Alþýðublaðið - 12.06.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.06.1990, Blaðsíða 4
4 VIÐHORF Þriðjudagur 12. júní 1990 HJIHIUm Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blaö hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Jón Birgir Pétursson Hinrik Gunnar Hilmarsson Siguröur Jónsson Leturval, Ármúla 36 Oddi hf. Áskriftarsiminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakið VERKA L ÝÐSHRE YFINGIN 00 FORTÍÐIN Jafnaðarstefnan er íslenskt heiti á stefnumálum sósíaldemókrata; félags- legra lýðræöissinna. Alþýðuflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn á íslandi sem frá upphafi hefur veriö sósíaldemókratískur. Stærsti ágreiningur vinstri manna á fslandi hefur veriö milli leiöa sósíaldemókrata annars vegar og kommúnista hins vegar sem síöar kölluöu sig sósíalista og loks alþýöu- bandalagsmenn. Sósíaldemókratar eöa alþýðuflokksmenn hafa ávallt viljað koma fram stefnumálum sínum eftir leiöum frelsis, lýðræöis og þingræðis. Kommúnistar vildu hins vegar byltingu og yfirtöku verkalýösins á fram- leiðslutækjunum. Þaö var einnig línan frá Moskvu sem lengi var fyrirskipaða stefnan í Kommúnistaflokknum á íslandi, síöar Sósíalistaflokknum og loks Alþýöubandalaginu. Klofningurinn í Alþýöuflokknum 1938þegar Héöinn Valdimarsson, þáver- andi varaformaður ftokksins gekk til liðs viö kommúnista og tók meö sér fjölda flokksmanna, gerði Alþýðuflokkinn að veikum ftokki. Alvarlegasta áfalliö fyrir hinn sósíaldemókratíska flokk voru rofin tengsl viö verkalýös- hreyfinguna. Jón Bakdvinsson þáverandi formaöur Alþýðuflokksins varaði flokksmenn í sinni hinstu ræöu 1938 aö taka sér merki mannanna frá Moskvu í hönd. Þaö varö engu að síður hlutskipti verkalýðshreyfingarinnar að stórum hluta til. Síöan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Alþýöubandalagiö hefur þróast frá kommúnismanum — alla vega á yfirborðinu. Flokkurinn segist nú berjast fyrir jafnaöarstefnu, lýöræöi og frelsi. Hugtök, sem hinn sami flokkur hæddi alþýöuflokksmenn fyrir í áratugi og kallaði skrum stéttarsvikaranna. Átökin í Alþýöubandalaginusýna þó og sannaaðgrunnt er á hinni nýju stefnu, ann- ars vegar stendur hópur í kringum Ólaf Ragnar Grímssonformann og reynir aö finna tilvist i eins konar jafnaðarstefnu, hins vegar eru afturgöngur fortíð- arinnar og neita aö gera upp viö hiö liðna — kommúnismann. Það dylst engum manni aö hinn sögulegi sigur er Alþýðuflokksins. Hinn stóri sögulegi ósigurer hins vegar ekkiaöeins Alþýöubandalagsins og for- vera hans, heldur einnig verkalýðshreyfingarinnar sem ginnt var til þess 1938 aö taka sér merki mannanna fráMoskvu í hönd. Vissulega hefur verka- lýðshreyfingin boriö gæfu til þess aöí rööum hennar hafa starfað sannir jafn- aðarmenn og lýöræöissinnar, oftast úr rööum Alþýðuflokksins. En hversu miklu ráöa arftakar kommúnista enn í verkalýðshreyfingunni? Hvenær mun hið sögulega uppgjör fara fram innan verkalýðshreyfingarinnar? TONUST Andinn jafnar alla æiru Mótettur J.S. Bachs fluttar af Mót- ettukórnum undir stjórn Hardar Askelssonar (Langholtskirkju 10. júní sl.) Túlkun Móttettukórsins á mót- ettum gamla Bachs undir stjórn Harðar Askelssonar Hallgríms- kantors setur gagnrýnanda, sem reynir af megni að koma auga á a.m.k. eitt