Alþýðublaðið - 17.01.1991, Síða 7

Alþýðublaðið - 17.01.1991, Síða 7
7 Fimmtudagur 17. janúar 1991 ERLEND FRÉTTASK ÝRING Snýst Persaflóadeilan meira um persónur Bush og Saddams Hussein en hagsmuni alheimsins? Sálfræðilegt einvígi Fresturinn er runninn út. Hvorki Saddam Hus- sein eða George Bush hafa gefið eftir. Heim- urinn stendur andspæn- is stórstyrjöld i Persa- flóa; styrjöld sem eng- inn getur séð fyrir end- ann á. Margir eru þeirr- ar skoðunar að megin- ástæðan fyrir þvi hvernig komið er, sé sú, að George Bush Banda- rikjaforseti og Saddam Hussein íraksforseti hafi vanmetið hvor ann- an og að þeir séu i raun alltof likir. Hvorugur vilji gefa neitt undan og að þetta hanaat aldar- innar sé nú að steypa á annarri milljón her- manna út i striðsvitfirr- ingu sem muni kosta ót- al mörg mannslif. „Þessi deila snýst að stóru leyti um tvo menn með gífurlegt sjálfs- álit sem standa andspænis hvor öðrum," sagði jórdanskur kaup- sýslumaður við fréttamann Reuter á leið til Bagdad, „og nú er komið að skuldadögum og hvorugur á neina útleið.“ Það er meira en sannleikskorn í þessum orðum. Báðir eru afslappaðir þrátt fyrir striðshættuna Bush og Saddam eru mótaðir af tveimur afar ólíkum menningar- heimum. Þetta er ef til vill skýring- in á því að þeir hafa áttað sig illa á viðbrögðum hvor annars. En þrátt fyrir mismunandi uppruna, ráða þessir tveir leiðtogar yfir þvi valdi að geta sent á aðra milljón hermanna út í hrikalegt stríð. Og styrjöld virðist yfirvofandi. En lít- um á sameiginlega þætti í skap- gerð og persónum þessara tveggja leiðtoga. Þeir koma báðir fyrir sem hug- rakkir menn, komust til valda með aðstoð lærifeðra sinna og giftust báðir æskuástinni sinni. Og þegar stríðið er orðið yfir- vofandi, eru þeir báðir að því virð- ist afslappaðir, rólegir og fullir sjálfstrausti. Erlendir gestir Saddams Hus- seins undanfarna daga og vikur segja allir sem einn að Saddam hafi ekki sýnt nein merki tauga- veiklunar eða óróleika. Fyrir tveimur dögum kom Saddam fram, í sjónvarpi og talaði beint í George Bush Bandaríkjaforseti og Saddam Hussein Iraksleiðtogi: Snýst Persaflóadeilan í raun um hanaat tveggja leiðtoga sem hvorugur vill gefa eftir? sjónvarpsvélarnar eins og þaul- vanur og afslappaður fréttamaður. Og sömu sögur berast frá Wash- ington: Menn eru á einu máli um, að hafi Bandaríkjaforseti verið taugastrekktur fyrir nokkrum vik- um, sé hann allur annar maður í dag; íhugull, rólegur og ákveðinn. Það vakti athygli á blaðamanna- fundi Hvíta hússins í fyrradag, að Bush kom fram með ráðgjöfum sínum og allir virtust í jólaskapi. Ungir ofurhugar________________ Báðir leiðtogarnir sýndu óvenjulega mikla hugdirfsku þeg- ar þeir voru unglingar. Saddam var aðeins 19 ára þegar hann gerðist skæruhermaður gegn sitj- andi ríkisstjórn. Þremur árum síð- ar var hann einn af hinum tíu ungu þjóðarsinnum sem voru valdir til að ráða Abdel-Karim Kassem, fyrrum forsætisráðherra, af dögum. Árásin mistókst, Sadd- am særðist og flúði í dulargervi. Hann var dæmdur til dauða