Alþýðublaðið - 08.01.1991, Side 6
6
Þriðjudagur 8. janúar 1991
Ingólfur J. Stefánsson
f. 17.12. 1902 d. 2.1. 1991
í dag verður jarðsettur frá Hafn-
arfjarðarkirkju föðurbróðir minn,
Ingólfur Jón Stefánsson múrara-
meistari. Hann bjó alla ævi sína,
nema síðasta árið, í húsinu að Suð-
urgötu 25 í Hafnarfirði, sem faðir
hans byggði árið 1889, og var fram
eftir árum kallað Stefánshús.
Foreldrar hans voru hjónin Stef-
án Sigurðsson trésmiður og kona
hans Sólveig Gunnlaugsdóttir.
Stefán var fæddur að Saurbæ í
Vatnsdal. Faðir hans, Sigurður
Gunnarsson, svo og tengdafaðir
hins síðarnefnda, Jóel Jóelsson, f.
1798, voru báðir bændur í Saur-
bæ. Bróðir Stefáns var Sigurður,
faðir Kristínar, móður þeirra
systra Kristínar auglýsingateikn-
ara, og Salome alþingiskonu. Sig-
urður Gunnarsson drukknaði frá
börnum sínum mjög ungum, af
hákarlaskipi sem gert var út af As-
geiri Einarssyni, bónda og alþing-
ismanni á Þingeyrum í Húnavatns-
sýslu. Tók Ásgeir Stefán í fóstur og
dvaldi hann á Þingeyrum, þar til
hann hafði slitið barnsskónum,
flutti suður og lærði til trésmíði og
varð snikkari, eins og trésmiður-
inn var kallaður í þá daga. Þegar
næstelsti sonur Steáns var skírður
var honum gefið nafnið Ásgeir, í
höfuðið á Ásgeiri á Þingeyrum. —
Sólveig Gunnlaugsdóttir, móðir
Ingólfs, var fædd í Reykjavík, en
foreldrar hennar bjuggu i Svið-
holti og Gerðakoti á Álftanesi.
Þeirra foreldrar bjuggu á Álftanesi
og í Ási við Hafnarfjörð. Amma
Sólveigar hét einnig Sólveig
Gunnlaugsdóttir og bjó hún einnig
i Sviðholti. Hún var hálfsystir
Björns yfirkennara Gunnlaugs-
sonar á Bessastöðum.
Ingólfur var yngstur 8 systkina
sem öll eru látin. Hin voru Sigurður
Jóel trésmiður, f. 1887,d. 1914, Ás-
geir Guðlaugur, trésmíðameistari
og síðar framkvæmdastjóri Bæjar-
útgerðar Hafnarfjarðar, f. 1890, d.
1965, Gunnlaugur Stefán, bakara-
meistari og síðar kaupmaður, f.
1892, d. 1985, Ingibjörg Helga, tví-
burasystir Gunnlaugs, f. 1892, d.
1961, Friðfinnur Valdimar, múr-
arameistari og síðar bóndi, f.
1895, d. 1967, Valgerður, sem lést
á fjóröa ári, og Þorbergur Tryggvi
trésmíðameistari, f. 1900, d. 1980.
Stefán, faðir Ingólfs, lést árið
1906, er Ingólfur var aðeins 4ra
ára. Eldri bræðurnir urðu þá að
snúa sér aö því að vinna fyrir
heimilinu, námið var aðeins í lág-
marki. Á sama hátt hóf Ingólfur,
eins og hinir bræðurnir, að vinna
fyrir heimilinu um leið og aldur og
geta leyfði. — Gunnlaugur, bróðir
hans, hafði numið bakaraiðn hjá
Olgeiri Júlíussyni, bakarameist-
ara, föður Einars Olgeirssonar,
fyrrverandi alþingismanns, í
brauðgerð Einars Þorgilssonar í
Hafnarfirði, — Ingólfur hóf þá
nám hjá bróður sínum, Gunnlaugi,
í bakaraiðn og lauk þar sveins-
prófi.
