Alþýðublaðið - 16.05.1991, Side 4
4
Fimmtudagur 16. maí 1991
JWÐUBLMÐ
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Utgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson
Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson
Setning og umbrot: Leturval sf.
Prentun: Oddi hf.
SÍMI 625566
Eftir lokun skiptiborðs:
Ritstjórn: 625538
Dreifing: 625539
Tæknideild: 620055
Fax: 627019
NAUÐSYN Á ÚRBÓTUM I
MÁLEFNUM GEDSJÚKRA
Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga var síðastliðinn
sunnudag, þann 12. maí, sem er fæðingardagur Flor-
ence Nightingale. Er það vel við hæfi að helga daginn
minningu hennar og ómetanlegu framlagi til hjúkrun-
ar. Alþjóðasamband hjúkrunarfræðinga tileinkaði
daginn geðhjúkrun þetta árið. Það er vissulega vel við
hæfi en málefnum geðsjúkra hefur alls ekki verið
sinnt sem skyldi hér á landi. Geðsjúkdómar hafa verið
feimnismál og meðan svo er verðpr erfiðara að ráða
fram úr vandamálum sem þeim fylgja en ella. Það
gefur augaleið að geðsjúkir eiga oft á tíðum erfiðara
með að fylgja baráttumálum sínum eftir en margir
aðrir. Það er því af hinu góða þegar aðstandendur
geðsjúkra taka höndum saman um að knýja fram úr-
bætur í málefnum þeirra eins og aðstandendur geð-
klofasjúklinga hafa gert.
Citt af því sem snýr að geðsjúkum í okkar landi, og
er til mikils vansa, er hversu illa er hugsað fyrir vistun
geðsjúkra afbrotamanna. Ekkert fangelsi er til hér á
landi til að vista og hjúkra geðsjúkum föngum. Það
hefur leitt til þess að fangar sem þurfa á geðhjúkrun
að halda hafa oft á tíðum afplánað dóma sína í al-
mennum fangelsum. Við slíkt verður ekki unað. Þá eru
þær sjúkrastofnanir sem sinna geðsjúkum engan
veginn í stakk búnar til að taka við og meðhöndla geð-
sjúka afbrotamenn. Þegarkomiö hafa upp mjög slæm
tilfelli varðandi geðsjúka afbrotamenn hefur þrauta-
lending verið að senda þá á þar til gerðar meðferðar-
stofnanir erlendis. Svo virðist sem réttarfarsleg staða
geðsjúkra sé bágborin á íslandi og málefni geðsjúkra
virðast vera afgangsstærð í heilbrigðiskerfinu.
Skilningur á heilsuvernd og fyrirbyggjandi aðgerð-
um hefurfarið vaxandi á undanförnum árum. Liður í
því er að endurhæfa sjúklinga og búa þannig að fötl-
uðum að þeir geti sem best bjargað sér úti í þjóðfélag-
inu á eigin spýtur. Geðsjúkir þurfa engu síður á aðstoð
samfélagsins að halda með einum eða öðrum hætti
en aðrir þeir sem eiga við fötlun að stríða. Það er ekki
nóg að útskrifa sjúklinga sem haldnir eru varanlegri
fötlun og bíða eftir því að þeir þurfi að leggjast inn
næst. Það þarf að hjálpa þeim út í lífið og veita þeim
þá aðstoð sem gerir þeim kleift að lifa sem bærileg-
ustu lífi með fötlun sinni.
Húsnæðismál hafa reynst geðsjúkum erfið eins og
ýmsum þeim sem eiga undir högg að sækja í þjóðfé-
laginu. Það er því fagnaðarefni að Jóhanna Sigurðar-
dóttir félagsmálaráðherra hefur gefið út þá yfirlýs-
ingu að húsnæðismál fatlaðra skuli hafa forgang á
þessu ári. Geðsjúkireiga oft í engin hús að venda eftir
að meðferð á sjúkrastofnun líkur og oft hafa aðstand-
endur ekki tök á að taka fatlaða inn á heimili sín séu
aðstandendur á annað borð fyrir hendi. Á undanförn-
um árum hefurtalsvert verið byggt af sambýlum fyrir
fatlaðra. Hljóta geðsjúkir að eiga sinn rétt til lausnar á
húsnæðismálum sínum eins og aðrir fatlaðir. Allir
þurfa þak yfir höfuðið hvort sem heilbrigðir teljast,
eru sjúkir eða fatlaðir. Þá er ekki síður mikilvægt að
veitt sé sú þjónusta sem gerir sem flestum fært að
búa á eigin vegum.
r
I tengslum við Alþjóðadag hjúkrunarfræðinga hefur
talsvert verið skrifað hér í Alþýðublaðið um málefni
geðsjúkra. Umræðan um þessi mál er tvímælalaust af
hinu góða. Þrátt fyrir loforð stjórnmálamanna fyrir
kosningar og góð fyrirheit um úrbætur í málefnum
geðsjúkra er nauðsynlegt að halda þeim við efnið.
