Alþýðublaðið - 24.01.1992, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.01.1992, Blaðsíða 7
Föstudaqur 24. ianúar 1992 7 Jónas Þór - „gúru“ í kjötvinnslu GALLOWAY' TILRAUNIN HEFUR MISLUKKAST - og hefur kostað okkur hundruð milljóna króna - alíslenska nautakjötið hefur ótal kosti fram yfir erlent kjöt - Gatt mun auka framleiðslu bænda, ekki minnka hana „Gott nautakjöt er einfaldlega af gripum sem hafa fengið gott fóður, það er í flestum tilfellum galdurinn,“ sagði Jónas Þór Jón- asson í Kjöti hf. við Grensásveg. Jónas Þór hefur, þrátt fyrir að hann megi ekki kalla sig kjötiðn- aðarmann, þótt mikiil meistari í sambandi við kjötvinnslu. Við hann skipta fjölmargir þeirra sem vilja virkilega góðar steik- ur, ekki síst nautasteikur. Um 20% kjötneyslu á íslandi er nautakjöt, svínakjöt svipað, en lambið vinsælast með um 40%. Blaðamaður hóf að ræða um það margfræga Galloway-kjöt úr Hrísey, besta nautakjöt sem hér er talið að fáanlegt sé. Jónas er ekki á sama máli. Galloway — grófara kjöt_________ — Nú hlýtur tilkoma Gallo- way-kjötsins að gjörbylta nauta- kjötsmarkaðnum hér á landi, algjört hnossgæti er manni tjáð? „Galloway er grófara en okkar al- íslenska kjöt. Þetta Galloway-kjöt færðu hvergi í veröldinni nema þá hér. Ég hef stundum sagt að síðasta Galloway-nautið eigi að stoppa upp og hafa til sýnis fyrir ferðamenn sem geta þá ljósmyndað gripinn. Nei, þessi tilraun í Hrísey hefur nú staðið eitthvað á þriðja áratug og hefur kostað þjóðarbúið hundruð milljóna króna. Tilrauninni á að vera lokið og kjöt af Gallo- way-blendingum er farið að koma á markað hér uppi á fastalandinu. Það er satt best að segja engin sérstök eftirspurn eftir þessu kjöti, áhuginn er nánast enginn, enda finnst þeim sem best þekkja til að innlent nauta- kjöt frá góðum búum slái flest ann- að út í þessum efnum. Galloway-til- raunin hefur mistekist og varð kostnaðarsöm. Ástæðan fyrir því að ég er kannski nokkuð hvass út í þessa löngu og miklu tilraun með Gallo- way-nautin er sú að mönnum var talin trú um að hér væri um afar hagkvæmt mál að ræða, gjörbylt- ingu í nautarækt. Sú varð ekki raun- in. Sannleikurinn er sá að „hag- kvæmnin" var að til varð svokallað- ur stjörnuflokkur nautakjöts, sem Galloway-blendingurinn er þá í, miklu dýrara en fjarri lagi betra hrá- efni, grófara og lakara. Væri þetta kjöt til dæmis 10—15% ódýrara, og jafngott, væri allt í besta lagi, en svo er sem sagt ekki, síður en svo.“ Betra kjöt í lægra flokki_______ Jónas Þór er einskonar „gúru“ í kjötiðnaði, þekktur fyrir vandfýsni sína á kjöt og miklar kröfur til fram- leiðendanna. Hann er t.d. afar óhress yfir þeirri opinberu flokkun sem gildir í kjötmati. Hann segir til dæmis að flokkurinn UNl, eða ung- neyti í fyrsta gæðaflokki, standi mikið að baki flokknum UN2F, kjöti sem fellt hefur verið niður í annan gæðaflokk vegna þess að á skrokk- unum er nokkur fita. „Sannleikur- inn er sá að kjötið í UN2-flokknum gefur fólki mun betri steikur, en mis- skilningur og fáfræði gera það að verkum að bændur fá 40 krónum minna á kílóið fyrir bragðið, og það munar miklu þegar um er að ræða nautsskrokk." Talið barst að slátrun. Jónas Þór segir það í sjálfu sér vel hugsanlegt að bændur slátri heima, betra sé þó að slátrað sé í sláturhúsi þar sem öll- um hollustuháttum er örugglega fuilnægt. Hinsvegar sé hann þeirrar skoðunar að hér á landi þurfi aðeins 3—4 stór og öflug sláturhús sem starfi allt árið, — en auk þess hreppasláturhús bændanna sjálfra, lítil sláturhús þar sem bændur gætu starfað sjálfir saman, til dæmis 15—20 bændur um sitt eigið slátur- hús, sem fullnægði öllum kröfum nútíma markaðar. Fleiri bændur vilja selja sjálfir „Sú staða er að koma upp að vegna mikils framboðs á kjöti eru bændur farnir að óska eftir að selja sjálfir. Það þýðir að þeir fá greitt strax fyrir afurðir sínar, losna við 2—3 mánaða bið eftir slátrun, og síðan annarri eins bið eftir pening- unum. Ég veit að margir