Alþýðublaðið - 28.06.1989, Qupperneq 7
Miðvikudagur 28. júní 1989
7
ÚTLÖND
Enginn Lech Walesa i Prag
„Tékkóslóvakía stendur í stað. Ekki einu sinni Stalín er gagnrýndur þar. Þetta segir sína sögu um stöðu
okkar, 21 ári eftir „vorið íPragT segir Jiri Hajek í viðtali við Arbeiderbladet.
Jiri Hajek heimsótti Noreg á dögunum — fyrsta utan-
landsferð hans frá árinu 1968. Hann talar reiprennandi
norsku, sem hann lærði af norskum samföngum sínum i
heimsstyrjöldinni síðari.
Hann er 77 ára og hefur þurft
að þola kerfisbundnar ofsóknir af
Jiri Hajek, sem var utanrikisráð-
herra í stjórn Dubceks.
yfirvöldum í Tékkóslóvakíu.
Hann er reiðubúinn til að lýsa
ástandinu í heimalandi sínu og
segist ekki vita hvort sér verði
refsað þegar hann snýr aftur til
Prag. „Það er áríðandi að standa
fast á hugsjónum sínum og láta
hótanir yfirvalda ekki buga sig.
Þeim er alltaf að fjölga í Tékkó-
slóvakíu sem láta ekki hræða sig
frá því að halda fast í hugsjónir
sínar.“
Hajek hefur undanfarin ár ver-
ið talsmaður mannréttindasamtak-
anna Charta 77, nú hefur annar
tekið við. Hann hefur nóg að gera
sem formaður í sendinefnd
Tékkóslóvakiu i Helsingfors-ráð-
inu.
„Þrátt fyrir að kommúnista-
flokkurinn hafi reynt að kæfa alla
gagnrýni er mótmælahreyfingum
alltaf að fjölga. Það er erfitt fyrir
þær að starfa og þær eru stöðugt
undir eftirliti lögreglunnar," segir
Hajek. Fyrir nokkrunt vikurn var
rithöfundurinn Vaclav Havel
handtekinn í Prag ásamt 69 öðr-
um meðlimum mannréttindasam-
taka. Handtakan fór fram þegar
félagarnir höfðu safnast saman
og héldu svokallaðan „ólöglegan"
fund. Havel hafði nýlega verið lát-
inn laus úr fangelsi, eftir að hafa
setið inni í átta mánuði fyrir
„fjandsamlegar" aðgerðir gegn
ríkisstjórninni. Þó þessum mönn-
um sé sleppt úr fangelsi fyrr eða
síðar sýnir þetta kerfið í Tékkó-
slóvakíu.
Jiri Hajek segist ekki hafa tölu
á öllum þeim handtökum sem
hann hefur orðið fyrir síðastliðið
21 ár.
Hajek segir haldhæðnislega frá
því að einn og sami lögreglumað-
urinn hafi „passað“ upp á hann á
þessum árum. Upp á síðkastið
ekki alveg eins uppáþrengjandi,
en yfirvöld hafa yfirsýn yfir ferðir
hans og athafnir. Hajek segir
pólitískt lýðræði það eina sem geti
komið efnahagsmálum landsins i
lag.
Eins og sakir standa bendir þó
ekkert til þess að Milos Jakes,
leiðtogi kommúnistaflokksins,
hafi slik áform í huga. Það benda
allar líkur til þess að baráttan
fyrir frjálsari og lýðræðislegri
Tékkóslóvakíu verði þungur
róður.
„Trú mín er nú samt sú, að vilji
meirihluta þjóðarinnar beri sigur
úr býtum. Eg mun ekki og vil ekki
ntissa trúna á framfarir,“ segir
Jiri Hajek.
(Arbeiderbladet, stytt.)
SJÓNVARP
Stöö 2 kl. 23.05
NIADURINN FRÁ
FANNÁ
(The Man from
Snowy River)
Aðalhlutverk: George Miller,
Kirk Douglas, Tom Burlinson,
Sjónvarpið kl. 21.40
MÁLALIÐINN
(La Bandera)
Aðalhlutverk: Jean Gahin, Ro-
bert Le Vigan og Annabella Amios.
Frönsk bíómynd frá árinu 1939,
Sigrid Thornton, Jack Thompson,
Larraine Bayly, Tommy Dysart og
Bruce Kerr.
Gamaldags falleg áströlsk mynd,
byggð á sögu um ungan pilt sem
verður ástfanginn af dóttur yfir-
mannsins. Hestar og náttúra spila
stóra rullu í myndinni, sem fær
þrjár og hálfa stjörnu.
byggð á skáldsögu eftir Pierre Mac
Orlan. Leikstjóri Julien Duvivier.
Myndin segir frá manni sem framið
hefur morð, en gengur til liðs við
útlendingadeild Spánarhers og
Sjónvarpið kl. 20.30
GRÆNIR FINGUR
Tíundi þátturinn um garðrækt í
umsjá Hafsteins Hafliðasonar. í
þessum þætti verður fjallað um lif-
ræna ræktun.
Sjónvarpið kl. 20.50
EYJAR
ELDGYÐJUNNAR
Islands of
the Fire Godess)
Bresk, vönduð heimildamynd
um Hawaii-eyjaklasann, „Eyjar
eldgyðjunnar“.
liggur leiðin til Norður-Afríku. Þar
verður hann ástfanginn, en það er
ekki auðvelt fyrir mann sem er eft-
irlýstur vegna morðs.
0 S7ÖÐ 2
17.50 Sumarglugg- inn. 16.45 Santa Bar- bara. 17.30 Þráhyggja (Compulsion).
1800 18.45 Táknmáls- fréttir. 18.55 Poppkorn.
1900 19.20 Svarta naðran. 19.50 Tommi og Jenni. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Grænir fingur (10). Þáttur um garð- rækt. 20.50 Eyjar eldgyðj- unnar. Bresk heim- ildamynd um Hawai eyjaklasann. 21.40 Málaliðinn (La Bandera). Frönsk bíómynd frá árinu 1939. 19.19 19:19. 20.00 Sögurúr Andabæ. 20.30 Falcon Crest. 21.25 Bjarg- vætturinn. 22.15 Sigild hönnun (Design Classics). 22.40 Sögurað handan (Tales from the Darkside).
2300 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Málaliðinn framh. 23.40 Dagskrárlok. 23.05 Maðurinn frá Fanná (The Man from Snowy Ftiver). Falleg og vel gerð mynd um ungan dreng og vel taminn hest hans. 00.50 Dagskrárlok.