Alþýðublaðið - 16.05.1991, Page 5
Fimmtudagur 16. maí 1991
5
Snúast stjórnmál um
fólk
lifíð sjálft?
N6 er l^hgiilwinlnnw loldA og þar m«ð kosn-
IngohnrÉHo—I. InrÉWo som 6Hi aft hafa það að
nsHasiM að Mlk kysi „réH" i l|ési m álofnalegra
OMrfýsinga. r|«M faada var haMinn og smmftur
férv fram moð MHNHh kinna ýmsa stfárnmála-
manna. JMHaf vorv goHn fyrirhoit vm botri tið fyrir
ffðlskyMvr landsins.
— Nokkur hópur barna er það
sem kallast misþroska. Þau eiga
oft erfitt uppdráttar, bæði í og fyrir
utan skóla. Þau er í áhættuhópi
varðandi félagsleg og tilfinninga-
lég vandamál m.a. vegna þess að
töluvert vantar á skilning og
sveigjanleika í samfélaginu til þess
að þau nái sínu eðlilega þroska-
þeir að stjórnmál snúist um fólk,
eða eins og einn þeirra sagði:
„Stjórnmál snúast um lífið sjálft".
Hvernig má það standast þar sem
þessir sömu menn hafa síðan ekki
hugmynd um það að stór hluti ís-
lenskra barna er vansæll og sorg-
mæddur, svo ekki sé meira sagt og
enginn tími gafst til þess að ræða
úrbætur í skólamálum að ræða,
hvað sem lög og reglugerðir
segðu, nema með auknum skött-
um. Um aðra forgangsröðun verk-
efna eða áherslubreytingu virtist
ekki vera að ræða. Ráðamenn
þjóðarinnar geta haft mikil áhrif á
þróun mála með stefnu sinni í
skóla-, fjölskyldu- og heilbrigðis-
BÖRNIN, — þau mega ekki gleymast hjá stjórnmálamönnum, þegar kosningar eru afstaðnar. A-mynd: E.ÓI.
Allir báru hag fjölskyldnanna
mjög fyrir brjósti og sögðu m.a. að
þessar kosningar snerust um að
efla fjölskyldurnar og jafna lífs-
kjörin. í ljósi þessa er því undar-
legt til þess að vita að aldrei gafst
tími til þess í allri þessari umræðu
að ræða raunverulega stöðu heim-
ilanna og aðbúnað barna al-
mennt. Önnur „mikilvægari" mál
áttu greinilega hugi flestra stjórn-
málamanna. Þó kom það fyrir að
nokkrum orðum var farið um nýju
leik- og grunnskólalögin og mikil-
vægi þeirra fyrir börn. Vissulega
er það rétt og ber að fagna lögun-
um, sem styrkja stöðu barna á
margan hátt. Lögin koma börnun-
um þó ekki til góða ef fjölskyld-
urnar, það dýrmætasta sem börn-
in eiga, standa höllum fæti eða eru
í upplausn.
Forvarnarstarf_________________
í dag er mikið rætt um ýmiss
konar forvarnarstarf og nauðsyn
þess. Forvarnir eiga flestar að
beinast að börnum og unglingum.
Hjá þeim aldurshópum telja menn
sig hafa greint flest vandamálin,
s.s. vímuefnanotkun, aukið of-
beldi, háa slysatíðni og alls konar
samskipta- og hegðunarerfiðleika.
Lausnirnar virðast fundnar, for-
varnarstarfið er að hefjast, sem
m.a. felst í:
— Leikskóla sem menntastofnun
fyrir flest börn.
— Lengdum skóladegi og skóla-
máltíðum.
— Aukinni gæslu barna fjarri
heimilum.
— Auknu íþrótta- og tómstunda-
starfi.
— Stóraukinni fræðslu í skólum
um vímuefni og náungakærleika.
Aukinni forvarnarumræðu ber
að fagna og á þetta starf vafalaust
eftir að skila sér í framtíðinni, ef
rétt er á haldið. Til þess að hægt sé
að fjalla um markvisst forvarnar-
starf verður að taka mið af eftirfar-
andi atriðum:
— Greina vandamálin og geta sér
til um orsakir þeirra.
— Setja forvarnarstarfinu raun-
hæf markmið.
— Finna leiðir til þess að ná sett-
um markmiðum.
Hingað til hefur vantað nokkuð
upp á umræður og vinnubrögð.
