Alþýðublaðið - 01.11.1991, Qupperneq 2
2
flWlllllílflllll
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Alprent hf.
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson (í starfsleyfi)
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson
Dreifingarstjóri: Steindór Karvelsson
Setning og umbrot: Leturval sf.
Prentun: Oddi hf.
Eftir lokun skiptiborðs:
Ritstjórn: 625538
Dreifing: 625539
Tæknideild: 620055
Fax: 627019
Lengi lifir í
gömlum fordómum
Þrátt fyrir ad menn telji sig til þess aö gera vel upplýsta nú á
dögum skjóta gamlir fordómar iðulega upp kollinum. Hæpiö
er þó að tala um gamla fordóma í þessu sambandi því í gegn-
um aldirnar hefur almenningur þurft aö búa með fóiki sem á
einhvern hátt hefur verið fatlað, hvort heldur hefur verið and-
lega eða líkamlega. Nokkuð hefur borið á því að fólk reyni að
ýta frá sér nálægð vandamála sem fylgja fötlun eða sjúkdóm-
um með því móti að koma slíku fólki í auknum mæli á þar til
gerð hæli. Nú er hælisvistin hins vegar á undanhaldi og reynt
að koma í veg fyrir að einangra sjúklinga og fatlaða frá því
sem kallast eðlilegt umhverfi. Hins vegar kemur það upp aftur
og aftur að þegar fatlaðir eða sjúkir eiga að flytja i nágrenni
við „heilbrigt" fólk rís það upp á afturlappirnar og mótmælir.
Það vill ekki samneyti við „óhreina" eða að þeir búi í nágrenni
við sig.
Þeirrar tilhneigingar hefur talsvert gætt að fólk vilji loka sig
frá því sem það telur óþægilegt, hvort heldur er fötlun, sjúk-
dómar eða dauðinn. Því eru ráðnir sérfræöingar til að fást við
slík mál svo hinn almenni maður þurfi sem minnst að koma
þar nærri. Hins vegar eru slíkir hlutir óhjákvæmilegir hvort
sem mönnum líkar betur eða verr. Vissulega hefur átt sér stað
viðhorfsbreyting til þessara hluta á hinum síöari árum og er
það til góðs. Nú er það almennt viðurkennt að fatlaðir eigi rétt
á að lifa í sem eðlilegustu umhverfi, eigi kost á menntun og
þeim séu sköpuð starfsskilyrði sem taki mið af fötlun þeirra.
Málefni geðsjúkra eru þó skemur á veg komin og hafa þeir
verið hálfutanveltu í samfélaginu. Hvorki hafa þeir, sem eru al-
varlega geðsjúkir og hættulegir sjálfum sér og umhverfi sínu,
átt kost á viðeigandi vist á sjúkrastofnunum hér á landi hingað
til né hafa þeir, sem við vægari geösjúkdóma eiga að stríða,
átt kost á þeirri aðstoð og hjálp sem þeir vissulega þurfa. Ýmis-
legt í málefnum fatlaðra horfir þó til betri vegar.
Ekki hefur verið til viðeigandi meðferðarstofnun fyrir alvar-
lega geðsjúka afbrotamenn hér á landi. Það horfir nú hins veg-
ar til bóta, enda hefur Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráð-
herra ákveðið setja á stofn slíka stofnun. En eins og svo oft áð-
ur rísa ýmsir þeir, sem í nágrenni við fyrirhugaða stofnun búa,
upp á afturlappirnar og telja að sér vegið og andlegri og líkam-
legri velferð sinni stefnt í voða. Sama hefur komið upp á ten-
inginn þegar Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra,
sem beitt sér hefur fyrir stofnun sambýla fyrir geðsjúka, fer af
stað með slík sambýli. Nokkrir nágrannar fyrirhugaðs sambýl-
is settu sig upp á móti því og vildu setja lögbann á að því yrði
komið á fót. Borgarfógeti hefur hins vegar hafnað lögbanni á
sambýlið og er það af hinu góða. Geðsjúkir, sem hafa verið út-
skrifaðir af sjúkrastofnunum, þurfa oft á aðstoð að halda þegar
út í lífið er komið og undir hælinn lagt hvort aðstandendur
þeirra hafa getu eða vilja til að veita þeim þá hjálp sem með
þarf. Því verður samfélagið að koma til móts við þetta fólk til
að gera því kleift að takast á við hið daglega líf. Það er öllum
aðilum fyrir bestu. Það verður hins vegar ekki gert með því
að loka það inni eða hrekja það frá sér. Sambýii fyrir þá, sem
eiga við geðsjúkdóma eða annars konar fötlun að stríða, er
kostur sem er vel til þess fallinn að aðstoða fólk út í lífið.
