Alþýðublaðið - 24.01.1992, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.01.1992, Blaðsíða 6
6 Föstudaqur 24. janúar 1992 fllverö heldur á uppleiö Álútflutningur Rússa hefur dregist saman um 40% í upphafi ársins Jón Sigurðsson á ráðstefnunni um aðstoð við fyrrum Sovétlýðveldi í Washington r Á ráðstefnu í Washington um aðstoð við fyrrum Sovétlýðveldi sagði Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í gær að ríkisstjórn íslands hefði ákveðið að veita framlag til aðstoðar hin- um nýju lýðveldum. Einnig að vonast væri eftir framlögum fyr- irtækja og einstaklinga í sama skyni. Jón sagði frá tækniaðstoð fslend- inga við Sovétríkin á sviði jarðhita, fiskeldis og sjávarútvegs og þeirri hugmynd sinni að bjóða ungu at- hafnafólki frá lýðveldunum til náms og þjálfunarstarfa á íslandi í rekstri fyrirtækja og markaðsmáium. Loks minnti ráðherrann á aðstoð Norður- ianda við Eystrasaitsríkin, sem nú er hafin. Fulltrúar 60 ríkja sitja ráðstefn- una, sem George Bush Bandaríkja- forseti boðaði til, í þeim tilgangi að samræma aðstoðina við hin nýju iýðveldi og styðja við bakið á lýð- ræðisöflunum í þessum ríkjum. Þannig yrði dregið úr hættunni af félagslegu og efnahagslegu öng- þveiti. Jón Sigurðsson situr ráðstefnuna í umboði utanríkisráðherra. Með honum sitja ráðstefnuna þeir Tómas Tómasson sendiherra og Jón Egils- son, sendiráðunautur í sendiráðinu í Washington. Álverð er heldur á uppleið það sem af er á þessu ári. I Financial Times í síðustu viku er skýrt frá 8% hækkun á heimsmarkaðs- verði á áli eða úr um 1.140 Bandaríkjadölum tonnið í 1.230 dollara. Það verð hefur haldið sér. Mikil óvissa ríkir þó enn á álmörk- uðum og skiptar skoðanir um hvort búast megi við hærra áiverði á næstunni. Ódýrt ál frá Rússlandi hefur keyrt heimsmarkaðsverðið niður. í þessum mánuði hefur hins vegar útflutningur á áli frá Rúss- landi dregist saman um 40%. Sérfæðingar á sviði álmála virð- ast ekki á eitt sáttir um hvort botnin- um hefur verið náð í álverði eða hvort það kemur til með að lækka aftur. Enginn virðist vita með vissu hversu mikið framboð af áli kunni að verða á alþjóðamarkaði frá Rúss- landi í nánustu framtíð. Almenn efnahagskreppa í Bandaríkjunum spilar þar talsvert inn í en hún virð- ist ekki vera í rénun. Verð og fram- boð á þessum markaði mun vænt- anlega fara nokkuð eftir því hversu hratt Rússar taka upp markaðsbú- skap og hvort þeir munu halda áfram að selja ái og aðra málma á útsölu í knýjandi þörf fyrir erlendan gjaldeyri. ictiii ( glysix<;\n Þórshöfn Ríkissjóður leitar eftir kaupum á íbúðarhúsnæði á ÞÓRSHÖFN. Um er að ræða einbýlishús, par- og/eða raðhús, u.þ.b. 150—200 m2 að stærð að meðtalinni bíl- geymslu. Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingarár og -efni, fasteigna- og brunabótamat, verðhug- mynd og áætlaðan af hendingartíma, sendist eigna- deild fjármálaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 3. febrúar 1992. Fjármálaráðuneytið, 23. janúar 1992. Til sölu einbýlishúsið Sunnuvegur 6, Hafnarfirði Kauptilboð óskast í einbýlishúsið Sunnuveg 6, Hafnarfirði, samtals 556 m3 (206 m2) að stærð. Brunabótamat er kr. 13.010.000,- Húsið verður til sýnissunnudaginn26.janúarnk. kl. 14—15 og mið- vikudaginn29. janúarnk. kl. 15—16ogáöðrum tím- um í samráði við Erling Hansson í síma 92-41872. Tilboðseyðublöð verða afhent hjá ofangreindum aðila og á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð merkt „Útboð nr. 3775/92" skulu berast fyrir kl. 11.00 þriðjudaginn 4. febrúar 1992 þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. II\II\IKAUPAST0FI\IUN RIKISINS BORGARTUNI 7 105 REYKJAVIK FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA Allsherjar- atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæða- greiðslu