Alþýðublaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.05.1990, Blaðsíða 4
Úrslit 1986 A-Alþýðuflokkur 272 atkv. 18,8% 2 fulltr. B-Framsóknarflokkur 375 atkv. 25,9% 2 fulltr. D-Sjálfstæðisflokkur 238 atkv. 16,4% 1 fulltr. G-Alþýðubandalag og óháðir 378 atkv. 26,1% 3 fulltr. Þ-Víkverjar 1186 atkv. 12,8% 1 fulltr. Kjörnir bæjarfulltrúar 1986 Af A-lista: Jón Asberg Salómonsson og Guðrún Kristín Jóhannsdóttir. Af B-lista: Tryggvi Finns- son og Hjördís Arnadóttir. Af D-lista: Katrín l'.y- mundsdóttir. Af G-lista: Kristján As- geirsson, Valgerður Gunnarsdóttir og Orn Jó- hannsson. Af Þ-Iista: Pálmi Pálma- son. í kosningunum 1986 urðu þær breytingar að nýtt framboð, Víkverjar, fékk mann kjörinn og Al- þýðubandalag og óháðir bættu við sig einum full- trúa. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur töp- uðu sínum fulltrúanum hvor. Meirihlutasamstarf er milli Alþýðuflokks, Frani- sóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks. Húsavík: Óháðir Framboðslistum fækkar um einn á Húsavík í þessum kosningum. Auk hefðbundnu flokkanna fjögurra bauð Vik- verji fram óháðan lista sem fékk einn mann kjörinn í bæj- arstjórnina. Kf úrslitin síðast eru borin saman við niður- stöðurnar 1982, virðist sem Víkverji hafi tekið mest fylgi frá F’ramsóknarflokki og Sjálfstæðisf lokki og báðir flokkarnir töpuðu manni. Al- þýðubandalagið bætti hins vegar við sig einum fulltrúa í bæjarstjórn. Kkki virðist ótrúlegt að kosningaúrslitin nú gætu fært hin pólitísku hlutföll eitt- hvað nær þvi sem var 1982. draga sig í hlé Sameiningarviðræður sem fram fóru milli A-flokkanna fyrr i vetur um sameiginleg- an framboðslista runnu út í sandinn. Atvinnulífið á Húsavik ber glögg merki um samdráttinn í landbúnaði á undanförnum árum enda liefur þjónusta við sveitirnar í kring lengi verið talsverður atvinnuvegur. Kreppa sjávarútvegsins hefur líka haft veruleg áhrif. Kvóta- samdráttur hefur orðið meiri en meðaltalið á landsvísu og og smábátaafli hefur einnig dregist saman. Frá því 1984 hefur kvóti Húsvíkinga minnkað um því sem næst þúsund tonn, en til saman- burðar má geta þess að sam- anlagðar bolfiskveiðiheim- ildir Húsvíkinga munu nú vera nálægt sex þúsund tonn- um. Atvinnumál eru þess vegna ofarlega á baugi i kosninga- baráttunni á Húsavík og sum- ir renna hýru auga til þess að bæta togara í Húsvíkurflot- anri. Slíkt kostar þó óhjá- kvæmilega fjármagn og virð- ast flestir sammála um að ef til slíks kemur sé óhjákvæmi- legt að bæjarfélagið leggi fram fé. Aðrir möguleikar sem nú heyrast nefndir til aukinnar atvinnustarfsemi á Húsavík liggja m.a. á sviði úrvinnslu- iðnaðar og ferðamála. A-listi Jafnaðarmenn 1. Jón Asberg Salómonsson 2. Guðrún Kristinsdóttir 3. Björn Olgeirsson 4. Haraldur Haraldsson 5. Porgrímur Sigurjónsson 6. Helga Gunnarsdóttir B-listi Framsóknarflokkur 1. Bjarni Aðalgeirsson 2. Kilja Skarphéöinsdóttir 3. Sveinbjörn Lund 4. Stefán Haraldsson 5. Kristrún Sigtryggsdóttir 6. Hafliöi Jósteinsson D-listi Sjálfstædisflokkur 1. Þorvaldur V. Magnússon 2. Þórður Haraldsson 