Forvarnarumræðan hefur því um
of einkennst af innantómu orða-
gjálfri og merkingarlausum slag-
orðum m.a. hjá stjórnmálamönn-
um.
Hlutverk heimilanna, sem gegna
lykilhlutverki í forvarnarstarfinu,
hefur orðið útundan, eins og svo
oft áður þegar fjallað er um þarfir
barna og leiðir til þess að mæta
þeim. Öflugasta og árangursrík-
asta forvarnarstarfið fer fram á
heimilunum. Á heimilunum er
grunnurinn að lífshamingju barn-
anna lagður. Hversu góður sem
leikskólinn, skólinn eða íþrótta-
starfið er, þá geta þessir aðilar að-
eins stutt og styrkt það jákvæða
sem börnin öðlast heima hjá sér.
Það er sárt til þess að vita að
mörgum foreldrum er gert illkleift
að sinna, svo vel sé, þörfum barna
sinna og vinna þá um leið áhrifa-
ríkasta forvarnarstarfið, inni á
heimilunum. Ef foreldrarnir ná að
leggja grunninn þá geta aðrir aðil-
ar, s.s. leikskóli, skóli eða íþrótta-
hreyfingin, gengið til samvinnu.
Þessir aðilar geta siðan í samein-
ingu byggt upp öflugt forvarnar-
starf gegn hinum ýmsu hættum er
steðja að börnum og ungiingum.
Ef slík samvinna tekst getum við
vænst þess að börnin okkar nái í
auknu mæli að vaxa upp sem já-
kvæðir og sterkir einstaklingar
sem eru sáttir við sjálfa sig og
umhverfið. Þá um leið er hægt að
segja að mikilvægasta forvarnar-
markmiðið hafi náðst.
Dæmi um vaxandi samvinnu er
SAMFOK, sem eru samtök for-
eldra og kennarafélaga í grunn-
skólum. Þessi samtök hafa beitt
sér fyrir aukinni samvinnu heim-
ila og skóla og nú undanfarið með
markvissu kynningarátaki um allt
land. Þar sem slík samvinna geng-
ur vel líður börnunum betur og
foreldrarnir vita að stuðningur og
afskipti þeirra skipta verulegu
máli fyrir skólastarfið. Vonandi
verður álíka samvinna talin sjálf-
sögð milli heimila og flestra þeirra
aðila sem afskipti hafa af börnum,
á hvaða aldri sem þau eru.
Stada barna____________________
Nokkru fyrir kosningar stóðu
Læknafélag Reykjavíkur og land-
læknisembættið fyrir fundi um að-
búnað barna og barnafjölskyldna
hér á landi, svo og um andlegar og
félagslegar þroskahorfur barna.
Eftir stutt erindi frummælenda
voru pallborðsumræður með þátt-
töku fulltrúa flestra stjórnmála-
flokka. Sumt af því sem þarna
kom fram hjá frummælendum
hefur lengi verið vitað en annað
er að koma upp á yfirborðið um
þessar mundir. í erindunum kom
m.a. fram:
— Tíðni sjálfsvíga á meðal ungra
pilta hefur tvöfaldast hér á landi
frá 1951 til 1989.
— Áfengisneysla unglinga er al-
menn og sterk fylgni er á milli
ólöglegrar vímuefnanotkunar,
áfengisneyslu og reykinga. Sú
fylgni virðist vaxandi.
stigi.
— Samverustundum fjölskyldna
fer stöðugt fækkandi og eru nú oft
síðkvöldið og blánóttina. Á sama
tíma eykst vitneskja um að þau
nánu tengsl, sem myndast eiga á
milli foreldra og barna í frum-
berrisku, skipta sköpun fyrir líðan
þeirra og þroska allt lífið.
— Enginn hópur í þjóðfélaginu
þarf að leggja eins hart að sér til
þess að eiga í sig og á, eins og for-
eldrar smábarna.
— Stór hluti 7—11 ára barna
gengur sjálfala á daginn, oft eru
þau vansæl og þeim leiðist. Eina
lausnin, sem virðist í sjónmáli, er
að opna kirkjur landsins fyrir
þeim.
