteljenda eiga 13,4% framtalinna eigna en greiða aðeins að meðaltali 27,8 þúsund krónur. Að vegna al- ræmds neðanjarðarkerfis vina hans eru tekjur faldar, þótt lúxus- stíll afhjúpi opinberar tölur um' afkomu fólks og fyrirtækja. Þorsteinn ver með ráðum og dáð vini sína sem enga fórn hafa þurft að færa, sem skammta sér sjálfir lífskjör og greiða ekki sinn hlut í sameiginlega sjóði landsmanna, en lifa í vellystingum og halda uppi eftirspurn eftir lánsfé og mikilli einkaneyslu í formi risnu, bifreiðakaupa, ferðalaga og villu- bygginga. Byggung 1 fá staðfestingu á því. Og ekki hafa þeir heldur haft samband við okkur núna, heldur les maður fyrst frétt- ina í Þjóðviljanum um að félagið sé að fara á hausinn. Maður vonast hinsvegar til að þetta komist á hreint sem fyrst" Að búa heima Öldrunarráð íslands boðar til ráðstefnu um málefni þeirra öldr- uðu borgara sem búa á heimilum sínum. Ráðstefnan verður haldin að Hótel Esju (II hæð) föstudaginn 1. mars 1985. Hún hefst kl. 13.00 og er gert ráð fyrir að henni verði Iokið kl. 18.00. Að loknum flutningi stuttra framsöguerinda verður kaffihlé. Eftir það hefjast umræð- ur. Gert er ráð fyrir að þátttakendur greiði fyrir veitingar (kaffi og kök- ur) kr. 115 við inngang. Ráðstefnu- stjóri verður formaður Öldrunar- ráðs Islands, sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. Ráðstefnan er öll- um opin. Dagskrá: 1. Kostir og gallar þess frá félags- og sálfræðilegum sjónarmiðum að búa heima: Sigurveig Sigurð- ardóttir félagsráðgjafi. 2. Umhverfi: Guðrún Hafsteins- dóttir iðjuþjálfi. 3. Fjölskyldu- og félagslíf: Sigríður Jóhannsdóttir sjúkraliði. 4. Heimilishjálp, umfang, fram- kvæmd og nýting starfskrafta: Jónína Pétursdóttir deildar- stjóri. 5. Heimahjúkrun, umfang, fram- kvæmd og nýting starfskrafta: Kolbrún Agústsdóttir hjúkrun- arframkvæmdastjóri og Marg- Charlie Chaplin kvikmyndakvöld Menningarstofnun Bandaríkj- anna mun í febrúarmánuði heiðra Charlie Chaplin, einn af merkustu mönnum kvikmyndalistarinnar. Fimm af helstu kvikmyndum hans verða sýndar þrjú kvöld. Hrafn Gunnlaugsson, kvikmyndaleik- stjóri mun kynna Chaplin og verk hans við upphaf hverrar sýningar. Allir eru velkomnir á þessar sýn- ingar og aðgangur er ókeypis. Dagskrá: 21. febrúar kl. 20.30 „The Kid“ gerð árið 1921 og „The Gold Rush“ (Gullæðið) gerð árið 1925. 26. febrúar kl. 20.30 „The Circus“ gerð árið 1928 og „City Lights“ (Borgarljós) gerð árið 1931. 28. febrúar kl. 20.30 „Lime- light“ gerð árið 1952. rét Þorvarðardóttir heimahjúkr- unarfræðingur. 6. Dagvist: Guðjón Brjánsson for- stöðumaður. 7. Nýting fjármagns í samanburði við aðra þætti öldrunarþjón- ustu: Sveinn H. Ragnarsson fé- lagsmálastjóri. 8. Kaffihlé. 9. Umræður. Ný Toyota Toyota kynnir Toyota Corolla 1300. Toyota Corolla 1300 er fram- leiddur 3 og 5 dyra og fer nú sigur- för um heiminn. Toyota Corolla 1300 er knúinn 12 ventla 1300 rúmsentimetra vél sem skilar meiri krafti og notar minna bensín en nokkur af samkeppnis- bílunum. Einnig er vindstuðull Toyota Corolla 1300 einn sá lægsti í bílum af þessum stærðarflokk (Cd 0, 34). Toyota Corolla 1300 er hann- aður til að vera rúmgóður, þægileg- ur, sparneytinn og kraftmikill. Bíll- inn er búinn ýmsum þægindum sem ekki eru algeng í bílum af þessari stærð. Toyota Corolla hefur einnig upp á að bjóða 1600 rúmsentimetra 16 ventla GT vél í bíl sem byggður er frá grunni til að vera sportbíll og á sér enga keppinauta í verði. Hver einstök Corolla er fram- leidd undir mjög ströngu eftirliti í verksmiðju Toyota. í framleiðsl- unni eru notuð ýmis háþróuð efni og aðferðir til að gera Toyota Corolla að þeim smábíl sem stendur fremstur í fíokki gæða. Allir Toyota bílar eru framleiddir í einum full- komnustu bílaverksmiðjum í heim- inum. Eftir framleiðslu þurfa bíl- arnir að standast alls kyns prófanir og þolraunir. Er þetta gert til að tryggja gæði allra Toyota bíla. Laugardaginn 16. og sunnudag- inn 17. febrúar var Toyota Corolla 1300 kynntur hér á landi. Haldin var sýning í bílasal Toyota að Ný- býlavegi 8, Kópavogi. Yfir 1.500 manns kom á sýninguna. Mikil sala var strax enda bíllinn á mjög góðu verði, eða frá kr. 307.000,,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.