Alþýðublaðið - 20.12.1991, Side 2

Alþýðublaðið - 20.12.1991, Side 2
2 Föstudaqur 20. desember 1991 MPÍÐUBLMÐ HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson (í starfsleyfi) Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Sigurður Jónsson Dreifingarstjóri: Steindór Karvelsson Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn: 625538 Dreifing: 625539 Tæknideild: 620055 Fax: 627019 Bækur og auglýsingar Hið árlega jólabókaflóð hefur nú náð hámarki. Talsvert hefur verið skammast út í útgefendur fyrir auglýsingaskrum og bumbuslátt og þeir stundum skammaðir fyrir að gera minna fyrir bókina sem menningarafurð. Að vissu leyti er þetta rétt ádrepa en hún er einnig röng. íslenskir bókaútgefendur eru líkt og hverjir aðrir framleiðendur; þeir búa til vöru sem þarf að selja. Og til að selja vöruna þarf að markaðssetja hana, aug- lýsa hana, hampa henni framan í kaupendur svo væntanlegir lesendur viti að bókin er í sölu um jólin. Þaðsem gerir flestum bókaútgefendum erfiðara fyrir en venjulegum vöruframleið- endum er að vertíð þeirra flestra stendur stutt yfir. Jólabæk- urnar svonefndu eru oftastnær undirstaða bókaútgáfunnar og ef jólavertíðin tekst vel er útgefandanum borgið næsta ár; hann er sloppinn fyrir hornið næstu tólf mánuðina. Ef aflinn á jólavertíðinni bregst blasir hins vegar önnur rnynd við; bóka- útgefandinn á erfitt ár framundan, riðar kannski á barmi gjaldþrots. Það væri því heppilegra fyrir lesendur og útgefendur ef bóka- markaðurinn dreifðist jafnar yfir árið. Margir útgefendur hafa gert heiðarlegar tilraunir til að breyta útgáfumynstrinu og gef- ið út bækur á öðrum tímum ársins en fyrir jól. Þessar tilraunir hafa flestallar tekist illa nema þegar um er að ræða stór og mikil verk sem eru í sölu árum saman. íslenskir bókaútgefend- ur eru ennfremur lítt eða ekkert studdir af hinu opinbera og þurfa oft að leggja allt að veði til að geta boðið íslenskum les- endum merkar menningar- og fræðibækur. Því skal endurtek- in sú skoðun Alþýðublaðsins, að mikil nauðsyn er á opinber- um lána- og styrkjasjóði útgefendum til handa, sannkölluðum menningarsjóði. Jólabókaútgáfa er síður en svo íslenskt fyrirbæri, sama út- gáfumynstur er að finna hjá nágrannaþjóðum okkar. Mál- svæðin eru hins vegar stærri hjá Evrópuþjóðunum og því verður jólavertíðin ekki jafn afgerandi og áberandi eins og á íslandi. Örvænting útgefendanna um afkomu sína að lokinni jólavertíð endurspeglast oft í auglýsingum þeirra. Bækur geta að sjálfsögðu liðið fyrir auglýsingamennsku örvæntingar- fullra útgefenda; bæði vegna þess að bókin er of lítið auglýst eða að hún er ofauglýst og villandi mynd af henni dregin upp í auglýsingum. Þess vegna er það gleðilegt, að íslenskir les- endur virðast hafa áttað sig á auglýsingaskrumi annars vegar og réttmætum upplýsingum um viðkomandi bækur hins veg- ar. íslendingar eru orðnir vóinir hinum sterku fjölmiðlum og farnir að þekkja mátt þeirra og veikleika með tilliti til auglýs- inga. Bækur á Islandi seljast nefnilega mun meira (eða minna) vegna orðsins sem af þeim fer en vegna auglýsinganna. Pað er alrangt að halda því fram, aö auglýsingamarkaðurinn sem slíkur eyðileggi góðar bækur. Ekkert eyðileggur góða bók. Miklar auglýsingar geta hins vegar lyft góðum bókum, illa auglýstar bækur geta haldið góðum bókum niðri um stundarsakir. En góð bók nær alltaf upp á yfirborðið að lokum. Það er mikill hroki og vanmat á dómgreindog leshæfni Islend- inga að halda því fram, að bókaauglýsingaflóð útgefenda í jólavertíðinni hafi afgerandi áhrif á hvaða bækur eru keyptar og hverjar ekld og að markaðssetning bóka eyðileggi íslenska lesmenningu. íslendingar hafa hingað til verið fullfærir um að velja sínar bækur. Og þeir eru það enn, þrátt fyrir bókaflóð og auglýsingaherferðir. FÖSTUDAGSGREIN GUDMUNDAR EINARSSONAR Þingmenn hafna Undanfarna daga hafa þing- menn stjórnarinnar verið í því að hafna flestu sem stungið hefur verið upp á