Alþýðublaðið - 23.06.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.06.1989, Blaðsíða 1
Norðurlandaráðherrar EFTA-ríkjanna skutu á fundi með forsætisráðherra Frakka til að fá skýr svör um afstöðu EB til aðildar EFTA að efnahagssamrun- anum í Evrópu 1992: LEYNIFUNDURINN Utanríkis- og utanríkis- viðskiptaráðherrar EFTA- ríkja Norðurlanda skutu á leynilegum fundi með Mi- eliael Rochard forsætisráð- herra Frakklands á þingi Al- þjóðasambands jafnaðar- manna sem lauk í Stokk- hólmi i gær. Markmið utan- ríkisráðherranna með fund- inum var að fá á hreint af- stöðu Ffnahagsbandlaigisns og ríkisstjórnar Frakklands til aðildar EFTA að efna- hagssamruna EB-ríkjanna. Afstaða frönsku ríkisstjórn- arinnar er ekki síst mikilvæg vegna þess, að Frakkland tekur við formennsku EB-ríkjanna í júlí n.k. Fundur utanríkis- og ut- anríkisviðskiptaráðherranna Jóns Baldvins Hannibals- sonar, íslandi, Pertti Paasio, Finnlandi, Anitu Gradin, Svíþjóð og Torvald Stolten- berg, Noregi með Michael Rochard forsætisráðherra Frakklands er sögulegur og kann að hafa úrslitaþýðingu fyrir þróun samningsvið- ræðna aðildarríkja EFTA og EB. Fundurinn sem var hald- inn síðdegis í fyrradag, stóð i hálfan annan tima og var mjög leynilegur og án minnstu vitundar þeirra tuga og hundraða fréttamanna sem fylgdust með þingi Al- þjóðasambands jafnaðar- manna í Stokkhólmi dagana 20;—22. júní. / Fundarmenn urðu ásáttir að ræða ekki einstök efnisat- riði fundarins og almennar niðurstöður. Ritstjóri Al- þýðublaðsins var staddur á þingi Alþjóðasambandsins og ræddi við utanríkisráð- herrana og átti ennfremur langt viðtal við Michae! Ro- chard forsætisráðherra eftir fundinn. (Sjá viðtal á for- síðu.) Á ummælum forsætis- ráðherra Frakka við Alþýðu- blaðið er ljóst að Rochard mun leggja forgangsáherslu á viðræðurnar við EFTA-rík- in þegar hann tekur við for- ystu EB í júlí n.k. Einnig kemur fram af orðum for- sætisráðherra Frakka, að einstök EB-ríki eigi við innri vandamál að stríða og að talsverður ágreiningur ríkir milli einstakra aðildarríkja Efnahagsbandalagsins um framkvæmd samhæfingar ýmissa málaflokka fyrir 1992 og að þetta geti frestað við- ræðum aðildarlanda EB við EFTA-ríkin sex. Þess vegna var tækifærið notað á þingi Alþjóðasam- bands jafnaðarmanna í Stokkhólmi þar sent utanrík- isráðherrar Norðurlandanna (fyrir utan Danmerkur sem er EB-land) skutu á leyni- fundinum með forsætisráð- herra Frakklands og leitast var við að fá svör um hina pólitísku afstöðu EB og ekki síst rikisstjórnar Frakklands til þessa máls. Leynifundur- inn var þvi bæði sögulegur og mikilvægur. ALÞÝÐUBLAÐIÐ/INGÓLFUR MARGEIRSSON í STOKKHÓLMI Hinn sögulegi fundur utanrikisráðherra Noröurlanda með forsætisráðherra Frakklands i Folkets Hus í Stokkhólmi. Frá vinstri: Michael Rochard, forsætisráðherra Frakka, Pertti Paasio, utanrikisráðherra Finnlands, Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra íslands, Torvald Stolten- berg utanrikisráðherra Noregs og Anita Gradin utanrikis- viðskiptaráðherra Sviþjóðar. A-mynd/i.M. Michael Rochard, forscetisráðherra Frakklands við Alþýðublaðið: „Viðræðurnar við EFTA for- gangs- verkefni“ Michael Rochard, forsæt- isráðhcrra Frakklands sagði við Alþýðublaðið í Stokk- liólmi, að Efnahagsbanda- lagið myndi undir hans for- ystu gera viðræðurnar við EFTA-ríkin að forgangsverk- efni. Þetta er einkar mikil- væg yfirlýsing þar sem Frakkar taka við for- mennsku EB í júli nk. og ríkisstjórnir einstakra aðild- arríkja EB hafa ekki verið á einu máli um, livort samn- ingarnir við EFTA skuli vera forgangsverkefni Evrópu- bandalagsins. Aðspurður hvort ríkis- stjórn Frakklands myndi gera viðræðurnar við EFTA að forgangsverkefni þegar Frakkar taka við for- mennsku EB í júlí, svaraði Rochard Alþýðublaðinu: Michael Rochard forsætisráðherra Frakklands segir við Al- þýðublaðið að viðræður EB við EFTA séu forgangsverkefni þegar Frakkar taka við formennsku Efnahagsbandalagsins í júií n.k. „Já. Svarið er já. Eini vand- inn er hins vegar sá, að EFTA-ríkin verða að skilja, að samningarnir við þau geta ekki gengið hraðar en samn- ingar EB-ríkjanna innbyrðis um sömu málaflokka. Við eigum við mikil vandamál að A-mynd / I.M. stríða þar að lútandi vegna þess að tækniörðugleikarnir eru margir.“ Alþýðublaðið birtir á morgun, laugardag, ítarlegt einkaviðtal við Michael Ro- chard forsætisráðherra Frakklands. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra: M „YFIRLYSING ROGHARDS SKIPTIR SKÖPUM.. Allt stefnir í að samningar EFTA og EB verði í áföngum „Þessi yfirlýsing Mi- chael Rochards skiptir sköpum um allt framhald málsins," segir Jón Baid- vin Hannibalsson utan- ríkisráöherra um um- mæli forsætisráóherra Frakklands við Alþýðu- blaðið að EB muni undir hans formennsku gera' viðræðurnar við EFTA að forgangsverkefni. Eins og kunnugt er tekur Jón Baldvin við for- mennsku EFTA-ríkjanna þ. 1. júlí n.k. — Rochard segir enn- fremur við Alþýðublaðið að EFTA-ríkin verði að skilja að samningarnir við EB geti ekki gengið hraðar en samningar EB innbyrðis um sömu mál? ,,EB hefur gert þá kröfu, að EFTA tali með einni röddu og hraði ákvörðunartöku sinni. Það er því óneitanlega nýstárlegt að heyra nú, að hraðinn í viðræðunum geti ekki verið meiri en innbyrðis samkomulag EB-ríkjanna leyfir. Margt bendir til þess að EB-ríkin tali ekki einni röddu og að þau eigi langt í land áður en þau hafa útkljáð stór ágrein- ingsmál sín á milli. En að sjálfsögðu er það rétt sem forsætisráð- herranmn segir að EFTA getur ekki farið framúr EB. En þetta getur þýtt að samningaviðræður EFTA við EB dragist á langinn og jafnvel fram yfir 1992. Þess vegna stefnir nú í það að samningar EFTA og EB verði í áföngum, skref fyrir skref á hverju samaningssviðinu á fæt- ur öðru fremur en einn allsherjar samningur sem spannar yfir allt sviðið i einu,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra við Alþýðublað- ið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.