Þeir bræður báðir sneru frá
bakstrinum, Gunnlaugur yfir í út-
gerð, iðnað og kaupmennsku, en
Ingólfur hóf nám í múrsmíði hjá
Friðfinni, bróður sínum, sem orð-
inn var múrarameistari. Ásgeir og
Tryggvi voru trésmiðir og tóku að
sér húsbyggingar, bæði í Hafnar-
firði og annars staðar. Ekki fóru
þeir Ingólfur og Tryggvi með hin-
um bræðrum sínum þegar þeir
byggðu Sjúkrahúsið á ísafirði. Þeir
töldu útilokað að skilja móður sína
og systur einar eftir í Hafnarfirði.
Þeir voru hins vegar allir saman
við ýmsar stórbyggingar í Hafnar-
firði á næstu árum þar á eftir, svo
sem katólska sjúkrahúsið, barna-
skólann, ráðhúsið og Sólvang, svo
einhver dæmi séu nefnd. Ingólfur
var múrarameistari á Sólvangi, en
þar dvaldi hann síðasta æviár sitt
og lést þar.
Ingólfur útskrifaði marga nema
í múrsmíði. Hann starfaði við múr-
verkið fram undir 75 ára aldur.
Hann var orðlagður fyrir vand-
virkni, dugnað og útsjónarsemi og
ósérhlífni. — Eitt sinn var ég vitni
að því, er Ingólfur var að leggja í
gólf í húsi, að rafvirki hússins, sem
jafnframt var rafvirki í öðru húsi
þar sem aðrir múrarar voru að
verki við góifílögn, spurði Ingólf
hversu marga poka af sementi
hann hefði notað í gólfílögnina.
Hann fékk svar við því. Þá upplýsti
rafvirkinn að hinir múrararnir
hefðu notað næstum helmingi
meira magn af sementi í svipaða
gólfstærð. Ekki var svo að skilja,
að sementið væri ótæpilega spar-
að í lögnina heldur hitt að daginn
fyrir ílögnina notaði hann eina
eða tvær klukkustundir til þess að
finna hæsta punktinn í gólfinu og
var síðan lagt í gólfið út frá því, lítil
lögn var lögð yfir viðmiðunar-
punktinn. Á þennan hátt sparaði
hann húsbyggjendum ekki svo lít-
ið fé.
Ég sagði áður, að Ingólfur hefði
verið sérstaklega duglegur og
ósérhlífinn. Ég man ekki eftir að
hafa séð mikið duglegri mann við
vinnu. Þess vegna hrökk ég eilítið
við um jól fyrir nokkrum árum,
þegar ég var í heimsókn hjá lng-
ólfi að hann sagði við mig að hon-
um hefði fundist að Friðfinnur,
bróðir hans, hefði verið of vinnu-
harður. Ég vildi vita nánar um
þetta. Þá var það að þegar Frið-
finnur var foringi í múrarahópn-
um lét hann t.d. alla vinna til kl. 4
á aðfangadag, síðan þurftu þeir að
hreinsa verkfærin, hjóla heim, þvo
sér og vera mættir inn í stofu til
ömmu Sólveigar fyrir kl. 6. Gamla
konan var ákveðin og þegar inn í
húsið hennar var komið, var ljóst
að þar réði gamla konan enda þótt
sumir synirnir væru bæði frekir
og fyrirferðarmiklir.
Ingólfur var mjög greiðvikinn
maður og mátti ekkert aumt sjá.
Sérstaklega barngóður var hann,
enda hændust börn að honum,
hann barst aldrei neitt á. Það sem
gladdi hann mest, bæði um jól og
við önnur tækifæri, var að gefa
gjafir. Hann var alla tíð ókvæntur
og barnlaus. Hann og systir hans,
Ingibjörg, hugsuðu um og bjuggu
með móður þeirra í gamla húsinu
við Suðurgötu. Móðir hans var
blind og rúmföst síðustu árin sem
hún lifði. Hún lést 17. desember
1952, á fimmtugasta afmælisdegi
yngsta sonar síns, Ingólfs.
Liðin eru tæp 30 ár frá því, að
Ingibjörg systir hans lést. Allan
tímann síðan bjó hann einn við
Suðurgötuna. Hann eldaði sjálfur,
hreinsaði húsið og þvoði þvottana
sjálfur. Hann var mikið snyrti-
menni.
