Alþýðublaðið - 22.10.1991, Síða 4

Alþýðublaðið - 22.10.1991, Síða 4
Laugardaga 10-17 Sunnudaga 14-17 TM-HUSGOGN SÍÐUMÚLA 30 SÍMÍ 686822 MÞBUBLJiBlD Fréttir í hnotskurn RAÐISTISTORVIRKI: í síðustu viku tók formaður Flugvirkjafé- lags íslands, Geir Hauksson, fyrstu skóflustungu að mestu byggingu sem íslendingar hafa til þessa reist, flugskýli og viðhaldsstöð Flugleiða hf. á Keflavíkurflugvelli. Alþýðublaðið hefur áður lýst þessu stórhýsi, sem rísa mun af ótrúlegum hraða og kostar einn lítinn milljarð króna. Nýja byggingin boðar margt gott, skýli fyrir nýjar og dýrar þotur Flug- leiða, og aukin verkefni flugvirkja við eftirlit og skoðanir. A myndinni er Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips og formaður stjórnar Flugleiða, að ávarpa gesti sem viðstaddir voru skóflustunguna. VISITOLUR ! Hagstofa íslands hefur reiknað út launavísitöluna fyr- ir októbermánuð miðað við meðallaunin í mánuðinum á undan. Vísi- talan er 129,3 stig, eða 0,1% hærri en í september. Samsvarandi launa- vísitala, sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána, tek- ur sömu hækkun og er því 2.828 stig í nóvembermánuði. Ennfremur hefur Hagstofan reiknað vísitölu byggingarkostnaðar. Hún hreyfðist lítt, hækkaði um 0,2% milli mánaða, er nú 187,3 stig. Byggingarvísital- an hefur hækkað um 8,1% síðustu 12 mánuði, síðustu 3 mánuði um 0,5%, sem samsvarar 2,2% árshækkun. 3.500.000. GESTURINN: húu Elísabet Haraldsdóttir varð óvænt gestur númer 3.500.000 í Þjóðleikhúsinu. Hún kom að sjá Gleðispilið eftir Kjartan Ragn- arsson á laugardagskvöldið og var þá tekið á móti henni af sjálf- um Þjóðleikhússtjóranum, Stefáni Baldurssyni. Færði hann Elísabetu blómvönd, minningarpening leik- hússins og gjafakort fyrir tvo á all- ar sýningar hússins í vetur. TÍSKUBLAÐ SÆVARS KARLS: Tólf þúsund viðskiptavinir Sæv- ars Karls fá um þessar mundir sent tískutímarit, Yfirlit Sævars Karls, myndarlegt blað. í blaðinu er ekki aðeins hugað að fallegum og vel hönnuðum klæðnaði, heldur einnig bókmenntum, ýmsum nautn- um og myndlist; einnig bílum, skóm og skógerð. í blaðinu segir frá Ól- afi Jóhanni Ólafssyni, Sony-forstjóra á alþjóðavísu sem jafnframt er spennandi rithöfundur, sem gefur út bók hjá Vöku-Helgafelli í haust. Haft er eftir ráðgjafa sem fékk að lesa handritið að hér sé á ferðinni metnaðarfullt verk. „Bókin verður trúlega talin eitt af stórvirkjum síð- ustu ára í íslenskri skáldsagnagerð," er haft eftir þessum nafnlausa les- ara. KVENSJÚKDÓMALÆKNAR MÓTMÆLA: Fundur í Félagi ís- lenskra kvensjúkdómafræðinga mótmælti nýlega áformum um að draga úr þjónustu við sjúklinga með því minnka fjárveitingar og loka Fæðingarheimili Reykjavíkur og breyta St. Jósefsspítala í Hafnarfirði i elliheimili. Fundurinn bendir á nauðsyn þess að sjúklingar eigi val um hvar þeir fá þjónustuna. ALNÆMIBREIÐIST UT: Enn fjölgar þeim einstaklingum sem smit- ast hafa af völdum HIV, — eða alnæmis. Alls 66 íslendingar hafa greinst með smit, þar af 7 á þessu ári. Alls 20 hafa greinst með alnæmi, lokastig sjúkdómsins, og eru 11 þeirra dánir. Sem fyrr er sjúkdómurinn mest áberandi meðal homma/tvíkynhneigðra, 43, og fíkniefnaneytenda sem taka eiturlyf í æð, 7 alls, auk tveggja tilfella þar sem viðkomandi er hommi og eiturlyfjasjúklingur. Gagnkynhneigðir með HlV-smit eftir kynmök eru 6 talsins, þrír karlar og þrjár konur. Fjórar konur hafa smitast við blóðgjöf og tvö tilfelli eru óþekkt. Af sjúklingunum eru 56 karlar og 10 konur, langflestir á aldrinum 20—40 ára. ALNÆMI BREIÐIST HRATT ÚT: Enda þótt fjölmiðlar veiti al- næmisplágunni minna rými nú en áður breiðist sjúkdómurinn hratt út að sögn talsmanna Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Genf. Skýrslur greina frá um hálfri milljón manna sem hafa sjúkdóminn á lokastigi — talsmenn WHO segjast álíta að raunveruleg tala sé þrefalt hærri og að þriðjungur sjúkra sé börn. I Bandaríkjunum einum er 191 þúsund tilfelli, en á eftir koma Úganda og Brasilía. I Evrópu eru alnæm- istilfellin flest í Frakklandi, rúmlega 15 þúsund talsins. FRÍVERSLUN VIÐ TYRKLAND: fsland eygir möguleika á að komast inn á 50 milljón manna markað í Tyrklandi með fiskafurðir. Jafnframt er ekki ólíklegt að ávextir frá Tyrklandi muni sjást í verslun- um hér. Tyrkir og EFTA-ríkin hafa gert með sér fríverslunarsamning, eða