Alþýðublaðið - 18.05.1990, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 18.05.1990, Qupperneq 1
MMBUBLMIÍ VCstr<* Siglufjördur: Bærinn hefur safnað skuldum í þrjú ár Kristján Möller íþróttafulltrúi og efsti maður á lista Alþýðuflokksins í viðtali við Alþýðublaðið Bæjarstjornarmal Siglfiröinga voru daglegt storfrettaefni þegar slitnaði upp úr samstarfi A-flokkanna þar fyrir þremur árum. Framsóknarflokkur, Sjálfstæöisflokkur og Alþýðu- bandalag mynduöu að lokum nýjan meirihluta og Alþýöu- flokkurinn hefur síöan veriö einn í stjórnarandstöðu. Skipan framboösmála er nokkuð breytt í þessum kosningum því Al- þýðubandalagið sem hafði tvo fulltrúa í bæjarstjórn býður nú ekki fram. í stað þess kemur framboð óháðra. Kristján Möller íþróttafulltrúi skipar efsta sætið á lista Alþýðuflokksins. Við spyrjum hann fyrst um hvað kosningarnar snúist. Kristján L. Möller. ..bessar kosningar snúast um tvo höfuðatriöi. Annars vegar fjármál sveitarfélagsins, þar meö talin fjár- mál rafveitu og hitaveitu. Hins veg- ar eru svo atvinnumálin. Ef viö hyrj- um á fjármálunum, þá er viöskiln- aöur þessa meirihluta sem hefur set- iö aö undanförnu, afar slæmur. Meirihlutinn hefur safnaö skuldum upp á 194 þúsund krónur á dag i þessi þrjú ár. Fjármagnskostnaður- inn er oröinn rúmar 10.000 krónur á íbúa á ári. Þessi fjárhagsvandi bæjarsjóðs er auövitað aö hluta tilkominn vegna talsveröra framkvæmda en líka vegna óstjórnar og aöhaldsleysis i rekstri sl. þrjú ár. Reksturinn hefur farið fram úr áætlun og fjárhags- áætlanir hafa verið illa gerðar og ekki staðist. Menn hafa einfaldlega ekki gætt nægilegs aðhalds í rekstr- inum. Þaö verður stærsta verkefni næstu bæjarstjórnar að vinna sig út úr þessum fjárhagsvanda bæjar- sjóðs. Hvaö varöar málefni rafveitu og hitaveitu, þá eru skuldir þeirra afar miklar, en þaö er unniö aö lausn á þeim málum og ég hef ekki trú á ööru en hún náist." ,,Já, þar er veriö að vinna eftir aö- geröaáætlun sem hefur verið í gangi. Þar er gert ráð fyrir að ríkiö taki á sig hluta af skuldabyrði hita- veitunnar og hvað rafveituna varð- ar, þá teljum viö okkur skýlaust eiga inni hjá ríkinu lagfæringu vegna verðjöfnunargjaldsins, rétt eins og Rafveitur rikisins og Orkubú Vest- fjarða á sínum tíma. Hvað atvinnumálin varðar, þá trú- um við ekki öðru en aö botninum sé náö, bæði á Siglufirði og í rekstri at- vinnulífs almennt í landinu. Við þykjumst sjá að ýmsar aðgeröir rík- isstjórnarinnar aö undanförnu séu aö gera þaö aö verkum aö rekstur sjávarútvegsfyrirtækja fari nú skán- andi. Viö trúum ekki ööru en aö batnandi hagur atvinnurekstrar muni nýtast okkur vel. Þaö má eiginlega segja aö at- vinnumálin snúist um þrennt. Viö þurfum aö verja fyrirtækin frekari áfcillum, við þurfum aö efla þann at- vinnurekstur sem þegar er fyrir hendi og viö þuríum aö beita öllum tiltækum ráöum til aö skapa ný at- vinnutækifæri." — Hvaða leidir sjáið þið til að skapa ný atvinnutækifæri? ,,Það er brýnt að gera allt sem unnt er til að auka útgerð og fá auk- inn afla aö landi. Mér finnst líka aö Síldarverksmiöjur ríkisins ættu hik- laust aö taka þátt í útgerö loönu- skipa sem svo gætu veitt rækju á sumrin og tryggja þannig hráefni fyrir loðnuverksmiðjuna. Það er líka stórt verkefni fyrir næstu bæjar- stjórn aö skapa varanlegan rekstrar- grundvöll fyrir rækjuverksmiðjuna. Svo er feröamannaþjónustan óplægður akur hjá okkur. Siglu- fjörður er enn sem komiö er ekki mikill feröamannabær, en þaö er okkar skoöun að það sé auðvelt aö auka ferðamannastrauminn, t.d. til skíðaiökunar í okkar frábæru skíöa- paradís í skaröinu. Það er nefnilega hægt að vera á skíðum þar allt sum'- arið. Þaö eru líka ýmsir fleiri mciguleik- ar. Viö þurfum líka að fylgjast meö þróuninni og hugsa fram í tímann. Heimurinn umhverfis okkur er stöö- ugt að breytast. Evrópa er að veröa að einu efnahagssvæði og ef við tengjumst því þá munu væntanlega t.d. ýmis fyrirtæki í Bandaríkjunum hafa hug á að setja upp framleiöslu á íslandi til aö eiga aögang aö