— TH
Föstudaqur 1, nóvember 1991
FOSTUDAGSGREIN GUÐMUNDAR EINARSSONAR
eð sinnep
undír stertínum
Viðbrögð stjórnarandstöðunnar
í EES-álinu eru afar athyglisverð.
Þau eru ólík að því leytinu að
Kvennaistnn bæði vinnur gegn
málinu og hefur lýst andstöðu. Al-
þýðubandalagið vinnur gegn því
en þykist styðja það. Framsókn er
dálítið opin til endanna, en segist
sýna fulla sanngirni, hvaðan sem
það orð komst nú í pólitíska orða-
bók þess flokks.
Kristín Einarsdóttir er hjör-
leifskari en Hjörleifur sjálfur í
skoðunum sínum á málinu. Það
liggur þó við að maður sakni Hjör-
leifs sjálfs því að hann má eiga það
að hann er miklu betur lesinn.
Hjörleifur mundi heldur ekki
reyna að bera sömu vitleysurnar á
borð fyrir fólk dag eftir dag, þrátt
fyrir að búið væri að reka þær all-
ar þvert ofan í hann. Hann hefði
klókindi til að láta þær líta öðru-
vísi út hverju sinni.
Framsóknarmenn eru dauflegir
til augnanna í málinu. Kannski er
það af því að þeir séu enn í með-
ferð til að komast yfir fráhvarfs-
einkennin frá tuttugu ára stjórnar-
setu. Kannski er það bara af því að
þeir sjá að málið er hagstætt
stjórninni.
En hlægilegastur er Ólafur
Ragnar. Hann er teygður milli öf-
undar vegna góðs máls og óvildar
í garð Jóns Baldvins og stjórnar-
innar. Hann er eins og hestur með
sinnep undir tagíinu, getur'
ómögulega staðið kyrr og sveiflar
stertinum.
Það rímar alls ekki að þykjast
aðhyllast nútímalega, vestræna
jafnaöarstefnu og sýna svo alltaf
ósjálfráðu, innbyrgðu afturhalds-
viðbrögðin. Það er athyglisvert að
hvað sem Ólafur Ragnar talar um
ný viðhorf og vinnubrögð skuli
pólitísk næring Alþýðubandalags-
ins alltaf renna eftir sama nafla-
strengnum sem nær aftur til ein-
angrunarstefnu áranna þegar
flokkurinn barðist gegn EFTA og
ÍSAL.
Þótt Ólafur segist vera Ijósmóðir
nútímalegri viðhorfa í flokknum
er alveg Ijóst að honum hefur alls
ekki tekist að skilja á milli móður
og afkvæmis.
Þegar verið er að reyna að skilja
afstöðu Alþýðubéindaíagsins veld-
ur það erfiðleikum að vita aldrei
hvaða grunnafstöðu Ólafur hefur.
Illu heilli hefur maður hann alltaf
grunaðan um hentistefnu. Það
væri miklu auðveldara að geta
sagt við sjálfan sig að Alþýðu-
bandalagið sé náttúrlega á móti
málinu, en formaðurinn berjist
fyrir því. Þá væri hægt að stilla
upp einhverri stöðu. En með
flokkinn klofinn milli fornaldar-
komma og nýaldarsósíalista og
formanninn einn eins og vind-
hana.
Almennur stjórnmálafundur með
Gunnlaugi Stefánssyni alþingismanni
og Hermanni Níelssyni
á Vopnafirði, í dag, föstudaginn 1. nóvember
ásamt Össuri Skarphéðinssyni.
VINNUSTAÐAHESMSÓKNIR
Vopnafírði og Bakkafirði, í dag, töstudaginn 1. nóvember.
Velferðarríki á
vegamótum
Almennir
stjórnmálafundir
með Sighvati
Björgvinssyni,
heilbrigöis- og
tryggingaráðherra:
Bíldudal föstudaginn 1. nóvember
ísafirði: Félagsheimili Alþýðuflokksins í nýja Alþýðuhúsinu við
Silfurtorg laugardaginn 2. nóvember kl. 14.00.
Frummælendur:
Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða
Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra
Öllum er heimill aðgangur