Alþýðublaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 1. júní 1990 5 Soveska eiinstoðm Mir Her sjast greinilega skemmdir a einangrun geiniferj- unnar Geimfarar geta yfirgefið geimstööina gegnum bún- að sem nefndur hefur veriö Kvant II, þegar þeir hefja viðgerðir a Soyuzi. Miði aðra leið Fréttin af sovésku geimförunum sem ekki eiga afturkvæmt til jarðar er likust martröð ■ visinda- skóldsögu. Á sama tima og við hér ó jörðu setjumst niður við morgunverðarborðið eru þeir Anatoli Solovyev og Alexander Balandin á hringsóli um jörðu og hafa verið það siðan þann 11. febrúar. Þeir eru án allrar vitneskju um hvenær eða hvernig þeim muni takast að komast til baka til jarðar. Geimförunum hefur þó verið kunnugt um þessar óaðlaðandi aðstæður sinar frá þvi i febrúar en heimsbyggðinni urðu þær hins vegar fyrst Ijósar nú um siðustu helgi. Solovyev og Balandin eru um borð í sovésku geimstöðinni Mir í 200 mílna fjarlægð frá jörðu. Geimfarið Soyuz sem flutti þá á áfangastað og átti að koma þeim heilum heim á ný skemmdist við flugtak fyrir þremur mánuðum síðan. Við þeim félögum blasir því sú ískalda staðreynd að ferðin lieim er engan vegin trygg. Káðgert er að geimfararnir tveir freisti þess að gera við geimfarið en til þess verða þeir að yfirgefa það. Áður en þeir geta hafist handa verða þeir að bíða þess að þeim berist 20 feta langur stigi. Káðgert er senda ómannaö geim- far með stigann og er áætlaö að þaö geti orðið 1. júní. Takist viö- gerð ekki verður það þrautalend- ingin að senda geimfar til bjargar þeim Solovyev og Balandin. þaö yrði í fyrsta sinn sem slíkur björg- unarleiðangur yrði gerður út. Samkvæmt upplýsingum geim- farans Alexanders Serebovs sem komtiljarðar 19. febrúarsíðastliö- inn eftir sex mánaða dvöl um boröa í Mir, er einangrun þess hluta geimfarsins sem ætlað var aö snúa til jaröar úr skorðum gengin. -160 gráóur celsius Sá hluti einangrunarinnar sem rifnaði hamlar þvi að miöunar- búnaður geimfarsins geti starfað, en án bans verður farinu ekki stýrt til jaröar. Oá hefur bilunin orðið þess valdandi að erfiðleikum er nú háö að halda hitastigi geimferj- unnar réttu en hitastigið utan hennar fer niður í allt aö -=-1 G<) gráður frost á celsíus. Hitastig Soyzar hefur þegar lækkað talsvert og hefur það vald- ið rakasöfnun innan þess. Kru menn teknir aö óttast að rakinn geti valdið bilun í rafmagnskerfi geimferjunnar. Slik bilun myndi leiða til snöggrar kólnunar henn- ar. • Knn hefur ekki borist formleg yfirlýsing frá sovéskum yfirvöld- um um ástand Soyuzar eöa hvað þau hyggist til.bragðs taka. Hins vegar hafa bæði breskir og banda- riskir sérfræðingar sagt aö Sovét- menn geti komið geimförunum til bjargar á fjórum til átta dögum. Kngin ástæöa sé því til að örvænta enn sem komið er þar sem Solovyev og Balandin hafi enn nægar vistir því upphaflega var ráðgert að þeir dveldu í geimnum fram í júlí. Þaö er því Ijóst að sovésku geim- fararnir tveir eru ekki í bráðri hættu. Að sögn prófessors Heinz Volff, starfsmanns bresku geim- rannsóknarstofnunarinnar, er þeim þó hætta búin ef eitthvaö óvænt hendir því þá eiga þeir enga möguleika á að forða sér hið skjótasta. Gætu verið i_________________ bráóri hættu_________________ Volff telur slíka hættu geta skap- ast hendi eitt af fjórum eftirtðldum atvikum: Kf hitastig fellur frekar en þaö hefur þegar gert. Taki and- rúmsloft að leka út úr geimfarinu. Veröi þaö fyrir loftsteinum eða ef viðgerð mistekst. Takist Solovyev og Balandin ekki aö gera við geimfariö geta Sovétmenn alltaf brugöiö á það ráð aö senda annað Soyuz geimfar þeim til bjargar. Volff kvaðst ekki vita hvort önnur Soyuz geimferja væri í viðbragðsstöðu en sagði að eftir að því heföi veriö skotícS á