Alþýðublaðið - 30.01.1992, Síða 1

Alþýðublaðið - 30.01.1992, Síða 1
HAGSTÆÐARA EN FLESTA GRUNAÐI - dökka hliðin er hins vegar ofmikil eyðslusemi þjóðarinnar, stóraukinn viðskiptahalli og lántökur á erlendum peningamarkaði Árið 1991, sem nú er nýliðið, var um margt hagstætt ár í efna- hagslegu tilliti, segir í Frétta- bréfi um verðbréfaviðskipti, sem Verðbréfaviðskipti Sam- vinnubankans gefa út. Því til stuðnings er bent á að lands- framleiðsla jókst um 1,2%, þjóð- artekjur enn meira, eða um nærri því 2% vegna batnandi viðskiptakjara, meðan bagvöxt- ur í löndum OECD-landanna var aðeins um 1,1%, en var 1,2% hér á landi. Svo hatdið sé áfram að nefna nokkrar hagstærðir hér og í OECD-löndum var verðbólga hér á landi 6,8% en 4,2% í OECD-löndum. Síðan hefur verðbólga hér á landi hjaðnað til muna og mun vera lægri en í mörgum löndum OECD. Loks er að nefna atvinnuleysi, það var 1,5% af mannaflanum hér á landi á síð- asta ári, en 7,4% í OECD-löndum. Þessi síðastnefnda tala kann að fara upp á við á þessu ári. Dökka hliðin á árinu 1991 var sú íslensk hljómplötuútgáfa Sálin og Todmobile koma út í 8 löndum „Við erum búnir að vinna lengi að útflutningi á íslenskri tónlist og látum þá hvorki drauma né óskhyggju ráða ferðinni," sagði Steinar Berg ísleifsson, fram- kvæmdastjóri Steina hf., í gær- dag. Plötur Steina hf. með Sál- inni hans Jóns míns og Todmo- bile koma út í átta löndum á næstunni, á Norðurlöndunum, Frakklandi, Belgíu, Hollandi og víðar. ,,Ég á von á þvi að þetta ár verði blómleg útgáfa á íslenskri tónlist er- lendis. Eg er nýkominn af stórri ráð- stefnu í Frakklandi þar sem ég hitti marga hinna stærri manna í hljóm- plötuútgáfunni. Það er greinilegt að margt af því sem við höfum að bjóða í tónlist er fyllilega sambæri- legt við það sem best gerist nú í öðr- um löndum. Ég er bjartsýnn á fram- haldið, við höfum upp á margar góðar hljómsveitir að bjóða og vinn- um að því að afla þeim stærri mark- aðar en fæst hér á landi," sagði Steinar. að fslendingar eyddu um efni fram og viðskiptahallinn nær tvöfaldað- ist, fór úr 2,7% í 4,9% af landsfram- leiðslu. Þjóðin tók líka erlend lán upp á 17 milljarða króna. „Þótt árið 1991 hafi þannig í raun verið hagstæðara en líklegt er að flestir hafi í huga sér bendir vissu- lega margt til að þetta ár verði erf- itt“ segir í hugleiðingunum um efnahagsstefnuna. Er bent á minnk- andi fiskafla, enda þótt vísbending- ar hafi nú komið fram um minni samdrátt afla en áður hafði verið búist við. Einnig að sú staðreynd að landsmenn eyddu um efni fram á síðasta ári þýðir einfaldlega að nú er knýjandi nauðsyn á að draga meira úr útgjöldum þjóðarinnar en sem tekjusamdrættinum nemur. Harðsnúnir samnintjar framundan „Hér eru engin stórtíðindi þessa dagana, við vinnum í nefndum, ræðum meðal annars atvinnuástandið. Mér sýnist að komandi samningar verði harðsnúnir", sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í gær, þegar blaðið hitti hann að máli. Á myndinni eru þeir að störfum, Guðmundur J. og Snær Karlsson. A-mynd E.ÓI. Janúar var enginn metmánuður í hlýindum - sem hafa sínar alvarlegu hliðar Gróður „Gróður er víða farinn að láta á sjá, þetta er vont mál, ef veðrið verður þetta hlýtt eitthvað áfram,“ sagði Theódór Halldórs- son í skrúðgarði borgarinnar í Laugardal í samtali við Alþýðu- blaðið í gær. Hann sagði að á trjárunnum mætti nú sjá opnast blöð, trjágróðurinn gæti kalið í hættu illa ef svo héldi áfram. Frá rit- stjórn Alþýðublaðsins blasir nú við iðjagrænn Arnarhóilinn líkt og í sumarbyrjun. En janúar 1992, sem nú er senn liðinn, er ekkert sérstakt fyrirbæri, aðeins 7. hlýjasti janúarmánuður frá því mælingar hófust að sögn Magnúsar Jónssonar veðurfræð- > ógæftir ings. Seinnihluta mánaðarins, allt frá 11. janúar, hefur verið hlýtt, en fyrstu dagana gerði allmiklar hörk- ur víða. Hitamet hafa verið slegin, mestur varð hitinn á Dalatanga, rúm 18 stig eitt vetrarkvöldið. „Menn eru ekki á einu máli um hversu góður þessi mánuður var,“ sagði Magnús, „að minnsta kosti eru til sjós skíðamenn og þeir sem fylgjast með gróðri ekkert kátir, og sjómenn kvarta, því gæftir hafa verið með la- kasta móti vegna þess hversu rysjótt veðrið hefur verið." Hlýindin sem umvefja okkur þessa stundina eru ættuð frá suð- lægum löndum, koma hingað úr átt frá Azoreyjum. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavik - Simi 62-55-66 - FAX-númer 62-92-44

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.