Alþýðublaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 1. júní 1990 Spaugstofan selur fjallalamb: Leitað að létt- ustu lundinni — eftir Gunnar Haraldsson Það væri synd ad segja að æðstu ráðamenn þjóðarinnar væru undir meðallagi hvað hug- myndaauðgi snertir. Eins og al- þjóð ætti að vera kunnugt hefur Samstarfshópur um sölu lamba- kjöts beitt ýmsum aðferðum tii að koma litiu sætu Iömbunum of- aní iandann. Farið var að kalla iitlu dindlaeigendurna fjalla- lömb og sýndar voru myndir af fifiibrekkum, grónum grundum og grösugum hlíðum með berja- lautum í auglýsingum. Ymsum þótti þó eiga betur við að kalla þau vegalömb og vísuðu þar til þeirra sumarhaga lambanna sem eru fláar þjóðveganna. Nú hefur snillingunum í landbúnað- arráðuneytinu dottið það snjall- ræði í hug að fá þá félaga í Spaugstofunni til liðs við sig. Þeir Spaugstofumenn sáu um þá ágætu fréttastofu „Stöðin 90“ og urðu fljótlega elskaðir, dýrkaðir og dáðir af þjóðinni allri. Spaugstofan Ieggur í sumar land undir fót og flytur leikna skemmti- dagskrá sem ber heitið „í gegnum grfnmúrinn." Að þeirra eigin sögn er hér um meistarastykki að ræöa enda bera verk þeirra félaga þess ávallt vott að þar fer saman einstök smekkvísi og listrænn metnaöur svo úr veröur brothætt listaverk í hverju ægir saman flóknu tilfinn- ingalífi, ástum, vonum og vonbrigö- um. Nú kynni einhver að spyrja: Hvað kemur þetta lambakjöti viö? Jú, hluti af leikferðinni veröur spaugkeppnin „Leitin að léttustu lundinni." í fréttatilkynningu frá Spaugstofunni segir aö öllum lands- mönnum með sæmilega óbrengl- aöa kímnigáfu sé heimilt aö taka þátt í keppninni. Annað hvort geta menn skráö sig til keppni á hverjum stað þar sem skemmtidagskráin verður flutt eöa þá að menn geta Drögum úr hraða -ökum af skynsemi! sent inn spaug bréflega. Af þeim veröa tíu bestu spaugin svo valin til birtingar og höfundarnir fá pen- ingaverölaun. Þeirsern vilja aftur á móti taka þátt í spauginu heima í héraöi meö því aö troöa upp á skemmtuninni eiga möguleika á að veröa valdir „léttasta lund kjör- dæmisins." Þeir átta efnilegustu koma svo til Reykjavíkur á miöju sumri og taka þátt í úrslitakeppni. Sigurvegarinn hlýtur svo spaugi- lega ferö til útlanda aö launum. Keppnin hófst í gær meö því aö Steingrímur J. Sigfússon, landbún- aðarráðherra, sagði fyrstu spaug- sögu sumarsins á blaöamannafundi sem haldinn var á Kjarvalsstöðum. Þegar hann haföi lokið sér af stigu þeir í pontu Haukur Halldórsson, formaöur Stéttarsambands bænda, Björn Friöfinnsson ráöuneytisstjóri, Jóhannes Kristjánsson, formaöur Félags sauðfjárbænda, Helgi Daní- elsson rannsóknarlögreglumaöur, Júlíus Sólnes umhverfisráðherra, Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra og fóru allir með gaman- mál, Settust nú gestir aö snæöingi en dómnefnd á rökstóla (hvernig sem þeir líta nú út). Loks rann upp sú langþráða stund að Tage Ammendrup, heiöursfélagi Spaugstofunnar, tilkynnti úrslit. Varö þá Ijóst að hæstvirtur umhverf- isráöherra og fjallabílsafnotandi hafði malað keppinauta sína þar sem hann fékk fullt hús stiga. For- maöur dómnefndar, Pálmi