Alþýðublaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 16.05.1991, Blaðsíða 8
r lS5Roirg5g § 685150 Hœkkun lœgstu launa Enginn meinar neitt með þessu tali — segir Einar Oddur Kristjánsson og segir aö enginn hópur launþega samþykki meiri launahœkkanir til annarra „Eitt er þó allra verst í þess- uin væntingum um betri kjðr en það eru þessar hástemmdu yfirlýsingar stjórnmálaflokk- anna, launþegahreyfinganna og fjölmiðla, ad nú skuli sem aldrei fyrr snúa sér að þvi að hækka laun hinna lægst laun- uðu. Þetta er hörmulegast fyrir þær sakir að enginn, ég full- yrði alls enginn, meinar neitt með þessu tali nú frekar en áð- ur. Fyrir þessu liggja skjalfest- ar sannanir, svo hundruðum skiptir. Enginn hópur Iaun- þega er tilbúinn til þess í reynd að samþykkja að annar hópur, sem er lægra launaður fái meiri kauphæ kkanir en þeir sjálfir.“ Þetta sagði Einar Oddur Krist- jánsson, formaður Vinnuveitenda- sambandsins, meðal annars í ræðu sinni á aðalfundi VSÍ. Hann minnti á að 1989 voru gerðir samningar um krónutöluhækkun á Iaun en þeim var samstundis breytt í prósentur til að geta hækk- að hærri kauptaxta ennþá meira. Árið 1986 voru laun hinna lægst- launuðu hækkuð sérstaklega um 30%. Þetta átti aðeins að nema 4% launakostnaður fyrir atvinnulífið. Reyndin varð sú að þetta fór sem eldur um akur um alit launakerfið upp í ráðherra og bankastjóra, sagði Einar Oddur. Hann taidi ekk- ert hafa breyst að þessu leyti. Ef iægstu iaun hækkuðu þá hækkaði allt launaverkið. Þetta vissu flestir en kysu þó að halda áfram sama loddaraleiknum. Og hann hélt áfram á sömu nótum: „Hvað svo sem allri umræðu um „réttlætið" líður, hef ég allar efa- semdir um að tekjuhlutföllum á ís- landi verði breytt svo einhverju nemi. Nema þá á mjög löngum tíma í hægri þróun. Þetta er ekki sagt til að hreila menn né hneyksla, þetta er eingöngu sagt vegna þess að það er bæði rangt og ljótt að vekja væntingar hjá efnalitlu fólki, væntingar sem allir vita og mega vita að ekki verður staðið við. Svo virðist sem hinn „miskunnsami Samverji" nútím- ans eigi við þá þversögn að stríða að honum er meinilla við að greiða skatta, en má þó ekkert aumt sjá án þess að hlaupa upp til handa og fóta, krefjandi þess að ríki og sveitarfélög komi og betr- umbæti allt sem aflaga fer, hjálpi og líkni. Vilji menn bæta hag og kjör þeirra sem verst eru staddir, þá eru tvær leiðir örugglega færar. í fyrsta Iagi: að bæta almennan hag landsmanna, þá er meira til skipta. í öðru lagi: með almennu líknar — og mannúðarstarf i einstaklinga og samtaka þeirra" sagði formaður Vinnuveitendasambandsins. í ræðunni fullyrti Einar Oddur að á hausti komandi muni vinnu- veitendur gera kjarasamninga við launþega sem yrðu í meginatrið- um eins og þeir sem nú gilda. Eng- inn í samfélaginu hefði efni á öðru. Þeir möguleikar sem viö eigum eru að auka hér kaupmátt um eitt og hálft til tvö prósent á ári, segir Einar Oddur, formaður VSÍ. Hunsa gerð- an samning — segir Kristján Guðjónsson, deildarstjóri sjúkratryggingadeildar Tryggingastofnunar, um vinnubrögd tannréttara Hundruð landsmanna liggja með reikninga f rá tannréttinga- mönnum sem Tryggingastofnun