Alþýðublaðið - 07.05.1992, Síða 3

Alþýðublaðið - 07.05.1992, Síða 3
Fimmtudagur 7. maí 1992 3 RÖSE-jundur embœttismanna í Helsinki Ofbeldi sam- bands- hersins mótmælt Full þátttaka Bosníu-Her- segóvínu var samþykkt samhljóða á fundi í nefnd háttsettra embættismanna RÖSE - ráðstefnunnar um ör- yggi og samvinnu í Evrópu, sem haldinn var í Helsinki í Iok síð- ustu viku. Fulltrúar íslands á fundinum voru þeir Gunnar Gunnarsson, skrifstofustjóri og Helgi Gíslason, sendifulltrúi. Efni fundarins var umræða um ástandið í Bosníu-Hersegóvínu. Öll ríkin, nema Júgóslavía, sam- þykktu yfirlýsingu þess efnis að beiting hervalds var fordæmd og skorað á alla aðila, einkum júgó- slavneska sambandsherinn, að stöðva átökin og virða samkomu- lag um vopnahlé. Þegar hafa átt sér stað alvarleg brot á skuldbinding- um gagnvart RÖSE, t.d. hefur sam- bandsherinn farið með ofbeldi gegn lögmætum stjórnvöldum Bo- snfu-Hersegóvínu. Þá samþykktu öll ríkin í RÖSE, utan nýja sambandslýðveldið, þeg- ar ályktað var um arftöku milli sex lýðvelda fymtm Júgóslavíu, að það væri verkefni friðarráðstefnunnar í Bmssel. Slíkt samkomulag myndi ákvarða hverjir kæmu fram fyrir hönd Júgóslavíu á alþjóðlegum vettvangi á hinum ýmsu sviðum í framtíðinni. ALÞÝÐUUFLOKKURINN A VESTURLANDI Fundur kjördæmaráðs Alþýðuflokksins á Vesturlandi verður haldinn á hótelinu í Borgarnesi mánudaginn 11. maí kl. 20.30. Dagskrá: Jón Baldvin Hannibalsson og Eiður Guðnason. Stjórnmála- viðhorfið og væntanlegt flokksþing. Kosning fulltrúa í flokksstjórn. Önnur mál. Stjórn kjördæmaráðs KONUR - KONUR! Fundur verður haldinn í Félagsheimili Alþýðuflokks- ins, Hamraborg 14a Kópavogi, miðvikudaginn 13. maí n.k. kl. 20.30. Gestur fund- arins verður Einar Ingi Magnússon sálfræðingur. Hann flytur erindi um börn og streitu. Fundarstjóri Valgerður Guðmundsdóttir, formaður S.A. Mætum vel og stundvíslega - Tökum með okkur 9estl! Stjórn S.A. 46. FLOKKSMNG ALÞÝDUFLOKKSINS verður haldið 11. til 14. júní 1992 í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi Með vísan til 29. og 30. gr. flokkslaga Alþýðuflokksins er hér með boðað til 46. flokksþings Alþýðuflokksins, sem skv. ákvörðun flokksstjórnar verður haldið dagana 11. til 14. júní 1992. Með vísan til 16.-19. gr. flokksiaga er því hér með beint til stjórna allra Alþýðuflokksfélaga að láta fara fram kosningu aðal- og varafulltrúa á flokksþing, svo sem nánar er mælt fyrir í flokkslögum. Með vísan til 18. gr. flokkslaga er því beint til aðildarfélaga að kosningar fari fram í maímánuði og verði lokið eigi síðar en 1. júní næstkomandi. Félagsstjórnum er skylt að tilkynna kjör fulltrúa að kosningum loknum til skrifstofu Alþýðuflokksins (s: 29244), sem veitir allar nánari upplýsingar. Meö vísan til 21. gr. flokkslaga skulu kjördæmisráð Alþýðuflokksins í öllum kjördæmum hafa lokið kosningu fulltrúa sinna í flokksstjórn fyrir reglulegt flokksþing. Með vísan til 24. og 25. gr. flokkslaga skulu stjórnir allra félaga hafa sent flokksstjórn skýrslu um starfsemi félagsins á kjörtímabilinu, félagaskrá m.v. áramót og greiðslu félagsgjalda skv. þeirri skrá. Dagskrá flokksþingsins verður auglýst síðar. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Gatnamálastjórinn í Reykjavík TILKYNNING FRÁ GATNAMÁLA- STJÓRA UM HREINSUNARDAGA í REYKJAVÍK VORIÐ 1992 Sérstakir hreinsunardagar verða laugardagarnir 9. og 16. maí og verða ruslapokar afhentir í hverfastöðvum gatnamálastjóra. Eftir hreinsunardagana munu starfsmenn Reykjavíkurborgar fara um hverfi borgarinnar og hirða upp poka og rusl. Til að auðvelda fólki að losna við rusl eru gámar á eftirtöldum stöðum: Ánanaust móts við Mýrargötu. Sléttuveg í Fossvogi. Sævarhöfða móts við Malbikunarstöð. Gylfaflöt austan Gufunesvegar. Jafnasel í Breiðholti. Gatnamálastjórinn í Reykjavík Hreinsunardeild Alþýðuflokksfélag Reykjovikur 0PINN FUNDUR Miðvikudaginn 13. maí verður opinn fundur kl. 20.00, í Rósinni, Hverfisgötu 8-10. ÁDAGSKRÁ Málefni flokksþings og kjör í starfshópa. Fjölmennið og takið þátt í undirbúningi fyrir flokksþing. Stjórnin FUJ REYKJAVÍK Almennur félagsfundur FUJ í Reykjavík verður haldinn í Rósinni, Hverfisgötu 8-10, mánudaginn 11. maí n.k., kl. 20.30. FUNDAREFNI: 1. Sambandsþing 2. Flokksþing 3. Önnur mál Þeir félagar sem áhuga hafa á að sitja sambandsþing SUJ dagana 29. og 30. maí tilkynni þátttöku sína til skrif- stofu (Dóru s. 29244), eigi síðar en 12. maí n.k. Stjórn FUJ í Reykjavík AUKAÞING SAMBANDS UNGRA JAFNAÐARWANNA verður haldið í Hafnarfirði dagana 29. og 30. maí næstkomandi. Rétt til þátttöku hafa allir fullgildir meðlimir í félögum ungra jafn- aðarmanna sem hafa verið félagar í tvo mánuði áður en þingið hefst, nema félagið sé þeim mun yngra, enda séu þeir skuld- lausir við félög sín. Félagar skulu tilkynna þátttöku á sambandsþingi til stjórnar við- komandi félags tveimur vikum áður en þingið hefst. Stjórn hvers aðildarfélags SUJ skal síðan senda lista yfir þá full- trúa, sem svo skrá sig, til sambandsstjórnar tíu dögum fyrir þing- ið. Teljast þeir vera fulltrúar viðkomandi félags. Sambandsstjórn getur einnig heimilað þeim félögum í Alþýðu- flokknum, sem búa á svæðum þar sem ekki starfar félag ungra jafnaðarmanna, þátttöku á þinginu, enda fullnægi þeir að öðru leyti sömu skilyrðum og aðrir þingfulltrúar og sæki um þátttöku- rétt eigi síðar en tveimur vikum áður en þing hefst. F.h. framkvæmdastjórnar SUJ, Sigurður Pétursson.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.