Alþýðublaðið - 09.07.1991, Síða 1
Þriðjudagur 9. júlí 1991
101.TÖLUBLAÐ - 72. ÁRGANGUR
Skemmdir á steyptum húsum
FROSTSKEMMDIR STEYPU
ERU NÚ ALGBIGASTAR
í reglulegum könnunum
sem Rannsóknastofnun
byggingariðnaðaríns ger-
ir á ástandi húsa hefur
ekki komið fram eitt ein-
asta dæmi nm alkal-
ískemmdir á húsum
byggðum eftir mitt ár
1979. Hins vegar hafa
komið fram ýmsar aðrar
skemmdir á húsum og ber
þar hæst frostskemmdir,
en þær eru oftast afleiðing
þess að loftíblöndun
steypu er ófullnægjandi
eða of mikið vatn í henni.
Þetta kom fram í samtali
við Hákon Ólafsson forstjóra
Rannsóknastofnunarinnar er
hann var inntur eftir ástæð-
um steypuskemmda í húsum
sem hafa verið til umræðu.
Þar hafa meðal annars verið
nefndar blokkir í Kópavogi
sem Byggung lét byggja fyrir
nálægt 10 árum. Hákon sagði
að þar væri ekki um alkal-
ískemmdir að ræða.
„A þessar blokkir var not-
að svokallað múreinangrun-
arkerfi utan á steypuna. Ein-
angrun var sett á að utan og
akrýlmúr þar utan á, sem er
amerískt kerfi. Þetta er bara
örþunn akrýlhúð utan á ein-
angruninni eða liðlega þrír
millimetrar. Aðferðin hefur
einfaldlega misfarist að veru-
legu leyti og verulegar
skemmdir orðið vegna þessa.
Við höfum gert úttekt á þessu
fvrir húsfélagið," sagði Hákon
Ólafsson.
Hann sagði aðspurður að
þetta kerfi sem þarna var
reynt hefði aldrei verið notað
hérlendis fyrr. Þáverandi
framkvæmdastjóri Byggung
hringdi í Rannsóknastofnun-
ina og spurði hvort hún hefði
reynslu af þessari aðferð en
var svarað neitandi. En þetta
var hins vegar samþykkt í
byggingarnefnd bæjarins.
Hákon sagði að það hefði
verið vonlítið dæmi að ætla
sér að koma með nýtt kerfi í
þessa veru sem þarfnast sér-
hæfðra vinnubragða. Það
stæði og félli með góðum
vinnubrögðum. Hefðu menn
enga reynslu í þessum efnum
væri það nokkuð gefið að
það misfærist að einhverju
leyti. Auk þess væri það mik-
ið álitamál hvort þessi aðferð
hentaði á blokkir sem mikið
mæddi á. Aðrar aðferðir voru
notaðar á sumar af blokkum
Byggung.
Skemmdir á steyptum hús-
um eru af ýmsum toga. Há-
kon sagði að það hefði ekki
verið fyrr en 1987 að menn
töldu sig knúða til að setja
reglur og herða reglur í bygg-
ingarreglugerð varðandi
samsetningu á útisteypu til að
tryggja veðrunarþolið. Mikil
brögð höfðu verið að því að
steypa var framleidd án þess
að uppfylla kröfur sem Rann-
sóknarstofnun byggingariðn-
aðarins hafði gefið út í upp-
lýsingablaði löngu áður. Há-
kon Olafsson sagði að þetta
væru kröfur sem verkfræð-
ingar þyrftu að iáta fylgja á
teikningum eins og með
járnagæði en þessu var ekki
fylgt eftir. Múrarameistarar
pöntuðu bara steypu í
ákveðnum styrkleikaflokki
sem tryggir ekki veðrunar-
þol. Nú er hins vegar lög-
bundið varðandi útisteypu að
sementsmagn þarf að vera
yfir 300 kíló á rúmmetra, loft-
magn þarf að vera yfir 5%,
mælt rétt áður en steypan fer
í mótin og hlutfall vatns og se-
ments þarf að vera minna en
0,55. Þetta tryggir veðrunar-
þolið. Þessar kröfur voru hins
vegar ekki uppfylltar fyrir
1987 og margur íbúðareig-
andinn er nú að bíta úr nál-
inni vegna þess. Steypa er
viðkvæmt efni í meðhöndlun
og erfitt eða útilokað að
koma í veg fyrir steypu-
skemmdir í einhverju formi.
Um mitt ár 1979 voru gerð-
ar nokkrar samhliða ráðstaf-
anir til að koma í veg fyrir
alkalískemmdir. Þá var farið
að blanda kísilryki í sement-
ið. Samtímis voru gerðar
kröfur um þvott á sjávarefni
til að losna við saltið og enn-
fremur bannað að nota Hval-
fjarðarefni. Engar alkal-
ískemmdir hafa orðið á hús-
um sem hafa verið byggð eft-
ir þetta.
Keflavíkurflugvöllur
Kcmar fækka
orrustuvélum
Ákveðið hefur verið að
fækka F-15-orrustuflug-
vélum í 57. flugsveit
bandaríska varnarliðsins
á Keflavíkurflugvelli
snemma á næsta ári.
Fækkað verður um sex
orrustuflugvélar eða úr 18
í 12.
