Alþýðublaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 3
Fimmtudaqur 19. september 1991 3 Skipulag Solvangs- svæðisins i Hafnarfirði: Dökku reitirnir sýna nú- verandi byggð með Sól- vang fyrir miðri mynd. Reitur 1 gerir ráð fyrir 40 ibúða fjölbýlishúsi, reitur 2 gerir ráð fyrir 25 íbúða fjölbýlishúsi, reitur 3 gerir ráð fyrir 13 tveggja herbergja íbúðum, reitur 4 gerir ráð fyrir 8 þriggja her- bergja íbúðum með bíl- skúr, reitur 5 gerir ráð fyrir 10 samskonar íbúðum og reitur 6 ger- ir ráð fyrir þjónustumið- stöð fyrir aldraða. Sólvangssvœdid í Hafnarfiröi Skipulagt i þágu aldraðra Ný samtök ýmissa félaga í Hafnarfirdi, HÖFN, hyggja á byggingarframkvœmdir Bæjaryfirvöld i Hafnarfirði hafa gert skipulag að öldrunar- íbúðum og öldrunarþjónustu á Sólvangssvæðinu. Hugmyndin er að boðið verði upp á fjölbreytt íbúðarform á svæðinu, byggð verði upp ný þjónusta auk þess sem sú fjölbreytta aðstaða sem þar er þegar fyrir hendi verði nýtt. Nýja skipulagið að Sól- vangssvæðinu er nú til kynning- ar. Þórdís Mósesdóttir, formaður öldrunarnefndar Hafnarfjarðar, segir að nýtt félag, Höfn, sem sé samtök ýmissa félagssamtaka, hafi í huga að byrja að byggja á svæðinu íbúðir fyrir aldraða sem fyrst á Sól- vangssvæðinu. Fyrirhugað væri að byggja nýja elli- og hjúkrunarheimil- isálmu við Sólvang og væri það orð- ið mjög brýn framkvæmd til að geta samnýtt ýmiss konar þjónustu sem með því fengist. Sólvangur gæti með þvi móti boðið upp á t.d. dag- vist, böðun og sjúkraþjálfun þegar horft væri til framtíðar. Þá horfðu menn til þess að hægt væri að nýta í framtíðinni eldhús og mötunarað- stöðu Sólvangs fyrir íbúana sem byggju enn á eigin vegum í húsun- um i kring. Á Sólvangssvæðinu er gert ráð fyrir tveimur fjölbýlishúsum fyrir aldraða, öðru fjögurra hæða með 40 íbúðum og hinu þriggja hæða með 25 íbúðum. Þá er gert ráð fyrir að reisa 13 litlar, tveggja herbergja íbúðir svipaðar þeim sem þegar eru fyrir á svæðinu. Skipulagið gerir ráð fyrir að byggðar verði 18 þriggja herbergja íbúðir með bílskúr sem verði um 130 fm brúttó. Þá er gert ráð fyrir um það bil 700 fm þjón- ustumiðstöð fyrir aldraða. Fyrir á svæðinu er Elli- og hjúkr- unarheimilið Sólvangur, sem er i reynd orðið að mestu leyti langlegu- sjúkrahús og heilsugæslustöð Hafn- firðinga, auk nokkurra öldrunar- íbúða. Erna Fríða Berg, skrifstofu- stjóri á Sólvangi, segir að mjög sé orðið þröngt um sjúklinga þar og því nauðsynlegt að hefjast handa um viðbygginu Sólvangs. Það sem væri brýnast nú fyrir Hafnfirðinga væri ekki langlegudeildir fyrir aldr- aða, heldur millistig milli þess að þeir gætu búið á eigin vegum og þar til þeir þyrftu á sjúkrahúsvist að halda. „Heimaþjónustan við aldraða og heimahjúkrun er orðin það mikil og góð að aldraðir geta almennt dvalið mun lengur á eigin vegum en áður var," sagði Erna Fríða. Hún sagði jafnframt að ýmsir dýrir rekstrar- þættir, eins og mötuneyti, þvottahús og dagvist fyrir aldraða, sem þegar hefði verið gert ráð fyrir og byggt yf- ir, mundu nýtast nýrri hjúkrunar- álmu sem fyrirhuguð væri við Sól- vang. Ennfremur gæti sú þjónusta nýst þeim öldruðum sem kæmu til með að búa á svæðinu. islendingar i sveitar- stjórnir