Alþýðublaðið - 17.01.1991, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.01.1991, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 17. janúar 1991 MHBUBLMÐ Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Oddi hf. Áskrifarsími er 681866 Áskriftargjald 1100 kr. á mánuði.. í lausasölu 75 kr. eintakið TAUGASTRÍÐ VIÐ PERSAFLÓA Frestur Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til handa írökum að draga herlið sitt úr Kúveit, er runninn út. Innrás herja Bandaríkjanna og bandamanna þeirra getur hafist hvenær sem er. Sérfræðingar telja líklegt að Persaflóastríðið hefjist fyrir helgi. En þær raddir heyrast einnig, að innrás bandamanna geti tafist allt fram í miðjan mars. Gífurlegt taugastríð er nú hafið við Persaflóa. Á aðra milljón hermanna stendur vígbúin að hefja stríð um samþykktir Sameinuðu þjóðanna, olíulindir og stolt tveggja menningarheima. En Persaflóadeilan erfarin að snúast um enn meira. Nú er teflt um framtíð alls arabaheimsins. Það er ólíklegt að samið verði um frið í Persaflóadeilunni án þess að samið verði um málefni Palestínumanna, um skiptingu arabaheimsins og tengsl hans við Vesturlönd. Miðausturlönd hafa verið púðurtunna í langan tíma. Það þurfti aldrei nema einn blóðþyrstan einræðissegg eins og Saddam Hussein til að kveikja í þeirri tunnu. En ábyrgð Vesturlanda er einnig mikil. Skilyrðislaus stuðningur við ísraelsmenn, sem rænt hafa lendum og lífum Palestínuaraba, hefur að sjálfsögðu valdið mikilli spennu í Miðausturlöndum. Helstu vopna- framleiðslulönd heims hafa verið í stórviðskiptum við öll arabalöndin, ekki síst við írak, og vígvætt þau. Bandaríkin eru allra síst undanskilin; þaðan hafa streymt miklar sendingar af nútímadrápstólum og vígvélum til einræðisherrans Saddams Husseins. Það er kannski kaldhæðni örlaganna að nú bíða bandarísk vopn í írak bandarískra innrásarhermanna. Frakkar, sem lagt hafa fram mikla sáttagjörð sem Saddam Hussein fúlsaði við og sem reyndar hlaut ekki sam- þykki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þeir hafa, líkt og Þjóðverjar, aðstoðað Saddam Hussein við að byggja upp efnavopn sín og auðveldað írökum að koma sér upp kjarnavopnum. Persaflóadeilan minnir okkur á tvöfalt siðgæði Vest- urlanda. En hún ereinnig viðvörun til alls heimsins að sagan virðist ekki kenna okkur neitt: Blindir einræðis- seggir virðast með jöfnu millibili geta steypt heimin- um út í styrjaldir. Og sú skoðun á mikinn hljómgrunn, að stöðva beri Saddam Hussein nú, áður en hann verður enn öflugri og kemst yfir kjarnorkuvopn. Alþýðublaðið spurði Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra um hlutverk íslands í hugsanlegu Persa- flóastríði. Utanríkisráðherra sagði: „Það er mikilvægt að allir landsmenn geri sér grein fyrir að við verðum ekki sjálfkrafa styrjaldaraðilar þó að við samþykkjum úrslitakosti Sameinuðu þjóðanna. Til þess að ríki verði aðili að stríði þarf sérstaka ákvörðun hvers ríkis. í því eina tilviki að stríðið breiðist út til Tyrklands, verðum við styrjaldaraðilar. Það byggist á grundvall- arreglu Atlantshafsbandalagsins að árás á eitt ríki er árás á öll." ALÞÝÐUBLAÐIÐ Á FIMMTUDÖGUM Alþýðublaðið mun frá og með deginum í dag koma út á fimmtudögum. Frá stofnun vikublaðsins Press- unnar 1988 hefur Alýðublaðið ekki komið út á fimmtudögum en Pressan komið þess í stað til áskrif- enda blaðsins. Stjórn Blaðs hf. hefur nú ákveðið að skilja milli útgáfu blaðanna, þannig að bæði blöðin koma framvegis út á fimmtudögum. Alþýðublaðið mun til að byrja með halda áfram að koma út fjórum sinnum í viku og kemur þess í stað ekki út á laugar- dögum. Við vonum að lesendur Alþýðublaðsins kunni því vel að fá blaðið á hverjum virkum vikudegi og öðlist þar með samfellda fréttaviku. ALÞÝÐUBLAÐIÐ FLYTUR HEIM Alþýðublaðið hefur gert leigusamning við hússtjórn Alþýðuhússins á Hverfisgötu til lengri tíma. Alþýðu- blaðið mun flytja ritstjórn og skrifstofur á tvær hæðir Alþýðuhússins um næstu mánaðamót. Alþýðublaðið flytur nú aftur í Alþýðuhúsið. Þar var blaðið allt frá byggingu hússins á þriðja áratugnum en flutti fyrir tveimur áratugum og hefur verið á háifgerðum ver- gangi síðan. Það má