Alþýðublaðið - 19.02.1991, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.02.1991, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. febrúar 1991 iNNLENDAR FRÉTTiR 3 FRÉTTIR Í HNOTSKURN SETUR NIÐUR KARTÖFLUR í FEBRÚAR! íDegi segir frá því að í veðurblíðunni þar nyrðra séu þess jafnvel dæmi að menn setji niður kartöflur á þorranum. Að vísu er þar um að ræða tilraunastarfsemi. Guðni Sveinsson á Siglufirði segist hafa sett niður fimm kartöflur — og verði heppnin með honum getur hann snætt nýjar og fínar kart- öflur snemma í sumar. FÁ VEIÐILEYFI í PÓSTINUM: Eigendur smábáta, minni en 10 brúttórúmlestir sem hafa gilt haffærisskírteini, fá veiðileyfi send í póstinum núna í vikunni. Mikil töf hefur orðið á útsendingu leyfanna, vegna fjölda athugasemda sem smábátakarléu- gerðu við tilraunaúthlutunina í nóv- ember. Alls eru það 650 aðilar sem fá svör — jákvæð eða neikvæð. ÍSLANDSBANKI VEITIR STYRKI: Fyrstu styrkjun- um úr Menningarsjóði íslandsbanka hefur verið úthlutað. Thor Thors-sjóðurinn í New York fékk 160 þúsund krón- ur, Barnaheill 100 þúsund, Orgelsjóður Hallgríms- kirkju sömu upphæð, Stofnun Sigurdar Nordals 300 þúsund. Bankinn mun í ár kaupa listaverk af Listasafni Sigurjóns Ólafssonar fyrir 400 þúsund og Listamið- stöðin í Straumi er styrkt um 250 þúsund. STYRKJA HEIMILISLAUSA: Tónleikar eru í kvöld kl. 22 í Púlsinum. Þeir eru haldnir til að styrkja heimilislausa í Reykjavík. Ný dönsk, Bootlegs og Sjálfsfróun leika á tónleikunum. ínngangur kostar 1000 krónur. LANDSMÓT í FRJÁLSUM DÖNSUM: Undirbún- ingur er hafinn fyrir íslandsmeistarakeppni í frjálsum dönsum unglinga. Unglingamiðstöðin Tónabær og Iþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur standa fyrir keppninni. Und- anúrslit fara fram í 7 kjördæmum landsins, en úrslita- keppnin í Tónabæ 15. mars. NÝTT FRÁ NÁMSGAGNASTOFNUN: Allmargar bækur hafa komið út hjá Námsgagnastofnun að undan- förnu: Leður, uppsláttarrit um leðurhandverk, góð hand- bók fyrir heimili, skóla og tómstundafélög eftir Skúlínu Kjartansdóttur og Guðrúnu Helgadóttur;Brauðstrit eftir Sigurborgu Hilmarsdóttur, sem fjallar um brauð- strit fyrr og nú. Anna Cynthia Leplar myndskreytti; Hlýddu og vertu góður um samskipti kynslóðgnna, efni valið af Hjalmari Arnasyni og Magnúsi Jóni Árnasyni með myndum Margrétar Friðbergsdóttur. TANNRETTINGAR: Hið opinbera tekur ekki lengur all- an kostnað af tannréttingum barna og unglinga á sínar herðar. Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út reglur um endurgreiðslur sjúkratrygginga af tannréttingakostnaði. Tannréttingar eru nú flokkaðar eftir eðli þeirra. Greiðslu- þátttaka er nú flokkuð eftir mikilvægi aðgerðarinnar. Sækja þarf um á sérstökum eyðublöðum, sem fást hjá Tryggingastofnun ríkisins. ÍSLAND ÚR GERVI- TUNGLI: Þann 7. sept- ember 1986 voru teknar myndir af íslandi úr banda- ríska gervitunglinu Land- sat 5. Landmælingar ís- lands hafa nú gefið út tvær myndanna með skýring- um. Þær sýna svæði sem afmarkast af Esju og Þing- vallavatni í norðri og strandlengjunni í suðri. Önnur myndin er innrauð í breyttum litum, en