Alþýðublaðið - 15.08.1991, Side 1

Alþýðublaðið - 15.08.1991, Side 1
Forsœtisráðherra setur hnefann í borðið 02 segir að sióðasukkinu verði að linna Fimm milljarðar aufa upp í opinberum sfóðum Kolsvört skýrsla Ríkis- endurskoðunar um stöðu Byggðastofnunar og Framkvæmdasjóðs sýnir að fjárhagsstaða þessara stofnana er nær fimm milljörðum króna verri en ársreikningar þeirra sýna. Á fundi með frétta- mönnum í gær fór Davíð Oddsson forsætisráð- herra hörðum orðum um pólitíska misnotkun á op- inberu fé sem hefði við- gengist gegnum hina og þessa sjóði bak við luktar dyr og sagði að nú væri nóg komið. Hann hefur þegar ákveðið að leggja niður Framkvæmdasjóð og segir að endurskoða þurfi hlutverk Byggða- stofnunar og láta fjárveit- ingar hennar í hendur annarra. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra var ekki að skafa ut- an af hlutunum þegar hann reifaði niðurstöður skýrsl- unnar í gær og hverjar væru ástæður þess að niðurstaðan væri jafn hroðaleg og raun ber vitni. Stórkostlegum fjár- munum hefði verið ausið í vonlaus fyrirtæki, oft gegn fyrirmælum fagmanna, hrúg- að hefði verið upp fölskum tölum um verðmæti trygg- inga og þar fram eftir götun- um. Stjórnendur sjóðanna virtust enga ábyrgð bera og raunar þýddi ekki fyrir stjórn- völd að skýla sér bak við þá því fyrirmæli og þrýstingur um fyrirgreiðslu hefðu komið frá stjórnvöldum. Forsætis- ráðherra sagði að í framtíð- inni yrðu vinnubrögð við meðferð opinberra fjármuna að vera með öðrum hætti. í skýrslu Ríkisendurskoð- unar kemur meðal annars fram varðandi Frcimkvæmda- sjóð að þar vanti 1.600 millj- ónir upp á að framlög í af- skriftarsjóð geti talist full- nægjandi. Eftir þær afskriftir yrði eigið fé sjóðsins nei- kvætt um 1.200 milljónir króna. Útgreiðslur sjóðsins umfram inngreiðslur vegna tekinna og veittra lána gætu á næstu 10 árum orðið um fjórir milljarðar. Byggðastofnun hafði lagt 1.219 milljónir í afskriftarsjóð en hefði þurft að leggja 1.725 milljónir að mati Ríkisendur- skoðunar. Á dögunum ákvað stofnunin hins vegar skyndi- lega að auka framlög til af- skrifta útlána í 1.656 milljón- ir. Staða atvinnutrygginga- sjóðs Byggðastofnunar er með þeim hætti að þar þarf að auka framlög í afskriftar- sjóð um 1.350 milljónir. Jafn- vel þótt allir lánþegar sjóðs- Stjórn Framkvæmdasjóðs hefur fengið frest til mánaða- móta til að skila tillögum um með hvaða hætti best sé að leggja sjóðinn niður, sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra er hann kynnti skýrslu Ríkisendurskoðunar. A-mynd: E. Ól. ins stæðu í skilum mun deild- in þurfa á 1.250 milljóna við- bótarfjármagni að halda á ár- unum 1992 til 1994. í hlutafjárdeild Byggða- stofnunar þurfa framlög í af- skriftarsjóð að hækka um 100 milljónir og áætlar Ríkisend- urskoðun að tap ríkissjóðs vegna ábyrgða deiidarinnar geti numið 260 milljónum. í ábyrgðadeild fiskeldis vantar 250 milljónir króna. Alls hafa fyrrnefndir sjóðir lagt í afskriftarsjóði 1,3 millj- arða en Ríkisendurskoðun telur að framlögin hefðu þurft að nema 5,8 milljörðum til að sýna raunverulega stöðu sjóðanna. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra hefur óskað eftir frekari upplýsingum frá Rík- isendurskoðun. Þar á meðal um þróun vaxtamunar á út- og innlánum. Ennfremur um útlán til stærstu skuldunauta, sem hlutfall af heildarútlán- um nefndra stofnana og sjóða. Forsætisráðherra sagði á fréttamannafundinum að niðurstaða Ríkisendurskoð- unar staðfesti þær grunsemd- ir sem hann hefði haft um að staða sjóðanna væri ekki í samræmi við ársreikninga þeirra. Þessi meðferð á opinberu fé í kyrrþey bak við tjöldin væri óviðunandi. Á sama tíma og milljarðar gufuðu upp innan veggja sjóðanna ætti sér stað hörð pólitísk umræða um gerðir heilbrigðisráðherra til að ná fram 3—400 milljón króna sparnaði. Fjármálaráð- herra mun láta gera úttekt á stöðu Fiskveiðasjóðs í fram- haldi af þessu til að heildar- mynd fáist. Fiskeldislánin MILLJARÐATAPI ER RÚLL- AÐ MILU SJÓÐA Framkvæmdasjóður og Byggðastofnun gætu tapað allt að 2640 milljónum króna vegna lána til fiskeldis. Þessi upphæð er 69% af útistandandi lánum sjóðanna til þessarrar atvinnugreinar. Sjjarnaður hjá ríkisspítölunum Onnur bæklunardeildin lokuð fil áramóta Uppi eru hugmyndir um að önnur bæklunardeild Landspítalans, sem lokuð hefur verið í sumar, verði lokuð fram að áramótum og var starfsfólki skýrt frá því í gær. Davíð Gunnars- son, forstjóri ríkisspítal- anna, sagði við Alþýðu- blaðið í gær að lokun deildarinnar hefði verið heilmikið til umræðu hjá stjórnendum Landspítal- ans. „Það hefur verið rætt að við þurfum að draga úr starf- seminni til.