aðfinnsluatriði, í óþægi- lega klípu. Hverju er hægt að kvarta yfir? Tekur því að setja á blað, ef það eina sem finnst flokkast undir dag- farslega glósu einsog „tittlinga- skít"? En áður en maður fer út í að klaga sjálft vammleysið: fjórar mótettur af þessum fimm, er flutt- ar voru og óyggjandi teljast vera eftir Sebastian og engan annan, byggja á cori spezzati fyrirkomu- lagi, sum sé tveim aðskildum kór- um skv. arfleifð Gabrielifeðga og Schútzs; uppsetning er býður upp á allskonar ,,bergmáls“-effekta nokkrum öldum áður en hljóm- plötuiðnaðurinn fann upp stereó- ið. Og þá kemur að eina gallanum sem undirritaður gat grafið upp kórarnir tveir voru ekki nógu vel ,,panaðir“ sundur, eins og sagt er á hljóðverslingói; Það er ekki fyrr en eftir hlé, er ég settist á fremsta bekk, að aðskilnaðurinn milli kór I og 11 kom greinilega fram — aft- arlegar í kirkjunni rann allt sam- an. Spurning er, hvort nokkur leið hefði verið til að laga þetta. Trú- lega hefðu litlu breytt, ef kórarnir tveir hefðu verið færðir lengra hvor frá öðrum í uppstillingunni; fáeinir bekkir hefðu þá e.t.v. bætzt við, er nytu stereósins, en ekki margir. Og hvað varðar texta- framburð Mótettukórsins, sem er einhver fallegasta og skýrasta þýzka sem ég hef heyrt hjá ís- Íenzkum kór. Þá er ómtími Lang- holtskirkju einfaldlega of langur til að sá framburður njóti sann- mælis í hröðum söng. Einhver minntist í hléinu á nýju kirkjuna á Seltjarnarnesi sem bót í slíkum málum, og mætti að ósekju kanna það upp á framtíðina. Jóhann Sebastian er ekki talinn sérstaklega mikill nýjungamaður í tónlistarsögunni; varla er hægt að benda á neitt form eða tóngrein sem hann hafi „fundið upp", nema ef vera skyldi hljómborðskonsert- inn. Afrek hans snýst fyrst og fremst um gæði: að sameina það bezta úr ríkjandi hefð og arfleifð undangenginna kynslóða frá helztu tónmenningarsvæðum Evrópu og færa í æðra veldi. Það er því kostulegt á okkar tím- um, út frá notalegu horni eftirá- hyggjunnar, að lesa um skipti Bachs við samtíðarmenn sína, eins og Leipzigs. Sömuleiðis, að mikilsverðasta framlag átjándu aldar til hins aldurhnigna mótettu- forms, er hóf göngu sína hálfu ár- þúsundi fyrr, skulu oftar en ekki hafa verið samin í tilefni af útför konu póstmeistarans í bænum, og öðru eftir því. Þó er slíkt ekki eins- dæmi um mikla snillinga; það er ekki lengra síðan en á fyrri hluta þessarar aldar, að Carl Nielsen hafði sig í að semja Hátíðarkant- ötu fyrir 50 ára afmæli Lík- brennslufélags Danmerkur. Hvað sem því tónverki líður, þá eru hin- ar fimm mótettur Bachs, í sömu röð og á tónleikum Komm, Jesu, komm, Fiirchte dich nicht, Jesu meine Freude, Der Geist hilft unsrer Schwachheit auf og Singet dem Herrn ein neues Lied, hiklaust meðal stórverka hans í kórbókmenntunum. Hinn slungni raddfærslulistamaður er hér í essinu sínu, og nær þrátt fyrir alla fagmennsku kontrapunktsins og alda fræðimennsku að Höfða beint til hjartans í stórkostlegum söngvefnaði guði til dýrðar. Að sama skapi er ekki auðhlaup- ið að skila þessum flókna og dýra vefnaði hnökralaust. Alagið er geysimikið fyrir kórfólkið; kannski á við þetta tvær óratoríur (að aríum og sönglesi slepptu) að flytja svona í einum hnapp fimm drjúgar mótettur, er samanlagt ná yfir klukkutíma að lengd. Hér var