Alþýðublaðið - 12.02.1991, Page 1

Alþýðublaðið - 12.02.1991, Page 1
ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1991 BÓKMENNTAVERÐLAUN: Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, afhenti í gær þeim Fríðu Á Sigurðardóttir og Herði Ágústssyni íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 1991. Dómnefndir tilnefndu átta bækur úr flokki fag- urbókmennta og sjö úr flokki handbóka, fræðirita og frá- sagna. Fríða hlaut verðlaunin fyrir bókina Meðan nóttin líður, í flokki fagurbókmennta, en Hörður fyrir bókina Skálholt II, í flokki handbóka, fræðirita, og frásagna. 7% VERÐLÆKKUN í GRAFARVOGI: Gunnlaugs- búð í Grafarvogi færði Grafarvogsbúum kærkomna búbót um áramótin. Verðlagsstofnun komst að því í lok janúar sl. að vörur höfðu lækkað í versluninni um 7% frá því í okt- óber í fyrra. Verð á 50 vörutegundum lækkaði eða var óbreytt í helmingi þeirra verslana sem voru kannaðar. Og á þessu þriggja mánaða tímabili var meðalverð allra var- anna sem voru kannaðar óbreytt í öllum búðunum. ÓMAR SHARIF KEMUR: Hinn heimskunni kvik- myndaleikari og briddsspilari tekur þátt í 9. Flugleiðamót- inu í bridds, sem verður haldið á Hótel Loftleiðum um næstu helgi. Tilkynning um þátttöku Sharifs barst óvænt í gær og vakti að vonum gleði manna. Á mótinu verða austurríska landsliðið og snillingarnir Chemla frá Frakk- landi og Zia Mahood frá Pakistan. VIÐ RAMMAN REIP.. . Fjármálaráðherra mótmælti reikningum Ríkisendurskoðunar vegna sölu ríkisins á Þor- móði ramma á Siglufirði. Það tók ráðherra tvær klukku- stundir að gera grein fyrir máli sínu, en þrátt fyrir taland- ann tókst honum ekki að sannfæra Pál á Höllustöðum, sem hélt sig við mat Ríkisendurskoðunar. Eins og kunnugt er skeikar um 100% á mati Ríkisendurskoðunar og mats- manna fjármálaráðherra. CARGOLUX ÁFLJÚGANDIFART: Cargolux verður fyrst flutningafyrirtækja til að taka Boeing 747-400 flug- vélar í notkun, en fyrsta vélin verður afhent í nóvember 1993 og önnur mánuði síðar. Cargolux er sem kunnugt er upphaflega afkvæmi íslenskra flugfélaga, en Flugleiðir hafa afskrifað allar sínar eignir í fyrirtækinu. ALMANNAÞJÓNUSTA í STAÐ FANGELSIS- VISTAR: Óli þ. Guðbjartsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um að þeir sem dæmdir hafa verið til fangelsisvistar geti í staðinn unnið ólaunað í þágu samfé- lagsins. Hafi maður verið dæmdur í allt að 10 mánaða óskilorðsbundna refsivist er heimilt að dæma hann til sam- félagsþjónustu. 20 klukkustunda vinna á að koma í stað eins mánaðar dóms. Skilyrði er að almannahagsmunir mæli ekki gegn því að þessari „refsingu" sé beitt. Nýtt lyfjabákn? Lyfjakostnaður er tvöfalt hærri á íslandi en á Norður- löndunum. Heilbrigðisráð- herra vill reisa lyfjastofnun rík- isins en lyfsalar segja það miðstýringarbákn. 3 Dómshús við Lækjartorg Ríkið keypti í gær hús Út- vegsbankans heitins undir dómshús Reykjavíkur. Ruotsintappaja 96 þúsund manns sáu lands- keppni Svía og Finna í frjálsum íþróttum 1970. Áhugi á þess- um bardaga grannþjóðanna er hreint ótrúlegur. Jón Sigurðsson idnaöarráöherra um álmálid: ÍÖRUGGUM FARVEGI Jón Sigurðsson iðnað- arrádherra hélt í gær ut- an á fund forsvarsmanna Atlantsálsadilanna til að meta stöðu álmálsins og móta stefnu fyrir loka- áfanga þess. Iðnaðarráðherra segist ætla að freista þess að koma framkvæmdum af stað á árinu og komast að samkomulagi um það. Ljóst sé þó að fyrirvarar á að fjár- magna framkvæmdir séu fyrir hendi af hálfu Atlants- áls. „Verkefnið nú er að finna leið til þess að málið komist engu að síður af stað á þessu ári," segir Jón Sigurðsson. Iðnaðarráðherra segir Matthías Á Mathiesen, fyrsta þingmann Reyknes- inga, fara með staðlausa stafi er hann staðhæfi að ríkisstjórn hafi klúðrað ál- versmálinu. Haft er eftir Matthíasi í DV á laugardag að ekki verði betur séð en að álversdraumurinn sé bú- inn.,, Ég fullyrði að örsökin er aðgerðaleysi og seina- gangur stjórnarflokkanna í upphafi, sem og breytt vinnubrögð iðnaðarráð- herra," segir Matthías. Jón Sigurðsson vísar þessum ummælum Matthíasar á bug. „Málið er nú í öruggum farvegi," sagði Jón Sigurðs- son í samtali við Alþýðu- blaðið í gær. Sjá nánar viðtal á síðu 3. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra undirbýr vesturförina í gærmorgun: Verkefnið að koma mál- inu af stað á þessu ári. A-mynd: E.ÓI. ÍDAG Leiðari Alþýðublaðsins í dag fjallar um samstöðu Al- þingis um að styðja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að taka upp stjórnmálsamband við Litháen. Alþýðu- blaðið fagnar hve vel og markvisst hefur verið unnið að Litháen-málinu og telur mikilvægara að stíga skrefið til fulls en að hika og óttast viðskiptalegar af- leiðingar frá hendi Sovétmanna. SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4: SAMSTAÐA UM LITHÁEN. RITSTJORN r 625566 — 83320 ♦ FAX 627019 * ASKRIFT OG AUGLYSINGAR r 625566 Danskur stúdent til vandræða Dönskum stúdent, sem er búsettur á íslandi, var árið 1989 synjað um námslán úr Lánasjódi ís- lenskra námsmanna vegna náms í Skotlandi. Umboðsmaður Alþingis álítur að synjunin sé ekki í samræmi við 2. grein Hels- inki-sáttmálans, sem kveð- ur á um að norrænir ríkis- borgarar, sem dvelja á Norðurlöndum utan heimaiands síns, njóti svo sem framast er unnt sömu réttarstöðu og ríkisborgar- ar dvalarlandsins. íslands- deild Norðurlandaráðs hef- ur beint því til Norður- landaráðherrans í ríkis- stjórn Steingrims Her- mannssonar, Júliusar Sól- nes, að hann láti kanna hvort unnt sé að samræma reglur norrænu námslána- sjóðanna innbyrðis. Frá þessu er greint í skýrslu íslandsdeildar Norðurlandaráðs, sem var lögð fyrir Alþingi í gær. Ekki er þess getið hvað orð- ið hafi af þeim danska.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.