Alþýðublaðið - 06.11.1991, Síða 3

Alþýðublaðið - 06.11.1991, Síða 3
Miðvikudaqur 6. nóvember 1991 3 / leikhúsi — eftir Jón Birgi Pétursson Gaman og alvara Af gamanleik að vera, eins og Þjóðleikhúsið kynnir leikrit Pauis Osborne, „Himneskt er að lifa“, var furðu iítið hlegið í leik- húsinu á frumsýningarkvöldið. Leikritið tekur í raun til umfjöll- unar grundvallarspurningar- innar: Hvar er ég? sem léttklikk- aður Davíð, eini maðurinn með menntun í þessu lokaða samfé- lagi fjölskyldna fjögurra systra, veltir mjög fyrir sér, og á þar að- eins einn viðmælanda sem hann metur, svila sinn. Systurnar fjórar búa nánast á sömu torfunni. Umgangur utan hópsins er nánast enginn, og svo virðist sem erfitt sé að komast út úr þessum lokaða hring. Að minnsta kosti hefur ,,ungi maðurinn", sonur einnar systurinnar, verið trúlofaður í 12 ár, en ekki séðástæðu til mikilla samskipta við kærustuna, sem hann óttast að vera í einrúmi með. Ein systirin hefur líka lokast inni í þessu samfélagi sem vonlaus piparjómfrú. Já, þetta er skritin familía, smá- borgaraleg, en elskuleg á sinn ein- falda hátt. Hver og einn á við sitt böl að stríða. Húsasmiðurinn, sem átti sér þá hugsjón að verða tannlæknir á yngri árum, fær „tilfelli" annað slagið. Einn eiginmaður hefur farið systravillt í svefnherberginu. Unga manninum, sem reyndar er orðinn fertugur, veitist það ekkert létt verk að fara úr litla herberginu sínu og setjast að í íbúð sem bíður hans og væntanlegrar eiginkonu, sem farin er að ókýrrast eftir 12 ár í festum, enda „er allt dótið hans í herberg- inu“. Vissulega var margt spaugilegt í þessu leikriti, og það var gaman að horfa á það. Var leikurum, leik- stjóra, þýðanda ogöðrum, sem hlut áttu að máli, forkunnarvel tekið í lok sýningarinnar. Frumsýningar- gestir skemmtu sér sýnilpga vel og ekki er ótrúlegt að þetta leikrit eigi eftir að ganga bærilega. Skemmtilegt var að sjá á sviði margar stórar stjörnur leiklistar- heimsins okkar, gamla og gróna leikara, sem áttu létt með að túlka þetta skrítilega smábæjarfólk. Þau Róbert Arnfinnsson, Herdís Þor- valdsdóttir og Baldvin Halldórsson skiluðu sínu af stakri prýði og skör- uðu nokkuð fram úr öðrum á svið- inu. Gunnar Eyjólfsson, Þóra Frið- riksdóttir og Guðrún Stephensen léku líka vel, einsog við mátti búast af svo reyndum kröftum. „Unga fólkið", Homer og Myrta, var leikið af Jóhanni Sigurðarsyni og Eddu Heiðrúnu Backman. Daman orðin vel pipruð, óörugg og hástemmd, þegar hún loks var kynnt í samfé- lagi systranna fjögurra, en „piltur- inn" fremur óásjálegur lurkur, dauð- hræddur við lífið utan öryggis systraveldisins. Leikstjórn er í höndum Sigrúnar Valbergsdóttur og hefur það vænt- anlega verið létt verk að vinna með svo reyndum leikurum. Þýðinguna gerði Flosi Ólafsson, lipurlega eins og vænta mátti, leikmynd og bún- ingar voru í höndum Messíönnu Tómasdóttur, búningar sannfærandi en leikmyndin sýndi ekki þann veruleika sem hún hefði þurft að sýna. Lýsingu annaðist Ásmundur Karlsson. Þetta var ágætissýning, og óhætt að mæla með því að fólk drífi sig. Það ætti þó að hafa í huga að hér er ekki um að ræða farsa, — það er tek- ið á grundvallarspurningu, en glettnin er ævinlega stutt undan. ÉAIþýöuflokkurinn auglýsir laust starf framkvæmdastjóra þingflokks og flokksskrifstofu. Framkvgemdastjórinn verður ábyrgur fyrir almennu flokksstarfi og rekstri. Hann situr þingflokksfundi og skipuleggur starf þingmanna úti í kjördæmunum. Umsóknarfresturertil 18. nóvembernk. Laun samkvæmt samkomulagi. Skriflegar umsóknir berist formanni framkvæmdastjórnar, Guðmundi Oddssyni, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík. Farið verður méð allar umsóknir sem trúnaðarmál. Formaður framkvæmdastjórnar Alþýðuflokksins — Jafnaðarmannaflokks íslands EÍðUP Guðnason umhverfisráðherra verður með viðtalstíma á skrifstofu Alþýðuflokksins, Hverfisgötu 8-10 í Reykjavík, fimmtudaginn 6. nóvember frákl. 