til að laga ástandið í ríkisfjármálunum. Þeir hafna breytingum á sjómannaafslættin- um, jafnvel í þeim tilfellum, þegar sjómaðurinn er svo mikill land- krabbi að hann fær bílastyrk. Svona hefur þetta auðvitað allt- af verið og engin sérstök nýlunda. Það sem óvenjulegast er að þessu sinni er sá fjöldi þingmanna, sem skrifar sjálfum sér með kröfum um að hafna hinu og þessu. Vilhjálmur Egilsson alþingis- maður fékk t.d. bréf frá nafna sín- um í Verslunarráði, sem andmælti jöfnunargjaldi. Vilhjálmur sagðist eiga erfitt með að samþykkja mál- ið í þingi því framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands væri svo mikið á móti því. Guðmundur Hallvarðsson al- þingismaður fékk líka skilaboð frá alnafna sínum í hafnarstjórn Reykjavíkur. Sá hafnar ríkisstjórn- arerindi um vörugjaldshækkun. Guðmundur Hallvarðsson alþing- ismaður sagðist í sjónvarpinu hafna stjórnarerindinu á grund- velii hafnarstjórnarerindisins. Lík- lega hafnar stjórnarerindið í rusla- fötunni hjá honum. Svo virðist sem þeir Vilhjálmur og Guðmundur eigi í átökum við að ná tökum á sjálfinu. Hvur er hvurs? Fyrirrennarar þeirra, sem voru klofnir á þennan hátt, voru altmul- igmenn fyrir hádegi og alþingis- menn eftir hádegi. Þetta virðist hafa gengið þangað til farið var að hafa þingfundi á morgnana. Og hvers menn eru þeir á næturfundum? Og ekki batnar ástandið nú þegar allir tala utan dagskrár. Hver er hinn klofni þegar hann talar utan dagskrár? En þetta er velþekkt fyrirbæri. Gamall skeggjaður karl í Vínar- borg skilgreindi þetta ástand og til eru stofnanir til að laga þetta. Alltaf hafa verið til þrýstihópar, sem hafa átt þingmenn fyrir sig á Alþingi. Framsóknarmenn eru fyrir bændur og þingmenn úr verkalýðshreyfingunni hafa verið fyrir launþega. Nú virðast þrýstihóparnir farnir að minnka fyrst 5 manna hafnar- stjórn kemur manni á þing. Og svo er verið að tala um vægi atkvæða. Þetta endar með því að slagorð- inu „einn maður — eitt atkvæði" verður snúið upp í „einn maður — einn þingmaður" og þá erum við komin í hring til Grikklands. En var það ekki hugmyndin að þingmenn reyndu að halda stóru línunum til haga og hugsa um al- mannaheill? Þótt hafnir séu mikilvægar var ekki meiningin að þær kysu fólk á þing. En kannski er þetta óumflýjan- legt. Kannski fáum við fleiri og fleiri þingmenn lítilla hafna og sæva. SVO ALLIR HAFI NOG RAFMAGN UM JÓLIN Jafnið notkun yfir daginn Reyniö aö dreifa eldun yfir daginn eftir því sem kostur er, einkum á aöfangadag og gamlársdag. Notið ekki mörg straumfrek tæki samtímis að óþörfu, t.d. rafmagnsofn, hraösuðuketil, þvottavél, þurrkara og uppþvottavél. Forðist brunahættu Farið varlega meö öll raftæki til aö forðast hættu á bruna og raflosti. Gamlar, slitnar leiöslur og lélegar jólaljósasamstæöur geta verið hættulegar. Eigið alla vartappa í flestum nýrri húsum eru útsláttarrofar, en í eldri húsum eru vartappar (öryggi) og rétt er aö eiga birgöir af þeim. Helstu stærðir eru 10 amper (Ijós), 20-25 amper (eldavélar o.fl.) og 35 amper (aöalvör fyrir íbúð). Ráðstafanir í straumleysi Ef straumlaust verður skal gera eftirfarandi ráðstafanir: Taka straumfrek raftæki úr sambandi, skipta um viðkomandi vartappa ef straumleysi nær til hluta íbúðar, skipta um aðalvar ef straumleysi nær til allrar íbúðar. Lekastraumsrofi Hafi lekastraumsrofi leyst út er rétt að taka öll raftæki úr sambandi og reyna síðan að setja rofann inn. Síðan má setja tækin í samband aftur, eitt af öðru, þar til bilaða tækið finnst. Bilanatilkynningar Tekið er á móti tilkynningum um bilanir í síma 686230 hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur allan sólarhringinn. Á aðfangadag og gamlársdag er einnig tekið á móti bilanatilkynningum til kl. 19 í síma 604600. Gleðileg jól og farsælt komandi ár! RAFMAGNSV EITA REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT34 108 REYKJAVÍK SfMI 60 46 00 - IM

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.