Alþýðublaðið - 26.03.1991, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.03.1991, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 26. mars 1991 MWIUBUIIB ^HVERFISGÖTU 8-1 0 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. SÍMI 625566 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn: 625538 Dreifing: 625539 Tæknideild: 620055 Fax: 627019 HARKAN VEX FRÁ HÆ6RI rormannsskiptin í Sjálfstæðisflokknum marka tíma- mót í sögu þess flokks. Þrátt fyrir áherslur hægri stefnu hefur Sjálfstæðisflokkurinn á undanförnum áratugum verið miðjuflokkur; eins konar breiðfylking allra stétta undir gunnfánum hægri stefnu. Þetta er talsvert afrek í stjórnmálalegum skilningi. Afrek vegna þess að hægrimönnum hefur tekist að safna breiðum hópi að baki sér sem í raun á ekki samleið með hægri stefnu. Um leið telst slík söfnun á breið- fylkingu vera ósigur félagshyggjuflokkanna sem ekki hefur tekist að laða til sín fylgismenn og kjósendur sem þeir flokkar starfa fyrir. Styrkur Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið stefna flokksins. í raun hefur stefna flokksins verið af- ar óskýr ef frá eru talin utanríkismál og almennir fras- ar um lýðræði og atvinnufrelsi. Styrkur Sjálfstæðis- flokksins felst miklu fremur í því, að honum hefur tek- ist að halda fylgismönnum sínum saman og teflt stór- um flokki gegn mörgum smáum. Kjósendur sem ekki hafa fastmótaða stjórnmálaskoðun og teljast til hins ört vaxandi lausafylgis, hafa átt að velja á milli öryggis hins stóra flokks eða setja kross við einhvern smáan miðju- eða félagshyggjuflokk. Sjálfstæðismenn hafa -óspart spilað á þessar stærðir: Kjósið okkur í stað -yiundroðaflokkanna. Það ereinmitt þessi glundroða- kenning sem hefur nýst Sjálfstæðisflokknum vel. Þeir hafa deilt og drottnað sem stærsti flokkur landsins. Til að halda stærð sinni hefur Sjálfstæðisflokkurinn þurft að höfða til nær allra. Þannig hefur flokkurinn verið eftirgefanlegur við flestalla þrýstihópa samfé- lagsins. Og þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn lent í æpandi mótsögn við stefnuskrá sína. Flokkurinn skrifar samkeppni með annarri hendinni, en ver ein- okunaraðstöðu fárra með hinni. Báknið burt, segir flokkurinn en eykur aðstöðu sína í ríkisbákninu á sama tíma. Og svo framvegis. í dag stendur Sjálf- stæðisflokkurinn uppi án nokkurrar stefnu, eins og berlega kom í Ijós þegar stefnuleysið var samþykkt í lok landsfundar flokksins fyrir nokkru. Sjálfstæðis- flokkurinn er með öðrum orðum breiðfylking stefnu- leysingja og höfðar sem slíkur til kjósenda. Hingað til hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft fremur mjúkt yfirbragð hinnar stefnulausu breiðfylkingar. Enda þarf mýkt til að líma saman jafnólíka samfélags- hópa og þá sem fylla Sjálfstæðisflokkinn. Formanns- skiptin marka hins vegar algjör tímamót hvað þetta varðar. Nýr formaður þýðir auka hörku. Það þýðir uppgjör við þá sem lúta ekki línu hins nýja formanns. Aðferð núverandi formanns til að ná völdum hefur ekki hugnast öllum sjálfstæðismönnum. Þeir eru óvanir slíkum rýtingsstungum. Lítum á orð þeirra sjálfra. „Illa vegið að Þorsteini," sagði formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins í viðtali við DV eftir for- mannsskiptin. Og fráfarandi formaður Sjálfstæðis- flokksins, Þorsteinn Pálsson, sagði í viðtali við sama blað eftir ósigurinn, að stjórnun flokksins yrði með harðara yfirbragði en þegar hann stjórnaði flokknum. Og í viðtali við Morgunblaðið sagði Þorsteinn, að nið- urstaða formannskjörsins hlyti að túlkast sem ósk landsfundarins um harðara yfirbragð á