mikil alúð lögð í túlkun, styrk- leikabreytingar, hárrétt og sann- færandi tempó, og, ekki þyrfti að nefna það, intónasjón; reyndar heyrðist manni stundum kórinn syngja hreinna en undirleiks- hljómsveitin, hvað þætti tíðindi á flestum bæjum. „Sagnfræðileg" túlkunaratriði eiris og „andvörp" líkt og dregin á viola da gamba voru blessunarlega laus við að virka tiktúruleg; hér voru þau bara músíkölsk og rétt. Og hvort sem sá praxis að nota strengja- og tréblásara,,kór“ til að dobla söng- raddirnar sé endanlega sannað að hafi tíðkazt í uppfærslum Bachs sjálfs eða ekki. Þá kom einnig það atriði „kór-rétt" út. Það er víst eins og amen í pred- ikunarlok, að Hörður Áskelsson og Mótettukór Hallgrímskirkju hafi unnið hér mikinn listrænan sigur og sett nýjan staðal geistleg- um söng á Islandi. Hér sannaðist, eins og einn mótettutitillinn hljóð- ar, að „andinn jafnar alla æðru“. Sá agi og eldhugi er stjórnandinn og hljóðfæri hans bar vott um fyrr- getinn sunnudag vekur jafnframt þá spurningu, hvort ekki sé kom- inn tími til, að Mótettukórinn fari að blanda geði við erlenda stór- kóra á alþjóðlegum hljómplötu markaði. Til hamingju. , ÍpÆ?' ' Ríkarður Örn Pdlsson RADDIR Förum viö of geyst í umhverfisátakiö — erum viö ekki aö eyöileggja séreinkenni íslands? Júlíus Solnes, 53ára, umhverfis- ráðherra; „Nei, við erum langt á eftir því sem er að gerast í nágrannalönd- unum. Bæði hefur umræðan farið of hægt af stað hér á landi svo og er umhyggjan í nágrannalöndun- um miklu meiri fyrir umhverfinu en hér á landi. Þannig að við eig- um töluvert langt í land ennþá. Það er enginn vafi á því að við þurfum að fara inn í skólana og gera börnin að umhverfisverndar- sinnum. Með þessu umhverfis- átaki erum við að endurheimta fyrri landgæði. Helga Guðrún Jónasdóttir, 26 ára, forstöðumaður upplýsinga- deildar landbúnaðarins; „Nei, það getur aldrei orðið of mikið. Þetta er það brýnt mál að það verður að halda því vakandi. Plöntun trjáa miðar að því að hefta sandfok og fleira. Við erum að breyta ásjónu landsins. Mitt mat er það að mér finnst skipta máli til hvers. Skipulagslaus niðurdriting plantna er alveg út í hött. Við erum að endurreisa það sem var. Hér voru jú skógar út um allt. Sigurður Klemensson, 64, verk- sjóri hjá Bessastaöahrepp: „Það finnst mér alls ekki. En það mætti ganga betur um víða. Mér finnst þó nokkuð mikið verið úr þessu bætt síðustu 12 til 15 ár. Mér finnst þó að það mætti fara varlega í að planta gróðri og alls ekki láta það fara úr hófi fram og láta það alls ekki skyggja á góða útsýnisstaði." Kristjana Birgisdóttir, 49 ára, starfsmaður í Tékkkristal: „Nei, ég held við förum alls ekki of geyst af stað. Ég held að það þurfi einmitt þetta átak til. Ég lít svo á að við séum alls ekki að eyði- leggja séreinkenni íslands heldur fremur að auka þau. Við erum bara að bæta landið með því að planta trjám og það eru alls engir ókostir fólgnir í þessu." Magnús Erlendsson, 59 ára, eigin atvinnurekandi: „Við förum aldrei og geyst í um- hverfisátakið. Viðeigum að planta miklu meira af trjám því þá verður landið mun hlýlegra. Landið á það inni hjá okkur öllum að við hugs- um vel um það og það er löngu kominn tími til að viö vöknum til meðvitundar."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.