Alþýðublaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 1
Byggingarvísi- talan hækkar — Bendir til um 40% verðbólgu Byggingarvísitalan hækkaði í júlí um 2,77% sem svarar til nærri 39% árshækkunar. Meðaltal siðustu þriggja mánaða er hins vegar enn hærra, eða samsvarandi um 46% árshækkun. Hækkun byggingar- vísitölu virðist því benda til að verð- bólga sú um 40%, en það er mjög nálægt vísbendingum nýjustu út- reikningum á framfærsluvísitölu sem birtir voru í síðustu viku. Hagstofan hefur reiknað vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi í Framh. á bls. 3 Misjöfn bílaeign Bílaeign er mesi á Suðurlandi en minnst í Vestmannaeyjum, að því er fram kemur i nýlegri árs- skýrslu Bifreiðaeftirlits ríkisins. Bilaeign Reykvíkinga er rétt yfir landsmeðaltali. Að meðaltali eiga íslendingar 474 bíla á hverja 1000 íbúa en í bílaflota landsmanna eru alls rúmlega 114000 bílar. Á Suður- landi þar sem bílaeign er mest, eru 540 bílar á hverja 1000 íbúa, eða meira en einn bíll á hverja tvo ein- staklinga. í Vestmannaeyjum eru hins vegar þrír einstaklingar um hvern bíl, því þar eiga menn að- eins 333 bíla á hverja 1000 íbúa. Fæsta bíla af ibúum „megin- landsins“ eiga þeir sem búa í Isa- fjarðarsýslum, eða 399 bíla á hverja 1000 íbúa. Reykvíkingar eru mjög nálægt meðaltalinu með 484 bíla á 1000 íbúa. Sœnsku kosningarnar: íslendingaar hafa mikla ánœgju af bílunum sinum, enda er bifreiðaeign útbreidd hérlendis. Hún erþó nokk- uð misjöfn eftir landshlutum; mest á Suðurlandi en minnst í Vestmannaeyjum. Jafnaðarmenn á uppleið í skoðanakönnunum. Úrslit kosninganna þó mjög tvísýn un um hvaða flokk þeir kjósa fyrr en á síðustu tveimur vikunum fyrir kosningarnar sem verða 15. septem- ber. Hér mun fyrst og fremst vera um að ræða yngra fólk og flest af því mun taka afstöðu byggða á kosn- ingaloforðum, sem það telur best tryggja eigin hag. 1 nýlegri fréttaskýringu í Dagens Nyheter er því haldið fram að fyrri hluti kosningabaráttunnar hafi gengið jafnaðarmönnum í hag. Slagorð þeirra „Svíþjóð er á réttri leið“, hafi haft þau áhrif sem til var ætlast. Síðan um áramót hafa jafnaðar- menn sífellt verið á uppleið í skoð- anakönnunum og samkvæmt síð- ustu könnunum er nú mjótt á mun- unum milli fylkinganna tveggja í sænskum stjórnmálum. í síðustu kosningum, þegar jafn- aðarmenn komust til valda að nýju eftir sex ára úllegð frá ráðherrastól- unum, fengu þeir fleiri þingsæti en borgaraflokkarnir þrír til samans og þurftu því tiltölulega lítið að treysta á samstarf við kommúnis- tíska vinstriflokkinn. Ef mjög mjótt verður á munun- um í kosningunum í ár gæti svo far- ið að jafnaðarmenn þyrftu stuðn- ing kommúnista í stað hjásetu sem hefur dugað síðastliðið kjörtíma- bil. Þótt svo fari er yfirleitt ekki tal- ið líklegt að samsteypustjórn verði mynduð, en engu að síður yrði minnihlutastjórn jafnaðarmanna að taka meira tillit til kommúnis- tíska vinstriflokksins en verið hef- ur. Burtfluttir hægri- sinnaðir í sænskum kosningum hafa burt- fluttir Svíar kosningarétt að því til- skyldu að þeir leggi inn sérstaka umsókn um það á kosningaárinu. í ár var umsóknarfresturinn reyndar styttur nokkuð frá því sem áður hefur verið, með þeim afleiðingum að embætti ríkisskattstjóra sem sér um þessar umsóknir fékk á sig æði mörg símtöl frá reiðum burtfluttum Svíum. í síðustu kosningum hlaut Hóf- Framh. á bls. 3 Bændasam tökin: Miðvikudagur 21. ágúst 1985 157. tbl. 66. árg. Samkvæmt sænskum skoðana- könnunum eru um það bil milljón kjósendur þar í landi enn óákveönir og munu trúlega ekki taka ákvörð- Höfða mál gegn Geir — Fáist ekki skorið úr kjötmálinu öðruvísi. Ríkis- stjórnin biður Hœstarétt að skipa nefnd í málið. Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær lágu fyrir upplýsingar um að bændasamtökin muni höfða mál fyrir dómstólum til að stöðva inn- flutning kjöts til herliðsins í Kefla- vík. Bæði Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra og Geir Hallgrims- son utanrikisráðherra munu á fundinum hafa staðið fast við fyrri yfirlýsingar sínar í málinu. Á grundvelli þeirra upplýsinga sem lágu fyrir ríkisstjórnarfundin- um um málshöfðun, samþykkti rík- isstjórnin að fara þess á leit við Hæstarétt að hann skipaði nefnd til að skera úr um lögmæti innflutn- ingsins. Að öðru leyti þokaðist ekkert í samkomulagsátt milli Geirs og Al- berts á fundinum og mun því loft- brúin væntanlega halda áfram að halda opinni leið inn á Keflavíkur- flugvöll fyrir hráar kjötvörur a. m. k. þar til nefndin á vegum Hæsta- réttar hefur fellt úrskurð sinn. Ingi Tryggvason, formaður Stétt- arsambands bænda, staðfesti í við- tali við Alþýðublaðið í gær að á fundi Framleiðsluráðs landbúnað- arins á föstudaginn hefði verið tek- in ákvörðun um að höfða mál til að fá úr því skorið hvort innflutning- urinn á hráu kjöti til herliðsins á Keflavíkurflugvelli væri löglegur eða ekki, ef ekki næðist viðunandi lausn á málinu með öðrum hætti. Að sögn Inga er þó ekki endan- lega afráðið hvaða aðili kemur til með að höfða málið á hendur utan- Framh. á bls. 3 Lögin gilda líka í Keflavík — Er kannski mál til komið að dómstólar fari að skera úr um innflutning á hráu kjöti til hersins og binda enda á sandkassaleik ráðherranna? Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi ritstjóri Timans, blaðamaður og stjórnmálamaður í hálfa öld, skrifaði um margt athyglisveröa grein i NT í gær. í greininni rekur Þórarínn helstu atríði kjötmálsins, sem verið hefur mjög í brennidcpli síðustu vikur vegna ýmissa aðgerða ráðherr- anna Alberts Guðmundssonar og Geirs Hallgrímssonar, sem óneitan- lega hafa valdið og dýröina, en eiga erfiðara með að koma sér saman um hversu með skuli fara. Deilan milli ráðherranna hefur staðið um það hvort leyfilegt sé að flytja inn hrátt kjöt til herliðsins i Keflavík, á grundvelli herstöðvasamn- ingsins frá 1951, eða hvort það sé bannað samkvæmt lögum um varnir gegn gin- og klaufaveiki frá árinu 1928. Þegar túlka skal ákvæði.gam- alla laga og reglugerða, þykir gjarna skipta máli, hvað höfund- ar ákvæðanna áttu við á sínum tíma og er þá iðulega leitað fanga í greinargerðum sem höfundar hafa látið fylgja með, enda er þar oft að finna útlistanir á tilgangi ákvæðanna. Viðhorf Þórarins hafa óhjá- kvæmilega nokkurt gildi í þessu sambandi vegna mikillar reynslu hans og ekki síður vegna kynna hans af þeim mönnum sem stóðu að samningsgerðinni á sínum tíma. Þórarinn kemst mjög ákveðið að þeirri niðurstöðu að samning- arnir frá 1951 heimili ekki inn- flutning á hráu kjöti til hersins nema síður sé. Til stuðnings þessari niður- stöðu rekur Þórarinn fjöldamarg- ar röksemdir. Meðal annars bend- ir hann á að í sérstökum viðbótar- samningi séu mjög skýr ákvæði um þær undanþágur frá íslensk- um lögum sem í herstöðvarsamn- ingnum felist. Svo mikil áhersla var lögð á það við gerð viðbótar- samningsins, að allar undanþágur væru skýrt og greinilega orðaðar að í samninginn voru sett sérstök ákvæði um það að bandaríski herinn mætti flytja skotvopn með sér inn í landið og hefði það þó satt að segja átt.að liggja í augum uppi. I viðbótarsamningnum er hins vegar ekki að finna neitt ákvæði um innflutning á hráu kjöti. Þór- arinn bendir einnig á að árið 1954 þegar kjötskortur var yfirvof- andi, hafi ríkisstjórnin álitið sig skylduga til að fá samþykki Al- þingis til að leyfa innflutning á kjöti um nokkurra mánaða skeið, en samþykki Alþingis var þó ekki látið duga til, heldur var einnig talin þörf á heimild yfirdýralækn- is til innflutningsins. Hinn gamalreyndi stjórnmála-. skríbent, Þórarinn Þórarinsson, lýkur grein sinni með þessum orð- um: „Ég hygg, að það sé Ijóst af því, sem hér er rakið, að lögin frá 1928 um varnir gegn gin- og klaufa- veiki eru enn í fullu gildi jafnt á Keflavíkurflugvelli og öðrum stöðum á landinu. Ástœðan til þess að þau hafa ekki verið látin ná til innflutnings varnarliðsins á hráu kjöti, er ekki sú, að undan- þága til þess hafi verið veitt i við- bótarsamningi varnarsamnings- Framh. á bls: 2 „Hver getur œtlað eins vandvirk- um lagasmiði og Bjarna Bene- diktssyni, að hann hefði ekki látið taka það fram berum orðum í 3. málslið 8. greinar, ef hún œtti að fela í sér undanþágu frá lögunum um varnir gegn gin- og klaufa- veiki?“ spyr Þórarinn Þórarins- son í grein sinni. Geir Hallgrímsson og Albert Guðmundsson. Tveir ráðherrar að fram- kvœma vitrœnar stjórnvaldsaðgerðir, — eða tveir strákar ísandkassa- leik?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.