Sjálfstæðis- flokknum en áður. „Þetta er svolítið önnur sál en þekkst hefur í flokknum fram til þessa," sagði Þor- steinn við Morgunblaðið. IVIorgunblaðinu er brugðið við hina nýju sál flokks- ins. Blaðið eyddi öllu Reykjavíkurbréfi sínu um helg- ina til að réttlæta orð fráfarandi og núverandi for- manns um vaxandi hörku í Sjálfstæðisflokknum. Nið- urstaða blaðsins var aulaleg: Harkan hefur vaxið í vinnubrögðum en ekki í málefnum flokksins! En Morgunblaðið er að sjálfsögðu orðið nokkuð þjálfað í að útskýra stefnuleysi Sjálfstæðisflokksins og munar ekki mikið um að snúa sér út úr vandamáli hörkunnar. Kjósendur skynja hins vegar hina vaxandi hörku. DV birti í gær fyrstu skoðanakönnun um fylgi flokkanna eftir að nýr formaður tók við Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn hefur farið niður um 2%. Það segir sína sögu. Kjósendur fagna ekki nýjum formanni. Kjós- endur hræðast hina vaxandi hörku frá hægri. Wtm MENNING Var Wittgenstein ga-ga? — Um heimspeki og geöveiki Skömmu efftir að Þales frá Miletos hafði ffundið vestræna heimspeki upp ffór hann i langan göngu- túr. Sve starsýnt varð heimspekingnum á stjörnurn- ar að hann gáði ekki að sér og datt offan i brunn. Bar þá að griðku nokkra og tók hún að gera grin að heimspekingnum og ffann þar með upp rofhyggju (dekonstruktion) en aðalinntak rofhyggjunnar er einmitt að heimspeki sé næsta hláleg iðja. Heimspeki__________________ Wittgensteins Allt frá þeim degi er griðkonan hæddist að Þalesi hafa heimspek- ingar verið taldir furðufuglar. Og um þessar mundir geysar harðvít- ug ritdeila í breskum tímaritum um andlegt ásigkomulag heim- spekingsins Ludwigs Wittgen- steins (1889—1951) en hann er af mörgum talinn mesti heimspek- ingur aldarinnar. Wittgenstein var fæddur í Austurríki, náttúrlega gyðingur, settist að í Englandi, og bylti heimspekinni tvisvar. Hann gaf út bókina „Tractatus" eða „Logisch-philosophische Abhand- lungen“ áður en hann yfirgaf Austurríki. í þeirri bók skrifar hann aðal- lega um rökgerð tungumálsins en með fljóta ýmsar undarlegar stað- hæfingar á borð við „hið dular- fulla er ekki hvernig heimurinn er heldur að hann er“ og „um það sem ekkert er hægt að segja ber . mönnum að þegja“. Á Tractatusárunum trúði Witt- genstein því að setningar væru myndir af staðreyndum, setningin „Wittgenstein var ga-ga“ er þá mynd af samsvarandi staðreynd. Seinna sneri hann við blaðinu og lagði áherslu á fjölbrigði tungunn- ar, raunhæfingar (staðhæfingar um staðreyndir) eru ekki endilega mikilvægustu þættir málsins. „Merking er notkun" sagði Witt- genstéin á sínum efri árum, tungu- málið má nota til fleiri hluta en að staðhæfa um staðreyndir. Við skilj- um mætavel hvað drukknandi maður á við er hann hrópar „hjálp!" en af hvaða staðreynd er „hjálp!" mynd? Heimspeki sinni ætlaði hann það hlutverk að vísa flugunni veginn út úr flöskunni, flugan er líklega vestræn heim- speki, flaskan sú hugmynd að það eina sem við þekkjum með vissu séu okkar eigin skynreyndir. Þessar hugsanir setur Wittgen- stein fram með skammhöggnum setningum, í skeytastíl. Ýmist talar hann eins og véfrétt ellegar tjáir hann sig á tæru máli táknrökfræð- innar. Hann fléttarsaman dæmum úr hversdagslífinu og undarlegri dulúð, líkt og Kafka sem gerir hið hversdagslega óhugnanlegt, hið óhugnanlega hversdagslegt, hið skáldlega rökrétt, hið rökrétta skáldlegt. Skyldu rætur beggja liggja í dæmisagnalist rabbíanna, for- feðra þeirra? Eða eru þeir skilget- in afkvæmi Mið-Evrópumenning- ar þeirrar sælu „Kakaníu", austur- rísk-ungverska keisaradæmisins? Að minnsta kosti kenna sumir