Alþýðublaðið - 04.09.1991, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 04.09.1991, Qupperneq 3
Miðvikudaqur 4. september 1991 3 Ráðherrarnir og Vestfirðingarnir Jón Sigurðsson og Sighvatur Björgvins- son í góðum félagsskap bæjarfull- trúa Alþýðuflokksins á Patreksfirði, þeirra Björns Gíslasonar, Kristinar Jóhönnu Björnsdóttur og Guðfinns Pálssonar. Fundir tilað hlusta „Það er gott að ráðamennirnir skuli gefa sér tíma til að heim- sækja okkur. Við erum ekki van- ir ráðherraheimsóknum,“ sagði Eskfirðingur í viðtali við Al- þýðublaðið. Tilefnið var auglýst- ur viðtalstími Jóns Sigurðsson- ar, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, á bæjarskrifstofunum á Eskifirði þriðjudaginn 20. ágúst sl. I mörg ár hefur það verið venja að Hvort er erfiðara að stjórna Islandi eða Akureyri? Gísli Bragi Hjartarson, bæjar- fulltrúi Alþýðuflokksins á Akureyri, ræðir málin við ráðherra. Framtíð járniðnaðar á Akureyri til umræðu. Stefán Pálsson (t.v.) og Jón Ás- mundsson, í Járntækni, á tali við Siglbjörn Gunnarsson alþingismann og Jón Sigurðsson. Á Eskifirði komu alþýðuflokksmenn saman og ræddu m.a. sjávarútvegsmálin. Hér sjást þeir Grétar Rögnvarsson skipstjóri og Jón Sigurðsson. ráðherrar hafi vikulega viðtalstíma fyrir almenning. Að jafnaði taka þeir á móti fólki á miðvikudags- morgnum á skrifstofum sínum í stjórnarráðinu í Reykjavík. En auð- vitað er auðveldara fyrir fólkið á höfuðborgarsvæðinu að notfæra sér þetta en landsbyggðarmenn. í júlímánuði auglýstu þeir Jón Sig- urðsson og Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra viðtalstíma á ísafirði. Margir komu að máli við þá og þurftu menn ýmislegt að ræða við fulltrúa landstjórnarinnar eins og gengur. Jón Sigurðsson hefur brugðið enn frekar út af venjunni og hefur síðan haft viðtalstíma á Eski- firði eins og áður sagði og í síðastlið- inni viku var hann með viðtalstíma á bæjarskrifstofunum á Akureyri. Aðspurður segir Jón viðtalstíma sem þessa mjög mikiivæga. „Þetta eru fyrst og fremst fundir til að hlusta. Til viðtals koma sveitar- stjórnarmenn, fólk í atvinnurekstri og einstaklingar. Það er ómetanlegt að fá á þennan hátt upplýsingar miililiðalaust um hvað er að gerast í afkomu byggðarlaga, fólks og fyrir- tækja.“ En á þessum ferðum gerist fleira en að sitja í viðtölum. Jón Sigurðs- son hefur heimsótt fjölda vinnu- staða í fylgd þingmanna Alþýðu- fiokksins í kjördæmunum og fund- að með forystumönnum sveitarfé- laga um málefni þeirra. Einnig hafa verið haldnir opnir fundir um stjórnmál. Með þessu móti fæst betra samband við fólkið og málin, sem á mönnum brenna heima í hér- aði, komast beint til skila. Á Egilsstöðum er starfandi öflugt félag jafnaðarmanna. Opnum fundi þar stjórnaði Hermann Níelsson, en frummælendur voru Jón Sigurðsson og séra Gunnlaugur Stefánsson alþingismaöur. Islensk skinn til Ítalíu. Iðnaðarráðherra og Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri íslensks skinnaiðnaöar (t.h.) á Akureyri, á tali viö italska skinnakaupmanninn Alvaro Crociani. FLOKKSST JORNARFUNDUR ALÞÝÐUFLOKKSINS Fundur Flokksstjórnar Alþýðuflokksins verður haldinn að Borgartúni 6, n.k. föstudag kl. 20.30. Fundarefni: 1. Meginstefnan í fjárlagagerð fyrir árið 1992 2. Staðan í álmálinu 3. Önnur mál Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.