Alþýðublaðið - 31.01.1991, Side 2

Alþýðublaðið - 31.01.1991, Side 2
2 Fimmtudagur 31. janúar 1991 Eigi að vikja! Margir telja að Jón Ásbergsson, forstjóri í Hagkaup, eigi ekki pól- itískan frama úr þessu — ekki innan Sjálfstæðisflokksins. Þar á bæ gildir sú regla að víkja aldrei fyrir öðrum. Ellert B. Schram fékk að finna fyrir þessu um árið, þegar hann af miklum dreng- skap vék fyrir Pétri sjómanni Sig- urössyni og gaf honum pláss á lista. Eftir það var Ellert úti í kuldanum. Talið er að örlög Jóns í pólitík verði hin sömu. Þær vilja fríð Við hittum á dögunum niðri á Alþingi fimm ungar stúlkur úr Hafnarfirði og tókum þær tali. Þær höfðu gert sér ferð i höfuð- borgina til að koma á framfæri áskorun til ríkisstjórnarinnar þar sem sagði: Vid viljum frid á jörö. Ekkert stríd. Engiri vopn. Gerurn þetta á friðsamlegari hátt. Áskorunina afhentu þær forsætisráðherra, Steingrími Hermannssyni hátíðlega. Stúlk- urnar höfðu fyrr um daginn beð- ið fyrir friöi í skóla sínum, Víöi- staðaskóla, en þar sitja þær í 8. bekk. Því miöur varð þeim stöll- um ekki að ósk sinni, stríðið braust út. Engu að síður var þetta einlæg og falleg bón, og áreiöanlega vona flestir að frið- samleg lausn finnist, þrátt fyrir allt. Stúlkurnar fimm heita: He- lena B. Jónasdóttir, Gudhjörg Birgisdóttir, Jóhanna M. Fleck- enstein, Ásta Eridriksdóttir og Bjurnev Valsdóttir. Afhentu trúnaðarbréf Tveir sendiherrar okkar afhentu nýlega trúnaðarbréf sín. Tómas A. TómaSson afhenti landsstjór- anum í Kanada, Ramon John Hnatyshyn, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Kan- ada. Þá afhenti Ingvi S. Ingvars- son, sendiherra okkar í Dan- mörku, Margréti Danadrottn- ingu trúnaðarbréf. Svanhildur formaður norræna kennara- sambandsins Á fundi NLS, Norræna kennara- sambandsins, í Osló í síðasta mánuði var Svanhildur Kaaber kjörin formaður sambandsins fyrir þetta starfsár. NLS vinnur að stefnumörkun í kennslu- og félagsmálum, ekki síst vegna þeirra miklu breytinga sem nú eiga sér stað meðal Evrópu- þjóða. Stefnuskráin verður rædd ítarlega á stjórnarfundi í Reykja- vík í maí. Á myndinni eru þau Svanhildur og fyrrverandi for- maður, Norðmaðurinn Per Wöi- en. FRÉTTASKÝRING reiagsmaiaraouneytiö sa astæðu til að hrekja þá útreikninga sem fram voru lagðir i borgarraði um greiðslubyrði vegna félagslegra íbúða. Kjör í félagslega íbúöakerfinu: Borgarráð fékk kol- rangar upplýsingar Húsnæðismálin hafa verið i örri þróun siðustu ár- in. Svo virðist sem margir hafi ekki áttað sig á að þeim breytingum sem hafa verið að eiga sér stað. Það tók þá fyrst steininn úr þegar starfsmaður hús- næðisnefndar Reykjavikurborgar sendi borgarráði kolrangar upplýsingar um greiðslubyrði af félags- legum ibúðum. Þær röngu upplýsingar voru étnar upp af ýmsum f jölmiðlum athugasemdalaust. TRYGGVI HARÐARSON SKRIFAR Félagsmálaráðuneytið^ sá ástæðu til að hrekja þá útreikn- inga sem fram voru lagðir í borg- arráði um greiðslubyrði vegna fé- lagslegra íbúða. Að vísu er það háð ákvörðun hvers og eins sveit- arfélags að hlutast til um hvernig verðlagningu er háttað á leigu eða sölu félagslegra íbúða. Kemur þar til bæði á hvaða vöxtum viðkom- andi sveitarfélag vill lána sitt fram- lag, til hversu langs tíma það lánar sinn hlut og hversu háan þau reikna viðhaldskostnað inn í leigu félagslegra íbúða. Forkastanleg vinnubrögð___________________ Upplýsingum þeim sem borgar- fulltrúar fengu frá skrifstofu hús- næðisnefndar Reykjavíkur fylgdu engar útskýringar né komu fram forsendur fyrir útreikningunum. Þó kemur fram að reiknað er með 85% láni frá Byggingasjóði ríkis- ins til kaupleiguíbúða en ekki 90% eins og gert er ráð fyrir í lögum. Þá er í engu getið um að við kaup á fé- lagslegum eignaríbúðum (verka- mannabústöðum) er miðað við 10% útborgun en engri í kaup- leigukerfinu. Þá er í engu gerð grein fyrir rekstrarkostnaði en hann er hátt reiknaður. í athugasemdum frá félagsmála- ráðuneytinu segir m.a: ,,Sem dæmi má nefna að mánaðarleiga sem áætluð er fyrir 4ra herbergja félagslega kaupleiguíbúð er í greinargerðinni 42.000 á mánuði en greiðslubyrði lána skv. útreikn- ingi Húsnæðisstofnunar er 15.000 á mánuði. Samkvæmt þessu virð- ist mánaðarlegur rekstrarkostnað- ur þessarar íbúðar vera 27.000 kr." Það er því ekki gæfulegt ef þeir aðilar sem vinna að þessum mál- um og