Ástæðan fyrir þessari
fækkun er fyrst og fremst nið-
urskurður á útgjöldum til
varnarmála í Bandaríkjunum
í ljósi breyttra aðstæðna í al-
þjóðamálum, að því er fram
kemur í frétt frá utanríkis-
ráðuneytinu. Þar segir að
fækkunin muni ekki hafa
áhrif á getu varnarliðsins til
að fylgjast með umferð her-
flugvéla umhverfis ísland
enda hafi dregið úr henni á
undanförnum tveimur árum.
Þá séu F-15-orrustuflugvél-
arnar mun fullkomnari en F-4
Phantom, sem þær leystu af
hólmi.
Fækkunin hefur engin
áhrif á fjölda íslenskra starfs-
manna hjá varnarliðinu.
Tæplega 60 Bandaríkjamenn
fylgja vélunum sex til Banda-
rikjanna en þeir verða leystir
af hólmi af svipuðum fjölda
Bandaríkjamanna sem munu
starfa við nýjar þyrlur sem
flugbjörgunarsveit varnar-
liðsins tekur í notkun innan
skamms.
Austurstrœti
Óvíst hvort nýja rikið
verður opnað fyrir jól
„Húsnæðið sem við
keyptum í Austurstræti er
enn í leigu hjá Pennanum
en það munu standa yfir
viðræður um slit á þeim
leigusamningi. Fari það
mál eins og ætlað er þá
opnum við útsölu þarna
annaðhvort 15. nóvember
eða ekki fyrr en í lok
febrúar,“ sagði Höskuldur
Jónsson, forstjóri ÁTVR, í
samtali við Alþýðublaðið.
Forstjórinn sagði að ef ekki
tækist að opna fyrir jól þá
yrði það ekki fyrr en að lokn-
um áramótum og birgðaupp-
gjöri. Húsnæðið í Austur-
stræti 10 var keypt fyrir all-
nokkru af þremur systkinum
af Blöndalsætt og var kaup-
verð kjallara, jarðhæðar og
fyrstu hæðar um 42 milljónir.
Það hefur staðið autt mánuð-
um saman og hefur það ekki
orðið til að lífga uppá gamla
miðbæinn. Húsnæði áfengis-
útsölunnar við Lindargötu
var selt Reykjavíkurborg fyrir
svipaða upphæð og greidd
var fyrir húspartinn í Austur-
stræti.
Aðspurður sagði Höskuld-
ur það rétt að búast mætti við
skorti á bílastæðum við Aust-
urstrætisútsöluna. Hins vegar
væri þessi verslun ekki ætluð
þeim sem væru að gera stór-
innkaup heldur þeim sem
versluðu á algengasta mát-
ann, keyptu eina eða tvær
flöskur í einu og þyrftu því
ekki að leggja við dyrnar.
Næsta útsala úti á landi
verður opnuð á Egilsstöðum
en Höskuldur bjóst ekki við
að það yrði fyrr en á næsta
ári. Útsalan þar verður í nýju
húsi sem er í byggingu.
Búið að slökkva eldinn í vél bílsins, margir til kallaðir að messa yfir honum í miðju kjarr-
inu. A-mynd: JBP.
ÞÓRSMÖRK — jeppi fór sjálfur af stad þegar tölua tók völdin
og stóð siðan i Ijósum logum
án efa munu kosta eigandann í vélarrúmi og málning er
talsvert fé, því töluvert brann stórsködduð.
Vísitala framfœrslukostnadar
Hækkaði um 0,7%
Ferðafólk í Básum í Þórs-
mörk tók eftir því á laugar-
dag að einn bílanna á bíla-
stæðinu, manniaus, tók
skyndilega á rás, og hélt af
stað inn í kjarrið. Fór hann
þannig drjúgan spotta, en
upp úr vél hans steig mik-
ill reykur.
Athygli vakti að á örstuttri
stund dreif að marga gesti
með slökkvitæki úr bílum
sínum. Eldurinn var slökktur,
eigandinn fannst, og bíllinn
dreginn upp á bílastæðið að
nýju.
Sagt er að nútímatækni í
bílaframleiðslu hafi þarna átt
hlut að máli. í þessum bílum,
Pajero, er tölvustýrð vél, og
að sögn kunnugra á staðnum
var það tölvan sem ákvað að
setja bílinn í gang með fyrr-
greindum afleiðingum, sem
Kauplagsnefnd hefur
reiknað vísitölu fram-
færslukostnaðar miðað
við verðlag í byrjun júlí og
reyndist hún vera 156,0
stig eða 0,7% hærri en í
júní. Undanfarna þrjá
mánuði hefur vísitala
framfærslukostnaðar
hækkað um 3,3% og jafn-
gildir sú hækkun 13,9%
verðbólgu á heilu ári.
Af 0,7% hækkun vísitöl-
unnar frá júni til júlí stafa tæp-
lega 1% af 1,7% verðhækkun
á bensíni í byrjun þessa mán-
aðar. Einnig hafði verðhækk-
un nýrra bíla í för með sér
tæplega 0,1% hækkun vísi-
tölu. Verðhækkun ýmissa
annarra vöru- og þjónustu-
liða olli alls um 0,5% hækkun
vísitölu framfærslukostnaðar.
Breyting á þátttöku almenn-
ings í lyfjakostnaði er ekki
með í þssum tölum þar sem
Hagstofunni tókst ekki að
afla haldgóðra upplýsinga í
tæka tíð. Áhersla verður lögð
á að meta þessi áhrif við út-
reikning vísitölunnar í ágúst.
RITSTJÓRN © 625566 - 625538 . FAX 627019 . ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR © 625566