neitar að borga. Sighvatur Björgvinsson heiibrigðis- og tryggingaráðherra segir að að- gerða sé að vænta á næstu dög- um en viidi ekki að öðru leyti tjá síg um málið. Kristján Guðjónsson, deildarstjóri sjúkratryggingadeildar Trygginga- stofnunar, sagði í samtali við Al- þýðublaðið að samningar um þessi mál hefðu í raun verið gerðir fyrir löngu. „I samningagerðinni var mestu púðrinu og vinnunni varið í það að ganga þannig frá samningum að tannréttingamenn gætu sáttir við unað. Þessir samningar voru síðan samþykktir í Tannlæknafélagi ís- lands og hjá tryggingaráði og þá héldu menn að málið væri komið í höfn.“ Síðan varð uppákoma þann 17. apríl þar sem félag tannréttara tii- kynnti að þeir ætluðu ekki að segja sig inn á þennan samning. Þessir tannréttarar í heild eru alls 12 manns. Þeir áttu mann í samninga- J&EYPUSTÖBII Sævarhðfða 4. s.686300y nefndinni. Kristján sagði að núna væri til at- hugunar hvernig við þessu yrði brugðist. Ljóst er að hundruð ein- staklinga bíða með reikninga allt frá áramótum. Kristján segir að menn geti ekki vænst þess að fá greidda vexti eða bætur af nokkru tagi þó þeir hafi lagt fram fé sem Trygginga- stofnun beri að greiða. Kristján segir að Tryggingastofn- un sé ekki ábyrg fyrir því að greiða þann aukakostnað sem lendi á sjúk- lingum heldur séu það tannréttar- arnir sjálfir. Að sögn Kristjáns eru engar sjáan- legar lausnir í sjónmáli, málið sé. einfaldlega í hnút vegna stífni tann- réttara. Tannréttingasérfræðingar eru sakaðir um að fara ekki eftir samningum við Tryggingastofnun. Einar Oddur um skattsvik Æra og særa launafólk í ræðu sinni á aðalfundi Vinnu- veitendaaambandsins vék for- maður þess, Einar Oddur Krist- jánsson, á einum stað að skatt- svikum, en það atriði hefur lítt verið til umræðu á þessum vett- vangi. Orðrétt sagði Einar Odd- ur: „Það er alveg rétt að við vinnu- Iveitendur erum mjög viljugir að gefa stjórnmálamönnum ráð og segja þeim hvernig þeir eigi að vera trúverðugir. Við skulum spyrja okk- ur sjálfa þess sama, eru íslenskir vinnuveitendur trúverðugt fólk í augum viðsemjenda sinna? Það er ekki sjálfgefið að svarið sé „já.“ Það er eitt öðru fremur, sem ég held að bæði særi og æri heiðvirt launafólk, en það er að horfa upp á fólk sem virðist fátt skorta af veraldlegum gæðum, en borgar þó enga skatta og lætur sem það hafi litlar tekjur. Margir setja samasemmerki milli slíks fólks og vinnuveitenda. Þó það sé mjög ósanngjarnt. Samtök at- vinnurekenda hafa á liðnum árum ekki tekið upp sérstaka baráttu gegn svartri atvinnustarfsemi og nótulausum viðskiptum. Það eigum við að gera. Þessir aðilar veita atvinnustarfsem- inni í landinu, sem fylgir lögum og reglum, greiðir skatta og skyldur, mjög óheiðarlega samkeppni." PRESSAN Gísli Sigurbjörnsson á Grund GROÐINN AF GRIIND HEFUR HLADIÐ UPP 600 MILLJÚNA EIGNAVELDI % i t Ástir & kynlíf á vinnustöðum Mál stúlknanna í Tyrklandi „ELSKU MAMMA MÍN, HVENÆR ÆTLARDU AÐ NÁ í OKKUR?" Allt uui tippi Mj ólkursamsalan 750 MILLJÚNA AUKASKATTUR Á MJÚLK RANN í BYGGINGU STÚRHÝSISINS Viðtal við Þorstein J. Vilhjálmsson Fullt blað af slúðri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.