Alþýðublaðið - 23.04.1991, Page 1

Alþýðublaðið - 23.04.1991, Page 1
1— ■ 'f''s ? ■y ; r;. ;'••■■■■. .: /■;■■■. . ■•- ■ ■ ■ ' SIGURVEGARAR — Rannveig Guðmundsdóttir vann frækilegan kosningasigur í Reykjanes- kjördæmi — og sama gerði Ossur Skarphéðinsson í Reykjavík. Hér óska þau hvort öðru til hamingju þegar þingflokkur Alþýðuflokksins kom saman í gærmorgun. Til hægri á myndinni er Sigbjörn Gunnarsson, hann vann sigur á Norðurlandi eystra, og til vinstri Karl Steinar Guðnason, nýendurkjörinn þingmaður fyrir Reykjaneskjördæmi. A-mynd: E.ÓI. Núverandi rikis- stjorn óstarfhæf — segir Jón Baldvin Hannibalsson, formaöur Alþýöuflokksins „Núverandi ríkisstjórn er í raun ekki starfhæf þar sem hún ræður ekki framgangi mála í báöum deildum Alþing- is, sem enn eru við lýdi. Auk þess er ágreiningur milli stjórnarflokkanna í veigamikl- um málum, svo sem þeirra er varða stóriðju og evrópska efnahagssvæðiö. Með tilvísun til þessa tel ég eðlilegt að efnt verði til stjórnarmyndunarvið- ræðna forystumanna flokk- anna. Einhver formanna mun síðan fara til forseta íslands er hann telur sig hafa möguleika á stjórnarmyndun. Á meðan bíðum við átekta,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formað- ur Alþýðuflokksins, í samtali við blaðið um þá stöðu sem komin er upp í kjölfar kosning- anna. Hann var spurður hvort hann vildi að núverandi ríkisstjórnar- flokkar, að Borgaraflokknum frá- töldum, héldu áfram stjórnarsam- starfi eða að Alþýðuflokkurinn myndaði stjórn með Sjálfstæðis- flokknum. Jón Baldvin sagði að ekki væri hægt að svara spurning- unni á þessari stundu. Viðreisn vekti upp góðar minningar, en sú stjórn hefði verið mynduð við allt aðrar aðstæður en nú ríktu. Hann sagðist vilja vísa til þeirra mála sem Alþýðuflokkurinn setti á odd- inn í kosningabaráttunni. Það væri ekkert launungarmál að harðvítugur ágreiningur hefði verið uppi með stjórnarflokkun- um um ál- og Evrópumál á síðustu dögum þingsins. Um úrslit kosninganna almennt sagði Jón Baldvin Hannibalsson að Alþýðuflokkurinn hefði haldið stöðu sinni sem þriðji stærsti flokkur landsins og annar stærsti flokkurinn í Reykjavík. í Reykja- neskjördæmi hefði fylgi flokksins farið úr 18,2% upp í 23,3% en ein- mitt í þessu kjördæmi hefðu for- sætisráðherra og formaður Al- þýðubandalagsins kynt hvað mest elda tortryggni í álmálinu. Árang- urinn hafi orðið hrakleg útreið Framsóknarflokksins þar. Alþýðu- flokkurinn hefði hins vegar tapað manni á Norðurlandi vestra og mistekist að endurheimta þing- sæti á Suðurlandi. Á móti kæmi kjördæmakjörinn þingmaður á Austurlandi í fyrsta sinn í áratugi. Jón Baldvin Hannibalsson sagði að Alþýðuflokkurinn hefði styrkt stöðu sína eftir fjögurra ára stjórn- arsetu og fest sig í sessi. Hins vegar hefði flokkurinn átt að ná meiri ár- angri miðað við unnin verk á kjör- timabilinu og vandaða stefnuskrá. Ráða þyrfti bót á augljósum veil- um í flokks- og félagsstarfi. Fréttaskýring Alþýðublaðsins Sterkur vilji til viðreisnar? — sjá bls. 2

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.