Alþýðublaðið - 17.01.1991, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.01.1991, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 17. janúar 1991 Birgir ísleifur seðlabankastióri „Tímamót," segir Hailur Hallsson formaöur, en á þessum slóöum rís íþróttahús Víkinga. A-mynd: E.ÓI. Víkingur byggir íþróttahús: Á meðgöngutima Viðskiptaráðherra, Jón Sijg- urðsson, skipaði í gær Birgi Is- leif Gunnarsson, alþingismann og fyrrum borgarstjóra í Reykja- vík, bankastjóra Seðlabanka Is- lands til sex ára frá 1. febrúar nk. að telja. Er þetta fyrsta skip- anin í embættið með afmarkað- an starfstíma og er það á grund- velli laganna um Seðlabanka Is- lands frá 1986. Við brotthvarf Birgis ísleifs af þingi mun Sólveig Pétursdóttir, einnig lögfræðingur, taka fast sæti á Alþingi þann stutta tíma sem eftir er til kosninga, en hún skipaði 7. sæti Vin og Félagsmálaráð Reykjavíkur hefur mælt með að fimm nýir veitingastaðir fái að veita vín og bætast þeir í hóp 90 staða sem þegar hafa vínveitingaleyfi. Þetta eru Veitingahúsið Artún, Vagnhöfða 11, Casablanca, Skúlagötu 30, A. Jensen, Þöngla- bakka 6, Asía, Laugavegi 10 og Hótel Lind við Rauðarárstíg. Borgarráð hefur fallist á um- lista Sjáifstæðisflokksins við síðustu Alþingiskosningar. í næstu sætum á eftir henni á listanum voru þau Jón Magnússon lögmaður og María E. Ingvadóttir viðskiptafræðingur og mun þeim trúlega bregða fyrir á þingi næstu mánuðina. Viðskiptaráðherra ákvað einnig i gær, með vísan til samþykktar bankaráðs Seðlabankans frá í fyrra- dag, að skipa nefnd til að fjalla um endurskoðun laga um bankann og gera tillögur um breytingar í sam- ræmi slíkrar endurskoðunar. Ráð- herra tók undir með bankaráðinu að breyttar aðstæður á íslenskum pylsur sagnir félagsmálaráðs og í dag er búist við að borgarstjórn sam- þykki að senda málið til lög- reglustjóra, sem veitir leyfin. Þá hefur félagsmálaráð samþykkt með vísan til fyrirvara yfirverkfræð- ings umferðardeildar Reykjavíkur leyfi til reksturs pylsuvagna í Ar- múia, við sundiaug í Breiðholti og við Skúlagötu. fjármagnsmarkaði kalli á breytt vinnubörgð og bætt stjórntæki Seðlaankans í vaxta- og peninga- málum. Því væri ástæða til að taka skipan og hlutverk bankastjórnar og bankaráðs til endurskoðunar. Ráðherra mun nú leita eftir tilnefn- ingu fulltrúa frá þingflokkunum í endurskoðunarnefndina. Birgir ísleifur Gunnarsson er 54 ára að aldri, lögfræðingur að mennt. Hann var kjörinn borgarfuli- trúi 1962 og var borgarstjóri 1972—1978. Hann var kjörinn fyrst á þing árið 1979 og hefur síðan ver- ið alþingismaður Reykvíkinga. Hann var menntamálaráðherra í rúmt ár, frá 1987—88 í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar. BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARSSON hverfur úr pólitík og gerist banka- stjóri i Seðlabanka (slands. Þeir hugsa ekki smátt forystu- menn Víkings, sem í haust hyggj- ast taka í notkun íþróttahús, sem ekki er enn byrjað á. „Það eru tímamót, því að við ætlum að klára húsið á níu mánuðum,“ segir Hallur Hallsson, formaður íþróttafélagsins. Húsið verður af löglegri stærð fyr- ir landsleiki í handbolta og mun rúma 1100 áhorfendur. Samningar standa yfir við byggingarfyrirtækið Hagvirkja, sem treystir sér til að skila húsinu á haustmánuðum upp- steyptu og fullbúnu. ,,Þeir vilja ekki dunda við þetta," segir Hallur for- maður, sem