loft tæki það ekki nema tvo daga að ná áfangastað. Þess má þó geta að undirbúningur að geimskoti getur tekið allt að sex dögum. Sú hugmynd hefur verið viðruð innan bandarísku geimvísinda- stofnunarinnar NASA að senda megi bandariskan björgunarleið- angur til aö hjálpar sovésku geim- förunum tveim. Slíkur leiðangur gæti markað tímamót og verið upphaf sam- vinnu risaveldanna í geimnum. Verði þetta ofan á yröi að breyta áætlunum Challenger geimferj- unnar. „Þetta myndi þýða mikla fyrirhöfn en væri engu að síöur mögulegt," segir Kd Campion, tals- maður bandarísku geimferða- áætlunarinnar. Wlir, mesti__________________ vawdrædagripur_______________ Mir áætlun Sovétmanna sem sett var á laggirnar árið 1986 hef- ur átt viö ýmsa örðuleika aö stríða frá upphafi. I’annig mistókst til dæmis áætlun um að tengja sólar- rafhlöður með þeim afleiöingum að taka þurfti ýmsan tæknibúnaö úr sambandi til að koma í veg fyrir allsherjar rafmagnsbilanir um borð í geimstöðinni. Þá hefur sov- étmönnum ekki tekist það ætlun- arverk sitt að halda úti mannaðri geimstöð, Mir allan ársins hring. Þaö kann að hljóma undarlega en síðasta ferð Soyuzar var liöur í sparnaöaraögeröum sovéskra stjórnvalda og til þess ætluð að bjarga andliti þeirra. I raun má segja að feröin hafi verið farin til aö bjarga geimferðaáætluninni Mir sem nú riöar til falls. Ætlun Sovétmanna var aö vega upp gíf- urlegan kostnað sem af geim- ferðaáætluninni hlaust með fram- leiðslu kristalla úti í geimnum til notkunar i iðnaöi. Stefna sovéskra stjórnvalda hef- ur valdiö miklum óróa innanlands. Kostnaðurinn við Mir hefur verið gífurlegur á sama tíma og sovéska þjóðarbúið glímir við 100 millj- arða dollara tekjuhalla (um 6000 milljónir íslenskra króna). Keiður almenningur hefur krafist niður- skurðar til geimvísindaáætlunar- innar til að lina |)ann mikla vöru- skort sem ríkir í landinu. Þannig eygja menn von um að stytta megi raðir eftir nauösynjavörum og að hægt verði að bjóða sjónvörp og iskápa til sölu fyrir almenning í verslunum. Hqfq séð það svartara Þó ekki séu þeir félagar Solovy- er og Balandin í öfundsverðri að- stööu þá hafa geimfarar séð það svartara. Þar má sérstaklega nefna sovésku geimfarana tvo sem lentu í því að verða stranda- glópar um borð i geimferju sinni meö vistir til tveggja daga. Vladimir Lyakov og Abdul Ahad Mohmand uröu innlyksa árið 1988 þegar bilun í geimfarinu Soyuzi TM-5 kom í veg fyrir að far- iö gæti haldiö til jaröar eftir að það hafði losað sig frá geimstööinni Mir. Allt fór þó vel aö lokum og flaugin lenti heilu og höldnu á kín- verskri grundu. Versta slys í 30 ára sögu geim- ferðanna er þó vafalaust þegar sprenging varö um borð í Chal- lenger, flaug Bandaríkjamanna, aöeins minútu eftir aö henni hafði verið skotið á loft. Með flauginni fórust sjö menn þar af Christa nokkur 'McAuliffe, kennari, fyrsti óbreytti borgarinn til að halda í slíka ferð. Fram að slysinu um borð í Challenger höfðu ótrúlega fá banaslys orðið í feröum manna út í geiminn þó nokkrir hafi slopp- ið naumlega. Beðið eftir næsta vagni Vestrænir geimvisindamenn hafa sakaö Sovétmenn um aö hafa reynt aö leyna manntapi í geimn- um á fyrstu árum geimferðanna. Því var haldiö fram að nokkrir sovéskir geimfarar hafi haldiö í gönguna endalausu, þ.e. að örygg- isstrengur sem hélt þeim við geim- stöðina hafi roínað og þeir haldið nauðugir viljugir á vit þess ókunna. I þetta sinn eru sérfræðingar ró- legir. „Geimferöir verða brátt hluti af almenningssamgöngum," að isögn Peters Howard, aðstoðar yfir- hershöfðingja geimferjuáætlunar :Bandaríkjanna. „Ef vagninn bilar jbíður maður bara eftir þeim mæsta." (Heimild: The Sunday Times)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.