— Hópur barna lýkur tíu ára
skólagöngu með einkunnir undir
fimm og oft með meira og minna
brotna sjálfsmynd eftir endur-
tekna ósigra. í dag eiga öll börn
sem ljúka grunnskóla rétt á inn-
göngu í flesta framhaldsskóla,
óháð einkunnum. Sannleikurinn
er bara sá að flestir framhaldsskól-
ar hafa ekki yfir að ráða neinum
námstilboðum sem henta nema
litlum hluta þessara barna. Þannig
hefur töluverður hópur barna
ekki að neinu að hverfa eftir
grunnskóla.
— Mörgum skólum er það illa vjð
haldið að þeir eru hreinlega að
grotna niður og skólaumhverfið
það ómanneskjulegt að slys,
hrekkir og einelti ná að blómstra.
— Árlega er talið að 100—200
börn „týnist“ innan skólakerfisins
og hópur íslenskra barna á hvergi
höfði sínu að halla.
sftjámmálamenn
Þetta er m.a. það sem kom fram
á þessum athygiisverða fundi. Það
sem er ef til vill einna óhugnanleg-
ast, er að þessar staðreyndir virt-
ust koma fiestum fulltrúum stjórn-
málaflokkanna á óvart. Þeir höfðu
ekki leitt hugann að því að ástand-
ið væri svona slæmt. Þó fullyrtu
málefni fjölskyldnanna í nýafstað-
inni kosningabaráttu. Einnig er
foreldrum ungra barna gert eins
erfitt og hægt er að vera samvist-
um við börn sín, sem þó er undir-
staða veilíðunar þeirra. Er nema
von að spurt sé?
Getur verið að fjöldi stjórnmála-
manna, m.a. þeir sem á Alþingi
sátu, hafi ekkert fylgst með eða
kynnt sér þær auknu umræður
sem átt hafa sér stað, nú um lang-
an tíma, um stöðu og aðbúnað
barna og barnafólks í þjóðfélag-
inu? Fyrst stjórnmálamenn full-
yrða að stjórnmál snúist um fólk
og lífið sjálft, en þessar alvarlegu
staðreyndir hafa ekki náð eyrum
þeirra, er rökrétt að spyrja um
hvaða mikilvægari mál hefur þá
verið fjallað á Alþingi?
Ef til vill vita stjórnmálamenn
almennt ekki að aðaláhyggjuefni
flestra foreldra er umtalsverð
vímuefnaneysla barna og ungl-
inga. Engir foreldrar hafa trygg-
ingu fyrir því að börn þeirra ánetj-
ist ekki vímuefnum. Á framan-
greindum fundi kom fram að eftir-
farandi þættir skipta miklu máli
um það hvort börn og unglingar
ánetjast vímuefnum:
— Góð samskipti við fullorðna
draga verulega úr líkum.
— Því meiri tíma sem börn og
unglingar verja með fullorðnum,
því minni hætta er á vímuefna-
neyslu.
— Líðan barna í skóla skiptir veru-
legu máli.
— íþróttir og annað tómstunda-
starf dregur verulega úr líkum á
vímuefnanotkun.
— Þeir sem falla vel inn í þjóðfé-
lagið eru best settir.
Af þessu sést að stór hópur
barna og unglinga er í verulegum
áhættuhóp með að ánetjast vímu-
efnum. Forvarnir í formi aukinnar
fræðslu í skólum eru því marklaus-
ar einar sér.
Fyrrverandi fjármálaráðherra
sat fyrrnefndan fund og sagði þá
að ekki gæti orðið um almennar
málum, ef raunverulegur vilji er
fyrir hendi.
Lokaord_____________________
Stjórnmálamenn geta ráðið
miklu, bæði til góðs og ills, um það
er ekki nokkur vafi. Staðreyndin
er samt sú að þeir stjórna sem
kjörnir fulltrúar fólksins í landinu
og eiga því að lúta vilja fólksins.
Þeim ber að hafa hag fjölskyld-
unnar stöðugt að leiðarljósi.
Þegar merkingarlausu blaðri,
innantómum kosningaáróðri og
sviknum loforðum lýkur. Þegar
fjölskyldan eflist og flestum börn-
um fer að líða vel, fyrir tilstilli full-
orðinna. Þegar hinir fullorðnu
fara að finna orsakir vandamál-
anna í eigin barmi en ekki hjá
börnunum. Þá, og fyrr ekki er
hægt að segja með réttu að stjórn-
mál snúist um fólk — um lífið
sjálft. Þá er búið að greina vand-
ann og uppbygging getur hafist á
raunhæfum forsendum.
— oftír VHborgu G.
Guðnadóttur, toroldri
og skólahjúkrunar-
frœðing