í fjar- veru sinni, fór fyrst til Damaskus og síðar til Kairó þar sem hann settist á skólabekk. Saddam er kominn af fátæku fólki og fjölskylda hans þurfti að nurla saman peninga til að kosta skólagöngu Saddams. Bush er hins vegar fæddur með silfurskeið i munni; fjölskylda hans var stór- auðug og stóð ofarlega á virðing- arstiga þjóðfélagsins. Bush gekk í herinn 18 ára gam- all og var sendur i heimsstyrjöld- ina síðari sem sprengjuflugmaður. Vél hans var skotin niður og féll í hafið en Bush komst lífs af og var síðar sæmdur næstæðstu orðu Bandaríkjahers fyrir frækilega frammistöðu. Skæruliði og oliumilljónamæringur Þegar Saddam sneri aftur til ír- aks árið 1963 sem herskár með- limur í Baath- hreyfingunni sem nú fer með einræðisvöld í landinu, var Bush orðinn olíumilljónamær- ingur og var byrjaður hinn pólit- íska feril sinn. Bush hefur alltaf verið þekktur í stjórnmálum sem maður með kurteisislega og föðurlega fram- komu. Það bar hins vegar lítið á þeirri hlið í viðræðunum við íraka. Bréfið sem hann ritaði Saddam Hussein var þannig orðað, að Tareq Aziz neitaði að afhenda leiðtoga sínum bréfið þegar James Baker afhenti honum það í við- ræðunum í Genf i fyrri viku. „Bush sýnda forseta okkar enga virðingu, enga mannasiði og enga diplómatíska kunnáttu," sagði Az- iz hneykslaður á fréttamanna- fundi að loknum viðræðum, sem fóru út um þúfur eins og kunnugt Miskunnarlaus hugsunarháHur Saddam komst hraðar til valda en Bush. En báðir fylgdu að mál- um forseta sem þeir bjuggust við að myndi sigra. Bush varð vara- forseti Reagans og Saddam gerðist arftaki Ahmads Hassans al-Bakr, fyrrum forseta íraks. Þegar Bakr sagði af sér vegna veikinda 1979, tók Saddam, þá 42 ára gamall, við öllum helstu virð- ingarstöðum i landinu. Hann varð formaður flokksins, forsætisráð- herra og yfirhershöfðingi. Og nú hófust útrýmingarnar á öllum andstæðingum sem höfðu hugs- anlega staðið í vegi hans. Tugir og hundruð manna, margir hverjir háttsettir í flokki og her, voru teknir miskunnarlaust af lífi. Það var þessi miskunnarlausi hugsunarháttur sem gerði það að verkum að Saddam hikaði ekki við að etja þjóð sinni út í átta ára tilgangslausa styrjöld við ná- grannaríki sitt Iran. „Það stríð kenndi okkur mikla lexíu,“ sagði Saddam í sjónvarpsræðu í fyrra- dag. Eftir að Saddam Hussein réðst inn í Kúveit 2. ágúst sl. hafa bæði hann og Bush keppst við að líkja hvor öðrum við Adolf Hitler og kallað hvor annan lygara. Arabískir stjórnarerindrekar sögðu í upphafi deilunnar að slík- ur munnsöfnuður sýndi vel, að hvorugur leiðtoginn skildi vel veikleika og styrk hins. Nú þegar frestur Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hefur runn- ið út, virðast þessi ummæli hafa verið rétt. Ingólfur Margeirsson skrifar IDAGSKRÁIN} Sjónvarpið 17.50 Stundin okkar 18.25 Síðasta risaeðlan 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Fjölskyldulíf 19.20 Kátir voru karlar 19.50 Hökki hundur 20.00 Fréttir og veður 20.50 Skuggsjá 21.10 Evrópulöggur 23.10 íþrótta- syrpa 22.40 Tjáskipti