Alþýðublaðið - 13.06.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.06.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 13. júní 1990 TÓNUST 5 gíbó-seoill SW&9rel.6ns'aea! SWIa9teln v 9 ötL>900 |5 ogAO^*5'1 msNSgtt0Si jÖNftS s. SSsw5 GU OL AööSSöN 100 ftGÖTLI Leoníd Tsjtsjík, ptanó; Ný ís- lenzk uerk fyrir djasskvintett (ís- lensku óperunni, föstudaginn 8. júní.) Það var verulega fjölmennt í sal íslensku óperunnar sl. föstudag, er sovézki píanósnillingurinn Tsjí- sjík og fimm valinkunnir hérlendir sveiflarar héldu einu tónleika þessarar Listahátíðar helgaðar djassi, nema ef sumir vilja flokka ,,Blámatónhrif“ Gershwins þar undir, er Giinther Schuller ætlar að flytja þriðjudagnn 12. með Sin- fóníuhljómsveitinni og áðurnefnd- um gerzka harpsláttumanni. Þessi stöku tvö atriði em tæplega mikill djassskammtur, en á hinn bóginn vissulega vísbending um fjölhæfni Rússans; í fljótu bragði skjóta að- eins tvö önnur píanistanöfn upp kolli í huga manns, sem eru, eða voru, jafnvíg á blálist og hálist: Friedrich Gulda og André Previn. Hin góða aðsókn — að virtist ríf- lega 90% sætanýting — gaf tilefni til lauslegra vangaveltna um, hvort djassinn væri að auka vin- sældir sínar á skerinu. Hitt var soldið sérstakt, að mér sýndist millikynslóðin áberandi fjarri góðu gamni, en hinsvegar mikið af fólki ýmist vel innan við þrítugt eða langt fyrir obn fertugt; gæti það hugsanlega verið til marks um, að endurnýjun djassfylgjenda eigi sér nú stað eftir „glötun" þungarokkskynslóðar? Leoníd Tsjísjík átti að sjá um fyrri hluta tónleikanna. í Listahá- tíðardagskránni stóru er hið við- lesna hljómborðsmennskutímarit Keyboard borið fyrir því, að Leo- níd sé risi í sovézkum djasspíanó- leik: „Uppistaðan er þett sveifla; bætið við vænum skammti af tækni, kryddið með ögn róman- tískum andblæ, blönduðum óbeizlaðri sköpun, og þið fáið Leoníd Chizhik." Nú jæja. Það ku vera mikið í vændum. Píanistinn hitaði sig upp á nokkrum frostrósum í þyngri kantinum, blábyrjandi á liggjandi fetilstóni, en áður en varði voru öll fallstykkin komin í skotstöðu og allt á fulla ferð. Allt sýnilega leikið af fingrum fram, spunnið ellegar snarstefjað (nema númer fimm, Love is Here toStay), hver ópus- inn á fætur öðrum, unz aðeins minnið um þá sateftir í heilaend- urvarpsstöðvum áheyrenda. Tsjísjík er geigvænlegur tekník- er, um það er engin spurning. Hins vegar saknaði maður þess að fá ekki meiri fjölbr^tni í dýnamík, stil og hraða. Það var eins og að- eins fyrsti og fimmti gír væru virk- ir þetta kvöld, ogaðeins piano og forte. Þéttingsfullur salur Gamla bíós er að vísu ekki með sérlega hjálpfúsan hljómburð, svo það hef- ur kannski gefið þann bakslag, að slaghörpuleikarinn tók aðglamra dulítið meir en góðu hófu gegndi. Undirritaður var ekki nema meðalhrifinn, ogekki viss um, að Tsjísjík hafi hér átt eitt af sínum betri kvöldum. Spuni hans var á köflum vélrænn og óinnblásinn, en slíkt hlýtur reyndar alltaf að þurfa að taka með í reikninginn, þegar impróvísaqón er annars vegar, eða getur það verið, að Kanar hafi að einhverju leyti vél- rænni smekk en Gamlaheimsbú- ar? Spyr sá er ekki veit. En gjarna vildi ég fá að heyra Tsjísjík aftur í betri og smærri sal við afslapp- aðra tækifæri. Eftir hlé komu fram fimm góð- kunnir íslenzkirdjassarar af yngri kynslóð með fjórar nýsmíðar. Ríkarður Örn Pálsson skrifar um tom-tom-slætti í niðurlagi. Pétri lætur vel aðherma alls konar avant-garde-effekta, og er trúlega sterkari sem nútímaslagverkshof- undur en sem hefðbundinn swing- trommari. Á síðarnefndu sviði kemur hann stundum nokkuð harkalega út, auk þess sem hann hefði mátt vera neðar í styrk og sýna t.d. Stefáni S. meiri tillitssemi í sólóum hans; burstaslátturinn var hins vegar í hæfilegu