í Sviþjóð? Nei, því miöur. Peir höföu ekki rœnu á aö skrá nöfn sín á auöa framboöslista Það voru laus sæti fyrri a.m.k. 22 íslendinga eða aðra í bæjar- og sveitarfélögunum hér í Sví- þjóð í kosningunum um síðustu helgi. Ef þeim hefði hugkvæmst að skrá nöfn sín á auða lista Nýja lýðræðsisflokksins, hefðu þeir komist að í þeim kjördæmum þar sem Lýðræðisflokksmenn komust að — en gleymdu sjálfir að leggja fram nöfn. Framboðs- listarnir voru auðir en hægt er að leggja fram lista án þess ein- hver skipi sæti á þeim. Nýi lýðræöisflokkurinn fékk menn kosna í 159 sveitarfélögum vítt og breitt um Svíþjóð. í 22 þeirra gleymdu þeir að setja nöfn á fram- boðslistana en hlutu þó kosningu. Flokkurinn situr því uppi með mannlaus sæti í ýmsum sveitar- stjórnum. Framkvæmdastjóri þessa „Glistr- upsflokks" lofar því að þetta muni aldrei koma fyrir aftur. Sænskar kosningaregiur eru þannig að hægt er að leggja fram auða lista og geta menn skráð sig á þá. Hver sem er getur lagt fram framboðslista með hverjum sem er. Á einum lista sem ég sá á kjörstað hafði verið safnað saman um nöfnum 30 prófessora, sem áttu fátt eða ekkert sameigin- legt nema titilinn. Einhverjum hafði dottið í hug að prenta kjörseðil með þessum nöfnum — og það er lög- legt. , Ef Islendingar hefðu haft rænu á að setja nöfn sín á auðu lista Nýja lýðræðisflokksins hefðu þeir hlotið kosningu í 22 kjördæmum — svo framarlega að þeir hafi verið kjör- gengir. í Svíþjóð búa yfir 5 þúsund landar og þá hefði ekkert munað um það að lána nöfn sin í framboð. Af Nýja lýðræðisflokknum er það helst að frétta að þar er allt upp í loft. Deilt er um það hverjir hafi ver- ið í framboði þar sem fleiri en einn listi barst í nafni flokksins. Annar aðal talsmaður flokksins, Bent Karlsson, hringleikastjóri í Skara styður jafnaðarmann til forystu í Skarahéraði, þó hann ætli sjálfur að styðja stjórn borgaraflokkanna í landstjórninni. Bert þessi hefur ekki en gert upp við sig hvort hann ætlar að taka sæti á sænska þinginu eða i Skarasveit. Hann var ávíttur eftir kosningarnar er síðdegisblað birti mynd af honum í sænska þinginu kosninganóttina. Bert steig upp á ræðupúltið en það þótti skrifstofu- stjóra sænska þingsins ekki hæfa réttkjörnum þingmanni. VALTILL RIKSDAGEN LANDSEKONOMERNA 1 Lennart Nyberg, konsult 2 Rolf Adamson, professor 3 Torsten Almén, professor 4 Stefan Arnborg, professor 5 Erik Arrhenius, professor 6 Fritz Bank, professor 7 Gunnar Berefelt, professor 8 Gunnar Bergholtz, professor 9 Lars Bergström, professor 10 Torsten Bohlin, professor 11 Anna Christensen, professor 12 Gudrun Dahl, professor 13 Östen Dahl, professor 14 Ingrid Detter de Lupis, professor 15 Áke W. Edfeldt, professor 1Ö Göran Englund, professor 17 Gi nnel Engwall, professor 18 Lars Fant, professor 19 Per Frostin, professor 20 Mats Furberg, professor 21 Birger Gerhardsson, professor 22 Tor Ragnar Gerholm, professor 23 Göran Grimvall, professor 24 Sven Halldén, professor 25 Ulla Jacobsson, professor 26 Siegfried Lienhard, professor 27 Gustaf Lindencrona, professor 28 Jan Lundqvist, professor Prófessoralistinn til sænska Rikisdagsins

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.