segist ekki vera í nokkr- um vafa um að Víkingsmenn geti leikið heimaleiki sína að níu mánuð- um liðnum. Víkingur hefur byggt upp mynd- arlega íþróttaaðstöðu í Fossvogi og er bygging íþróttahúss nú möguleg, þar sem félagið hefur selt fasteignir á gamla athafnasvæðinu við Hæð- argarð og borgin hefur lofað að leggja hálfan milljarð til íþrótta- mannvirkja á kjörtímabilinu. A ýmsan hátt er nýjum vinnubrögð- um beitt. Byggingarnefndin setti sér til dæmis nákvæma lýsingu á gerð hússins, og um alútboð er að ræða. Hallur Hallsson segir að Víkingur muni leggja peningana á borðið og þannig takist í samvinnu við borg- ina að rífa húsið upp á örskömmum tíma. Þannig takist einnig að fá hag- stætt verð. „Þetta er mjög hentugt hús og ég er mjög bjartsýnn á að all- ar okkar áætlanir standist," segir Hallur. 5 nýir veitingastaöir fá vínveitingaleyfi og þrír pylsuvagnar: Orðsending frá Verkamannafélaginu Dagsbrún sóknarfrestur um styrki til leiklistarstarfsemi at- vinnuleikhópa er ekki hafa sérgreinda fjárveitingu í fjárlögum, rennur út 20. janúar nk. Menntamálaráðuneytið, 16. janúar 1991 . 4» FloldkSitarfið Stjórn Dagsbrúnar vill enn ítreka við starfandi verkamenn, sem ekki eru aðalfélagab að skilyrði þess, samkvæmt lögum félagsins, að vera fullgildur aðalfélagi í Dagsbrún er að hafa undirritað inntöku- beiðni. Eingöngu þeir, sem eru skuldlausir aðalfélagar í Dagsbrún, hafa full réttindi í félaginu, þar á meðal kosningarétt og kjörgengi í félaginu. Skrifstofa Dagsbrúnar er að Lindargötu 9, II. hæð og er opin kl. 9—19 mánudaga til föstudaga út janúar- mánuð. Sími félagsins er 25633. Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Hvassaleiti Á borgarskipulagi er verið að vinna tillögu að hraða- hindrunum í Hvassaleiti. íbúum Hvassaleitis og öðrum sem áhuga hafa á bættu umferðaröryggi í götunni er bent á að kynna sértillöguna á Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgar- túni 3,3. hæð, 105 Reykjavík, alla virka daga, milli kl. 8.30 og 16.00 frá fimmtudeginum 17. janúar til fimmtudagsins 31. janúar 1991. Athugasemdum eða ábendingum skal skila skrif- lega á sama stað fyrir 31. janúar 1991. Auglýsing um styrki til leiklistarstarfsemi Með vísan til auglýsingar frá 17. desember '90 minnir Menntamálaráðuneytið hér með á að um- Flokksstarfiö Úlfur í sauðagæru? Samband ungra jafnaðarmanna heldur opinn fund fimmtudaginn 17. janúar kl. 20.30 í Rósinni Hverf- isgötu 8—10. Frummælandi verður Arnór Hannibalsson próf- essor. — Hver verðurframtíð Eistlands, Lettlands og Lith- áens? — Er perestrojkan dauð? Allir velkomnir. S.U.J. Flokksstjórnarfundur Fundarboð Laugardaginn 26. janúar nk. verður haldinn flokks- stjórnarfundurá Hótel Sögu (við hliðina á Súlnasal). Fundurinn hefst kl. 13.00. Dagskrá: 1. Kosningar og undirbúningur þeirra. 2. Lögð fram kosningastefnuskrá. Framsaga: Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og for- maður málefnanefndar. 3. Önnur mál. Skrifstofa Alþýðuflokksins. FÍKNIEFNI OG FORVARNIR OFBELDI — SMYGL — MEÐFERÐIR — LÖG- GÆSLA. Eru til lausnir? Opinn fundur um fíkniefnavandann í Rósinni Hverf- isgötu 8—10 kl. 20.30 fimmtudaginn 17. janúar. Frummælandi: kristinn T. Haraldsson. Allir velkomnir! Vandamál sem allir vita af — en enginn þorir að loka á. Samband ungra jafnaðarmanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.