Kafka við töfraraunsæi, aðrir Witt- genstein við töfraraunspeki. Var hann geðklofa? Það er engin furða þótt ýmsum hafi dottið í hug að austurríski snillingurinn hafi ekki verið með öllum mjalla því hann kom oft ein- kennilega fyrir sig orði og samdi sig ekki að siðum og háttum góð- borgaranna. Hann neitaði að sitja við háborð prófessoranna, kollega sinna við Cambridge, og fór á kú- rekamyndir að kennslu lokinni. Ekki var hann ýkja hrifinn af aka- demískri heimspeki og sagði nem- endum sínum að þeir yrðu betri heimspekingar af því að afgreiða í skóbúð en að sækja tíma í há- skóla! Dr. John Smythies, breskur taugasérfræðingur, hvers frændi var eitt sinn nemandi Wittgen- steins, segir að finna megi mörg af einkennum geðklofa í lífi og ritum Wittgensteins. Smythies segir að Wittgenstein hafi skrifað á „geð- klofamáli" en eitt helsta einkenni þess máls er að merking sérhverr- ar staðhæfingar liggur með ein- hverjum hætti handan hennar. Ennfremur segist taugasérfræð- ingurinn hafa sótt vikulega fundi nemenda Wittgensteins er hann var við nám og segir að þeir hafi sjálfir verið farnir að tala með svipuðum hætti og geðklofasjúkÞ ingar þeir er hann rannsakaði. í ofanálag sagði þáverandi vara- rektor Cambridgeháskóla að Witt- genstein hafi stundum flúið út í sveit undan ímynduðum óvinum en ofsóknaræði er einmitt eitt af höfuðeinkennum geðklofa segir Smythies. Hvað er geðveiki?____________ En hvað skyldi nú undirrituðum finnast um þessar staðhæfingar dr. Smythies? Svarið við því er ósköp einfalt. í fyrsta lagi hef ég ekkert vit á geðklofa. í öðru lagi er mér alveg sama hvort Wittgenstein var geðklofa eður ei. En mér er ekki sama um þá staðreynd að Smyth- ies og félagar skuli tala eins og þeir geti dæmt heimspeki Witt- gensteins úr leik á þeim forsend- um að maðurinn hafi verið geggj- aður. Sanngildi kenninga Wittgen- steins er öldungis óháð andlegu ásigkomulagi hans. Hver segir að geðklofa manni geti ekki ratast satt orð á munn? Sálfræðingurinn R.D. Laing sagði reyndar á sínum tíma að kleyfhugar hefðu dýpri sýn á heiminn en venjulegt dauð- legt fólk. Og víst er um að meðal margra svonefndra „frumstæðra" þjóða eru kleyfhugar í mikium metum, þeir eru taldir spámenn og töfralæknar. Laing og vopna- bræður hans í sálfræðingastétt héldu því fram að geðklofahugtak- ið væri inntakslaust, ruslakista fyrir allt það atferli er læknar og sálfræðingar skilja ekki. „Læknar kalla þetta „hýsterí", það er rusla- skrína og þeir troða í hana öllum þeim drottins dásemdarverkum, sem þeir geta ekki grillt í smásjá," segir Þórbergur Þórðarson í „Bréfi til Láru“ og var líklega hálfri öld á undan sinni samtíð. Laing og Thomas Szasz héldu því fram að vitlausraspítalar væru nánast eins og fangelsi fyrir fólk sem hefði af- brigðilegar hugmyndir um heim- inn. Szasz líkti geðsjúkum við galdranornir 17. aldar og áráttu lækna til að læsa þá inni við galdrafárið mikla er nornir voru brenndar á báli í þúsundatali. Allt tal um geðveiki á sér rætur í þörf lækna fyrir aukin völd segir Szasz sem reyndar er frjálshyggjumaður ólíkt öðrum nýsálfræðingum en þeir voru flestir sextíu-og-átta- vinstrungar. Szasz segir að sálsýki geti ekki verið til því hafi maðurinn sál geti hún ekki verið líffæri og líffæri ein geti verið sjúk. En hafi hann enga sál þá er enn minni ástæða til að tala um sálsýki og þá ber að líta á „geðveiki" ýmist sem tilvistar- vanda eða heilasjúkdóm sem beri að meðhöndla rétt eins og Parkin- sonsveiki. Engin ástæða er til að firra „geðsjúka". Stefán Snævarr skrifar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.