Þótt Ingólfur færi ekki oft í
kirkju, var hann maður trúaður.
Hann trúði því og hlakkaði til að
hitta aftur fjölskylduna sína hinum
megin. Það er ljóst að vel hefur
verið tekið á móti honum.
Ég bið frænda mínum allrar
blessunar um leið og ég og fjöl-
skylda mín þökkum honum kær-
lega fyrir samfyigdina.
Hrafnkell Ásgeirsson.
t
Hjartkær frændi okkar
Ingólfur J. Stefánsson
múrarameistari,
Suöurgötu 25, Hafnarfiröi
veröur jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfiröi
þriðjudaginn 8. janúar kl. 13.30.
Fyrir hönd ættingja
Ragnhildur Ásgeirsdóttir
Almennar kaupleiguíbúðir
Húsnæðisnefnd Reykjavíkur óskar eftir umsóknum um 10 almennar kaupleiguíbúðir.
Ibúðir þessar eru tveggja herbergja íbúðir í nýbyggingu við Ásholt-Laugaveg, byggðar
af Ármannsfelli hf. íbúðum fylgir bílskýli.
Um úthlutun íbúðanna gilda eftirfarandi reglur:
a) Umsækjandi skal hafa haft lögheimili í Reykjavík a.m.k. frá 1. des. 1989.
b) Umsækjandi skal hafa hærri tekjur en viðmiðunartekjur samkv. 80. gr. laga nr.
86/1988 með óorðnum breytingum.
c) Umsækjandi má ekki eiga íbúð fyrir eða samsvarandi eign í öðru formi.
d) Við úthlutun verður tekið tillit til fjölskyldustærðar og húsnæðisaðstæðna
umsækjanda.
Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu húsnæðisnefndar, Suðurlandsbraut 30, og
verða þar veittar allar almennar upplýsingar. Umsóknarfrestur rennur út 21. jan. n.k.
RAÐAU GL YSIJXT GAR
L
LANDSVIRKJUN
Útboð á vélum
og rafbúnaði fyrir
Fljótsdalsvirkjun
Landsvirkjun auglýsir eftir tilboðum í framleiðslu,
afhendingu og uppsetningu á vélum og rafbúnaði
fyrir 210 MW virkjn í Jökulsá í Fjótsdal samkvæmt
útboðsgögnum FDV-21.
Verkið felur í sér hönnun, framleiðslu, afhendingu
og uppsetningu á tveim 105 MW Pelton hverflum
ásamt rafölum og tilheyrandi búnaði.
Utboðsgögn verða fáanleg á skrifstofu Landsvirkj-
unar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með
miðvikudeginum 9. janúar 1991 gegn óafturkræfri
greiðslu að fjárhæð kr. 9.000 fy rir fyrsta eintak en kr.
4.000 fyrir hvert viðbótar eintak.
Tilboðum skal skila á sama stað fyrir 12.00, mið-
vikudaginn 20. mars 1991. Tilboðin verða opnuð kl.
14.00 sama dag í stjórnstöðvarhúsi Landsvirkjunar,
Bústaðavegi 7 í Reykjavík.
Reykjavík 4. janúar 1991
Landsvirkjun
Norræna húsið
verður lokað vegna viðgerða frá 2.—19. janúar 1991.
Skrifstofa Norræna hússins verður opin virka daga
frá 7. janúar kl. 9—16.30.
Gleðilegt nýár og velkomin í Norræna húsið frá og
með 19. janúar.
Laus staða
yfirlæknis
er heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra veitir
Staða yfirlæknis við fyrirhugaða réttargeðdeild er
laus til umsóknar.
Læknirinn skal hafa sérfræðiviðurkenningu í geð-
lækningum og sérþekkingu eða reynslu á sviði rétt-
argeðlækninga.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og störf
sendast heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu,
Laugavegi 116, 150 Reykjavík, fyrir 5. febrúar 1991.
Allar nánari upplýsingar eru veittar í ráðuneytinu.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
4. janúar 1991