við kjörstjórnarog trúnaðarmannaráðs Fé- lags járniðnaðarmanna fyrir næsta starfsár. Tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs félagsins skal skila til kjörstjórnar félagsins, á skrifstofu þess á Suðurlandsbraut 30, 4. hæð, ásamt meðmælum a.m.k. 77 fullgildra félags- manna. Tillögur eiga að vera um 7 menn í stjórn félagsins og auk þess tillögur um 14 menn til viðbótar í trún- aðarmannaráð og 7 varamenn þeirra. Frestur tilk að skila tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmannaráðs rennurút kl. 18.00 þriðjudaginn 4. febrúar 1992. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. w w f-, FELAG r/ JÁRNIÐNAÐARMANNA Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 28. janúar 1992 kl. 8 eh., að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Samningamál/launakönnun 3. Verktakamál: Ásmundur Hilmarsson /erindi — umræða 4. Önnur mál Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin . 41 tarfíð Bæjarmálaráð Alþýðuflokksins í Hafnarfirði Sérstakur bæjarmálaráðsfundur verður haldinn í Firðinum föstudaginn 24. janúar kl. 19.30. Dagskrá: 1. Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri kynnir drög að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar árið 1992. 2. Kynnt þriggja ára áætlun. 3. Almennar umræður um fjárhagsáætlun. Allir í trúnaðarstörfum fyrir Alþýðuflokkinn, jafnt aðal- sem varamenn í nefndum eru hvattir til að mæta. Allir Alþýðuflokksmenn velkomnir. Hittumst hress í Firðinum á föstudagskvöld. Bæjarmálaráð Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur verður haldinn í Félagsmiðstöð jafnaðarmanna, Hverfisgötu 8—10, laugardaginn 25. janúar 1992 kl. 14.00. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Lagabreytingar 3. Önnur mál Stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur Rósin á föstudag opið hús Opið hús verður í Rósinni, Fé- lagsmiðstöð jafnaðarmanna, á vegum FUJ föstudaginn 24. janúar. Sigurður Pétursson, formaður SUJ, ræðir stjórnmálaástandið við gesti og gangandi. Húsið verður opnað klukkan 21.00 og opið frameftir kvöldi. Boðið verður upp á léttar veitingar á vægu verði. Vonast er til að sem flestir sjái sér fært að mæta. FUJ Fulltrúaráð Alþýðuflokks- félaganna á Akureyri boðar til tveggja funda komandi helgi. Fundur með Jóni Baldvini og Sigbirni Gunnarssyni. Fyrri fundurinn verður haldinn í Reynishúsinu föstudaginn 24. janúar og hefst kl. 20.30. Málefni fundrins verður flokksstarfið og stjórn- málaviðhorfið. Framsögumenn verða Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og formaður Al- þýðuflokksins, og Sigbjörn Gunnarsson alþingis- maður. Það er ástæða til að hvetja alla flokksmenn til þess að mæta á þennan fund. Fundur um húsnæðismál flokksins á Akureyri. Seinni fundurinn verður haldinn í húsnæði flokksins við Strandgötu, laugardaginn 25. janúar kl. 13.30. Sigurður Arnórsson, formaður Alþýðuflokksfélags Akureyrar, heldur framsögu um húsnæðismál flokksins. Það er skemmst frá því að segja að húsnæðismál flokksins hafa oft komið til umræðu undanfarin misseri og er það skoðun margra flokksmanna að segja eigi upp leigusamningi um núverandi hús- næði við Strandgötu. Ef af verður þarf að taka ákvörðun um hvernig húsnæðismál flokksins verða leyst og hvað gert verður við eigur flokksins, sem nú eru geymdar á Strandveginum. Fulltrúaráði flokksins fannst ástæða til þess að halda sérstakan fund um þetta mál, og eru allir sem einhvérja skoðun hafa á því hvattir til að mæta á fundinn og láta þá skoðun í Ijós. Munið: Fundur með Jóni Baldvini og Sigbirni föstudag kl. 20.30 í Reynishúsinu. Fundur um húsnæðismál flokksins laugardag kl. 13.30 á Strandgötunni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.