Það er siðferðileg og lagaleg skylda samfélagsins að
styðja við bakið á þeim sem höllum fæti standa. í
þeim hópi eru sjúkirog fatlaðir. Menn verða einnig að
gera sér grein fyrir að það er ekki hægt að leggja
sömu skyldur á þá sem við fötlun eiga að stríða og þá
sem eru heilbrigðir, t.d. hvað vinnu varðar. Það er ekki
út í hött þegar menn tala um að vinnuþrælkun al-
mennings hér á landi jaðri við geðbilun. Það þarf að
búa geðsjúkum engu síðuren öðrum fötluðum starfs-
umhverfi við hæfi, veita þeim þá sjúkra- og félags-
þjónustu sem þarf og búa þeim öruggt athvarf.
— TH
Griðkcm og viskan
— heimspekin og andhverfa hennar
Í pistli ffyrir nokkrum vikum sagði óg söguna um
Þales og griðkuna. Þaios þossi or talinn upphafs-
maður vostraonnar hoimspeki og mun haffa trúað þvi
að vatnið vaori upphaff allra hluta. Kenning Þalosar
er elsta daemið um fraoðiloga hugsun sem þekkt er,
ffyrsta tiiraunin til að skilja heiminn með öðrum
haotti on goðsögulegum.
Heimspekingurinn frá Míletos
hefur reyndar eignast sporgöngu-
mann í íslenskri „skáldkonu" sem
„yrkir“ um vatnskenndar hugsan-
ir sínar en það er önnur saga.
Miklu skemmtilegri er sagan um
griðkuna sem hló að fræðiþulnum
sem var svo önnum kafinn við að
gaumgæfa stjörnurnar að hann
uggði ekki að sér og datt í brunn-
inn. Og griðkan hló smitandi hlátri
því allt frá hennar tíð hafa verið til
menn sem gera stólpagrín að
alvarlega þenkjandi teoríuhaus-
um.
Einn helsti arftaki griðkonunnar
var Díogenes sá sem í tunnunni
bjó. Hann tilheyrði skóla svo-
nefndra „kýnikera" sem töldu al-
gert þarfaleysi eftirsóknarvert.
Alexander mikli bauð Díogenes
að uppfylla allar óskir hans og
Díogenes svaraði að bragði
„færðu þig til hliðar svo sólin megi
skína á mig". Þá sagði jöfur „ef ég
væri ekki Alexander vildi ég helst
vera Díogenes".
Eitt sinn hélt teoríuhesturinn
Aristóteles fyrirlestur og sagði að
mannskepnan væri tvífætt fiður-
laus vera. Þá sleppti Díogenes
lausri reyttri hænu ogsagði að þar
væri komin mannveran hans
Aristótelesar.
En heyra mátti enduróm af
hlátri griðkunnar víðar í heimi
Hellena. Telja má sófistana læri-
sveina hennar en þeir höfðu litla
trú á náttúruspekilegum pæling-
um í anda Þalesar. Þeir töldu
engan greinarmun á rökvísi og
mælskulist, á því að sanna og
sannfæra. Flestirþeirra voru mikl-
ir efahyggjumenn og töldu jafnvel
að þekking væri ekki möguleg.
Gegn þeim reis svo Sókrates og
kallaði sig „vin viskunnar" (fílósóf)
fyrstur manna.
Þýski nítjándualdar heimspek-
ingurinn Friedrich Nietszche tal-
aði máli sófistanna og hæddist að
„akademískri" heimspeki. ÖII
hugtök eiga rætur sínar að rekja til
líkingamáls og heimspeki og vís-
indi því sömu ættar og skáldskap-
urinn, sagði Nietszche. Sannleiks-
leit er sókn eftir vindi, það sem
máli skiptir er að finna það sem
eflir lífið. Siðferði er lítið annað en
skipuleg hræsni sem beislar lífs-
viljann og gerir menn að þrælum
sam-viskunnar. Ofurmennið hafn-
ar smásálarlegu siðferði, er hvorki
þjakað af öfund eða meðaumkun
og lætur ekki vitsmunina hemja
athafnagleði sína.
