Alþýðublaðið - 07.07.1992, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.07.1992, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 7. júlí 1992 GES: Framsýni í menntamálum Við stöndum frammi fyrir því að heimurinn fer minnkandi. Tolimúrar eru að hrynja og landamæri skipta sífellt minna máli í viðskiptum. Við þessar aðstæður er Ijóst, að sér- hverri þjóð er nauðsynlegt að eiga fólk sem hefur skilning á menningu annarra þjóða, þó ekki sé nema til þess eins að eiga við þau viðskipti. I löndunum í kringum okkur er augljóst að skiln- ingur ríkir á nauð- syn þessa. Og það sýnir sig að þau ríki sem best hafa ræktað tengslin við aðrar þjóðir eru jafnframt þau ríki sem við mesta velmegun búa. Velmegunin byggist á því að vinnuaflið er vel menntað, og menntunin fer ekki einungis fram í heimahögunum. Með því að taka þátt í fjölþjóða samstarfi í menntamálum hafa nágranna- löndin séð færi á að rækta tengsl við margar þjóðir. Það hefur tíðkast að efnilegustu náms- mennimir eru sendir utan og leitast er við að tryggja að við heimkom- una bfði þeirra vellaunuð störf. Með námsmönnunum hafa svo fylgt viðskiptasambönd og jafnvel þeir námsmenn sem eftir verða í út- landinu tryggja föðurlandinu við- skiptavild. Sama gildir um erlenda námsmenn: þegar þeir eru komnir heim eru þeir mikilvægir tengiliðir við sitt gamla námsland. Háskóli íslands hefur staðið sig vel í að leita samstarfs við háskóla erlendis. En eins og oft vill verða með samstarf okkar við útlendinga, höfum við borið alveg gífurlega mikið úr býtum án þess að leggja mikið af mörkuni sjálfir. Erlendir háskólar hafa reynst tilbúnir til að sveigja þær reglur, sem annars hafa gilt um samskipti við aðra háskóla og ekki gert sömu kröfu til HI og annars tíðkast. Nú þegar jámtjaldið hefur verið dregið frá, og samskipti iðnríkjanna við þriðja heiminn á þessum sviðum verða sífellt nánari, em blönku háskólamir orðnir svo margir, sem knýja á um samskonar ívilnanir og við höfum notið, að há- skólamir eiga ekki annars úrkosti en að fella forréttindin niður. Við verðum framvegis að taka þátt í samstarfinu á jafnréttisgrundvelli. Taka við einum erlendum náms- manni fyrir hvem íslending sem fer utan og svo framvegis. Þetta, ásamt því að við erum að sigla inn í áætl- anir sem setja fulla þátttöku okkar sem skilyrði, kallar á stórbætta að- stöðu þeirra sem sinna alþjóðasam- starfi í menntamálum hér heima. Með samþykkt EES öðlumst við þó nokkur forréttindi, en tökum á okk- ur allnokkrar skyldur um leið. Upp á síðkastið hefur þess orðið vart að fslenskum stúdentum reyn- ist erfiðara en áður að fá inni í evr- ópskum háskólum. Þetta stafar af því, að á milli EB-ríkjanna er í gildi samkomulag sem skuldbindur há- skólana til þess að láta stúdenta úr EB-löndum ganga fyrir um skóla- vist. Þetta hefur rekið mun fleiri ís- lenska námsmenn en ella til náms í Bandaríkjunum en þar eru skóla- gjöld mun hærri en víðast hvar í Evrópu. Með tilkomu evrópska efnahagssvæðisins væri þetta vandamál úr sögunni. Þar eð kveð- ið er á um í samningnum, að allir námsmenn sem koma frá löndum þess, séu jafnréttháir þegar háskól- amir taka inn stúdenta. Umsóknir frá EB-löndunum verða ekki skoð- aðar