Alþýðublaðið - 19.05.1990, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.05.1990, Blaðsíða 8
8 GÓÐA HELGi Laugardagur 19. maí 1990 Fjárhúsin opin Sunnudaginn 20. maí gefst al- menningi kostur á aö heimsaekja fjárhúsin viö Fjárborg en þar stend- ur nú sauöburöur sem hæst. Tilefni fararinnar er opnun nýja Húsdýra- garösins í Laugardal. Farnar veröa þrjár rútuferðir frá Húsdýragaröinum á klukkustundar- fresti. Lagt veröur af stað í fyrstu ferðina kl. 14.00 á morgun sunnu- dag. Húsbréf Einföld og örugg fasteignaviðskipti Nú stendur húsbréfakerfið öllum opið við kaup og sölu notaðra íbúða. Með þessum nýja valkosti á að aukast öryggi bæði kaupenda og seljenda, jafnframt því sem stuttur afgreiðslutími og hátt langtímaián á einum stað mun koma báðum aðilum til góða. Húsbréfaviðskipti grundvallast á því að tilvonandi kaupandi hafi í höndum umsögn ráðgjafastöðvar um greiðslugetu sína. Án hennar er hvorki hægt að gera kauptilboð né fá íbúð metna. Tilvonandi íbúöakaupendur: Byrjið á að sækja um umsögn ráðgjafastöðvar, áður en þið takið nokkrar skuldbindandi ákvarðanir á fasteignamarkaðnum. Það er mikilvægt öryggisatriði fyrir bæði kaupendur og seljendur og algjört skilyrði fyrir ibúðar- kaupum í húsbréfakerfinu. ítarlegt kynningarefni um húsbréfakerfið liggur frammi hjá fasteignasölum um land allt og í afgreiðslu Húsnæðisstofnunar. Kynningarmynd um húsbréfakerfið verður sýnd í ríkissjónvarpinu mánudaginn 21. maí kl. 22.45. [§3 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVÍK ■ SÍMI 696900 Breyttur opnunartími Þjóðminjasafnsins Þjóðminjasafnið er nú komið á sumartíma, eins og mörg önnur fyr- irtæki. Fram til 15. september veröur safnið opið alla daga, nema mánu- daga, kl. 11.00—16.00. Sýning hjá MHI Undanfarna daga hefur staðið yfir sýning á lokaverkefnum útskriftar- nemenda Myndlista- og handíöa- skóla íslands. Sýningin er á Kjarvals- stööum og er opin á milli 11.00—18.00. Síöasti sýningardagur er á morgun sunnudag þannig aö þaö fer hver aö veröa síðastur aö sjá verkefni þessara nýútskrifuöu lista- manna. Trúarskáldin tekin fyrir Nernendur i 3. bekk Leiklistar- skóla islands hafa sett saman Ijóöa- dagskrá um íslenskan trúarskáld- skap fyrr og síðar. Þetta er gert í samvinnu viö Leikfélag Reykjavíkur. Sýningarnar veröa á litla sviöi Borgarleikshússinn og fara fram dagana 21. og 22. mai. Meðal verka má nefna brot út Merði Valgarðssyni eftir Jóhann Sigurjónsson, Passíu- sálma Hallgríms, stutt atriöi úr Gullna Hliöinu eftir Daviö Stefáns- son og Jón í Brauðhúsum eftir Hall- dór Laxness. Finnland og síðari heimsstyrjöldin Sendiherra Finnlands, Hakan Branders, ræöir um um Finnland og síöari heimsstyrjöldina í Norræna húsinu i dag laugardag kl. 16.00. I fyrirlestrinum fjallar hann m.a. um stjórnmálaástandið í Finnlandi og utanríkisstefnu Finna á styrjaldarár- unum. Sendiherrann flytur mál sitt á sænsku og er fyrirlestur hans liður i þáttaröö um síöari heimsstyrjöld- ina. „Þeir héldu dálitla heimstyrjöld" Á laugardagskvöld kl. 21.00 og á sunnudag kl. 16.00 verður söngdag- skráin „Þeir héldu dálitla heimsstyrj- öld" lög og Ijóö í stríöi flutt í Nor- ræna húsinu. Þaó eru leikararnirÁsa Hlín Svavardótir, Edda Heiðrún Backman, Egill Ólafsson og Jóhann Siguröarson sem hafa tekið saman dagskrána. Aögöngumiöar verða seldir við innganginn. Sveinn sýnir í Hafnarfirði Sveinn Björnsson listmálari sýnir nú myndir sinar í Hafnarborg í Hafn- arfiröi. Hann er þar meö 61 stóra mynd frá tímabilinu 1957—1985. Þetta er afmælissýning því nú eru 40 ár síðan Sveinn sýndi fyrst opin- berlega. Sýning Sveins stendur yfir til 27. maí.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.