því með sönnu segja að með flutningunum um mánaðamótin sé Alþýðublaðið komið heim. ÓLAFUR INGÓLFSSON SKRIFAR Vafasamur blódpeningur: HORFSTI AUGU VIÐ EIGIN VOPN Um það leyti sem lesendum berst þessi grein knnn að vera að sprengjurnar séu ffarnar að springa við Persaflóa, fallbyssurnar skjóti hverju skotinu á ffœt- ur öðru og blóðið ffljóti. Þetta væri þá i annað sinn sem þetta gerðist á rúmum ffimm mánuðum og nú með miklum mun meiri djöfulgangi en i hið fyrra skiptið þegar nær varnarlaust smáríki var tekið her- skildi aff voldugu herveldi, sem enn heldur landinu i heljargreipum, eins og m.a. má lesa um i skýrslu Amnesty International. Striðið við Persafflóa væri ekki að heffjast — það hófst 2. ágúst sl. — það væri komið á annað stig. I i Frakkar hafa selt Irökum háþróuöustu orrustuþotur sínar og Exocet-flug- skeyti. Ónothæffar Mirage-þotur______________ Allmikið hefur verið deilt um samanburð á Adolf sáluga Hitler og Saddam Hussein. Sagt hefur verið að sá fyrrnefndi hafið ráðið yfir stórveldi með miklum iðnað- armætti en hinn ekki. Ekki virðist það hafa hindrað þann síðari í því að telja sig leiðtoga stórveldis enda er spurning hvor hafði yfir meiri vígtólum að ráða í upphafi stríðs. Þeir sem nú þykjast mestir friðarsinnarnir í Evrópu, Frakkar, eru þeir sem hafa — fyrir olíupen- inga — búið þennan blóðhund meiri vopnum en nokkrir aðrir nema ef vera skyldu Sovétmenn. Frakkar seldu írökum fjöldan all- an af háþróuðustu flugvélum sín- um, ásamt öðrum vopnum, og er svo komið að nú geta þeir ekki sjálfir notað sínar bestu flugvélar á svæðinu þegar mest lá við vegna þess að tæki sumra bandamanna þeirra myndu ekki þekkja vélar þeirra frá vélum íraka. Þeir verða því að láta sér lynda að senda landher og svo flugvélar sem þeir hafa smíðað í samvinnu við Breta. Vafasamur blóðpeningur það. Hvenær heffst orrustan? Ekki er alveg loku fyrir það skotið að ekki verði nein orrusta. Ef að líkum lætur hefja banda- menn ekki stríðið alveg strax. Þegar fresturinn rann út var kom- inn morgunn og náttmyrkrið hefði ekki skýlt flugvélum og öðru sem hefði verið á stjái. Auk þess hafa þeir þá verið í viðbragðsstöðu þar sem þeir gátu átt von á árás á þeim tíma. I öðru lagi vilja bandamenn trúlega ekki láta líta svo út sem þeir gefi ekki minnsta svigrúm og séu ólmir í að hefja blóðsúthelling- arnar. í þriðja lagi er málum svo háttað í nútímastríði að menn vilja helst af öllu koma óvininum í opna skjöldu þannig að líklegt er að bandamenn reyni að þreyta íraka með því að láta þá hvað eftir ann- að halda að nú sé árásin að koma, t.d. með herflutningum og fréttum um að viðbúnað, þannig að írakar eigi margar vökunætur þangað til þeir fara að hætta að ugga að sér og halda að um enn eina blekking- una sé að ræða þegar loks verður reitt til höggs. Á hinn bóginn er heldur ekki lík- legt að atlagan dragist mjög lengi, hún verði fremur fyrr en síðar, eins og Bush hefur orðað það. Óvissa er um hvort samstaðan helst, ekki síst þar sem allt virðist geta gerst núna í Sovétríkjunum. Einnig er tunglskin ekkert núna en tungl fer vaxandi eftir því sem líður að mánaðamótum og þá verður verra að dyljast og yrði þá að bíða fram í miðjan febrúar eftir sömu skilyrðum. Flýta striðsmótmæli ffyrir? Og það kann að virðast þver- sögn að segja að mótmæli gegn stríði geti ýtt undir Bandaríkja- menn að hefja árás, en ef forsetinn sér fram á að andstaða sé að fær- ast í aukana er eins líklegt að hann vilji ekki bíða eftir að hún verði að flóðbylgju eins og í Vietnam-stríð- inu. Það tók reyndar mörg ár þá en friðarhreyfing virðist vera strax komin á skrið nú. Það yrði kald- hæðnislegt ef vel meint og göfug hreyfing yrði til þess að flýta fyrir að því ósköpin hæfust. En eflaust hugsar Saddam nú með sér að ef hann haldi út nógu lengi muni andstaðan meðal almennings magnast þangað til leiðtogunum verði ekki lengur stætt á að fara í stríð. Og ef það skellur á trúir hann því eflaust að það verði langvinnt og bandamenn muni ekki geta haldið áfram vegna andstöðu al- mennings — en það er nokkuð sem hann virðist ekki hafa áhyggj- ur af á sínum bæ.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.