fyrst eins og nú er. Frönskum háskóla er skylt að líta umsókn frá íslandi sömu augum og umsókn frá Þýskalandi, en við óbreyttar að- stæður nýtur sú þýska forgangs. Með tvíhliða samningum við EB hefur íslendingum tekist að tryggja sér aukaaðild að stórum verkefnum bandalagsins: ERASMUS, áætlun um skipti á nem- endum og kennurum milli háskóli, og COMETT II áætlun um skipti á tækni- menntuðu vinnuafli með þátttöku bæði skóla og fyrir- tækja. Eins og svo margt annað á vegum EB eru téðar áætlanir í sífelldri þróun og alls ekki fyrirséð að þær áætlanir sem við göngumst inn á að taka þátt í þegar samningarnir voru undirritaðir verði samar að ári. Með fullri aðild að áætlununum, sem næst með samþykkt EES- samninganna, verðum við aðilar að stefnumótuninni, og tryggt verður að hinar þjóðimar verða að taka fullt tillit til okkar hagsmuna. Ef samningurinn fæst hins vegar ekki samþykktur, þá erum við neydd til að hanga utan á áætlununum eins og fylgihnettir, án þess að ráða nokkru um hvert er haldið. Reynslan sýnir að alþjóðafyrir- tæki leita í síauknum mæli að stjómendum úr röðum þeirra sem tekið hafa þátt í alþjóðlegu mennta- samstarfi. Þetta fólk telja þeir búa yfir þeim kostum, að eiga rætur í fjölbreytilegum veruleika og því eigi það auðvelt með að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Fyrir þá sem vilja vera tækir á alþjóðlegum vinnumarkaði er nauðsynlegt að afla sér fjölbreytilegrar reynslu í fjölþjóðlegu umhverfi. Heimóttar- skapur og þjóðremba em orðin að meiriháttar fötlun á alþjóðavett- vangi. íslendingar eiga um tvo kosti að velja. Við getum tekið þann kost að sitja hjá og dæma þannig kom- andi kynslóðir úr leik á sífellt harðnandi atvinnumarkaði. Eða; við getum tekið þátt í þróuninni og tryggt þannig að íslendingar eigi fulltrúa og ítök í stjómstéttum framtíðarinnar. Einnig getur það sýnt sig að þeg- ar þjóðir taka upp tækninýjungar, gerist það í megindráttum á tvenn- an hátt. Annað hvort eru það er- lendir aðilar sem fara af stað með nýja starfsemi í landinu, eða fólk kemur heim frá útlöndum með verkkunnáttu sem það hefur tileink- að sér þar. Það gerist örsjaldan að nýjungar séu fundnar upp. Við ís- lendingar eigum því um tvo kosti að velja viljum við ekki búa við nú- verandi hnignun í atvinnulífinu. Við getum ýtt undir þátttöku menntafólks í alþjóðasamstarfi annars vegar, og einbeitt okkur að því að fá útiendinga til að fjárfesta hérlendis hins vegar. En af því leið- ir að ef við íslendingar ætlum ekki að eftirláta útlendingum alla ný- sköpun í íslensku atvinnulífi, þá verðum við að tryggja aðgang okk- ar fólks að menntastofnunum og at- vinnulífi annarra landa. Grímur Sæmundsson, hcimspckincini Grímur Sœmundsson skrifar Kröfugöngur 1. maí Ég hef eiginlega verið í friðsam- son, sá ódeigi baráttumaður, sem átti gerð í stjóm fulltrúaráðs verkalýðsfé- legri keppni við Morgunblaðið í frumkvæði að kröfugöngunni. Pétur laganna í Reykjavfk, þar sem tillaga nokkur ár, segir Pétur Pétursson út- hefur undir höndum Ijósrit af fundar- Olafs var borin upp og samþykkt. Und- varpsmaður, þegar Alþýðublaðið biður hann að skýra hvernig eitt af áhugamáluin hans hefði orðið til. Pétur hefur lengi safnað gögnum um fyrstu kröfugönguna sem farin var 1. maí á Islandi. Það var árið 1923, fyrir tæpum 70 árum. „Sjáðu nú til,“ segir Pétur, „Morgun- blaðið hélt því fram í frétt af göngunni á sínum tíma að einungis 40 manns hefðu tekið þátt í henni. Ég ákvað að hætta ekki íýrr en ég gæti sannanlega nafngreint fleiri en 40 sem þátt tóku; og þegar ég komst upp fýrir þá tölu fór leikurinn heldur að æsast!