Evr- ópumarkaðnum. Því skyldum viö ekki taka þátt í því, ef það skapar at- vinnu og rekstur og gefur af sér pen- inga. Sumum kann að finnast að hugmyndir af þessu tagi séu nokkuö langsóttar, en ég held að við stönd- um frammi fyrir þessu innan nokk- urra ára. — Sýnist þér vera horfur á að einhverjar breytingar verði á skipan bæjarstjórnar eða meiri- / þessu aukablaöi er talaö viö nokkra sem skipa efstu sæti á listum Alþýöuflokksins eöa framboöa sem Aiþýöuflokkurinn stendur aö. Rætt er viö frambjóöendur frá bæjum á Vestfjöröum, í ISoröurlandskjördæmi vestra og á Austurlandi. Auk þess er birtur listi yfir sex efstu frambjóöendur framboöslista viökomandi staöa. Sex effstu ó fframboðslistum á Siglufirði A-listi Alþýduflokkur 1. Kristján L. Möller 2. Ólöf Á. Kristjánsdóttir 3. Birgir Sigmundsson 4. Regína Guðlaugsdóttir 5. Rögnvaldur Þórðarson 6. Arnar Ólafsson B-listi Framsóknarflokkur 1. Skarphéðinn Guðmundsson 2. Asgrimur Sigurbjörnsson 3. Ásdís Magnúsdóttir 4. Sveinbjörn Ottesen 5. Pétur Bjarnason 6. Sigríður Björnsdóttir D-listi Sjálfstædisflokkur 1. Björn Jónsson 2. Valbjörn Steingrímsson 3. Axel Jóhann Axelsson 4. Runólfur Birgisson 5. Ólafur Pétursson 6. Rósa Hrafnsdóttir F-listi Óháðir 1. Ragnar Ólafsson 2. Ólafur Marteinsson 3. Brynja Svavarsdóttir 4. Guðmundur Davíðsson 5. Björn Valdimarsson 6. Hörður Júlíusson hlutasamstarfi eftir þessar kosningar? ,,1 þessum kosningum er ansi kyndug staöa komin upp. Alþýðu- bandalagiö gafst upp á aö bjóða fram eigin lista en afhenti framboð- ið forstjórum og stóratvinnurekend- um. Þetta þýöir aö t.d. almennir launþegar eiga engan annan val- kost en lista jafnaðarmanna. Þaö má segja að þetta sé algert skipbrot hjá Alþýðubandalaginu. Þar áttu menn í vandræðum með aö koma saman framboðslista og þaö var leyst svona. Eyrst voru reyndar gerðar tilraunir með aö ná sam- stöðu milli A-flokkanna. Þaö var bara byrjaö á þvi of seint og gekk ekki upp vegna tímaskorts. Erá okk- ar sjónarmiði heföi verið hægt að skoða það, en grundavallarforsend- an hefði þó verið opið prófkjör. Til þess var ekki tími. Jafnframt var hins vegar verið að kanna möguleika á sameiginlegu framboöi Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og óháðra. Þaö má raun- ar segja aö það hafi líka fallið á tíma og taugaveiklun. Ýmis skilyrði sem sett voru af hálfu óháðra voru líka þess eölis að okkur þótti þetta ekki fýsilegur kostur. Eins og þetta fram- boð var hugsað i upphafi, þótti okk- ur það heldur ekki líklegt til að ná árangri. Við óttuðumst aö þaö kynni aö verða vatn á myllu íhalds og Framsóknar. Meginástæðan var þó tímaskort- ur. Það var ekki gefinn nægur tími til aö ræða málin ofan í kjölinn. Þaö voru vissulega ýmis vandamál sem þurft hefði að leysa, en ég held þó að það hefði tekist ef tíminn hefði verið fyrir hendi. Það var hins vegar ekki fyrr en um páska sem veriö var aö ræða þessar hugmyndir þannig aö tíminn var runninn frá okkur að þessu sinni. Þessar tilraunir runnu sem sagt út í sandinn og viö bjóöum því fram hreinan A-lista." / — Alþýðuflokkurinn bætti vid sig tveim fulltrúum í síðustu kosningum. Það var að sjálf- sögðu talsverður sigur. Hvað gerisl nú? ,,Já, viö unnum tvo menn í síöustu kosningum. Markmiðið nú er að halda þeim. Ég held aö það sé raun- hæft markmið." — Með hverjum viltu helst vinna ef til þess kæmi að Al- þýðuflokkurinn tæki þátt í meirihlutasamstarfi eftir kosn- ingar? „Ég held aö við jafnaðarmenn getum unnið með hverjum sem er. Séu menn tilbúnir aö leggja á sig þá vinnu sem þarf til að vinna okkur út úr þeim fjármálaerfiðleikum sem bærinn vissulega er í. Það eru ein- faldlega málefnin sem ráða. Vissu- lega komu upp sárindi í bæjarstjórn- inni á kjörtímabilinu, þegar slitnaði upp úr samstarfi okkar og Alþýðu- bandalagsins og við höfum líka átt í deilum við sjálfstæðismenn. En við jafnaðarmenn lítum til fortíðarinnar til að læra af henni. Við látum hana hins vegar ekki skemma fyrir okkur framtíðina.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.