Alþýðublaðið - 04.09.1991, Síða 2

Alþýðublaðið - 04.09.1991, Síða 2
2 MffljMB HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson (í starfsleyfi) Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn: 625538 Dreifing: 625539 Tæknideild: 620055 Fax: 627019 Skólagjöld og framfærsla námsmanna Hugmyndin um að leysa fjárhagsvanda ríkissjóðs að einhverju leyti með skólagjöldum mælist vægast sagt mjög misjafnlega fyrir. I gær birtust t.d. í Morgunblaðinu athugasemdir frá háskólarektor, Sigmundi Guðbjarnasyni, við Reykjavíkurbréf sama blaðs um skóla- gjöld. í athugasemdum háskólarektors koma fram ýmsir athyglis- verðir hlutir varðandi skólagjöld, en hann segir m.a.: „Háskólar í Evrópu krefjast almennt ekki skólagjalda. Þar sem einhver skóla- gjöld tíðkast fá heimamenn styrki til náms sem eru hærri en skóla- gjöldin. Raunveruleg skólagjöld eru því aðeins greidd af erlendum stúdentum, t.d. í Bretlandi.“ Þá kemur háskólarektor inn á að margir háskólar í Bandaríkjun- um, sem eru þekktir fyrir að geta boðið upp á gott framhaldsnám og vísindarannsóknir, séu gagnrýndir fyrir að sinna illa grunnnámi til BA- eða BS-prófs. Ennfremur segir háskólarektor: „Undanfarna áratugi hefur verið svo litið á að tækifæri til menntunar væru mann- réttindi. Ef nemendum verði ætlað að greiða rekstur skólanna þá hverfum við aftur til fortíðar og aukinnar mismununar manna eftir efnum og aðstæðum. Skólagjöld munu þá hækka ört, eins og t.d. í Bandaríkjunum, og í raun útiloka marga efnalitla nemendur frá námi nema afburðanemendur sem allir vilja styrkja." Eins og lánakerfi íslenskra námsmanna er háttað í dag er hið opin- bera að styrkja námsmenn og tryggja að þeir geti framfleytt sér í námi. Námslán eru veitt vaxtalaus en stór hluti fjármuna Lánasjóðs íslenskra námsmanna er fenginn með lánum sem bera markaðs- vexti. Það lendir því á ríkinu að greiða mismuninn og auk þess þau afföll sem kunna að verða á endurgreiðslum til sjóðsins. Það væri því út í hött að fara að láta nemendur greiða skólagjöld sem kæmu með einum eða öðrum hætti beint í hausinn á ríkisvaldinu aftur. Hins vegar er sjálfsagt að endurskoða lánakerfi íslenskra náms- manna frá grunni, enda kallar það á hámarkseftirspurn eftir lánsfé, burtséð frá þörf, vegna þess að lánin bera ekki vexti. Þá er lánakerf- ið þannig uppbyggt að það vinnur gegn því að námsfólk afli sér framfærslueyris sjálft meðan á námi stendur, nema þá í mjög litlum mæli. Sé á annað borð pólitískur vilji fyrir því að stokka upp og breyta námslánakerfinu virðist eini möguleikinn vera sá að greiða fólki ákveðna upphæð fyrir að stunda nám, sem kæmi í staðinn fyrir nið- urgreiðslu vaxta eins og nú er. Með því móti mætti tryggja öllum tækifæri til framhaldsnáms án þess að velta allri fjárhagslegri ábyrgð á því námi á hið opinbera eða skattgreiðendur. Námsmenn yrðu að taka ábyrga afstöðu til þess hversu dýru námi þeir vildu fjár- festa í og hvernig þeir færu að því að fjármagna það. Rétturinn til náms getur aldrei orðið sá að stunda hvaða nám sem er, hversu dýrt sem það er, og senda almennum skattgreiðendum reikninginn að stærstum hluta. Með því að hætta að greiða niður vexti af námslán- um, en veita námsstyrki í staðinn, getur ríkisvaldið hætt öllum lög- reglurannsóknum um hvað námsmenn eru með í laun, í hvaða húsi þeir búa eða í hvað þeir eyða ráðstöfunarfé sínu. Námsmenn verða, ekki síður en aðrir, að taka nokkra ábyrgð á lífi sínu þrátt fyrir að samfélagið viðurkenni grundvallarréttinn um að hverjum og einum sé gefinn kostur á að stunda það nám sem hugurinn stendur til og getan leyfir. Það er ekki óeðlilegt að ríkið taki á sig þann kostnað sem fylgir því að reka skóla þessa lands, auk þess að taka að hluta til þátt í framfærslu námsmanna beint. Það sem upp á vantar verður námsmaðurinn sjálfur