“ Og hversu marga hefur Pétur getað nafngreint? Ríflega 70, en hann telur að göngumenn hafi alls verið í kringum 400. Morgunblaðið virðist sem sagt hafa deilt með tíu. „Lengst af hafði ég bara eina ljós- mynd að styðjast við. En ég var svo heppinn að komast í myndir úr fórum Gísla Ólafssonar bakara. Erlingur Gíslason leikari, sonur hans, bauð mér að koma og skoða gamlar myndir og þar fann ég alveg frábærar ljósmyndir sem Gfsli hafði tekið af fyrstu göng- unni. Þær voru svo vandaðar að þær auðvelduðu mér rannsóknina mikið.“ Pétur hefur lagt mikið af mörkum til rannsókna á árdögum íslenskrar verka- lýðshreyfingar og samtaka jafnaðar- manna. Þannig hefur honum tekist að halda til haga sögulegum verðmætum sem ella hefðu farið forgörðum. Flestir þekkja til ítarlegra rannsókna hans á Hvíta stríðinu, eða drengsmálinu svo- kallaða: þegar Ólafur Friðriksson og stjómarherramir tókust á árið 1921. Pétur hefur rætt við mörg hundruð manns sem muna umbrotatíma þriðja og fjórða áratugarins og sjálfur var hann alinn upp í pólitísku andrúms- lofti. Og það var raunar Ólafur Friðriks- Meinlaus og gagnslaus skopleikur - hvernig Mogginn sagðifrá gongunm Eins og fram kemur í samtalinu við Pétur Pétursson var það frétta- flutningur Morgunblaðsins sem varð til þess að hann hóf að safna heimild- um um fyrstu kröfugönguna sent far- in var 1. maí. Morgunblaðið fullyrti að einungis 40 hefðu tckið þátt í göngunni en Al- þýðublaðið kvað göngumenn hafa verið um 500. Næstu daga á eftir körpuðu blöðin nokkuð um þetta efni og í Morgunbiaðinu sagði að „bömin hafi verið fjölmennust í göngunni, nokkuð haft verið þar af kvenfólki, en svo fátt af fullorðnum, verkfæmin mönnum, að það vakti almenna eftir- tekt. Vegna þessa eru menn hissa á því, að forsprakkamir skyldu ekki hætta við allt saman, er þeir sáu, hve þátt- takan var lítil.“ Stðan tekur Morgunblaðið að sér að upplýsa að „þessar svonefndu kröfugöngur eru upprunnar í millj- ónaborgum erlendis, og geta haft þar mikil áhrif í þá átt, að vekja eftirtekt og umtal manna á milli. Hér er nú verið að apa eftir þessu, án þess að nokkur skilyrði séu lil þess að það hafi lík áhrif hér og þar. Hér er þctta ekki annað en mein- laus og gagnslaus skopleikur, og þátttökuleysi verkamannanna al- mennt sýnir, að þcir skiija þetta rétt.“ Til þess að árétta að kröfugangan haft verið skopleikur segir Morgun- blaðið að hún hafi vakið „glens og gaman á götunum, eins og vera bar, en engan fjandsamlegan árekstur. Drengjahópur gekk um með kröfu- spjald, sem á var letrað: „Það, sem við biðjum um, er Blöndahls brjóst- sykur“. Einnig var veifað kröfu- spjaldi, sent á stóð: „Fleiri lítil kaffi- hús“, og einhver hampaði spjaldi, sem á stóð: „Flciri hljóðfærahús".

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.