eiga að fást við þau hafa ekki meiri þekkingu og skilning á félagslega íbúðakerfinu en raun ber vitni. Því verður vart trúað að menn séu í pólitískum sandkassa- leik í jafnveigamiklum málum og húsnæðismálin eru. Forgangsröð Reykjavikur__________________ Það skiptir miklu máli hvort kaupleiguíbúðir er almennar eða félagslegar. Vextir á lánum ríkisins til félagslegu íbúðanna eru 1% en til almennu íbúðanna 4,5%. Þá er 90% lán ríkisins til félagslegu íbú- anna til 50 ára en til þeirra al- mennu er lánað 70% til 50 ára en 20% til 25 ára. Greiðslubyrðin verður því umtalsvert hærri í al- menna kerfinu. Reykjavík tók þann kostinn að sækja aðeins um að byggja al- mennar kaupleiguíbúðir á sama tíma og mörg sveitarfélög hafa lagt áherslu á að byggja félagsleg- ar kaupleiguíbúðir. Væntanlega hafa stjórnendur Reykjavíkur- borgar haft einhverja hugmynd um hvað þeir voru að gera þegar þeir sóttu um að fá að byggja al- mennar kaupleiguíbúðir en ekki félagslegar. Miðað við útreikninga frá skrifstofu Húsnæðisnefndar Reykjavíkur sem fram voru lagðir mætti þó ætla að svo hafi ekki ver- ið. Við kaup á félagslegum kaup- leiguíbúðum er miðað við að kaupandi sé innan ákveðinna tekjumarka, þ.e.a.s. geti sýnt fram að hann standi undir þeirri greiðslubyrði sem kaupunum fylg- ir, en jafnframt innan ákveðins tekjuhámarks. Allir þeir sem upp- fylla þau skilyrði og fá á þessu ári úthlutað almennri kaupleiguíbúð frá Reykjavíkurborg eru því að borga mun meira fyrir hana en vera þyrfti ef að borgin hefði einn- ig sótt um að byggja félagslegar kaupleiguíbúðir og fengið. Hún hefur því staðið slælega að hags- munagæslu íbúa sinna í húsnæðis- málum. Vérd félqgslegrq ibúöa Verð félagslegrar eignaríbúðar sem kostar 6,5 milljónir er nærri því sem hér segir: Útborgun á fyrsta ári meðan beðið er eftir af- hendingu íbúðar 10% af heildar- verði, þ.e. kr. 650 þús., eða 44 þús. á mánuði. Síðan kæmi til um það bil 15 þús. kr. j>reiðsla á mánuði næstu 42 árin. I þessu tilviki greið- ir eigandi íbúðarinnar sjálfur fast- eignagjöld af íbúð sinni, trygging- ar og sér um allt viðhald. Sama íbúð í félagslegri kaup- leigu myndi þýða um 14 þús. kr. af- borgun af láni byggingarsjóðs mið- að við 1,5% vexti. Sé um leigu að ræða má bæta þar ofan á 3 þús. á mán. vegna fasteignagjalda, 500 kr. í tryggingar og u.þ.b. 5—10 þús. í viðhald á mán. miðað við að í viðhald fari 1—2% af brunabóta- mati. Leiga gæti því orðið á bilinu 22—27 þús. á mánuði. Kaupi aðili hins vegar umrædda íbúð má ætla að greiðslur fyrstu 5 árin yrðu á bilinu 20—25 þús. á mánuði, meðan greitt er niður framlag sveitarfélagsins, en vel undir 15 þús. á mánuði næst 40 ár- in eða svo. Við kaup færist hins vegar rekstur og viðhald á eig- anda íbúðarinnar. Miðað við sömu forsendur myndi leiga á almennri kaupleigu verða á bilinu 38—43 þús. á mán- uði. Við kaup myndu mánaðar- greiðslur vera nálægt 43 þús. á mánuði fyrstu 5 árin en síðan um 16 þús. á mánuði. Óvissuþættir__________________ Reikningar hér að framan eru áætlaðir en ættu að vera nærri lagi. Kemur það til af ýmsum óvissuþáttum sem í slíkum dæm- um er að finna og eins er það háð ákvarðanatöku einstakra sveitar- félaga til hversu langs tíma og á hve háum vöxtum þau lána sinn hlut. Þá fer upphæð við kaup- samning á kaupleiguíbúð eftir því hvenær, eða hversu fljótt eftir út- hlutun, hann er gerður. Reiknað er með að greiddir séu sem næst markaðsvextir af fram- lagi viðkomandi sveitarfélags og lánað til 5 ára. Sveitarfélögunum er hins vegar í sjálfsvald sett hvort þau lengja lánstíma á sínum hluta. Þá mun greiðslubyrðin minnka fyrstu árin en standa lengur. Þá getur viðhaldsliðurinn rokkað nokkuð til eftir því hversu mikið er ætlað til viðhalds og hvað af við- haldi er á hendi leigjenda og hvað á hendi viðkomandi sveitarfélags. Af þessu má ljóst vera að þau kjör sem boðið er upp á í félags- lega íbúðakerfinu eru til muna betri en gengur og gerist á al- mennum markaði. Ekkert er hér farið út í hvað menn kunna að fá í vaxtabætur. Almennar kaup- leiguíbúðir eru talsvert dýrari en þær félagslegu. Þrátt fyrir hag- stæð kjör á félagslegum íbúðum þarf að greiða fyrir þær. Hins veg- ar er ljóst að einhverjir hópar fólks ráða ekki við að afla sér húsnæðis á þeim bestu kjörum sem bjóðast.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.