að útvega, en ríkið tryggi námsmönnum ákveðna lánamöguleika sem tryggi þeim eðlilega framfærslu með- an á námi stendur. — TH Miðvikudaqur 4. september 1991 fyrírspurn til Seðlabanka íslands Seðlabanki íslands gefur reglulega út Hagtölur mánaðar- ins. Með þeim er jafnan birt greinargerð. Hvort tveggja, töl- ur og greinargerð, mun eiga að byggjast á faglegum en ekki póli- tískum grundvelli. I ágústhefti Hagtalna mánaðarins er vikið að þeim kjarasamningum sem nú standa fyrir dyrum. Þar segir orðrétt: „Kjarasamningar renna út í sept- ember. Miðað við þá hrinu gjald- þrota sem nú gengur yfir og ný drög að þjóðhagsspá þar sem enn er reiknað með verulegum aflasam- drætti á næsta fiskveiðiári, versnun viðskiptakjara og samdrætti lands- framleiðslu, verður að telja ólíklegt að kröfur um aukningu kaupmáttar nái fram að ganga.“ Það gefur augaleið að verði mikill aflasamdráttur þá ætti heildar- neysla þjóðarinnar að minnka, kaupmáttur hennar ætti að dragast saman. En málið er ekki eins einfalt og Seðlabankinn vill vera láta. í fyrsta lagi ber að hafa í huga að neyslustig einstaklinganna ræðst af þeim tekjum sem þeir hafa, og að- staða manna til að stjórna tekjum sínum er afar misjöfn. Sumir búa við kauptaxta eins og við þekkjum, aðr- ir fá ofan á þá hækkanir vegna launaskriðs, sem stjórnast af duttl- ungum markaðarins hverju sinni, og enn aðrir eru nánast í aðstööu til að skammta sér tekjur sjálfir. í því sambandi hefur verið talað um sjálfsafgreiðsluhópa, þá sem stjórna verði á vöru og þjónustu svo sem sérfræðingahópa ýmsa sem súrra sig saman á einokunarvísu og selja þjónustu sína á okurverði. Það hef- ur margoft sýnt sig að fiskaflatölur þjóðarinnar eru ekki lagðar til grundvallar þegar þessir hópar ákvarða taxta sína og tekjur, enda eru það greinilega ekki þeir sem sérfræðingar Seðlabankans hafa í huga þegar þeir segja ólíklegt að kröfur um aukinn kaupmátt nái fram að ganga. Einfaldanir Seðlabankans í öðru lagi ber að skoða einfaldan- ir Seðlabankans um kaupmátt í Ijósi þess að stöðugt' er verið að taka ákvarðanir sem hafa áhrif á kaup- mátt einstakra þjóðfélagshópa. All- an ársins hring er með einum eða öðrum hætti verið að ráðstafa fjár- munum þjóðarinnar. Þetta er gert með verðlagsákvörðunum á mark- aði, vaxtabreytingum í fjármagns- kerfi og margvíslegum aðgerðum stjórnvalda. Með þessum hætti eru fjármunir færðir til og hafa þar af leiðandi áhrif á kaupmátt hópa og einstaklinga. Svo dæmi sé tekið hafa mörg hundruð milljónir verið færöar í vasa fjármagnseigenda frá þeim sem skulda með ákvörðunum um vaxtabreytingar á síðustu mánuð- um. Ekki minnist ég þess að Seðla- banki íslands hafi sent frá sér grein- argerð um stóraukinn kaupmátt fjármagnseigenda, og ekki er vikið að þessum hópi í Hagtölum mánað- arins þegar talað er um kaupmáttar- horfur á komandi mánuðum. Hjá Seðlabanka íslands virðast vaxta- mál skoðast í tengslum við aðrar formúlur en kaupmátt fjármagns- eigenda eða annarra. Svo fleiri dæmi séu nefnd um það hvernig markaður eða stjórnvalds- aðgerð hefur áhrif á kaupmátt ein- staklinga og hópa þá er Ijóst að sjúkrahússkattur myndi draga úr kaupmætti spítalasjúklinga sem skattinum næmi. Þessi skattheimta kæmi harðast niður á barnafjöl- skyldum og öldruðum eins og ýmsir hafa bent á, þ.