Alþýðublaðið - 19.02.1991, Síða 1

Alþýðublaðið - 19.02.1991, Síða 1
ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1991 MÓTMÆLA YFIRGANGI KOLLEGANNA: lö8- reglufélag Suðurnesja mótmælir „margháttuðum yfir- gangi herlögreglu gegn íslenskum lögreglumönnum á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli". Segir féiagið að það gerist án marktækra viðbragða embættisins eða Varnar- málaskrifstofu. HVERNIG Á AÐ DÆMA DÓMARA? rósíu, téiag ummmammmmm 27. TOLUBLAÐ 72. ÁRGANGUR Bændur skornir niöur Áfangaskýrsla sjömanna- nefndar felur í sér niðurskurð á bændum og sauðfá, segir Tryggvi Harðarson í fréttaskýr- ingu. Pólitísk ábyrgð þeirra sem hafa samið áður er mikil. Sérsveitum sigaö 8 Heilindi og heiðarleiki Sérstök eftirlitsnefnd verður á næstunni gerð út af ríkis- skattstjóra til að þefa uppi óþurftarmenn við sjóðvélar. „Fermetrar mæla ekki mikil- vægi þjóðar," segir í lesenda- bréfi í New York Times, en ein- örð afstaða litla íslands í máli Litháen hefur vakið mikla at- hygli víða um lönd. Viö erum frjálslyndra jafnaðarmanna, efnir til ráðstefnu þriðjudag- inn 19. febrúar um stjórnarhætti og stjórnarskrá. Með- al frummælenda eru Sigurður Líndal og Páll Skúlason pró- fessorar. Búist má við fróðlegum fundi og snörpum um- ræðum. GUÐNI ÞJALFAR KR: Guðni Kjartansson, íþrótta- kennari og fyrrum lands- liðsmaður í knattspyrnu, hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks KR. Guðni hefur víða komið við í þjálf- un og er víst að hann muni stefna á íslandsmeistarati- tilinn með Vesturbæjarliðið SERA JON FÆR HÆRRI BÆTUR: Framkvæmda- stjórn Verkamannasambandsins vekur athygli á mismun bóta tryggingarfélaga. Verði séra Jón og Jón fyrir sams- konar áfalli geta bætur séra Jóns orðið margfaldar á við bætur Jóns — þrátt fyrir að þeir greiði sama iðgjald. Þá er vakin athygli á gífurlegum hækkunum á ýmsum iðgjöld- um að undanförnu. HVER BER ÁBYRGÐ Á VÖKULÖGUM? Enginn virðist bera ábyrgð á því að vökulög séu haldin. I svari sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Árna Gunnars- sonar um eftirlit með framkvæmd vökulaga, kom fram að lögin frá árinu 1921 geri ekki ráð fyrir sér- stöku eftirliti stjórnvalda. Árni segir lögskipaðar 6 tíma vaktir séu ekki virtar og þriggja tíma vaktir al- gengar á togurum. LÆRÐU TUNGUMÁL Á FLUGI: Flugleiðir bjóða tölvu til kaups í millilandavélum. Sú kann 6 tungumál og getur snarað 16.500 orðum af einu máli yfir á annað. Hún verður föl á 6.500 krónur í háloftunum, og getur auk orða beitt fyrir sig yfir 3000 orðasamböndum. FISKUR MUN EKKI LÆKKA í VERÐI: Þjóð- hagsstofnun gerir ráð fyrir að verð á sjávarafurðum, okkar á erlendum mörkuð- um muni ekki lækka. Mikil eftirspurn er eftir fiski í Evr- ópu, þrátt fyrir kreppuein- kenni og minni hagvöxt. INNLENDAR V0RUR HÆKKUÐU SARALITIÐ: Innlendar vörur hækkuðu aðeins um 3,5% í fyrra samtímis því að innfluttar vörur hækkuðu um 9,5%. Skattbyrði jókst í fyrra en tekjur af vöxtum og tilfærslur (barnabætur o.fl.) vógu á móti. LEIÐARINN Í DAG Hreingerningar Ólafs Ragnars nefnist leiðari Al- þýðublaðsins í dag. Blaðið rifjar upp pólitískar árásir formanns Alþýðubandalagsins á samstarfsaðila sína í ríkisstjórn að undanförnu, einkum Alþýðu- flokkinn. Blaðið gerir einkum að umtalsefni þær hugmyndir Ólafs Ragnars að breyta Alþýðubanda- laginu, sem áður hét SósíalistafloKkurinn og þar áð- ur Kommúnistaflokkurinn, í róttækan jafnaðar- mannaflokk. SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4: HREINGERNINGAR ÓLAFS RAGNARl VONDIR ÖKUMENN Vid erum vondir öku- menn. Idgjöld af bíla- tryggingum eru marg- falt hærri á íslandi en á Norðurlöndum og það er í beinu samræmi við tjón. Forstjóri Trygg- ingaeftirlitsins fullyrðir að það sé enginn hagn- aður af bílatryggingum hér á landi. „Þú færð ekkert sænskt tryggingafyrirtæki til að tryggja á þessum kjörum á íslandi," segir Erlendur Lá- russon, forstjóri Trygginga- eftirlits ríkisins, um það hvort erlend tryggingafyr- irtæki væru tilbúin að tryggja bíla hér á landi á sömu kjörum og bílar eru tryggðir erlendis. Það má tryggja fjóra Vol- vo bíla í Svíþjóð fyrir einn á íslandi. Það kostar 20.850 ✓ krónur að tryggja Volvo 740 árgerð 1985, ef þú átt hann í Svíþjóð, en 82.800 krónur á íslandi. Þessi óhemjumunur á bílatryggingum á íslandi og í Svíþjóð liggur fyrst og fremst í því að tjón í um- ferðinni eru miklu tíðari á Islandi en í Svíþjóð. Erlend- ur Lárusson segir engan af- gang eftir hjá tryggingafyr- irtækjum á íslandi þrátt fyr- ir margfalt hærri iðgjöld en t.d. hjá Svíum. Samkvæmt upplýsingum sænska tryggingaeftirlitsins eru tjón miðað við 1000 bíla 52 a ári. Það svarar til þess að tuttugasti hver bíll í Svíþjóð lendi í óhappi á hverju ári. Sambærilegar upplýsingar frá íslandi eru ekki fáanleg- ar. ----------- <» - ------------ ■ ... ---------------------- ----------- ■ ■ -.. ..... , ..~ RITSTJÓRN (D 625566 - 625538 • FAX 627019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR © 625566

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.