með tölvu 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok. Stöð 2 16.45 Nágrannar 17.30 Með Afa 19.19 19.19 20.15 Óráðnar gátur 21.05 Réttlæti 21.55 Gamanleikkon- an (About Face) 22.20 Listamanna- skálinn 23.15 Ráðabrugg (Intrigue) 00.50 Dagskrárlok. Rás 1 06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir 07.03 Morgunþáttur Rásar 1 07.32 Segðu mér sögu 07.45 Listróf 08.00 Fréttir 08.30 Fréttayfirlit og Daglegt mál 09.00 Fréttir 09.03 Laufskálinn 09.45 Laufskálasagan 10.00 Fréttir 10.03 Við leik og störf 11.00 Fréttir 11.03 Árdegistónar 11.53 Dagbókin 12.00 Fréttayfirlit á hádegi 12.01 Endurtekinn Morgunauki 12.20 Há- degisfréttir 12.45 Veðurfregnir 12.48 Auðlindin 12.55 Dánarfregnir 13.05 I dagsins önn 13.30 Hornsófinn 14.00 Fréttir 14.03 Útvarpssagan; Þættir úr ævisögu Knuts Hamsun 14.30 Mið- degistónlist 15.00 Fréttir 15.03 Leik- rit vikunnar: Bankaránið 16.00 Fréttir 16.05 Völuskrín 16.15 Veðurfregnir 16.20 Á förnum vegi 16.40 Ég man þá tíð 17.00 Fréttir 17.03 Vita skaltu 17.30 Tónlist á síðdegi 18.00 Fréttir 18.03 Hér og nú 18.18 Að utan 18.30 Auglýsingar 18.45 Veðurfregnir 19.00 Kvöldfréttir 19.35 Kviksjá 20.00 í tónleikasal 22.00 Fréttir 22.07 Að utan 22.15 Veðurfregnir 22.20 Orð kvöldsins 22.30 Ó, allt vildi ég eiga 23.10 í fáum dráttum 24.00 Fréttir 00.10 Miðnæturtónar 01.00 Veður- fregnir 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Rás 2 07.03 Morgunútvarpið/08.00 Morg- unfréttir 09.03 Níu fjögúr 11.30 Þarfa- þing 12.00 Fréttayfirlit og veður 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Níu fjögur 13.20 Vinnustaðaþrautirnar þrjár 16.03 Dagskrá 17.30 Meinhornið 18.03 Þjóðarsálin 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Gullskífan frá 7. áratugnum 20.00 Lausa rásin 21.00 Þættir úr rokksögu íslands 22.07 Landið og miðin 00.10 I háttinn 01.00 Næturút- varp á báðum rásum til morguns. Bylgjan 07.00 Eiríkur Jónsson 09.00 Fréttir 09.10 Páll Þorsteinsson 11.00 Hafþór Freyr Sigmundsson 14.00 Snorri Sturluson 17.00 ísland í dag 18.30d Haraldur Gíslason 22.00 Kristófer Helgason 23.00 Kvöldsögur 24.00 Kristófer Helgason 02.00 Þráinn Brjánsson. Stjarnan 07.00 Dýragarðurinn 09.00 Bjarni Haukur Þórsson 11.00 Geðdeildin — stofa 102 12.00 Siguröur Helgi Hlöð- versson 14.00 Sigurður Ragnarsson 17.00 Björn Sigurðsson og sveppa- vinir 20.00 Jóhannes B. Skúlason 22.00 Arnar Albertsson 02.00 Næt- urbrölt Stjörnunnar. Aðalstöðin 07.00 Á besta aldri. Morgunandakt 09.00 Morgunverk Margrétar 09.15 Heiðar, heilsan og hamingjan 09.30 Húsmæðrahornið 10.00 Leystu leyndarmálið 10.30 Mitt útlit — þitt útlit 11.00 Spakmæli dagsins 11.30 Slétt og brugðið 12.00 Hádegisspjall 13.00 Strætin úti aðaka 13.30 Glugg- aö í síðdegisblaðið 14.00 Brugðið á leik í dagsins önn 14.30 Saga dags- ins 15.00 Topparnir takast á 15.30 Efst á baugi vestanhafs 16.30 Aka- demían 18.30 Tónlist á Aðalstöðinni 19.00 Eðal-tónar 22.00 Á nótum vin- áttunnar 24.00 Næturtónar Aðal- stöðvarinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.