Alþýðublaðið - 12.06.1990, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.06.1990, Blaðsíða 6
 6 Þriðjudagur 12. júní 1990 Vinningstölur laugardaginn 9. júní '90 15)f$fir ilf 19 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 0 5.323.595 r\ fvús^Sjtí? 4af5^gpi 7 76.860 3. 4af5 126 7.365 4. 3af 5 4.054 534 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 8.954.441 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 LANDSVIRKJUN Útboð Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í efni og vinnu við smíði stálmastra fyrir fjarskiptaloftnet og stálturna fyrir 132 kV Blöndulínu í samræmi við útboðsgögn BLL-12. Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudegin- um 12. júní 1990áskrifstofu Landsvirkjunarað Háa- leitisbraut 68, Reykjavík, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 3.000,- Um er að ræða heitgalvanhúðað stál, ca. 225 tonn, að meðtöldum boltum, róm og skífum. Verklok eru 1. mars 1991. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, eigi síðar en mánudaginn 20. ágúst 1990 kl. 13.00, en tilboðin verða opnuð þar þann dag kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum,sem þess óska. Reykjavík 7. júlí 1990. .Flokksstarfíð Þórsmerkurferð Alþýðuflokksfélögin í Reykjavík, Reykjanesi,Suður- landi og Vesturlandi fara í árlega sumarferð 23. og 24. júní nk. Að þessu sinni er áfangastaðurinn ÞÓRSMÖRK. Boðið er upp á, annars vegar dagsferð sem kostar 1.000 kr. (500 kr. fyrir börn) og hins vegar tveggja daga ferð sem kostar 1.500 kr. (750 kr. fyrir börn) auk þess kostar gisting í skála kr. 600 á mann og íjaldstæði 300 kr. á mann. Nesti er alfarið í höndum þátttakenda. Margt verður sér til gamans gert, s.s. gönguferðir, leikir, söngur og trall. Fararstjórar verða auglýstir síðar. Skráning fer fram á skrifstofu Alþýðuflokksins í síma 91-29244. Allir velkomnir. Alþýðuflokksfélögin. Hefur pylsusala áhrif á næturlifið i Reykjavík? Verður pylsusala að næturlagi bönnuð? Nætursöluleyfi pylsuvagn- anna eru nú aftur til umræðu. Lögreglan vill stytta sölutímann að næturlagi um helgar en borg- aryfirvöld hafa fram að þessu lagst gegn því. Skiptar skoðanir hafa ríkt um það hvort leyfa skuli pylsusölum að hafa opið fram eftir nóttu. Af hálfu lög- reglu hefur því m.a. verið haldið fram að fólk færi fremur heim strax að loknum dansleikjum ef pylsu- vagnarnir lokuðu fyrr. Fylgjendur pylsusölunnar sega á hinn bóginn að síst myndi draga úr annríki lög- reglu þótt tekið yrði fyrir pylsusöl- una, enda séu saddir menn síður til vandræða en svangir. Nætursölumálið var til umfjöllun- ar í borgarráði fyrir mánaðamótin og var þá vísað til umsagnar sam- starfsnefndar um lögreglumálefni. Fundur verður væntanlega haldinn í nefndinni á næstunni og verður málið þá tekið fyrir þar. Nýr fiskmarkaðs- stjóri í Hafnarfírði Um helgina tók til starfa nýr framkvæmdastjóri, Grétar Frið- riksson, við Fiskmarkaðinn í Hafnarfirði. Grétar sagðist lítið geta sagt um hvaða breytingar hann kynni að gera á rekstrin- um en þó væri Ijóst að hann stefndi að því að bæta og auka þjónustuna við þá aðila sem legðu upp á markaðnum. Grétar er Skagfirðingur og stund- aði sjó frá Sauðárkróki 1977—1981. Þá fór hann í Samvinnuskólann á Bifröst og lauk þaðan prófi árið 1983. Að námi loknu tók hann við sem framkvæmdastjóri hjá Útgerð- arfélagi Norður-Þingeyinga á Þórs- höfn. Grétar hætti þar í janúar og hefur verið á sjó síðan þar til nú. ,,Mér finnst þetta vera mjög spennandi verkefni," sagði Grétar í samtali við blaðið ,,Það er greini- legt að fiskmarkaðirnir eru komnir til að vera og þar áað ríkja heilbrigð samkeppni. Ég held að menn komP til með að landa meiru af fiski á mörkuðum hérlendis því það er nauðsynlegt að gefa Islendingum kost á að bjóða í þann afla sem upp úr sjó kemur. Ég held að menn verði að skoða betur það verð sem fæst hér á fiskmörkuðunum því það er oft betra en það sem menn eru að fá erlendis sé allur tilkostnaður tekinn inn í dæmið," segir Grétar Friðriks- son nýráðinn framkvæmdastjóri Fiskmarkaðarins í Hafnarfirði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.