Alþýðublaðið - 26.03.1991, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.03.1991, Blaðsíða 1
AltYBUBUBIB 47.TÖLUBLAÐ- 72. ÁRGANGUR 26. MARS 1991 HASETAHLUTUR 5,2 MILUONIR KR.: í fyrra var hásetahlutur á Guðbjörgu frá ísafirði rúmlega 400 þúsund krónur á mánuði, eða 5,2 milljónir kr. yfir árið. Guðbjörgin sker sig úr meðal ísfisktogara, samkvæmt upplýsingum Fiskifrétta. TJÓN ÓBREYTT SL. ÞRJÚ ÁR: Tjón í umferðinni hafa verið svo til óbreytt sl. þrjú ár, þegar þau eru metin á sama verðlagi. í fyrra námu tryggingaiðgjöld af ökutækj- um 4,4 milljörðum kr. og kostnaður var 974 milljónir kr. Tjón í fyrra eru metin á 3,7 milljarða króna. VARÐSKIPIN MEIRA VIÐ BRYGGJU: Fjárveiting- arvaldið hefur stytt úthaldstíma varðskipanna um tvo mánuði á þessu ári og lækkað fjárframlög til flugreksturs sem nemur 100 flugtímum til að mæta auknum viðhalds- kostnaði skipa og flugvéla. Þetta kemur fram í fréttablaðinu Gæslutíðindi. Þar segir að fjárveiting til Landhelgisgæslunnar sé 660 milljónir króna á þessu ári, sem sé 11% raunhækkun frá í fyrra. Það ár voru varðskipin Týr, Ægir og Óðinn gerð út í 10 mánuði hvert um sig. Þau sigldu alls um 62 þúsund sjómílur, sem er 18% aukning frá árinu 1989. A þessu ári verður stærsta viðhaldsverkefnið í Óðni. Þar verður meðal annars skipt um tvær ljósavélar og akk- erisspil og endurnýjaðar smurolíu- og sjódælur aðalvéla sem hafa enst frá upphafi, eða í 31 ár. Einnig þarf að gera við höfuðdekk Óðins en mikil tæring er komin í það. Skip- inu verður lagt í byrjun apríl og áætlað að viðgerð ljúki um miðjan júní. 50 tonn af páskaeggjum ofan í landann 2—3 þúsund Islendingar dveljast erlendis um páskana. Hinir borða 300 þúsund páska- egg og verða 50 tonnum þyngri (samanlagt). — Sjá fréttaskýringu Björns Haf- bergs. Orkulindir og almenningsheill Eignarréttur á afréttum og almenningum skipta verulegu máli varðandi orkulindir okkar, segir Jón Sigurðsson iðnaðar- ráðherra. Listi Alþýðuflokksins á Reykjanesi Einvalalið jafnaðarmanna skipar framboðslista Alþýðu- flokksins á Reykjanesi í kom- andi Alþingiskosningum. „LÆKNAR LÁTA SJÚKUNGA SÍNA DEYJA" * Lœknafélag Reykjavíkur mótmœlir ásökunum Olafs Ragnars „í þessum ummælum yðar ásakið þér lækns um að láta hagsmuni sjúklinga víkja fyrir eig- in hagsmunum, þér ásakið lækna um að hætta að sinna sjúkum og ennfremur ásakið þér lækna um að beita ríkis- valdið fjárkúgun og jafn- vel að láta sjúklinga sína deyja, fái læknar ekki það fé úr ríkissjóði sem þeir vilja.“ Þetta kemur fram í harðorðu bréfi Læknafélags Reykjavík- ur til Ólafs Ragnars Grímssonar fjármála- ráðherra vegna ummæla hans í Sjónvarpinu sl. laugardag. Stjórn Læknafélags Reykjavíkur krefst skrif- legra skýringa fjármálaráð- herra á ummælum hans og fer jafnframt fram á afsök- unarbeiðni sem birt verði í Sjónvarpinu. Verði Ólafur Ragnar ekki við því hótar Læknafélagið að íhuga leiðir til að fá ummæli hans dæmd ómerk. í fyrsta lagi krefst Lækna- félag Reykjavíkur að ráð- herra styðji með rökum það sem fréttamaður Sjón- varpsins hefur eftir honum ,,en það var að flestir lækn- ar hefðu meiri áhuga á verktakabisness en þjón- ustu við sjúka.“ Þá segir í bréfinu: „1 öðru lagi stað- hæfið þér, að læknar muni hætta að lækna sjúka, fái þeir ekki greidd laun sín. Hafið þér beinar sannanir fyrir þessari fullyrðingu, þá eruð þér beðnir að greina frá þeim. í þriðja lagi staðhæfið þér, að læknar myndu láta sjúklinga sína deyja, fengju læknar ekki sem mesta peninga í sinn hlut úr hin- um sameiginlega sjóði landsmanna. Eruð þér beð- inn um að skýra frá stað- reyndum máli yðar til sönn- unar.“ Þá er að sjá hvort Ól- afur Ragnar stendur fastur á því að læknar séu tilbúnir að fórna sjúklingum sínum í kjarabaráttu. RITSTJÓRN © 625566 - 625538 • FAX 627019 • ÁSKRIFT < AUGLÝSINGAR © 625566 KARNIVAL í K0LAP0RTI: Kolaportið verður tveggja ára á laugardaginn og ætla aðstandendur þess að halda upp á afmælið með ýmsum hætti. Markaðurinn verður á sínum stað og má búast við látlausri karnivalstemmningu frá kl. 10 til 16. KARFI í KJÚKLINGAVÉL: Heilfrystur karfi í Granda er nú flokkaður í tækjum sem upphaflega voru þróuð fyrir kjúklinga. Þykja vélarnar hin mestu þarfaþing segir í fréttabréfi Granda. Afli Grandatogara varð 1600 tonnum meiri í fyrra en árið áður og aflaverðmætin voru nærri níu hundruð milljónir kr. LEIÐARINN í DAG Harkan vex frá hægri heitir leiðari Alþýðublaðsins i dag. Blaðiðfjallarum hina nýju sál Sjálfstæðisflokks- ins eftir formannsskiptin. í leiðara blaðsins segir m.a.: „DV birti í gærfyrstu skoðanakönnun um fylgi flokkanna eftir að nýr formaður tók við Sjálfstæðis- flokknum. Flokkurinn hefurfarið niður um 2%. Það segir sína sögu. Kjósendur fagna ekki nýjum for- manni. Kjósendur hræðast hina vaxandi hörku frá hægri." » SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4: HARKAN VEX FRÁ HÆGRI. Samvinna í verki. íslendingar hafa boðið handboltalandsliði Litháa í heimsókn til íslands og leikur liðið hér tvo leiki, í dag og á morgun. Handboltamennirnir sögðu að þessir leikir þeirra væru ekki bara mikilvægir fyrir handbolta heldur væru þetta í raun fyrstu landsleikir þeirra og því hefðu þeir táknræna merkingu ekki síður. Þeir vildu engu spá um úrslitin en sögðu að þeir vissu að íslenska liðið væri mjög gott.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.