bændur eru mjög áfram um að annast um sölumál sín sjálfir. Það er mín skoð- un á bændum hér á landi að þeir eru flestir framfarasinnaðir og hreint ekki á því að haldið sé uppi því slóðakerfi og einokun sem hér hef- ur þrifist og sér vonandi fyrir end- ann á,“ sagði Jónas Þór, sem sjálfur er sveitamaður. „Bændur hér á landi framleiða úrvals hráefni og eiga mikinn heiður skilið," sagði hann. Islensk gæðavara á heimsmarkaðinn — En hvað með bændurna og GATT? Nú virðast ekki aliir bændur á því að líta til annarra landa með útflutning fyrir augum. Eru menn ekki of smeykir við þessi samnings- drög? „Eg tel sjálfsagt að við samþykkj- um GATT-samkomulagið. Þar opn- ast okkur óvænt dyr að erlendum mörkuðum fyrir þá góðu vöru sem við bjóðum upp á. Menn tala um heimsmarkaðsverð, ég tel það ekki koma okkar landbúnaðarvöru við á nokkurn hátt vegna þess að við höf- um algjöra sérstöðu til að selja af- urðirnar án tillits til þess markaðs- verðs, sem við eigum ekki að blanda okkur í. Ég sé framleiðslu okkar sem gæðavöru, úrvalsfram- leiðslu sem við markaðssetjum sem slíka. Þetta eiga bændur að hafa í huga. Þeir eiga í vændum fram- leiðsluaukningu svo um munar, ef vel verður að sölumálum þeirra staðið. Hverjum hefði dottið í hug að við gætum selt feitt hrossakjöt á erlend- um markaði? Nú bendir allt til þess að við getum ekki annað þeim markaði. Aðrar þjóðir eru með hross, bara ekki sömu gæði og Jap- anir eru að sækjast eftir. Við verð- um að varðveita þennan stofn og auka hann. Eða vatnið, — hverjum hefði dottið í hug fyrir nokkrum ár- um að við gætum haslað okkur um- talsverðan völl í útflutningi á hreinu og heilnæmu vatni? Með GATT-sam- komulagi munu fleiri afurðir okkar öðlast sömu vinsældir á erlendum markaði. Hér hefur orðið mikill hávaði vegna innflutnings á smjöriíki og ostlíki. Hvernig fór um þann inn- flutning? Neytendur vildu ekkert með þá vöru hafa. Menn kjósa ferska og ómengaða vöru, íslenska landbúnaðarvöru." íslenska nautíð talið útlentl Meðal viðskiptavina Jónasar er steikhúsið Argentína, frægt fyrir safaríkar nautasteikúr. Tommaborg- arar blómstruðu í eina tíð, og gera reyndar enn. Tólf Tommaborgara- staðir í landinu kaupa eingöngu hrá- efni frá Jónási Þór. Viðskiptavinir Jónasar Þórs eru fáir, en mjög vand- aðir. Sumir sem borða á Argentínu halda að þeir hafi sporðrennt því fræga kjöti frá Argentínu, sem kom- ist hafi framhjá vökulum augum toll- varða. Svo er að sjálfsögðu ekki. Hráefnið er alíslenskt og unnið fyrir pönnu og steikarofn hjá Jónasi Þór og hans mönnum eftir þeim kúnst- arinnar reglum sem þar gilda. „Það hefur sannað sig að íslenskt nautakjöt er í engu lakara en erlent, einnig argentínskt. Okkar kjöt hefur það framyfir erlent kjöt að í því er ekki að finna neina hormóna, engin lyf — og gripirnir hafa verið í meng- unarlausum bithögum. Allt hefur þetta verulega mikið að segja fyrir gæðin. íslenska kjötið fær því bestu einkunn," segir Jónas Þór að lokum. LÍFEYRISSJÓÐUR VERZLUNARMANNA vt, V KYNNINGARFUNDUR UM STARFSEMI LÍFEYRISSJÓÐS VERZLUNARMANNA í tilefni af 100 ára afmæli Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn sameiginlegur kynningarfundur VR og LV á starfsemi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Kynningarfundurinn verður haldinn sunnudaginn 26. janúar 1992 kl. 14 í súlnasal Hótel Sögu. Fundurinn verður öllum opinn. Fundarstjóri, Magnús L. Sveinsson, formaður VR. Magnús L. Sveinsson Guðmunndur H. Garðarsson Þorgeir Eyjólfsson Hallgrimur Snorrason Þórarinn V. Þórarinsson Dagskrá: 1. Setningarávarp. Guðmundur H. Garðarsson, stjórnarformaður LV. 2. Starfsemi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri LV. 3. Lífeyrissjóðir - fortíð og framtíð. Hallgrímur Snorrason, Hagstofustjóri. 4. Lífeyrissjóðir og atvinnulífið. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands. 5. Fyrirspurnir til framsögumanna. 6. Fundarslit.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.