3. Frímann Sveinsson 4. Margrét Hannesdóttir 5. Arni Grétar Gunnarsson 6. Dóra Vilheimsdóttir G-listi Alþýdubandalag og óháðir 1. Kristján Ásgeirsson 2. Valgerður Gunnarsdóttir 3. Hörður Arnórsson 4. Aðalsteinn Baldursson 5. Kegína Sigurðardóttir 6. Kristján Kiðsson Úrslit 1986 B-Framsóknarflokkur 78 atkv. 3,3,5% 2 fulltr. D-Sjálfstæðisflokkur 42 atkv. 18,0% 1 fulltr. G-Alþýðubandalag 52 atkv. 22,3% 1 fulltr. I-Óháðir 61 atkv. 26,2% I fulltr. Kjörin í sveitarstjórn 1986 Af B-lista: Sigurbjörg Jónsdóttir og Gunnar Hilmarsson. Af D-lista: Helgi Olafs- son. Af G-lista: Hlynur P. Ing- ólfsson. Af I-lista: Kolbrún Stef- ánsdóttir. I kosningunum 1986 uröu engiir breytingar á skipan hreppsnefndarinn- ar. Meirihlutasamstarf er milli Framsóknarflokks og Alþýðubandalags. Raufarhöfn: Framsókn fremst meðal jafningja Sætaskiptingin í hrepps- nefnd Raufarhafnarhrepps hefur verið í nokkuð föstum skoröum undanfarið. Fjórir listar bjóða fram og í tvenn- um síöustu kosningum hefur Framsóknarflokkurinn feng- ið nokkru meira fylgi en hinir flokkarnir og þar af leiöandi tvo fulltrúa. Onnur framboð hafa fengið einn fulltrúa hvert. Þetta kjörtímabil hafa Framsóknarflokkur og Al- þýöubandalag staöið saman að meirihluta, en sjálfstæðis- menn og óháðir veriö í minnihlutanum. Á þeim fulltrúum núver- andi meirihluta sem viö töl- uðum við var aö heyra aö samstarfið heföi gengið vel og ekki ástæða til aö ætla annaö en að því verði haldiö áfram ef meirihlutinn lieldur velli í kosningunum. Af hálfu sjálfstæðismánna mun á hinn bóginnn yfirlýst að hvorki komi til greina að mynda meirihluta meö Framsóknar- flokki eða Alþýðubandalagi. Oháðir munu liins vegar þeirrar skoðunar aö ástæðu- laust sé að mynda sérstakan formlegan meirihluta í hrepppsnefnd. Líkt og allvíða annarsstaö- ar á landsbyggðinni telja menn sig á Raufarhöfn vera í varnarbaráttu. Atvinnu- ástand hefurJ)ó verið þokka- lega gott. Utgerð og fisk- vinnsla eru undirstaöa at- vinnulífsins og þarna er gerö- ur út togarinn Rauöinúpur auk smábáta. Frystihúsið á staðnum er sagt allvel rekiö fyrirtæki og skilaði hagnaöi á síðasta ári. Hagnaöurinn dugði þó ekki til að vega upp tapið frá árinu 1988 sem eins og kunnugt er var fiskvinnslunni um land allt afar erfitt. Stærstu atvinnufyrirtækin eru Síldarverksiniðjur ríkis- ins, Jökull, sem gerir út togar- ann og Fiskiöjan sem rekur frystihúsið. Bæöi síðarnefndu fyrirtækin eru að mestu leyti í eigu sveitarfélagsins. B-listi Framsóknarfélag Raufar- hafnar 1. Sigurbjörg Jónsdóttir 2. Haraldur Jónsson 3. Lilja V. Björnsdóttir 4. Jón K. Jónsson 5. Hildur Stefánsdóttir D-listi Sjálfstædisfélag Raufar- hafnar 1. Helgi Ólafsson 2. Hafþór Sigurösson 3. Jón Ketilsson 4. Jóhannes Bjornsson 5. Porgeir Hjaltason G-listi Alþýðubandalag 1. Angantýr Einarsson 2. Björg Kiríksdóttir 3. Porsteinn Hallsson 4. Reynir Þorsteinsson 5. Sigurveig Björnsdóttir I-listi Óhádir 1. Þóra Jones 2. Jónas Friörik Guðmundsson 3. Ása Guðmundsdóttir 4. Gunnar F. Jónasson 5. Gylfi Porstejnsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.