sýnir greini- lega mun á grónu landi og ógrónu. Hin myndin er í venju- legum lit. Tilgangurinn er að kynna tækni og gögn sem hægt er að nota til að fylgjast með ástandi landsins. Útgáf- an á að stuðla að umræðu um fjölbreyttari nýtingu gervi- tunglamynda af landinu en nú er, meðal annars til ýmissa sérhæfðra rannsókna. Myndirnar fást hjá Landmælingum og kosta 493 krónur. KVENNARÁÐSTEFNU FRESTAÐ: Fyrirhugaðri kvennaráðstefnu, sem halda átti hér á landi í sumar, hefur nú verið frestað um eitt ár. Var þetta ákveðið eftir fund ís- lensku undirbúningsnefndarinnar með bandarískri undir- búningsnefnd. Of naumur tími gafst til,undirbúnings, sepir í bréfi frá Guðrúnu Agnarsdottur. Aætlaður fjöldi þatt- takenda er um 1000. Tveir létust vegna hnifsstungna Þeir hörmulegu at- burðir áttu sér stað nú um helgina að 24 ára gömul kona og 48 ára gamall maður létust af áverkum sem þau hlutu. I báðum þessum tilvik- um var um að ræða fólk sem þekkist. Konan sem lést var þroskaheft og fannst látin í herbergi 28 ára gamais manns sem býr á sambýli fyrir þroskahefta. Á líkinu voru áverkar og stungur. Maðurinn hefur verið dæmdur í gæsluvarðhald til 3. apríl, þá er honum gert að sæta geðrannsókn. Maðurinn hefur gengist við verknaðinum. Kona um fimmtugt sem um langt skeið hefur verið skjólstæðingur Kleppsspít- •alans hefur viðurkennt að hafa orðið 48 ára gömlum manni að bana. Konan stakk manninn í kviðinn með hnífi með þeim afleið- ingum að hann lést. Konan lét sjálf vita um verknað- inn. Maðurinn hafði haldið til hjá konunni um nokkurt skeið. Kona þessi hefur áð- ur orðið manni að bana og átt í margvíslegum útistöð- um, sem rekja má til geð- rænna vandamála hennar. Fleiri mál þar sem lík- amsmeiðingar komu við sögu áttu sér stað um helg- ina. Ungur maður stakk föður sinn með hnífi í brjóstið og flúði af vett- vangi. Faðirinn var fluttur á sjúkrahús en reyndist ekki í lífshættu. Sonurinn náðist fljótlega og hefur verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 23. mars. Ölvuð kona vopnuð hnífi réðst inn í íbúð við Hverfis- götu í fyrrinótt. Konan taldi að dóttir sín á unglingsaldri væri í húsinu, en svo reyndist ekki vera. Konan ógnaði engum og olli engum skaða. í þessum húsum urðu þeir voveiflegu atburðir um helgina að tvennt lét lífið eftir hnifsstungur. A-mynd: E.ÓI. Verslanir os, fyrirtœki heimsótt í sérstakri áhlaupslotu: Sérsveitir á ferðinni Fjármálaráðherra kynnti í gær sérstaka áhlaupslotu, eins og það er kallað í gögnum ráðu- neytisins, vegna sjóðvéla og sölureikninga í verslun og þjónustu. Sérstök eftir- litssveit á vegum ríkis- skattstjóra mun á næstu mánuðum fara í verslunar og þjónustufyrirtæki, og gera athugasemdir þar sem notkun sjóðvéla og söluskráningu er áfátt. Sérsveitir fjármálaráðherra hafa þegar hafið starf sitt við eftirlit í fyrirtækjum. Ástand sjóðvéla og sölureikninga hefur verið kannað í 241 fyr- irtæki. Af þessum fyrirtækj- um reyndust 105 vera með allt sitt á hreinu en athuga- semdir voru gerðar við stöðu mála í 136 fyrirtækjum. Þeim fyrirtækjum sem gerðar voru athugasemdir hjá er gefinn 45 daga frestur