drög að slíkum. Fullri fríverslun með fisk á að koma á fót á fjórum árum í Tyrklandi og tollar þá að verða felldir úr gildi. Aðlögunartíminn er sá sami og með iðnaðarvörur. Meginhluti samningsins varðar iðnað- arvörur og er byggður á fríverslunarsamningum við lönd Evrópu- bandalagsins frá 1972. Fulltrúi íslands í þessum viðræðum var Kjartan Jóhannsson sendiherra. Ungir íslenskir, grœnlenskir og fœreyskir jafnadarmenn álykta Aukið samstarf á sviði umhverfis og auðlinda Ráðstefna ungra jafnaðar- manna frá Islandi, Færeyjum og Grænlandi um efnið Atlantshaf um aldamót ályktaði í gær að stórauka þurfi samstarf íslend- inga, Færeyinga og Grænlend- inga á öllum sviðum umhverfis og auðlinda. Ályktunin fer hér á eftir: „Hagsmunir og örlög þjóðanna við Norður-Atlantshaf eru sam- tvinnuð. Allar byggja þær afkomu sína á endurnýjanlegum auðlindum náttúrunnar; fiskveiðum og - vinnslu. Því er lífsnauðsynlegt að þessar þjóðir standi saman að verndun umhverfis og beiti sér fyrir samningum milli þjóða um bann við losun úrgangsefna í hafið, og tak- mörkun eða bann við flutningi hættulegra efna um úthöfin. Stjórnvöld þessara þriggja landa þurfa að koma á víðtækara sam- starfi á sviði rannsókna á lífríki hafs- ins og nýtingu fiskistofna. Hægt er að auka samstarf milli stjórnarstofn- ana, rannsóknaraðila, háskóla, at- vinnufyrirtækja og almannasam- taka til að auka skilning og efla áhrif þessara þjóða í alþjóðlegu tilliti. Mikilvægt er að þjóðirnar sem byggja Norður-Atlantshafið nýti sér sameiginlegan vettvang, svo sem Norðurlandaráð og Vestnorrænu þingmannanefndina, til að vinna að sameiginlegum hagsmunum, og auka skilning annarra þjóða á lífs- háttum og menningu þessara þjóða. Þá viljum við benda á mikilvægi þess að ungt fólk í þessum löndum kynnist hvert öðru, aðstæðum og skoðunum hvert annars, til að efla sameiginlega vitund og skilning á sameiginlegum aðstæðum, úrlausn- arefnum og sameiginlegri framtíð," segir í ályktuninni. Grænlenskir, færeyskir og íslenskir fulltruar, á ráðstefnu FUJ í Hafnarfirði um helgina. A-mynd: E.ÓI. Norskur höfundur skrifaði bók á íslandi Konurnar sem vissu ekki að þær voru fráskildar - einkennileg lög stríðsáranna heimiluðu norskum körlum á erlendri grund að stofna til nýs hjónabands Norska skáldkonan Kim Smáge,sat við bókarskriftir á ís- landi í sumar og er nú tilbúin með fimmtu bók sína, Lex-lögin eða Lex Love, eins og hún heitir á norsku. í bókinni fjallar höf- undurinn um lög, sem sett voru á stríðstímum í Noregi, svokölluð „tvíkvænislög", sem oft hafa verið kennd við Lex Nygaards- vold. Þessi lög heimiluðu norsk- um körlum sem voru á erlendri grund í stríðinu að ganga að eiga nýja konu, meðan norska eigin- konan sat heima án þess að vita að hún væri skilinl Þessi efniviður, segir Kim Smáge, hefur lengi freistað hennar sem Fréttastoffu- ruglingur í fréttum af hugmyndinni um nýtt og öflugt dagblað, sem birtist í Al- þýðublaðinu á föstudaginn, fórum við deildavillt hjá Ríkisútvarpinu. Það var ekki sjónvarpið sem flutti þau „tíðindi" að Alþýðublaðinu væri dreift í rúmum 170 eintökum út á land. Það var hin ágæta frétta- stofa útvarpsins, sem flutti þessa frétt, — alls ekki fréttastofa sjón- varps. Þetta leiðréttist hérmeð. bókarefni. Fyrst hafði hún í huga heimildabók, en sneri frá því og skrifaði skáldsögu um efnið. Að sögn skáldkonunnar urðu margar norskar konur fyrir því á stríðsárunum að skilja við eigin- KIM SMAGE — skritar um kynsystur sínar sem máttu þola þaö að karl þeirra grftist annarri, án þess að fá vitneskju um það. manninn — án þess að vita það. „Engin þeirra hefur viljað koma fram og segja sögu sína. Skömmin og niðurlægingin var of mikil. En þetta upplifðu margar, upp undir þúsund konur," segir Kim Smáge. Hún segir líka að sem betur fer hafi þessi undarlegu lög verið numin úr gildi 1946 að frumkvæði þingkonu hægri flokksins, Ragnhild Vambo. „Það er uggvænlegt til þess að hugsa," segir Kim Smáge, „að engin þessara kvenna fékk neina leiðrétt- ingu á málum sínum." Vinningstölur laugardaginn FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 2.636.532 114.628 3. 134 5.902 4. 4.128 447 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.731.128 upplýsingar:símsvari91 -681511 lukkul!na991002

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.