Alþýðublaðið - 24.01.1992, Side 1
Fjárlagahallinn árið 1991 áœtlaður 12,6 milljarðar
Halliitn ekki meiri í 40 ár
Hallinn á rekstri ríkis-
sjóðs á síðasta ári nam
12,6 milljörðum króna
samkvæmt bráðabirgða-
tölum sem Friðrik Sophus-
son fjármálaráðherra
kynnti á blaðamannafundi
í gær. Sagði hann hallann
um það bil þrisvar sinnum
meiri en fjárlög hefðu gert
ráð fyrir og þetta væri
mesti halli sem orðið hefði
um áratugaskeið.
A fundinum kom fram að
hrein lánsfjárþörf ríkisins á
síðasta ári hafi numið um
Frlðrik Sophusson fjármála-
ráðherra
14,8 milljörðum króna, sem
er meira en helmingi meira
en upphafleg fjárlög gerðu
ráð fyrir. Þá kom fram hjá
fjármálaráðherra að hallinn á
ríkissjóði hefði orðið 3—4
milljörðum króna meiri ef
ríkisstjórnin hefði ekki gripið
til sérstakra aðgerða sl. vor til
að að auka aðhald og sparn-
að í ríkisbúskapnum.
Samkvæmt fjárlögum fyrir
síðasta ár var gert ráð fyrir að
hallinn á rekstri ríkissjóðs
yrði 4,1 milljarður króna eða
1,1% sem hlutfall af lands-
framleiðslu. Hann er nú hins
vegar talinn fara í 3,4% af
landsframleiðslu eða í 12,6
milljarða króna. Lánsfjárþörf
ríkisins var áætluð um 5,9
milljarðar króna en er áætluð
nú hátt í 15 milljarða.
Samkvæmt fjárlögum síð-
asta árs var áætlað að mæta
lánsfjárþörf ríkisins alfarið á
innlendum lánamarkaði og
rúmlega það. Það gekk hins
vegar ekki eftir og þegar upp
var staðið tókst aðeins að ná
inn um 3 milljörðum króna
með sölu ríkisbréfa. Til þess
að brúa bilið varð því að taka
erlend lán fyrir um 6 millj-
arða króna og lenda í tæp-
lega 6 milljarða króna yfir-
drætti hjá Seðlabankanum.
Skuld ríkissjóðs við Seðla-
bankann í árslok var því um
5,5 milljarðar króna.
Þá kom fram hjá fjármála-
ráðherra að hrein lánsfjár-
þörf opinberra aðila var áætl-
uð um 24 milljarðar króna á
síðasta ári en er nú áætluð
um 37—38 milljarðar króna,
um 14 milljarða umfram það
sem áætlað var.
Meiri halli ríkissjóðs en fjár-
lög sögðu til um er bæði
vegna þess að tekjur urðu
minni en ráð var fyrir gert og
útgjöld umtalsvert meiri.
Fjárlög gerðu ráð fyrir að
tekjur ríkissjóðs yrðu 101,7
milljarðar króna en urðu 100
milljarðar. Gjöld ríkisins voru
áætluð rúmlega 105,6 millj-
arðar króna en talið er að þau
verði yfir 112,6 milljarðar.
Skakkar þar því u.þ.b. 8,6
milljörðum króna.
Kossaflens í þingsölum
- þegar bandormurinn var samþykktur og Framkvœmdasjóður
lagður niður
f gær lauk stormasamri
þinglotu með því að sam-
þykktur var bandormur-
inn svokaliaði, sem fjallaði
um ýmsar ráðstafanir í
ríkisfjármálum. Miklar
deilur höfðu staðið um
bandorminn, sem líklega
er eitt umdeildasta frum-
varp ríkisstjórnar á síðari
árum. Jafnframt sam-
þykkti þingið lánsfjárlög
fyrir 1992 og lög sem
kveða á um að Fram-
kvæmdasjóður Islands
verði lagður niður, og
starfsemi hans færð til
Lánasýslu ríkisins.
Þingfundur hafði þá staðið
alla nóttina áður, og lauk ekki
fyrr en klukkan að ganga sex
að morgni. Hart var deilt, og
stjórnarandstaðan átaldi
harðlega, að heilbrigðisráð-
herra hefði ekki svarað fram-
komnum spurningum með
nægilega skýrum hætti. Ráð-
herrann, sem hélt svarræðu
sína um miðnæturbil, þurfti
hins vegar að hverfa af fundi
fyrir tvö, þar sem hann var á
leið til útlanda um morgun-
inn. I Ijósi þess að ráðherrann
varð fimmtugur þennan dag
fóru stjórnarandstæðingar
hins vegar ekki fram á að ráð-
herrann yrði sóttur í rúmið til
að ljúka svörum en áskildu
sér rétt til að víkja síðar að
ýmsum atriðum, sem þeim
þótti ámælisverð hjá ráðherr-
anum.
Skondin uppákoma varð
þegar ráðherrann lauk máli
sínu. Rannveig Guðmunds-
dóttir, þingmaður Alþýðu-
flokksins, þrýsti þá heitum af-
mæliskossi á kinn ráðherr-
ans. í stólinn var þá stigin
Guðrún Helgadóttir til and-
svara. Bað hún ráðherrann
að hlýða á mál sitt í stað þess
að vera að kyssa þingmenn.
Össur Skarphéðinsson kall-
aði þá fram í, hvort hún vildi
ekki líka koss frá ráðherran-
um. „Ekki meðan ég er að
tala,“ svaraði Guðrún um
hæl.
Alllod 11 afdóttur
HAGKAUP
/4CCt í