til að bæta úr því sem áfátt þykir. Hafi við- komandi ekki gert viðunandi úrbætur innan 45 daga kem- ur til lokunar. Fram kom á blaðamanna- fundi sem fjármálaráðherra hélt í gær að í flestum tilfeli- um þar sem athugasemdir voru gerðar var um smávægi,- leg tæknileg atriði að ræða. Á næstu vikum er gert ráð fyrir að sérsveitirnar muni heim- sækja um 6000 þúsund versl- unarog þjónustufyrirtæki. Fjármálaráðherra segir að hertar aðgerðir á síðasta ári hafi skilað í ríkiskassann um einum milljarði fram yfir það sem búast hefði mátt við hefði ekki verið gripið til sér- stakra aðgerða, t.d. hótana um að fyrirtækjum yrði lokað stæðu menn ekki í skilum með söluskatt á réttum tíma. „Ég mun kalla nefndina saman til fyrsta fundar á allra næstu dögum. For- sætisráðherra óskar eftir því að nefndin hraði starfi sínu eftir föngum og verð- ur lögð áhersla á að svo megi verða, enda eru með- nefndarmenn mínir engir aukvisar og kunnugir þessum málum,” sagði Kristján Guðmundsson, fyrrverandi bæjarstjóri í samtali við Alþýðublaðið. Kristján er formaður nefndar sem Steingrímur Hermannsson forsætisráð- Fram kom í máli ráðherra að á næstu vikum verður farið af stað með mikið kynningar- átak, gefnir verða út kynn- ingarbæklingar og auglýst verður í fjölmiðlum og því ná- kvæmlega lýst hvað þeim sem hafa með sjóðvélar að herra hefur skipað vegna tjóns sem varð í óveðrínu er gekk yfir landið þann 3. febrúar. Aðrir í nefndinni eru Björn Marteinsson, verk- fræðingur hjá Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðar- ins, Rúnar Guðmundsson, skrifstofustjóri hjá Trygginga- eftirliti ríkisins, ogSigmar Ár- mannsson, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra tryggingafélaga. Að sögn Kristjáns Guð- mundssonar er nefndinni ætlað að afla ítarlegra upplýs- inga um fjárhagslegt tjón í gera ber að aðhafast. Ráðherra sagði að grund- vallarhugsunin í þessum að- gerðum væri annars vegar sú, að menn skili sameigin- legum fjármunum lands- manna í sameiginlegan sjóð. Hins vegar jafnréttisreglan í viðskiptalífinu að fyrirtækin sem eru heiðarleg og standa í skilum líði ekki fyrir verri samkeppnisstöðu við þá sem stinga skattinum að ein- hverju eða öllu leyti undan. Fjármálaráðherra sagðist binda miklar vonir við það að almenningsálitið héldi áfram að verða jafn-virkt og það hefði verið, þar væri sterk- asta aðhaldið. Fjármálaráðherra Vildi ekki upplýsa hvort ákveðin gerð fyrirtækja, eða þjón- ustuaðila stæði sig verr en aðrar við að uppfylla kröfur ráðuneytisins. óveðrinu og hafa um það samvinnu við ríki, sveitarfé- lög, tryggingafélög og aðra aðila. Einnig á nefndin að koma með tillögur um hvern- ig megi tryggja í framtíðinni að einstaklingar og fyrirtæki fái bætt tjón af völdum óveðra og náttúruhamfara. Kristján sagði að fréttir um tjón af völdum óveðursins þann 3. febrúar hefðu borist víða að af landinu. í fljótu bragði sýndist honum sem ein stétt manna hefði farið einna verst út úr þessu veðri, en það eru garðyrkjubændur. Oveöriö í byrjun febrúar: Sérstek nef nd kcmnar tjónið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.