Gestsson leikari, útskýrði svo stuttlega niöur- stöður nefndarinnar og í máli hans kom meðal annars fram aö leikur Júlíusar hefði veriö góöur og gervi sannfærandi. í reglum keppninnar kemur meö- al annars fram aö óheimilt sé að hía á Spaugstoíuna, og hún áskilur sér rétt til aö hafna keppendum sem vilja gera kynþáttafordóma, klám og guðlast og þess konar óþrif að gamanmálum. Samkvæmt feröaáætlun verður gamanleikurinn „I gegnum grín- múrinn" í Borgarnesi 17. júní og far- inn verður hringur í kringum landiö þannig aö áætlað er að enda í Kefla- vík þann 9. júlí. Þegar landsleikur Islands og Albaniu fór fram bar talsvert á leiöindaatvikum meðal áhorfenda. Ungur maöur, sem viröist þjáður af þörf fyrir að bera sig á almannafæri, óð inn á leikvanginn í byrjun leiks kviknakinn. Er þetta í þriðja sinn sem hann er handtekinn fyrir þetta athæfi og mun hann hafa hlotið dóm fyrir og var á skilorði þegar hann var gripinn. Hópur ungra manna gerðist einnig uppvís að ýmiskonar óháttvísi, sem blaðið kann reyndar ekki full skil á. Sjón- varpið hafði tal af áhorfendum að handtöku piltanna og vönduðu þeir lögreglunni ekki kveðjurnar. Piltarnir játuðu hins vegar á sig ýmsar sakir og gengu að dómssáttum i malum sínum, borga frá 10 þúsund krónum og upp í 40 þúsund krónur i sektir. RAÐAUGLÝSINGAR Menntamálaráðuneytið Innritun nemenda í fram- haldsskóla í Reykjavík ferfram í Miðbæjarskólanum í Reykjavík dagana 31. maí og 1. júní nk. frá kl. 9.00—18.00. Umsóknum fylgi Ijósrit af prófskírteini. Þeim nemendum 9. bekkjar sem þess óska er gef- inn kostur á persónulegri námsráðgjöf fyrir og sam- hliða innrituninni. Námsráðgjöfinferfram í Miðbæj- arskólanum og hefst miðvikudaginn 30. maí kl. 9.00 og stendur til kl. 18.00 föstudaginn 1. júní. Þeir sem óska eftir að tala við námsráðgjafa þurfa að skrá sig í viðtal með nokkrum fyrirvara. Skráning í viðtöl fer fram á sama tíma og sama stað, sími 16491. tækniskoli t íslands Lausar kennarastöður Við Tækniskóla íslands eru lausar eftirtaldar kennarastöður: 1 staða í þyggingadeild 1 staða í rafmagnsdeild 1 staða í véladeild Oskað er eftir tæknifræðingum eða verkfræðingum í framangreind störf, og starfsreynsla á viðkomandi sviðum er æskileg. Kennslan er á háskólastigi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags tækni- skólakennara. Rektor og deildarstjórar viðkomandi deilda veita allar nánari upplýsingar. Umsóknir berist skólanum fyrir 10. júní nk. og upp- haf ráðningar miðast við 1. ágúst nk. Frá Ljósmæðraskóla Islands Kennsla hefst í Ljósmæðraskóla íslands mánudag- inn 10. september 1990. Inntökuskilyrði eru próf í hjúkrunarfræðum og að umsækjandi hafi hjúkrunarleyfi hér á landi. Umsóknir sendist Ljósmæðraskóla íslands, Kvennadeild Landspítalans, 101 Reykjavík fyrir 10. júní nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar, m.a. um kjör á námstímanum, eru veittar í skólanum alla virka daga til 10. júní milli kl. 9.00—15.00, sími 601396. Reykjavík 30. maí 1990 Skólastjóri BR0SUM / í mnféidinnl - <4 allt fenfnr batnrl * yujjtnow

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.