á m. landlæknir. Skólaskattur myndi rýra kaupmátt skólafólks og fjölskyldna þeirra og þannig mætti áfram telja. En víkjum nánar að þeirri stað- hæfingu Seðlabanka Islands að ólík- legt sé að kröfur um aukinn kaup- mátt nái fram að ganga í komandi kjarasamningum. Hér er átt við kaupmátt almenns launataxta. En jafnvel þótt málin séu skoðuð svona þröngt er einfaldað um of. í samningum um kauptaxta eru iðulega ólíkar áherslur sem síðan skila sér í mismunandi kaupmáttar- þróun einstakra hópa. Stundum er samið um að sama hlutfallslega hækkunin sé látin ganga yfir alla. Stundum er samið um jafna krónu- töluhækkun á laun, en slíkt eykur kaupmátt þeirra sem lægri hafa launin hlutfallslega meira en þeirra sem hærra eru launaðir, og á sama hátt er hægt að hafa áhrif á kaup- mátt hópa með því að taka tillit til starfsaldurs, lífaldurs og svo fram- vegis. Þá er hægt að skoða einstaka hópa sérstaklega og hækka þá um- fram aðra. Innan hreyfingar launafólks eru ólík sjónarmið um þessi efni eins og gefur að skilja, og oft tekist á um hvaða þættir skuli lagðir til grund- vallar í launakerfum; að hvaða marki til dæmis skuli greitt fyrir menntun, stjórnun og ábyrgð sem hver vill reyndar skilgreina á sinn hátt. En meginmáli skiptir að gera sér grein fyrir því að einfaldanir á borð við þá að ólíklegt sé að kröfur um aukinn kaupmátt nái fram að ganga í komandi kjarasamningum kalla á aðrar spurningar. Er átt við kaup- mátt seðlabankastjóra sem sam- kvæmt skattaframtölum hefur um 800 þúsund krónur á mánuði, eða er átt við kaupmátt þroskaþjálfa sem sinnir fötluðum börnum og hefur undir 60 þúsund krónum á mánuði? Tekjubilið er ekki óumbreytanlegt En er það ef til vill svo að tekjubil- ið sé óumbreytanlegt og Seðlabank- inn hafi nokkuð til síns máls þegar allt kemur til alls? Svo er ekki. í fyrsta lagi er á það að líta að tekju- bilið hefur tekið breytingum. Á síð- ustu árum hefur það illu heilli farið breikkandi. í annan stað ber að hafa í huga að ef ekki væri tekist á um þessi efni, ef markaðurinn hefði ver- ið látinn einn um hituna og mann- legur vilji kæmi þar hvergi nærri, væri tekjumunur manna í milli miklu meiri en þó er raun á. I komandi kjarasamningum er kominn tími til að rétta hlut hópa sem búa við launakjör sem eru í engu samræmi við það sem þjóðfé- lagið krefst af þeim. Eða gera menn sér t.d. grein fyrir því að lögreglu- menn sem við viljum að séu boðnir og búnir til þjónustu og aðstoðar dag og nótt hafa um 60 þúsund krónur í mánaðarlaun jafnvel eftir margra ára starf? Þetta þarf að laga, en Seðlabanka Islands kemur það greinilega ekki við. Þess í stað setur stofnunin fram þá staðhæfingu að í komandi kjarasamningum sé ólík- legt að kröfur um aukinn kaupmátt nái fram að ganga. Meðal annarra orða: Hvort kallast þetta hagfræði eða pólitík? Við hljótum að gera þá kröfu til Seðlabanka íslands að hann geri grein fyrir fullyrðingu sinni. Og fyrst á annað borð farið er að óska eftir upplýsingum frá Seðla- banka íslands er rétt að víkja að at- hyglisverðri yfirlýsingu sem bank- inn hefur sent frá sér. Þar segir: „Það líkan sem Seðlabanki íslands notar við almennar verðlagsspár tekur ekki tillit til áhrifa vaxtabreyt- inga.“ í júnímánuði hækkaði fram- færsluvísitalan um 1,4%. Helming af þessari hækkun mátti rekja beint til vaxtabreytinga. Ætla má að spá- dómar sem ekki taka tillit til vaxta gefi verðbólguáhrififm launabreyt- inga óeðlilega mikið vægi. I ljósi þessa hlýtur líkan Seðla- banka Islands að vera harla undar- legt. Enda er það svo, að þegar kem- ur að því að skilgreina hvers vegna kaupmáttarkröfur muni ekki ná fram að ganga, þá er ein meginrök- semdin sú að nú gangi yfir hrina gjaldþrota. En af hverju skyldu gjaldþrotin nú stafa? Það skyldi þó aldrei vera vegna hárra vaxta — ok- urvaxta — sem hagfræðingar Seðla- bankans virðast einhverra hluta vegna ekki vera færir um að skoða í réttu samhengi. Ogmundur Jónasson, form. BSRB. Konur og gagnrýni Almennur félagsfundur verður haldinn fimmtudag- inn 12. september nk. kl. 20.00 í Rósinni, Félagsmið- stöð jafnaðarmanna, Hverfisgötu 8—10. Gestur fundarins verður Anna Valdimarsdóttir sál- fræðingur. Hún mun ræða viðbrögð kvenna við gagnrýni. Fyrirspurnir að lokinni framsögu. AHir velkomnir. Félag Alþýðuflokkskvenna í Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.