áramóta en við höfum verið með mun meiri starfsemi í gangi nú en í fyrra, en fjárveitingar til okkar miða við sambærilega starf- semi og þá. Við höfum verið að ræða um hvaða húsnæði við leggjum af en það hefur ekki verið ákveðið hvaða starfsemi það verður," sagði Davíð Gunnarsson. Þá kom fram í máli Davíðs að þótt önnur bæklunardeild- in yrði lokuð áfram um tíma myndi það engan veginn þýða samsvarandi fækkun bæklunaraðgerða og reynt að koma þeim fyrir á öðrum í skýrslu sem Ríkisend- urskoðun gerði að beiðni forsætisráðherra um fjár- hagsstöðu Byggðastofn- unar og Framkvæmda- sjóðs kemur meðal annars fram að sjóðirnir geta tap- að 2.640 miiljónum króna vegna lána til fiskeldis. Þessi upphæð er 69% af útistandandi lánum sjóð- anna til þessarar atvinnu- greinar. í lok maí á þessu ári námu útistandandi lán Fram- kvæmdasjóðs og Byggða- stofnunar til fiskeldis um 3.440 milljónum króna. Þá hefur ábyrgðadeild fiskeldis hjá Ríkisábyrgðasjóði sam- tals gengið í ábyrgð fyrir um 400 milljónum króna. Sam- tals námu því útlán og ábyrgðir vegna fiskeldis hjá deildum. Hann sagði að K-bygging Landspítalans, sem væri búin að vera i bygg- ingu í 10 ár og hefði átt að vera tilbúinn í fyrra, væri ekki hálfkláruð. Ekkert hefði verið gert í tvö ár, en nú væri byrjað á henni á ný og það ætti að vera hægt að klára hana á tveimur til þremur ár- um. „Við fjölguðum bæklunar- þessum aðilum um 3.840 milljónum króna og af því gætu tapast um 2.640 millj- ónir að mati Ríkisendurskoð- unar sem fyrr segir. Með lögum nr. 3/1989 var stofnaður Tryggingasjóður fiskeldislána og var hann vistaður hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins. Meginhlut- verk sjóðsins var að tryggja með einfaldri ábyrgð viðbót- arafurðalán banka og ann- arra lánastofnana, þannig að lán til þessara aðila geti num- ið allt að 75% af verðmæti birgða. Bankar voru hins vegar ekki tilbúnir til að veita við- bótarlán gegn þessari ein- földu ábyrgð Tryggingasjóðs fiskeldis. Þá féllst Fram- kvæmdasjóður á að gerast milliliður milli banka og fyrir- aðgerðum þó nokkuð mikið í hittifyrra en skurðstofurnar okkar anna nú hreinlega ekki meiru. Flöskuhálsinn varð- andi bæklunaraðgerðir eru skurðstofurnar og gjörgæslu-' deildin og þessar tvær deildir eru áætlaðar í þessari nýju K-byggingu,“ sagði Davíð Gunnarsson, forstjóri ríkis- spítalanna, við Alþýðublaðið. tækja þannig að bankarnir nytu ígildis sjálfskuldar- ábyrgðar Framkvæmdasjóðs. Hins vegar fólust tryggingar Framkvæmdasjóðs í einfaldri ábyrgð Tryggingasjóðs fisk- eldislána. Samkvæmt lögum frá í fyrra voru síðan allar skuldbindingar Trygginga- sjóðs og þar með taldar skuldbindingar Fram- kvæmdasjóðs fluttar til ábyrgðadeildar fiskeldislána hjá Ríkisábyrgðasjóði. Ábyrgðadeild Ríkis- ábyrgðasjóðs hefur gengið í ábyrgðir fyrir um 400 milljón- um króna sem eru aðallega yfirfærslur frá Trygginga- sjóði. Sjálf mun deiidin þó hafa veitt þrjár nýjar ábyrgð- ir. Ábyrgðir sjóðsins eru á öðrum veðrétti sem Ríkis- endurskoðun segir að hafi til þessa reynst haldlitlar trygg- ingar. Af þessum ábyrgðum megi ætla að vart undir 320 milljónum geti tapast. Á fundi með fréttamönnum í gær tók Davíð Oddsson for- sætisráðherra dæmi um lán- veitingar til fiskeldis þegar lánuð voru til Miklalax hundruð milljóna króna gegn eindreginni andstöðu fag- manna. Um mitt ár 1989 skrifaði Steingrímur Her- mannsson þáverandi forsæt- isráðherra bréf til sjóðanna um að hraðað verði fyrir- greiðslu til fiskeldisfyrir- tækja, að því er fram kom á fundinum. RITSTJÓRN ® 625566 - 625538 . FAX 627019 . ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.