Alþýðublaðið - 07.07.1992, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.07.1992, Blaðsíða 1
Við tókum af skarið! Jóhanna Sigurðardóttir, ráðherra: Skilaboðin til Kjaradóms eru ótvírœð. Tíminn var orðinn knappur og við urðum að koma í veg fyrir ágústhœkkunina. Góðar undirtektir hjá almenningi. „Ég iít svo á að það séu komin afar skýr fyrirmæli til Kjaradóms, sem geta tæpast annað en leitt til þeirrar niðurstöðu að launahækkun þeirra hópa sem hevra undir dóminn verði í samræmi við það sem er að gerast í launa- málum annars launafólks í landinu. Þannig ætti engum að blandast hugur um að ríkisstjórnin hefur leyst þetta mál fyrir sitt leyti,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, fé- lagsmálaráðherra, í samtali við Alþýðublaðið í gær. En einsog kunnugt er samþykkti ríkisstjómin á maraþonfundi að Þingvöllum fyrir helgina, að setja bráða- birgðalög, sem breyta gildandi lögum um Kjaradóm. Breytingamar fela í sér, að dómurinn á að taka tillit til efna- hagsaðstæðna og launaþróunar í þjóðfélaginu. Kjaradómur á síðan á grundvelli breytinganna að kveða upp nýjan úrskurð. „Það var brýnt að taka af skarið umsvifalaust," sagði Jó- hanna ennfremur. „Það var bókstaflega skylda ríkisstjómarinnar að leysa málið strax, og ná víðtækri sam- stöðu um aðferð sem menn almennt gætu sætt sig við og Skortur á bita- stæðum körlum Fátt um fína drœtti en nóg framboð af "korterfyrirþrjúkörlum". Þunglega horfir nú í karla- málum reykvískra kvenna, og á landsbyggðinni mun ástan- dið síst vera betra. Fjöl- margar konur eru dæmdar til skírlífis sökum þess hversu fáir bitastæðir karlmenn eru á markaðnum. Ekki bætir úr skák að alltof margir kvæntir karlmenn haga sér einsog þeir séu lausir og liðugir og eru iðnir við að bjóða karl- mennsku sína öðrum konum en þeirra eigin. Þetta kemur fram í tímariti Kvennalistans, Veru, sem að þessu sinni er algerlega helgað karlmönn- um. Þar segir meðal annars að Reykjavík sé full af gáfuðum, glæsilegum, skemmtilegum og frambærilegum konum. Þær eru margar f karlaleit, en Vera kveður leitina að drauma- prinsinum ganga illa. Sérstak- lega eru möguleikamir litlir sé konan tekin að nálgast fertugt, og Vera vísar í bandarískt tímarit sem telur að líkur slíkra kvenna til að verða sér úti um lífsförunaut séu minni en að þær lendi í árás hryðjuverkamanna. Hæpin lausn er að grípa til þess ráðs sem lengi dugði, að ráða sig sem ráðskonu í sveit, því tímarit Kvennalistans telur ástandið þar síst betra en í höfuðborginni. Jafnframt harmar greinar- höfundur að húsmæðraskólamir heyri nú sögunni til, því oft hafi dafnað blómlegur hjúskapar- markaður í tengslum við þá, enda hafi þeir fyrir vikið gjam- an verið nefndir „Vetrar- hjálpirí*. Vera fellst að sönnu á, að nóg framboð sé af þeirri tegund karla sem tímaritið kýs að kalla „korterfyrirþrjúkarla" en reynsla aðstandenda tímaritsins af þeim er ekki góð, og yfir þeim er felldur sá dómur að þeir séu upp til hópa óspennandi, margir orðnir ansi þreyttir og meira að segja ofnotaðir. Vera kemst að þeirri rökvísu niðurstöðu að óhugsandi sé að allir frambærilegir menn séu fráteknir eða hommar og sting- ur upp á sérstöku námskeiði fyrir konur í karlaleit. Að lokum spyr greinar- höfundur af nokkurri örvænt- ingu: Hvar leynast hinir ein- hleypu? sem breytti þessari niðurstöðu. •Einn möguleiki sem ég taldi líka koma fyllilega til greina var að afnema hreinlega launa- hækkunina með lögum, en það náðist hins vegar góð samstaða í ríkisstjóminni um þá niðurstöðu sem endanlega varð ofaná. Sú leið var að mínum dómi ásætt- anleg.“ „Við máttum engan tíma missa í meiri umræður. Tími ákvarðananna var einfaldlega kominn, því ég taldi mjög brýnt að koma í veg fyrir að ágúst- hækkunin næði fram að ganga. Ríkisstjómin hefur nú hoggið á hnútinn, og af þeim fjölda sím- tala og skilaboða sem ég hefi fengið allsstaðar af landinu er ekki hægt að ráða annað en fólk sé almennt mjög ánægt með þessa niðurstöðu. Eg vek lika alveg sérstaklega athygli á ummælum forseta Al- þýðusambandsins, sem sagði að með ákvörðun sinni hafi ríkis- stjómin komið til móts við krö- fur útifundarins á fimmtudag." Sláandi niðurstöður um „bókaþjóðina“ Islendingar vnHn meðnltesir Fjórtán ára unglingar á Islandi standa sig mun síður í að lesa úr töflum, kortum og línuritum en unglingar frá öðrum Norður- löndum. Hins vegar standa þeim engir á sporði í víðri veröld yið skilning og lestur á fræðsluefni. Níu ára íslendingar lafa í með- allagi þegar læsi þeirra er borin saman við norræna jafnaldra. I heild virðast íslensku unglingarnir þó tæplega ná meðallæsi mið- að við Norðurlöndin. Þetta kemur fram í fróðlegum niðurstöðum alþjóðlegrar úttekt- ar á læsi 9 og 14 ára unglinga. í íféttatilkynningu frá hinum íslensku að- standendum könnunarinnar er staðhæft að finnskir námsmenn hafi sýnt bestan árangur á öllum sviðum lesskilnings. Á tveimur súluritum sem fylgja tilkynning- unni kemur eigi að síður fram, að fjórtán ára unglingar frá Islandi ná betri árangri en Finn- amir þegar fræðsluefni er annars vegar. Könn- unin bendir því einnig til þess að lesskilningi hinna fullorðnu aðstandenda könnunarinnar hér á landi sé átakanlega áfátt þegar töflur og línurit eru annars vegar. -Sjábls.7 i Vinningamia vegna 7. júlí verður dregið í 3. flokki um vinninga fyrir tæpar tuttugu milljónir m.a. um 3ja milljóna vinning til íbúðakaupa. Hverri endurnýjun fylgir sjálfkrafa miði í DAS 80% milljónapottinum þar sem eingöngu er dregið úr seldum miðum. Miði sem þú kaupir núna verður fjórfaldur í pottinum í ágúst. Hringdu í síma 17117,17757,24530 eða 29858 og tryggðu þér fyrirhafnariausa endurnýjun með því að láta færa miðann á greiðslukort. 0 A

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.