17,00-19.00. Tímapantanir á skrifstofu flokksins í síma 91-29244 frá kl. 10.00-16.00. Skrifstofa Alþýðuflokksins t Móðir okkar Brynhildur Snædal Jósefsdóttir kennari frá Létrum i Aðalvík síðast til heimilis að Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, lést 3. nóvember si. Fyrir hönd vandamanna. Guðrun Karlsdóttir Ástríður Karlsdóttir Guðmundur Stefán Karlsson Hrafnhildur Snædal Ólafsdóttir Hanna Ólafsdóttir Forrest Þröstur Ólafsson Guðmundur Páll Ólafsson. iMfi.i (i.nsfvr.iK Menntamálaráðuneytið Laus staða Styrkur til handritarannsókna í Kaupmannahöfn í framhaldi af lyktum handritamálsins ákváðu dönsk stjórnvöld að veita íslenskum fræðimanni styrk til handritarannsókna við Stofnun Árna Magn- ússonar (Det arnamagnæanske Institut) í Kaup- mannahöfn. Styrkurinn veitist til allt að tólf mánaða dvalar og nemur nú um 16.100 dönskum krónum á mánuði, auk ferðakostnaðar. Styrkur Árna Magnússonar (Det Arnamagnæanske Legat) Með sameiningu eftirtalinna sjóða, Det Arnamagn- æanske Legat (frá 1760), Konrad Gíslasons Fond (frá 1891) og Bogi Th. Melsteds Historikerfond (frá 1926) hefur verið stofnaður einn sjóður, Det Arna- magnæanske Legat. Verkefni hins nýja sjóðs er að veita íslenskum ríkisborgurum styrki til rannsókna í Árnasafni eða í öðrum söfnum í Kaupmannahöfn. Styrkir veröa veittir námsmönnum og kandidötum, sem hafa sýnt svo mikla þekkingu á sviöi norrænn- ar eöa íslenskrar tungu, sögu eða bókmennta, aö vænta megi aö þeir muni inna af hendi verk í þess- um greinum, sem þættu skara fram úr. Umsóknarfrestur um ofangreinda styrki er til 25. nóvember nk., en umsóknir ber að stíla til Árna- nefndar (Den Arnamagnæanske Kommission) í Kaupmannahöfn. Nánari upplýsingar um styrkinn og tilhögun umsókna fást í menntamálaráðuneyt- inu, Stofnun Árna Magnússonar á íslandi og skrif- stofu heimspekideildar Háskóla íslands. Menntamálaráðuneytið, 4. nóvember 1991. Kynningarfundur Miövikudaginn 6. nóvember kl. 17.15 mun hr. Luis Olivares, starfsmannastjóri Alþjóðabankans í Evr- ópu, halda kynningarerindi í stofu 101, Lögbergi, Háskóla íslands um stefnu Alþjóðabankans í starfs- mannamálum. Jafnframt gefur hann yfirlit yfir helstu verkefni bankans og starfssviö. Öllum er áhuga hafa á að kynna sér starfsemi og störf á vegum Alþjóöabankans er hér með bent á að koma til þessa kynningarfundar. Fundurinn er öll- um opinn. Viðskiptaráðuneytið, 4. nóvember 1991. Verkfræðingar Miðvikudaginn 6. nóvember kl. 10.30 mun hr. Luis Olivares, starfsmannastjóri Alþjóöabankans í Evr- ópu, halda kynningarerindi í Borgartúni 6, Reykjavík um stefnu Alþjóðabankans varöandi ráðningu verk- fræöinga til sérstakra verkefna á vegum bankans. Fundurinn er opinn öllum starfandi verkfræöing- um. Viðskiptaráðuneytið, 4. nóvember 1991. Sundrung eða samstarf? Félag ungra jafnaðar- manna í Reykjavík, FUJ, boðar til fundar allra Al- þýðuflokksfélaganna í Reykjavík, fimmtudags- kvöldið 7. nóvember nk. kl. 20.30 í Rósinni, Hverf- isgötu 8—10. Fundarefni: Sundrung eða samstarf Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík? Frummæiendur: Guðmundur Einarsson, aðstoðarmaður iðnaðar- ráðherra og Margrét Björnsdóttir, endurmenntun- arstjóri Háskóla íslands. Léttar veitingar. Stjórnin Bæjarmálaráð Alþýðuflokksins í Hafnarfirði Fundur bæjarmálaráðs verður haldinn mánudaginn 11. nóvember nk. kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu, Strand- götu 32. Fundarefni: Hafnarmál. Framsaga: Eyjólfur Sæmundsson, formaður hafnarnefndar. Fundarstjóri: Jóna Ósk Guðjónsdóttir. Allt nefndarfólk Alþýðuflokksins í Hafnarfirði og annað stuðningsfólk er hvatt til að mæta vel og stundvíslega. Bæjarmálaráð

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.