Alþýðublaðið - 12.02.1991, Síða 8

Alþýðublaðið - 12.02.1991, Síða 8
liftryggiifgar iii /rgms oiiz/y AL1*J(>Ð/V LÍFTRYGGINGARFELAGIÐ HF. I.ÁGMÚLI 5 - RFYKJAVtK sínd 681644 GEVALIA I Þai er kalfið 687510 •••• ••••• • • • • • • •••• ••••• • • • • • • • ••••• ••• • • • • • •••• •••• • • • • • • • • • • • SPURNINGIN UM LANDHERNAÐ: Varaforsætisráðherra íraks, Saadoun Hammadi, sagði að þjóð hans hefði kosið að berjast við fjöl- þjóðaherinn. í gær var fyrirhugað að George Bush Bandaríkjaforseti hitti hernaðarráðgjafa sína að máli til að ákveða tímasetningu og um- fang landhernaðar til að hrekja lraka frá Kúvæt. SAÚDÍ-ARABAR STAÐFASTIR: Konungur Saúdí-Arabíu, Fahd, sagði að ríki hans væri staðráðið í að halda áfram þátttöku í Persaflóa- stríðinu þar til írakar væru hraktir frá Kúvæt. Hann sagði að allar frið- arumleitanir yrðu að fela í sér brotthvarf íraka frá Kúvæt. SOVÉSK SENDINEFND TIL BAGHDAD: Sendimaður Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga fór í gær til Baghdad til þess að reyna að telja íraksleiðtoga, Saddam Hussein, á að draga herlið sitt frá Kúvæt og forða landi sínu frá verri útreið af völdum herja bandamanna. SCUD-ARAS A ISRAEL: írakar skutu Scud-flaug á fsrael seinni part dags í gær en svo virtist sem enginn hafi slasast í árásinni, sem var sú tólfta frá byrjun stríðsins, að sögn talsmanna ísraelska hersins. LOFTARASIR HERTAR: Sprengjuvélar fjölþjóðahersins auka nú enn loftárásir sínar á íraska hermenn í Kúvæt, að sögn yfirmanns í bandaríska flughernum, Richards Neal. Talsmaður breska hersins sagði að verið væri að eyða íraska fiughernum með sprengjuregni. Út- varpið í Baghdad sagði að flugvélar bandamanna hefðu gert 63 árásir á hernaðar- og íbúðarskotmörk á undanförnum sólarhring. BANDARÍSKUR KVENHERMAÐUR í HALDIÍRAKA: Banda- rískum kvenhermanni er haldið sem stríðsfanga af írökum, samkvæmt upplýsingum sem fengust frá íröskum stríðsfanga, að sögn talsmanna bandaríska varnarmálaráðuneytisins. AFGHANSKIR SKÆRULIÐAR í RAÐIR BANDAMANNA: Þrjú hundruð afghanskir skæruliðar hafa gengið til liðs við fjölþjóða- herinn undir forystu Bandaríkjanna í stríðinu gegn frak, að sögn hátt- setts manns í her Saúdí-Araba. INNFLYTJENDUM TIL ÍSRAELS FÆKKAR: Persaflóastríðið hefur valdið því að straumur innflytjenda frá Sovétríkjunum til ísrael hefur minnkað um 60 prósent, að sögn talsmanna innflytjendaeftirlits- ins í ísrael. ARAFATÍ JORDANÍU: Leiðtogi Palestínuaraba, Jasser Arafat, kom til Amman, höfuðborgar Jórdaníu, í gær til viðræðna við Hussein kon- ung um Persaflóastríðið, að sögn talsmanns PLO. ÁHRIF TSJERNÓBÝL-SLYSSINS: Sovéskur erindreki sagði að meira en fjórar milljónir manna, þ.m.t. 800 þúsund börn, hefðu beðið skaða af völdum Tsjernóbýl-slyssins árið 1986. Fjölþjódaherinn við Persaflóa: LANDHERNAÐ Talid er ad George Bush Bandaríkjaforseti ætli að bíða með að taka ákvörðun um að hefja orrustu á landi gegn írök- um en talið er að sú ákvörðun muni taka mikinn toll í liði bandamanna. Bush átti í gær fund með Dick Cheney varnar- málaráðherra og Colin Powell, æðsta manni bandaríska hers- ins, til að ræða um tímasetningu á landhernaði en þeir eru ný- komnir frá Saúdí-Arabíu, þar sem þeir könnuðu aðstæður og lögðu mat á árangur hernaðar- ins fram að þessu. Frá útvarpinu í Baghdad bárust þau skilaboð í gær að Irakar myndu ekki semja um vopnahlé fyrr enn fullur sigur hefði unnist. Þetta mun vera svar íraka við tillögum sem komið hafa fram undanfarið um að samið verði um vopnahlé. Sovétmenn hafa lýst yfir áhyggj- um sínum af þróun mála i Persaflóa- stríðinu. Sjálfur hefur Gorbatsjov Sovétleiðtogi látið að því liggja að fjölþjóðaherinn undir forystu Bandaríkjanna gangi of