Tæpast tekur vísindaheimspek-
ingurinn Paul Feyerabend undir
siðaskoðanir Nietszches. En Fey-
erabend á margt sameiginlegt
með Nietszche þegar þekkingar-
fræði er annars vegar. Feyerabend
heldur því fram að allt tal um „vís-
indalega aðferð" sé út í hött, vís-
indin fylgja engu hnoði. Miklir vís-
indamenn skirrast ekki við að
hagræða staðreyndum og þeir
hafna gjarnan eldri kenningum
ekki vegna þess að þær séu af-
sannaðar heldur vegna þess að
þeim þykja þær leiðinlegar. „Allt
er tækt" (anything goes) segir Fey-
erabend og kennir þekkingar-
fræði sína við anarkisma. Hann
telur skynsemishyggju stjórn-
lynda, skynsemissinnar vilja
njörva alla vitsmunastarfsemi nið-
ur með reglum og boðorðum. Og
eins og góðum lærisvein griðk-
unnar sæmir er húmor heista
vopn Feyerabends, hann gerir at í
unnendum skynseminnar.
Af þessum furðufugli eru til
margar ágætar sögur. Þegar hann
kenndi við London School of
Economics endaði hann fyrir-
lestra sína á því að stökkva út um
gluggann (á jarðhæð!) og beint
upp á risavaxið mótorhjól og
bruna burt.
Feyerabend vitnar mér vitan-
lega hvergi í Nietszche. En það
gera franskir „póst-módernistar"
svo um munar. Nú-tími stóru orð-
anna Skynsemi, Sögu, Siðgæði,
Framfara, er liðinn, eftir nútímann
er hið smáa fagurt. Skynsemin er
þrúgandi því almennar staðhæf-
ingar hennar grípa ekki hið ein-
staklingsbundna og holdlega.
Staðhæfingin „maðurinn er skyn-
semisvera" er almenn en efnið,
holdið, er það sem gerir hvern ein-
stakling að því sem hann er.
MóHuikur
En goðorðsmenn Þalesar eiga
ýmsa leiki á borði. Þeir segja að
griðkumenn grafi undan sjálfum
sér með því að færa rök gegn
skynseminni. Með því að reyna að
efla mál sitt rökum játast þeir undir-
ýmsa leiki á borði. Þeir segja að
griðkumenn grafi undan sjálfum
sér með því að færa rök gegn
skynseminni. Með því að reyna að
efla mál sitt rökum játast þeir undi
ok skynseminnar. Og margur
heldur mig sig, andrasjonalistar
eru stjórnlyndir, skynsemissinnar
ekki segja þeir síðastnefndu.
Margir sófistanna trúðu því að
máttur væri réttur, Nietszche fyr-
irleit alþýðuna og nasistarnir,
sporgöngumenn hans, skynsem-
ina.
Það er talsvert til í þessari gagn-
rýni. Og ég vil nota tækifærið til
að tala máli kenninganna, teorí-
unnar. „Öll kenning er grá" segir
Mefistóteles, einn hinna ágætu
þjóna griðkonunnar. En þá hiýtur
öll heimssýn okkar að vera heldur
betur grámygluleg því skyn-
reynsla okkar er ekki forsendu-
laus, hún er gegndrepa kenning-
um. Ef við t.d. sjáum svartan svan
á flugi er sú skynreynsla gegnsýrð
þeim hugmyndum (kenningum)
að til séu hlutir sem halda áfram
að vera samir og jafnir um nokk-
urt skeið, og að vissar eigindir efn-
isheimsins geri það að verkum að
svanurinn haldist á lofti.
Og eins og Galbraith benti á þá
eru talsmenn heilbrigðrar skyn-
semi oft á valdi einhverra gamalla
kennisetninga án þess að vita af
því.
Vísindakenningar, sem upphaf-
lega voru algerlega „spekúiatív-
ar" sýndu sig seinna að hafa mikið
„praktískt" gildi. Nægir hér að
nefna kenningar kjarneðlisfræð-
innar og vistfræðinnar. Því eins og
sænska skáldið Gunnar Ekelöf
yrkir: „Det opraktiska ár det mest
praktiska i lángden." (Hið
óhagkvæma er hagkvæmt þegar
til lengdar lætur.)
En munum að án sófistanna
enginn Sókrates. Heimspekin er
ein fræða um að vera einungis
möguieg í krafti andhverfu sinnar
því Þales og þjónustan eru leyni-
lega ástfangin.
Ef hlátur griðkunnar þagnar er
úti um viskuna.
Stefán Snævarr
skrifar