jafnvægi. Að lokum varþanið „Þegar ölíu er á botninn h\olft“, stykki eftir alt-saxistann Sigurð Flosason. Það bar með sér, eins og hin verkin (sízt þó verk Tomasar) að vera samið í hjáverkum, og hefði eins og hin tvö kannski frekar átt heima á djassbúllu en í konsertsal, þar sem dauðaþögn ríkir meðal áheyrenda og athygli helzt óskert. Engu að síður berað þakka fram- lag fimmmenninganna og Listahá- tíðar, því eins og komið hefur fram, eru ný djasstónverk ekki beinlínis fastur liður á þessum tví- æringi. Sá er þettaskrifar hefur að auki trú á því, að sitthvað af fyrr- getnum tónverkum eigi eftir að heyrast aftur með tíð og tíma, auk- in og (einkum) endurbætt. R.Ö.P. „Dýpsta verkiö í mínum huga var númer þrjú eftir Tómas bassaleikara Ein- arsson, er hann valdi heitiö Vaskir, Vaskir, Vaskir Menn,"segir Ríkaröur Örn Pálsson tonlistargagnrynandi Alþýðublaösins um djasstónleika Listahá- tíðar í íslensku óperunni. Launagreiöendum ber aö skila afdreginni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endurgjaldi í hverjum mánuði. Með gírókerfi staðgreiðslu er unnt að greiða í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum. Eindagi staðgreiðslufjár er 15. hvers mánaðar. Munið að gera skil tímanlega! RSK RÍKISSKATTSTJÓRI síaóóSIE-^ Samkvæmt upplýsingum Listahá- tíðar mun þetta vera fyrstu frum- fluttu íslenzku cyassverkin á þeim vettvangi frá því er Samstæður, hið ljúfa og íbyggna kammerdjass- verk Gunnars Reynis Sveinssonar var flutt 1970. Er því óhætt að segja, að tími sé til kominn. Taka má fram strax, að ekkert verkanna slagaði nálægt því upp í Samstæður að gæðum, hvað þá lengd (sem vissulega er ekki það sama), enda hefur varla staðið til að ýta verki Gunnars ofan af verð- skulduðum stalli; það verk er mun meira gegnumsamið og sólóum settar prengri skorður en gengur og gerist í djassópusum. Verk fjór- menninganna voru að þessu leyti hefðbundnari í því að vera yfirleitt spunnir einleikskaflar innan í skrifuðum ,,riff“-ramma í upphafi og niðurlagi, með örfáum undan- tekningum í formi útskrifaðra bak- grungsstrófna í löngum nótnagild- um. Á hinn bóginn var tónmálið nýtízkulegra, enda annað varla eðlilegt eftir tuttugu ár. Fyrst var „Varla Vals“, djassvals eftir saxistann Stefán S. Stefáns- son, afslappað ogsnoturt verk, en ekki meðal sterkustu framlaga Stefáns hin seinni ár. Stefán mun sem kunnugt er ábyrgur fyrir mörgum tónsmíðum og utsetmng- um fyrir Stórsvát Ríkisútvarpsins, þar sem hann jafnframt var aðal- barítonsaxofónleikarinn, eða allt að því er hinu merka nýjabrumi í djass- og millimúáklífi Islendinga var fórnað á altari sparnaðar í rekstri, en hefur auk þess verið mikilvirkur við að unga út kom- andi sveiflukynslóðum sem kenn- ari í djassdeild FÍH-tónlistarskól- ans. Þetta kvöld snerti hann hins vegar ekki barítoninn, heldur var einatt á tenór-sax. „Eigin spýtut"1 nefndist Op. 2 kvöldins og var eftir Mezzoforte- hljómborðsmanninn Eyþór Gunn- arsson, huggulegt stykki, en rétt í meðallagi eftirminnilegt. Eyþór er flinkur og framsækinn píanisti og þó nokkuð að þreifa fyrir sér í frjáls- og framúistefnu-djassi, sem er vel. Dýpsta verkið i mínum huga var númer þrjú eftir Tömas bassaleik- ara Einarsson, er hann valdi heitið Vaskir, Vaskir Vaskir Menn (heyrð- ist mér kynnt; i dagskránni var ekki stafur um það) sem byggði minna á virtúósíteti en bitastæð- um, etnískt-hljómandi hægferðug- um hugmyndum, er í krafti tóna- málsins náðu að kveikja í ímynd- unarafli hlustandans. Að öllum sólóum ólöstuðum stóð slagverks- einleikur Pétuis Grétarssonar í lokin upp úr meðmiklum og litrik- Bláir drauaar I ÓperunnT EINDAGI STAÐGREIÐSLUFJÁR ER 15. HVERS MÁNAÐAR V 1« l' o HVÍTA HÚSID / SIA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.