langt í árás- um sínum á írak, lengra en sam- þykkt Sameinuðu þjóðanna sagði til um. Ýmsir telja að Gorbatsjov sé nú undir auknum þrýstingi harðlínu- manna innan hersins, sem ekki eru hrifnir af framgangi Bandaríkja- manna í stríðinu. Sovétmenn hafa hingað til studd aðgerðir fjölþjóða- hersins heils hugar. I gær hélt sendi- nefnd frá Sovétríkjunum undir for- mennsku Jevgeny Primakovs til Baghdad og mun ætiunin vera að vara íraka við og hvetja þá til að hörfa frá Kúvæt. Æ fleiri ríki hyggj- ast nú senda nefndir til íraks til að leita lausnar á Persaflóadeilunni. Þ.á m. eru Kínverjar og 14 önnur ríki sem eru hlutlaus í deilunni. Saddam Hussein kom fram opin- berlega í fyrsta sinn í tvær vikur í gær og var kokhraustur að vanda. Hann sagði að írakar yrðu staðfast- ari með hverri klukkustundinni að berjast til þrautar í þessu stríði og hafa sigur. Hussein hvatti landa sína til dáða og sagði að Ijóst væri að guð væri með þeim gegn heiðingjunum sem sitja nú um landið. George Bush Bandaríkjaforseti hefur sagt að innrás á landi í Kúveit verði ekki gerð fyrr en rétti tíminn rennur upp. Menn telja því að beðið verði með landhernað enda er for- setinn undir miklum þrýstingi inn- anlands um að halda uppi sprengju- árásum á Iraka til að mannfall í Bandaríkjaher verði semm minnst. Hins vegar er einnig þrýst á að stríð- inu ljúki sem fyrst til að koma í veg fyrir aukna andúð araba og hugsan- lega riðlun í bandalaginu gegn írök- um. Réttarhöldin yfir Winnie Mandela: VITNI RÆNT Winnie Mandela, eiginkona leiðtoga Afríska þjóðarráðsins í Suður-Afríku, Nelsons Mandela, hélt fram sakleysi sínu af ákær- um um mannrán og líkamsmeið- ingar fyrir rétti í gær. Skömmu eftir framburð Mandela var rétt- arhöldunum frestað þegar sak- sóknarinn tilkynnti að einu helsta vitni hans hefði verið rænt. Mikið fjaðrafok varð í réttarsaln- um þegar saksóknarinn, Jan Swane- poel, tilkynnti um hvarf vitnis síns Gabriels Mekgwe. Hann hélt því fram að Mekgwe, sem var í samtök- um sem vinna gegn aðskilnaðar- stefnu hvíta minnihlutans og Winnie Mandela er sökuð um að hafa rænt og misþyrmt, hefði verið rænt frá kirkju meþódista í Soweto sem haldið hafði verndarvæng yfir honum. Swanepoel vildi ekki leiða önnur vitna sinna í stúku á þeim for- sendum að mannránið gæti haft neikvæð áhrif á vitnin. Winnie Mandela er sökuð um að hafa ásamt lífvörðum sínum rænt umræddu vitni og þremur öðrum frá húsnæði meþódista í Soweto fyr- ir tveimur árum og misþyrmt þeim rækilega með spörkum, barsmíðum og svipuhöggum. í skriflegri yfirlýs- ingu Mandela, sem afhent var rétt- inum, segir að meðlimir í lífvarðar- sveit hennar hafi forðað meintum fórnarlömbum frá gistiheimili me- þódista vegna kynferðislegrar áreitni sem þeir hafi orðið fyrir af hendi kynhverfs prests safnaðarins. Hún neitaði því að mennirnir hefðu mótmælt flutningunum og einnig að þeim hefði verið misþyrmt þeim á heimili hennar. Eitt hinna meintu fórnarlamba, 14 ára drengur, fannst látinn á víðavangi skömmu eftir mannránið átti að hafa átt sér stað. Fyrrverandi foringi í lífvarðarsveit Mandela, Jerry Richardson, var dæmdur til dauða á síðasta ári fyrir morðið. Nelson Mandela hefur sagt að réttarhöldin séu blekkingarleikur til þess fallinn að sverta mannorð Man- delafjölskyldunnar og stuðla að óeiningu þeirra sem berjast gegn aðskilnaðarstefnunni. NOTAÐU PENINGANA ÞÍNA í EITTHVAÐ ÁNÆGJULEGRA EN Við minnum á gjalddaga húsnæðislána sem var 1. FEBRÚAR 16. FEBRÚAR__ leggjast dráttarvextir á lán með lánslqaravísvtölu. leggjast dráttarvextir á lán með byggingavísitölu. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK SÍMI 696900

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.