Alþýðublaðið - 07.07.1992, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.07.1992, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 7. júlí 1992 Húshitun 3 Olían ódýrari en innlend raforka Það getur verið álitamál hvort hagkvæmara er að hita upp hús á Is- landi með raforku eða innfluttri olíu. Þetta kemur fram í blaðinu Flóinn, sem Jón Daníelsson, bóndi og blaða- maður að Tannastöðum í Hrútafirði gefur út í sínu heimahéraði við Húnaflóa. Rafmagn til húshitunar kostar í dag um 2,50 krónur hjá meðalnotanda, - en olía til húshitunar getur farið niður í 1,85 krónur, ráði menn yftr vel stilltum og nýlegum olíukyndingartækjum. segir blaðið. Munurinn er umtalsverð- ur, á þriðja tug þúsunda á ári á venju- legu heimili. Hjá Raftnagnsveitum ríkisins telja menn þó að kílóvattstund sem fæst með olíukyndingu kosti á bilinu 2,14 til 2,32 krónur í dag. Sé þannig í pottinn búið, er spamaðurinn ekki nema 4-5 þúsund krónur á ári á venjulegu heim- ili. Kosturinn við rafmagn er auðvitað sá að verðlag er stöðugt, öfugt við ol- íuna sem hækkar og lækkar á víxl. Og rafmagnið er umhverfisgóð orka, laus við mengun. Stefán Amgrímsson hjá Rarik bend- ir á að raforkuverð hefur farið lækk- andi hér á landi á síðustu ámm. Munur- inn nú stafí fyrst og fremst af mikilli lækkun olíunnar. Varla sé unnt að láta raforkuverðið sveiflast í takt við olíu- verðin. Hinsvegar segir Stefán að varð- andi þá sem ekki njóta niðurgreiðslu á raforku sé verðmunur á rafmagni og ol- íu orðinn mjög augljós og hafi Raf- magnsveitur ríkisins bent Landsvirkjun á að á þvi sviði sé aðgerða þörf. Þriðji hver íslenskur læknir starfar erlendis - offramleiðsla á lœknum, munfleiri útskrifaðir nœstu tuttugu ár en þörfer á Við síðustu áramót voru íslenskir læknar alls 1201 talsins og þar af voru 376, eða 31% starfandi erlend- is. Samkvæmt þessu hefur því ís- lenska skólakerfið verið að mennta næstum þriðja hvern lækni til starfa erlendis. Um 35 læknar útskrifast árlega frá læknadeild Háskólans. Því mætti hætta að útskrifa lækna úr Háskólanum um tíu ára skeið ef íslenskir læknar erlendis kæmu heim um leið og störf byðust hér. Úttekt vinnunefndar á vegum norr- ænna læknafélaga bendir til þess að enn um sinn muni Islendingar mennta mun fleiri lækna en þörf er á hér á landi. Samkvæmt henni munu allt að 50-60 læknar verða án atvinnu á Is- landi næstu 20-25 árin. Reynslan sýnir eigi að síður að læknar sem ekki fá vinnu hér á landi, hverfa úr landi. Beint atvinnuleysi lækna verður því tæpast að veruleika hér á landi. Á Norðurlöndum er nokkurt at- vinnuleysi lækna og fer vaxandi. Af 26 þúsund læknum í Svíþjóð hafa að vísu aðeins 100 verið atvinnulausir, en nú er mikill niðurskurður í bígerð, bæði hjá skólaheilsugæslu og fyrir- tækjalæknum. Fjölmörgum læknum hefur þvf verið sagt upp. Ekkert at- vinnuleysi er á meðal norskra lækna og þar er raunar eftirspum eftir læknum. Um 200 eru atvinnulausir af 15.200 í Danmörku, og 70 af tæplega 14 þús- undum íFinnlandi. Samkvæmt þessu virðist Island hafa langhæst hlutfall óþarfra lækna á Norð- urlöndum. Jón Eyjólfsson, skipstjóri Herjólfs, í brúnni. Þar eru að sjálfsögðu öll nútíma siglingatæki. - A-mynd E. Ól. Nýi Herjólfur Barnasjúkdómar þægilegu skipi i „Það hefur enn ekki reynt á skip- ið svo heitið geti, frá því það kom hefur verið nánast koppalogn og blíða miðað við vetrarveðrin eins og þau geta orðið“, sagði Jón Eyj- ólfsson, skipstjóri stærsta farþega- skips Islendinga, Herjólfs, þegar fréttamaður Alþýðublaðsins sigldi með honum um helgina. Jón sagði aftur á móti að ýmsir „barnasjúk- dómar“ hefðu fylgt fyrstu dagana sem nýi Herjólfur hefur verið á ferðinni. Síðast bilaði dæla við gírinn og þurfti að sigla skipinu á annarri afl- vélinni af þeim sökum í einni ferð- inni. Hvað um það, Herjólfur er hið fall- egasta farþegaskip, þægilegt í alla staði og mun án efa reynast vinsælt af farþegum. Forsetinn i Borgarfirði Forseti Islands, ffú Vigdís Finnbogadóttir, gerði góða ferð um héruð Borgaríjarðar um helgina. Hún fór víða og átti stund með fólkinu í héraðinu sem fjölmennti til fundar við forseta. Mikil hátíðahöld fóru fram á nokkrum stöðum, og gróðursetti forseti trjáplöntur á mörgum stöðum, eins og hennar er vandi. Myndin er af forseta ásamt nokkmm þegnum af yngri kynslóðinni. - A-mynd GTK Hcmn samdi Þjóð- hátíðarlag ársins Ungur Vestmannaeyingur, Geir innar um áratuga skeið. Ragnarsson, samdi þjóðhátíðar- Lagið hans Geirs heitir Dagar og sönginn, sem kyrjaður verður á nætur, og er þriðja lagið sem kemur frá þjóðhátíð í ágústbyrjun í Eyjum. honum fyrir hlustir almennings. Það þykir ævinlega mikill heiður að í gær var Geir í hljóðupptökuverinu vera höfundur slíkra Iaga, mörg Sýrlandi ásamt listamönnum að taka þeirra hafa verið fleyg meðal þjóðar- upp sönginn. Geir Ragnarsson, - þjóðhátíðarlagið í ár er frá honum komið. A- mynd E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.